Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Jóhannesarpassían Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach sem útvarpað verður á föstudaginn langa í flutningi Kórs Langholts- kirkju og einsöngvara undir stjórn Jóns Stefánssonar er sérlega leik- rænt verk. Frásögn Jóhannesarguð- spjallsins er undirstrikuð í tónlist snillingsins Bachs, sem oft er nefnd- ur fímmti guðspjallamaðurinn, á stórkostlegan hátt. Með því að fylgja íslenska textanum færist áheyrandinn svo nálægt sögusvið- inu að frásögnin lifnar. Atburðarás- in er svo hröð að líkja mætti verk- inu við óperu, enda er það draumur- inn að sviðsetja verkið einhvern tíma hér á landi, en það hefur'ver- ið gert erlendis. Guðspjallámaður- inn (Michael Goldthorpe, tenór) seg- ir söguna. Jesús (Bergþór Pálsson, bassi) og Pílatus (EiðiírÁ. Gunnars- son) talast við. Kórinn er í hlut- verki hermannanna sem koma í grasagarðinn, gyðinganna í höll Pílatusar, sem hrópa „ekki hann, heldur Barrabas!“ mannfjöldans sem hrópar „krossfestu hann“, o.s.frv. Jafnframt flytur kórinn hugleið- ingar um efnið í formi upphafs- og niðurlagskórsins og sálmalagið sem fléttað er inn í frásögnina. Sópran- inn (Olöf Kolbrún Harðardóttir) og altinn (Björk Jónsdóttir) flytja einn- ig hugleiðingu í aríum sínum. Bass- arnir tveir og tenórinn frá einnig sínar aríur. Allt myndar þetta svo magnaða heild að þeir sem setjast niður og fylgjast með flutningnum með text- ann sér við hlið munu sannarlega ekki sjá eftir því. — J.St. Fyrsti hluti Jesús svikinn og tekinn höndum Nr. 1 Kór Drottinn, þú sem ríkir yfir oss „hversu dýrðlegt er nafn þitt um alla jörðina". Kenn oss með píslargöngu þinni að þú, sannur Guðs Sonur, varst dýrðlegur gjörður allar stundir og einnig þegar niðurlæging þín varð mest. Nr. 2a Resitatív (Guðspjallamaður) Þegar Jesús hafði þetta mælt fór hann út með lærisveinum sínum og yfir um lækinn Kedron. Þar var grasagarður sem Jesús gekk inn í og lærisveinar hans. Júdas, sem sveik hann, þekkti líka þennan stað, því Jesús og læri- sveinar hans höfðu oft komið þar saman. Júdas tók með sér flokk her- manna og verði frá æðstu prestum og faríseum. Þeir koma þar með blysum, lömpum og vopnum. Jesú vissi allt, sem yfir hann mundi koma, gekk fram og sagði við þá: Jesús: „Að hverjum leitið þér?“ Guðspjallamaður: Þeir svöruðu honum: Nr. 2b Kór „Að Jesú frá Nazaret." Nr. 2c Resitativ (Guðspjallamaður) Hann segir við þá: Jesús: „Ég er hann.“ Guðspjallamaður En Júdas, sem sveik hann, stóð líka hjá þeim. Þegar Jesús sagði við þá: „Ég er hann,“ hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar. Þá'spurði hann þá aftur: Jesús: „Að hveijum leitið þér?“ Guðspjallamaður Þeir svöruðu: Nr. 2d Kór „Að Jesú frá Nazaret." Nr. 2e Resitatív (Guðspjallamaður) Jesús mælti: Jesús: „Ég sagði yður, að ég væri hann. Ef þér leitið mín, þá lofið þessum að fara.“ , Nr. 3 Kór Ó, kærleiksgnótt sem engin takmörk þekkir, hún leiddi þig á þessa píslargöngu. Mitt líf var fyllt af heimsins lyst og kæti en þú leiðst kvalir. Nr. 4 Resitatív (Guðspjallamaður) Þannig rættist orð hans, er hann hafði mælt: „Engum glataði ég af þeim, sem þú gafst mér.“ Símon Pétur hafði sverð, brá því og hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum hægra eyrað. Þjónn- inn hét Malkus. Þá sagði Jesús við Pétur: Jesús: „Sting sverðinu í slíðrin. Á ég ekki að drekka kaleikinn, sem faðirinn hefur fengið mér?“ Nr. 5 Kór Verði þinn vilji, Drottinn Guð, jafnt á jörðu eins og á himni. Gef oss þolinmæði á þrautatímum og hlýðni jafnt í kærleika og kvöl. Hindra sérhvað sem stendur gegn vilja þínum og stýr því á rétta leið. Nr. 6 Resitatív (Guðspjallamaður) Hermennirnir, foringinn og varð- menn Gyðinga tóku nú Jesú hönd- um og bundu hann og færðu hann fyrst til Annasar. Hann var tengda- faðir Kaífasar, sem var æðsti prest- ur það ár. En Kaífas var sá sem gefið hafði Gyðingum það ráð, að betra væri, að einn maður dæi fyr- ir lýðinn. Nr. 7 Aría (Alt) Til að leysa mig úr fjötrum synda minna er lausnari minn