Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 38
88 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAG'CJR128/ MARZ 1991' Leið til sátta um stj órn fiskveiða? eftir Guðjón A. Krisljánsson og Jóhann Ársælsson Átökin um fiskveiðistjórnunina hafa sýnt og sannað að um þann hluta hennar sem snýr að kvótanum getur aldrei orðið sátt með þjóðinni. Rijálst framsal aflaheimilda leiðir óhjákvæmilega til þess að fámennir hagsmunahópar eignast einkarétt á nýtingu fiskistofnanna. Verði hagkerfi landsins opnað eins og að er stefnt er líklegt að erlendir aðilar nái fljótlega eignar- haldi á aflaheimildum, um það eru nú þegar dæmi. Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Þeir eru trygging fyrir búsetu í landinu. Það má ekki gerast að erlendir aðilar eignist afnotarétt af lífríki sjávar í landhelgi íslands. Það má heldur ekki gerast að fámennir hagsmunaaðilar þó is- lenskir séu eignist þennan rétt. Margt bendir til að þau atriði sem áttu að stuðla að hagkvæmni í kvótakerfinu ætli að bregðast. Kvóti gengur kaupum og sölum og þær veiðiaðferðir sem gefa mestan arð í dag og eru þess végna að safna til sín veiðiréttinum geta ver- ið mjög óhagkvæmar gagnvart nýt- ingu fískistofnanna og einnig valdið verulegum atvinnumissi á lands- byggðinni og þar með búseturösk- un. Byggðirnar allt í kring um landið eru famar að beijast um kvótana, það mun óhjákvæmilega valda byggðaröskun. Margskonar óréttlæti hefur orðið við framkvæmd kvótalaganna þannig að sumir standa jafnvel frammi fyrir gjaldþroti en aðrir hafa orðið ríkir á striti þeirra sem seldu þeim bátana sína. Kvótakerfið er mjög flókið í framkvæmd og fyrirséð er að gífur- legt eftirlit þarf til að fylgjast með að farið verði eftir því. Margir, hvort sem þeir eru í and- stöðu við núgildandi kerfi eða ekki, telja lítinn glæp að fara framhjá því. Ótal möguleikar eru á að víkja sér undan og leika á kerfíð. Allir vita að afla, sem lágt verð fæst fyrir, svo sem smáum físki eða lé- legum, er hent í sjóinn í verulegu magni ef menn hafa lítinn kvóta. Afla er landað framhjá vigt. Afli er skráður á rangt skip. Tegundir eru rangt skráðar. Vafasamt er að upplýsingar vegna afla sem ekki er vigtaður hér séu nægilega nákvæmar. Það er skoðun undirritaðra að nú sé komið að tímamótum. Verði ekki tekinn upp annar háttur á stjórnun fískveiða innan mjög skamms tíma verði eignarréttur á veiðiheimildum búinn að grafa svo um sig og hið flókna ofstjómar- kerfí búið að festa sig svo í sessi að mjög erfítt geti reynst að taka upp nýja skipan. Enginn vafí er á því að meirihluti þjóðarinner er óánægður með núgildandi skipan mála en ekki hefur komið fram hugmynd um aðrar aðferðir til að stjórna fískveiðunum sem samstaða hefur myndast um. Hér er sett fram hugmynd sem gæti orðið samkomulagsgrundvöll- ur milli mismunandi sjónarmiða þeirra sem vilja bæta fískveiði- stjórnina, þá er átt við bæði and- stæðinga núverandi kerfís og líka þá sem hafa stutt það vegna þess að þeir hafa ekki séð skárri leið til að stjóma þessum málum. Það er þjóðarsamstaða um að grundvallarafstaða til nýtingar lífrí- kisins byggist á að fiskistofnarnir og lífríkið allt sé sameign íslensku þjóðarinnar. Almennt markmið ætti því að vera að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra