Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 12
MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
Tónlistardagur í Hallgrímskirkju 30. mars:
Orgelhátíð í tengsl-
um við söfnunar-
átak vegna nýs orgels
Dýrustu orgelpípurnar nær uppseldar
ORGELHATIÐ verður í Hallgrímskirkju laugardaginn fyrir
páska. A annað hundrað tóniistarmenn koma fram, kórar, söngv-
arar og hljóðfæraleikarar. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 11
og standa samfleytt til klukkan 22, eru liður í söfnunarátaki vegna
nýs orgels, en samskonar hátíð var haldin fyrir ári. Þá hófst fjár-
öflun vegna orgelsins, en samið var um smíði þess haustið 1989
og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið sumarið 1992. Fólki og
fyrirtækjum gefst kostur á að kaupa pípur í orgelið og leggja
þannig sitt af mörkum, en kostnaður er um 70 miHjónir. 5.275
pípur eru í orgelinu og kosta þær minnstu 2.000 krónur, en stærstu
pípurnar kosta 100.000 krónur. Salan hefur gengið vel og eru
dýrustu orgelpípurnar nær uppseldar.
Orgelið, sem er í smíðum hjá
Klais orgelframleiðendunum í
Bonn í Þýskalandi, vegur um 25
tonn og eru stærstu pípurnar um
10 metrar. Sigurður Elí Haralds-
son, formaður söfnunamefndar,
sagði við Morgunblaðið að þær
væm nær uppseldar, en um 15%
af orgelpípunum hefðu selst fyrir
um 10 milljónir króna síðan söfn-
unarátakið hófst í apríl í fyrra.
„Þetta er stórt menningarátak og
það eru afskaplega margir ein-
staklingar, sem hafa sýnt örlæti
í sambandi við söfnunina. Orgelið
er dýrt og svo virðist, sem við
séum að takast á við hið ómögu-
lega, en við höfum þá trú að það
muni takast."
Hann sagði að þriðjungur kaup-
verðs hefði verið greiddur við
undirskrift samninga með frjáls-
um framlögum, en söfnun hefði
staðið yfir í mörg ár. 25% verðs-
ins verður greiddur, þegar orgelið
verður afgreitt úr verksmiðjunni
og sama upphæð, þegar það kem-
ur til landsins. Eftirstöðvamar
verða síðan greiddar þremur mán-
uðum eftir að það hefur verið tek-
ið út og sannreynt samkvæmt
samningi. Sigurður Elí sagði að
15 milljónir kæmu frá Reykjavík-
urborg, en vonir stæðu til að ekki
þyrfti að greiða virðisaukaskatt
af orgelinu.
Pípunum var skipt í fjóra verð-
flokka eftir stærð. Gefendur fá
litprentuð og tölusett gjafabréf
og nöfn gefenda eru skráð og
varðveitt og tengjast þau ákveðn-
um tóni orgelsins. „Gefendur geta
þvi sagt með sanni að þeir eigi
ákveðinn tón,“ sagði Hörður
Áskelsson, organisti Hallgríms-
kirkju.
Orgelhátíðin í fyrra vakti mikla
athygli og var stöðugur straumur
fólks í Hallgrímskirkju til að fylgj-
ast með tónlistarflutningnum.
Hátíðin verður endurtekin laugar-
daginn 30. mars og þá getur fólk
komið í Hallgrímskirkju, skráð sig
og pantað orgelpípur. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis, en
kvenfélag Hallgrímskirkju og
Mótettukór Hallgrímskirkju selja
veitingar og páskablóm til ágóða
fyrir orgelsjóð. Þá verða kynntar
teikningar af væntanlegu orgeli.
Eftir mesSu á skírdagskvöld
verður Getsemanestund þar sem
altari kirkjunnar verður afskrýtt.
