Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 88
j 'ALHLIÐA PÉNTÞJÓNUSTA S GuðjónÚLhf. / 91-27233 JlltfgllllfclllfrÍfe Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Þingfundir milli jóla og nýárs? TAKIST ekki að afgreiða þau frumvörp fyrir jólaleyfi Alþingis, sem "ríkissijórnin leggur áherslu á að verði samþykkt fyrir áramót, munu verða haldnir þingfundir þá virku daga, sem eru á milli jóla og nýárs. Þetta segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins og tekur Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins undir þetta. Mikið annríki hefur verið undan- fama daga á Alþingi. Þingfundir voru á laugardag og nefndarstörf á sunnudag. Á mánudag voru fund- ir í Sameinuðu þingi, þar sem fram fór önnur umræða fjárlaga, sem stóð til þrjú um nóttina. í gær hóf- ust svo nefndarstörf árla morguns, eftir hádegi var atkvæðagreiðsla flárlagafrumvarps til þriðju um- ræðu og eftir það fundir í deildum. Enn á eftir að afgreiða mörg frumvörp ríkisstjómarinnar og eru sum þeirra enn í nefndum, flest í þeirri efri. Næstu daga eru fyrirsjá- anlegir kvöld- og næturfundir, auk þess sem búist er við önnum yfír helgina. Sjá frásagnir á þingsíðu bls. 49. Rigningar á Spáni skemma saltvinnslu: Búist er við tvö- faldri hækkun á fob-verði salts ^BÚIST er við næstum tvöfaldri -*hækkun á fob-verði salts vegna saltskorts sem stafar af því að saltvinnsla á Spáni hefur mis- farist vegna rigninga og flóða. Fyrirsjáanleg er einhver verð- hækkun á saltfiski vegna þessa, en ekki er ljóst hvað sú hækkun verður mikil. Borgarráð: 3,5 milljón- ir til Líf- -tæknihúss BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 3,5 milljónir króna í aukafjárveitingu á þessu ári til byggingar Líftæknihúss á Keldnaholti. Líftæknihúsið er gjöf Reykjavík- urborgar til Háskóla íslands á 75 ára afmæli skólans, en þá var sam- þykkt að borgin legði fé til hússins að hálfu á móti Háskóla íslands. Að sögn Gunnars Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjómar, hefur húsinu verið brej'tt nokkuð frá upphaflegri áætlun og það stækkað. Mjög stórar saltnámur em á Spáni og er saltið unnið á þann hátt að sjó er hleypt inn í stóra flekki og síðan sér sólin um að þurrka upp sjóinn svo saltið verður eftir. Að sögn Finnboga Kjeld, for- stjóra Saltsölunnar sf., hafa í sumar verið rheiri rigningar á Spáni en undanfarin ár þannig að saltvinnsl- an hefur brugðist og Spánveijar hafa því minna af salti til útflutn- ings. Þetta hefur orðið til þess að skortur er fyrirsjáanlegur á salti, en Finnbogi sagði þó að búið væri að tryggja þeim íslensku aðilum, sem flytja inn salt, nægar birgðir. Finnbogi sagði að verðið á saltinu myndi hækka verulega og fyrirsjá- anleg væri nánast tvöföld hækkun á fob-verði, úr um 14 dollurum tonnið í yfír 20 dollara. Það verð vægi þó ekki þyngst í útsöluverði heldur kostnaður vegna flutnings og ýmislegs annars. Finnbogi sagði að saltið yrði fengið aðallega frá Túnis og Frakklandi, en samtals er ársinnflutningur á salti til Is- lands um 80 þúsund tonn. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskútflytjenda, sagðist ekki geta sagt til um hvaða áhrif þessi verðhækkun á salti hefði á verð saltfísks, en þau yrðu sjálfsagt einhver. "*"Bestu flugvellir Evrópu valdir: Með blik í augiim og jól í hönd Börn á dagheimilum Reykjavíkurborgar ferð- ast þessa dagana um borgina og nágrenni í boði Hópferða Péturs. Síðasti viðkomustaður- inn er hjá Skógrækt ríkisins í Fossvogi, þar sem fá börnin jólagreinar, eins og sjá má á þessari mynd. Álafoss hf.: Hækkar ullarvör- umar um 20-40% Mest verður hækkunin innanlands NÝJA ullariðnaðarfyrirtækið Álafoss hf., sem tók formlega til starfa þann 1. desember sl., hyggst hækka verð á mörkuðum sinum allt frá 20% og upp í 40%. Mest verður hækkunin að öllum líkindum á ferða- mannamarkaðinum hér heima, að sögn Jóns Sigurðarsonar, forstjóra nýja fyrirtækisins. Jón sagði að forráðamenn ýmissa pijóna- og saumastofa á landinu hefðu verið uggandi um framtíð fyr- irtækja sinna eftir að sameiningin átti sér stað, þar sem þau hefðu hingað til átt í veigamiklum viðskipt- um við Álafoss hf. í Mosfellsbæ. Álafoss hefði útvegað fyrirtækjun- um verkefni á meðan að ullariðnað- ardeild SÍS hefði að mestu leyti setið að eigin framleiðslu. „Þessi fyrirtæki hafa skiljanlega af því áhyggjur hvort nýja fyrirtækið ætli að auka afkastagetuna á Akureyri og drepa öll önnur fyrirtæki niður. Eg hef svarað þessu neitandi. Við ætlum að leggja okkar meginkraft í að selja sem mest og á hærra verði því sá er vandinn í greininni. Við ætlum hinsvegar ekki að fjárfesta í aukinni afkastagetu. Verðið er meðal annars lágt vegna þess að allir þeir 50 út- flytjendur ullarvara, sem eru á íslandi, hafa háð verðstríð á erlend- um mörkuðum. Fyrirtækin hafa ekki keppt á neinn annan hátt, til dæmis verið með betri vöru en keppinautur- inn, heldur er hér eingöngu um verðsamkeppni að ræða.“ Fundur var haldinn með pijóna- og saumastofum á Norðurlandi vestra í fyrradag þar sem forsvars- menn Álafoss hf. skýrðu frá markmiðum sínum og verðstefnum. Jón sagði að honum hefði þótt rétt að skýra fyrirtækjunum frá áætlun- um stærsta ullariðnaðarfyrirtækis landsins enda væri þýðingarmest í þessu sambandi að ullariðnaðarfyrir- tækin ynnu saman í stað þess að sundra hvert öðru. Hinsvegar væri ekkert hægt að segja til um áfram- haldandi samvinnu við fyrirtækin fyrr en samið hefði verið við Sovét- menn. Þá fyrst væri hægt að ræða aukið samstarf við ptjóna- og saumastofur á landinu. Sjá nánar viðtal við Jón Sigurð- arson á Akureyrarsíðu. Leifsstöð í öðru sæti af minni flughöfnunum LEIFSSTÖÐ á Kenavíkurflugvelli er, samkvæmt sænska tímaritinu Veckans AffSrer, önnur besta flughöfn Evrópu, sem þjónar minna en 6 milljónum farþega á ári. Flughöfnin í Mílanó er þar í efsta sæti eins og á síðasta ári en þá var Keflavík ekki á blaði. Kastrupflugvöllur er talinn besti flugvöllur Evrópu í flokki þeirra sem þjóna meira en 6 milljónum farþega árlega. Þessi úttekt, sem gerð var af Citipro Airport Test, fór fram mán- uðina ágnist til nóvember í haust. Ferðuðust 12 manns milli 28 flug- "^Valla í Evrópu og auk þess voru fleiri farþegar spurðir um hug þeirra til flughafnanna. Áherslan var lögð á eftirfarandi 12 atriði: 1. Hvort auðvelt væri að rata um flugstöðv- amar. 2. Vinnubrögð við afgreiðslu og bókanir. 3. Vinnubrögð við mót- töku komu- og biðfarþega, þar á meðal farangursafgreiðsla og toll- skoðun. 4. Vegabréfaskoðun og öryggiseftirlit. 5. Vegalengd til flug- vallar. 6. Almenningssamgöngur við flugvöllinn. 7. Hvort auðvelt væri að rata á flugvöllinn. 8. Fríhafnir. 9. Veitingahús. 10. Aðrar verslanir. 11. Önnur þjónusta og afþreying. 12. Umhverfí. Kastrup-flugviíllur i Kaupmanna- höfn er samkvæmt þessari könnun besti flugvöllur Evrópu og í flokki flugvalla sem þjóna yfír 6 milljónum farþega árlega fékk hann 82 stig af 92,5 mögulegum. Kastrup var í 3. sæti í sambærilegri könnun á síðasta ári. I öðru sæti var Schiphol- flugvöllur í Amsterdam með 81 stig. Frankfurt-flugvöllur var í 3. sæti með 78,5 stig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.