bundinn. Til að græða að fullu kaunin brota minna lét hann særa sig. Afneitun Nr. 8 Resitatív (Guðspjallamaður) Símon Pétur fylgdi Jesú og annar lærisveinn. Nr. 9 Aría (Sópran) Og einnig ég fylgi þér fagnaðarskrefum og yfirgef þig ekki. Þú ert líf mitt og ljós. Styð mig á veginum og lát ekki af að toga mig og ýta mér og biðja mig. Nr. 10 Resitatív (Guðspjallamaður) Sá lærisveinn var kunnugur æðsta prestinum og fór með Jesú inn í hallargarð æðsta prestsins. En Pétur stóð utan dyra. Hinn læri- sveinninn, sem var kunnugur æðsta prestinum, kom út aftur, talaði við þernuna, sem dyra gætti, og fór inn með Pétur. Þernan við dyrnar sagði þá við Pétur: Þernan: „Ert þú ekki líka einn af læri- sveinum þessa manns?“ Guðspjallamaður Hann sagði: Pétur: „Ekki er ég það.“ Guðspjallamaður Þjónarnir og varðmennirnir höfðu kveikt kolaeld, því kalt var, og stóðu við hann og vermdu sig. Pétur stóð hjá þeim og ornaði sér. Nú spurði æðsti presturinn Jesú um lærisveina hans og kenningu hans. Jesús svaraði honum: Jeús: „Ég hef talað opinskátt í áheyrn heimsins. Ég hef ætíð kennt í samkundunni og í helgidóminum, þar sem allir Gyðingar safnast sam- an, en í leynum hef ég ekkert tal- að. Hví spyr þú mig? Spyrðu þá, sem heyrt hafa, hvað ég hef við þá talað. Þeir vita hvað ég hef sagt.“ Guðspjallamaður Þegar Jesús sagði þetta rak einn varðmaður, sem þar stóð, honum löðrung og sagði: Varðmaður „Svarar þú æðsta prestinum svona?“ Guðspjallamaður Jesús svaraði honum: Jesús: „Hafi ég illa mælt, þá sanna þú, að svo hafi verið, en hafi ég rétt að mæla, hví slær þú mig?“ Nr. 11 Kór Hver sló þig, frelsari minn, og misþyrmdi þér svona? Ekki ert þú syndari eins og við og afkomendur okkar. Engin misgjörð hefur hent þig. Ég sló þig. Ég og syndir mínar. Fjöldi þeirra er sem sandkornanna á ströndinni. Það voru þær sem kölluðu yfir þig þá hönd sem þig slær og fylking þrauta þinna. Nr. 12a Resitatív (Guðspjallamaður) Þá sendi Annas hann bundinn til Kaífasar æðsta prests. En Símon Pétur stóð og vermdi sig. Hann var þá spurður: Nr. 12b Kór „Ert þú ekki líka einn af læri- sveinum hans?“ Nr. 12c Resitatív (Guðspjallamaður) Hann neitaði því og sagði: Pétur „Ekki er ég það.“ Guðspjallamaður Þá sagði einn af þjónum æðsta prestsins, frændi þess, sem Pétur sneið af eyrað: Þjónn „Sá ég þig ekki í grasagarðinum með honum?“ Guðspjallamaður Aftur neitaði Pétur, og um leið gól hani. Og Pétur mjnntist þess, er Jesús hafði mælt: „Áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“ Og hann gekk út og grét beisklega. Nr. 1311 Aría (Tenór) Molið mig mélinu smærra, þér klettar og hæðir. Sláðu mig himnageisli. Hve skammarlega, hve syndsamlega, hve yfirlætislega hefi ég gleymt þér, ó, Jesú. Já, „þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans" myndi dómari minn einnig finna mig þar. Æ! Fallið á kné frammi fyrir honum og grátið beisklega. Nr. 14 Kór Pétur, sem ekki minntist þess sem áður hafði við borið, afneitaði Guði sínum. Við alvarlegt augnaráð Drottins grét hann þó beisklega. Jesús, lít einnig til mín þegar ég finn ekki til iðrunar. Og hafi ég gert eitthvað rangt þá vektu samvisku mína. Annar hluti Yfirheyrsla o g húðstrýking Nr. 15 Kór Kristur, sem endurleysti oss, hafði ekkert illt aðhafst. Hann var samt tekinn höndum að næturþeli eins og þjófur og færður fram fyrir guðlausan lýð og borinn upplognum sökum. Það var hlegið að honum, hann var hæddur og það var hrækt á hann. Og öllu er því spáð í ritningunni. Nr. 16a Resitatív (Guðspjallamaður) Nú var Jesús fluttur frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Gyðingar fóru ekki sjálfir inn í höllina, svo að þeir saurguðust ekki, heldur mættu neyta páskamáltíðar. Pílatus kom út til þeirra og sagði: Pílatus: „Hvaða ákæru berið þér fram gegn þessum manni?“ Guðspjallamaður Þeir svöruðu: Nr. 16b Kór „Ef þetta væri ekki illvirki, hefð- um vér ekki selt hann þér í hendur." Nr. 16c Resitatív (Guðspjallamaður) Pílatus segir við þá: Pílatus:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.