Föstudaginn langa og laugardag-
inn verða því aðeins sjö rauðar
rósir á altarinu og svart altaris-
klæði, sem sýnir pelikanamóður
rista bijóst sitt til að geta gefið
ungum sínum fæðu. í lok orgel-
hátíðarinnar verður helgistund,
þar sem altari kirkjunnar verður
skrýtt að nýju, en það er liður í
undirbúningi messu hátíðar kirkj-
unnar, upprísu Jesús Krists.
Tónleikar
í 11 tíma
LAUGARDAGINN 30. mars
verður 11 stunda orgelhátíð í
Hallgrímskirkju, þar sem á
annað hundrað tónlistarmenn
koma fram. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 11 og standa sam-
fleytt til klukkan 22.
Kl. 11.00: Hörður Áskelsson og
Inga Rós Ingólfsdóttir. Selló og
orgel.
Kl. 11.30: Básúnukvartett. Oddur
Bjömsson, Sigurður Þorbergsson,
Björn R. Einarsson og Edward J.
Frederiksen.
Kl. 11.50: Orthulf Prunner. Orgel.
Kl. 12.50: Oddur Bjömsson og
Hörður Áskelsson. Básúna og org-
el.
Kl. 13.00: Karlakór Reykjavíkur.
Stjórnandi er Friðrik Kristinsson.
KI. 13.15: Strengjasveit yngri
deildar Tónlistarskólans í Reykja-
vík. Stjórnandi er Rut Ingólfsdóttir.
Kl. 13.30: Hlín Pétursdóttir og
Hörður Áskelsson. Sópran og orgel.
KI. 13.40: Kammersveit Reykjavík-
ur.
Kl. 14.00: Marteinn H. Friðriksson.
Orgel.
Kl. 15.00: Mótettukór Hallgríms-
kirkju, Ásdís Kristmundsdóttir
sópran, Magnús Þ. Baldvinsson
bassi og Marteinn H. Friðriksson
orgel. Stjórnandi er Hörður Áskels-
son.
Kl. 16.00: Guðný Guðmundsdóttir
og Gunnar Kvaran. Fiðla og selló.
Kl. 16.40: Kór Austurbæjarskóla.
Stjórnandi er Pétur Hafþór Jóns-
son.
KI. 17.00: Ásdís Kristmundsdóttir
og Hörður Áskelsson. Sópran og
orgel.
Kl. 17.10: Árni Arinbjarnarson.
Orgel.
Ki. 17.40: Inga Backman og Hörð-
ur Áskelsson. Sópran og orgel.
Kl. 17.50: Glúmur Gylfason. Orgel.
Kl. 18.20: Sigrún Margrét Gústafs-
dóttir, Solveig Björling og Gústaf
Jóhannesson. Flauta, alt og orgel.
Kl. 18.50: Kór Garðakirkju. Stjórn-
andi Ferenc Utassy.
Kl. 19.20: Daði Kólbeinsson og
Hörður Áskelsson. Óbó og orgel.
Kl. 19.50: Ragnar Björnsson. Org-
el.
Kl. 20.30: Guðrún Finnbjarnar-
dóttir og Hörður Áskelsson. Alt og
orgel.
Kl. 21.30: Helgistund. j
Morgunblaðið/Sverrir
Sr. Karl Sigurbjörnsson, lengst til hægri, með gjafabréf vegna orgelsjóðs Hallgrímskirkju. Jóhann-
es Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, heldur á nýrri útgáfu Passíusálmanna, sem
forlag Hallgrímskirkju hefur gefið út, og til vinstri er sr. Ragnar Fjalar Lárusson með eldri útgáfu.
I baksýn syngja félagar úr Mótettukórnum undir stjórn Harðar Áskelssonar, en kórinn tekur þátt
í orgelhátíð Hallgrímskirkju 30. mars n.k..
Leynilögga í vandræðum
_________Leiklist___________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikdeild Ungmennafélags
Biskupstungna sýndi í félags-
heimiii Kópavogs leikritið Grip-
ið í tómt.