verðmæta sem lífríkið gefur af sér og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Til að þessi markmið náist er nauðsynlegt að hafa virka fískveiðistjórn og nægilega öflug stjórntæki til að stýra þróuninni. Þessi stjórntæki verða að geta virkað gagnvart öllum sem nýta sér sjávarfang og það verður að véra hægt að beita þeim með mismun- andi þunga gagnvart fisktegundum og veiðiaðferðum. Einnig til að bæta meðferð afla og til verndunar smáfísks og hrygningarsvæða. Stjómtækin verða að vera eins ein- föld og mögulegt er og stjórnunar- aðilinn þarf að vera eins óháður hagsmunaaðilum og mögulegt er. Alþingi skal kjósa stjórn (Fisk- veiðistjórn), í henni skuli eiga sæti fiskifræðingar, sj ávarlíffræðingar og aðrir aðilar valdir með það grundvallarmarkmið í huga að sú besta þekking sem fyrir hendi er á hveijum tíma á lífríkinu í sjónum og málefnum sjávarútvegsins ráði ákvörðunum fískveiðistjómunar- innar. Hlutverk fískveiðistjórnar verður að stjórna nýtingu fiskistofna með tilliti til ástands þeirra og lífríkis sjávar á hveijum tíma. Taka skal upp aflagjald tengt sóknarstýringu með aflagjaldi, stjómunaraðferð sem byggist á þremur höfuðþáttum: 1. Því að meta áhrif veiðanna á fískistofna til verðs og leggja afla- gjald á hvert landað tonn. Þannig að verði álagið á fiskistofnana meira en ráðlegt er hækkar gjaldið og þannig myndast efnahagslegar forsendur sem taka mið af ástandi í lífríkinu. 2. Banndagakerfi. 3. Svæðabundum veiðibönnum. Fiskveiðistjórn verður heimilt að hafa áhrif á veiðar fiskiskipa með álagningu sérstaks gjalds sem mið- ast skal við magn þess afla af hverri tegund sem að landi kemur af hveiju skipi. Gjaldið skal vera mismunandi hátt bæði milli tegunda og innan hverrar tegundar, til dæmis hærri fyrir smáan fisk eða lélegan þó aldr- ei það hátt að ekki sé hagkvæmt útgerð og sjómönnum að landa öll- um aflanum. Þær veiðar sem hagkvæmastar verða taldar fyrir nýtingu fiski- stofnanna á hveijum tíma gætu haft mjög lágt gjald. Gjaldið skal endurskoða með hæfílegu millibili með tilliti til ástands hverrar teg- undar og nýjustu upplýsinga um veiðarnar. Fiskveiðistjóm getur einnig gripið inn í með nýjum veið- iákvörðunum á aflagjaldi ef sér- stakar aðstæður skapast milli verð- ákvörðunartímabila. Gjaldið skal renna í sjóð sem nota skal m.a. til úreldingar skipa. Einnig skal heimilt að greiða úr sjóðnum uppbætur á veiðar á van- nýttum tegundum og veita styrki til tilraunaveiða. Sjóðurinn gæti nýst til margvíslegra þarfa vegna starfsemi sjávarútvegsins. Gjaldið skal ekki íþyngja sjávarútveginum, það skal fyrst og fremst verða stjórntæki. Banndagakerfi ska! sett á sem tryggi að sókn flotans aukist ekki þegar á heildina er litið. Banndaga- kerfið er nauðsynlegt til að menn missi ekki tökin á þróuninni fyrst í stað og að þess vegna þurfi að hækka veiðigjaldið úr hófí fram. Um veiðileyfí og endurnýjunar- reglur skipa skulu gilda svipaðar reglur og nú em. Fiskveiðistjórn skal kaupa skip og úrelda eða selja úr landi og koma þannig sóknargetu flotans í jafn- vægi. Við val á þeim skipum sem keypt verða skal hafa í huga áhrif veiða þeirra á lífkeðjuna í sjónum, þjóðhagslega hagkvæmni og mikil- vægi þeirra vegna atvinnusjónar- miða. Aflagjaldið mun að líkindum verða nokkuð hátt á meðan sóknar- geta flotans er of mikil en getur síðan lækkað þegar betra jafnvægi kemst á. Auðvitað má færa rök að því að óþarft sé að gera þessar ráðstafan- ir vegna þess að sé aflagjaldið nógu hátt hljóti óhagkvæmasta útgerðin að detta fljótlega út og þá geti gjaldið farið lækkandi á ný. En ef fyrmefndu ráðstafanirnar verða ekki gerðar er líklegt að út- gerðin verði að ganga í gegnum erfíðleikatímabil sem hægt er að komst hjá, eða að minnsta kosti draga verulega úr. Svæðabundin veiðibönn eru nauðsynlegur þáttur í því að vernda smáfisk og koma í veg fyrir tjón á lífríkinu. En hvaða kosti hefur sú fiskveiði- stjóm sem hér er lýst fram yfir það kvótakerfi sem nú er gildandi? Núverandi kvótakerfí er byggt á því að úthluta ákveðnum tonna- fjölda á hvert skip, það er því ekki tekið tillit til þess hvort verið er að veiða stóran eða smáan fisk eða hvaða áhrif mismunandi veiðitækni hefur á lífríki sjávar. Með aflagjald- inu væri hægt að hafa áhrif á þessa þætti. Engin hætta væri á að menn Guðjón A. Krisljánsson „Hlutverk fiskveiði- stjórnar verður að stjórna nýtingu fiski- stofna með tilliti til ástands þeirra og lífrí- kis sjávar á hverjum tíma.“ hentu fiski í sjóinn af þessum ástæðum því veiðigjaldið yrði aldrei svo hátt að ekki borgaði sig að landa fiski sem menn hafa lagt í kostnað við að veiða. Fiskveiðiheimildir yrðu ekki lengur söluvara Þær byggðir sem best liggja að fiskimiðunum fengju aftur að njóta þeirrar aðstöðu sem tilvera þeirra byggist á. Góðir fískimenn með góða áhöfn og hentug skip fengju á ný tæki- færi til að skara fram úr. Enginn vafi er á að með afla- gjaldinu væri komið geysiöflugt tæki til að stjórna stærð flotans. Alls konar mismunun og órétt- læti sem óhjákvæmilega hefur skapast við að útfæra svo geysiflók- ið skömmtunarkerfí sem kvótakerf- Biflíumyndir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það kann að vera tilviljun að sýningu Ragnars Stefánssonar í Gallerí einn einn við Skólavörð- ustíg ber upp á páska. Þó er það ólíklegt; sú nákvæmni sem kem- ur fram í úrvinnslu verkanna, inntak þeirra og titlar gefa ber- lega til kynna, að þetta sé ná- kvæmlega sá tími sem þeim var ætlaður. Ragnar hefur komið nokkuð óvenjulega leið inn í myndlistina, því að hann hafði numið hús- gagnasmíði og starfaði um fimm ára skeið við smíði stoðtækja og gervilima áður en hann tók til við myndlistarnám, fyrst í MHÍ og síðan í School of Visual Arts í New York. Það var ljóst á fyrstu einkasýningu hans, sem var haldin í FÍM-salnum 1989, að verktæknin var honum hug- leikin. Hana nýtti Ragnar til að skapa vélræn, tignarleg verk, sem eru ólík flestu sem aðrir myndlistarmenn samtímans eru að fást við. Hérlendis er helst að verk hans minni á vinnu Magnúsar Tómassonar, sem hefur einnig nýtt sér málma og vélræna úrvinnslu þeirra til að setja fram óvenjulega mynd- hugsun; erlendis hafa listamenn eins og Donald Judd verið þekkt- ir boðberar hárnákvæmra vinnu- bragða við frágang og samsetn- ingu grípandi rýmisverka úr málmum. Sýninguna í Gallerí einn einn nefnir Ragnar „Biflíumyndir". Sú stafsetning er valin af ráðn- um hug, því listamaðurinn telur heiti hinnar helgu bókar mynd- rænna þannig en ritað á hefð- bundin hátt, og þar sem verkin eru á vissan hátt myndræn túlk- un orða og hugsana