Höfundur og leikstjóri: Pétur
Eggérz.
Lagahöfundur: Ingvi Þór Korm-
áksson.
Utsetning og upptaka laga: Sig-
urður Rúnar Jónsson.
Áhugaleikfélög hafa einatt verið
dugleg við að sinna íslenskri leik-
ritun og oftar en ekki veríð með
frumsýningar á verkum ungra höf-
unda. Skemmst er að minnast leik-
rita Sjóns í Kvennaskólanum og
Flensborg og leikrits Valgeirs
Skagfjörðs hjá Leikfélagi Kópa-
vogs. Leikdeild Ungmennafélags
Biskupstungna ferðast nú um Suð-
urland með nýjan íslenskan gam-
anleik í farteskinu, Grípið í tómt
eftir Pétur Eggerz, en þessi leik-
sýning er liður í M-hátíð sem nú
stendur yfír á Suðurlandi. Á þessu
ferðalagi sínu kom leikdeildin við
í Kópavogi og var þar með eina
sýningu sl. mánudagskvöld.
Grípið í tómt er farsi og söguþráð-
urinn er ekki beysinn fremur en
títt er um gamanleiki af þessu
tagi þar sem allt snýst um brand-
ara augnabliksins. Aðalsöguhetjan
er Leynráður Ljóstran, sem eins
og nafnið gefur sterklega til
kynna, er starfsmaður leynilög-
reglu ríkisins. Leynráður er einfalt
og græskulaust manngrey sem
lendir í þeirri ógæfu að passa ekki
inn í tölvukerfið og þar með eru
örlög hans ráðin. Það gengur á
ýmsu áður en ljóst er um hvað
málið snýst og til sögunnar koma
m.a. ráðherra, lögreglustjóri, síma-
mær, að ógleymdri konu Leynráðs
sem sér um að hann hlaupi ekki
út á náttfötunum í æsingnum.
Leikritið fór ágætlega af stað
,og fyrstu atriðin voru lifandi og
kómísk. Textinn var sniðugur, leik-
ið var með tvíræðni, orðaleiki og
útúrsnúninga á tungumálinu. En
svo var mesti dampurinn úr verk-
inu og brandararnir voru flestir
hálflífvana; höfundur náði ekki að
láta verkið standa undir sér alla
leið til enda. Leikurinn byggðist
allur á fremur augljósum bröndur-
um og þegar þeir náðu ekki að lifna
féll verkið um sjálft sig, lúmskari
fyndni hefði ekki skaðað því hún
er yfírleitt öllu lífseigari. Þeir
sýndu það líka leikararnir að þeir
voru, margir hveijir, vel hæfir til
þess að leika á fíngerðari nótunum.
Flestir léku þó á frekar ýktan
máta, bæði hvað varðar hreyfíngar
og framsögn en krydduðu leikinn
með skemmtilegum svipbrigðum
og sniðugu fasi. Það síðastnefna á
einkum við Brynjar Sigurðsson,
sem lék Leynráð sjálfan, hann átti
mikinn þátt í því að lífga upp á
verkið.
Tónlistin, sem samin.var fyrir
leikritið, var í litlausara lagi og
hefði lagahöfundur að ósekju mátt
bæta smá fjöri í lögin. Þess er þó
að gæta að tónlist líður alltaf fyrir
það að vera spiluð af bandi í leik-
húsi, mesti krafturinn vill þá dofna.
Mér fannst fæst lögin þó bæta
verkið, til þess hefði þurft að hafa
mun þjálfaðri söngvara. Ekki bætti
úr skák að ein leikkona, sem grein-
ilega þjáðist af slæmsku í hálsi,
var samt látin syngja af veikum
mætti. Við þessar kringumstæður
hefði átt að sleppa söngatriðinu
því það breytti engu um gang
verksins og fyrir vikið hefði verið
betri hraði í sýningunni.
Leikarar sýningarinnar „Gripið í tómt“ ásamt höfundi.