úr því riti, verður þetta val að teljast viðeig- andi hér. Sýningin samanstendur af þremur verkum; tvö þeirra („Þú skalt ekki“ og ,,Þarna“) standa andspænis hvort öðru þegar komið er inn um dyr sýningar- salarins, og mynda eins konar hlið, helgan inngang; á vegg andspænis er síðan stærsta verkið, „Hugboð", í stöðu hins helgasta, eins konar altaris. Verk Ragnars byggjast á afar vélrænni endurtekningu, þó með þeim örlitfa mismun, sem gefur. hveiju fyrir sig eigin hljóm. Hér kemur bakgrunnur og listhugs- un Ragnars til skjalanna. Á ör- litlu skýringarblaði sem liggur frammi segir listamaðurinn m.a. eftirfarandi: „Ég er reynslu minnar vegna mun tengdari Baader fiskflökunarvél en Wins- or olíulittúpu. Mér fyndist eðli- legast að geta staðið við vél og raðsmíðað myndlist með smátil- brigðum frá hinu dulda og óþekkta. Helst ætti verðandi eig- andi að geta sett hana saman sjálfur í stofunni heima hjá sér.“ Það eru þessi smátilbrigði, til- vísanir í aðra veröld og gildi hins dulda og óþekkta, sem greina verkin frá hefðbundnari málmskúlptúr, og flytja þau jafnvel á svið hugmyndalistar. Ein tilvísun er í Biblíuna (Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns) og tengir um leið hin verk- in við sömu hugsun. Þetta er allt gert á sem einfaldastan hátt, því þá skyggir ekkert á samband Jóhann Ársælsson ið er verður úr sögunni og allir sem nýta sér sjávarfang sitja við sama borð gagnvart réttinum til físk- veiða. Það er skoðun undirritaðra að sú stjórnunaraðferð sem hér er lýst nái betur þeim markmiðum sem stefna ber að með stjórn fiskveiða heldur en kvótakerfíð. Takist að ná samstöðu um kerfi sem byggist á almennum ráðstöfun- um í stað skömmtunar þannig að hægt verði að hætta að stjórna hveijum karli og kerlingu, sem koma nærri sjávarútvegi, kerfi sem nær einnig betur markmiðunum sem menn hafa sett sér um verndun lífríkisins og nýtingu fiskistofnanna mun skapast sá friður sem þarf að ríkja um nýtingu fiskistofna við strendur landsins. Þessar hugmyndir eru settar fram í þeirri von að þeir sem vilja bæta stjórn fiskveiða sjái í þeim samkomulagsleið. Og að við þá leið geti orðið það víðtækur stuðningur að það takist að koma á nýrri skip- an við stjórn fiskveiða. Guðjón A. Krisijánsson er sldpstjóri ogJohann Arsælsson er skipasmiður á Akranesi. Ragnar Stefánsson áhorfanda og listaverks. Þetta markmið Ragnars kemur einnig fram á skýringarblaðinu: „Inn- takið er sprottið úr þeim neista sem er innsti kjarni okkar allra. Þegar hann er tjáður á sem ein- faldastan og hreinastan hátt verður til erting milli hins óper- sónulega og vélvædda annars vegar og hins kyrra og hljóða hins vegar ... Myndlistarsýning er andleg upplifun ...“ Páskarnir eru ein helsta trúarhátíð kristinna manna um allan heim. Því miður hefur páskahátíðin hér á landi um ára- bil einkennst meira af skefja- lausu kaupæði vegna ferming- anna en af trúarlegri íhugun, og virðast alvarlegar áminning- ar presta litlu geta breytt þar um. Því er tæpast við því að búast að ein lítil myndlistarsýn- ing geti frekar beint fólki til trú- arinnar — en það má þó alltaf reyna, einkum ef listin nálgast trúna úr óvenjulegri átt. Sýningu Ragnars Stefánsson- ar í Gallerí einn einn lýkur 4. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.