Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 14
£H4
Baldr frumfluttur og
gildi einkaframtaksins
eftirBjörn
Bjarnason
Áherslan á að íslenska þjóðin
dragist ekki aftur úr öðrum í mennt-
un og menningu er meðal þeirra
meginþátta sem einkenna kosn-
ingayfirlýsinguna frá 29. lands-
fundi sjálfstæðismanna. Með réttu
hafa margir vaxandi áhyggjur af
stöðnun og kyrrstöðu í lífskjörum
þjóðarinnar. Hitt er ekki síður nauð-
synlegt að setja markið hátt í
mennta- og menningarmálum.
Þrátt fyrir auglýsingamennsku
Svavars Gestssonar er þess ekki
að vænta, að það verði gert undir
forystu ráðherra úr Alþýðubanda-
laginu. Er tími til þess kominn að
gert verði upp við fortíð þess flokks
í menningarlífi þjóðarinnar eins og
stjórnmálalífinu almennt.
í öllum listgreinum eigum við
fólk sem stendur feti framar en
með réttu er unnt að vænta, ef
miðað er við fólksfjölda. Miklu
skiptir að hið dugmikla unga fólk
sem lætur að sér kveða við listsköp-
un fái verðug viðfangsefni. Minnis-
stætt er þegar Hamrahlíðarkórinn
undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur vann eitt listafreka sinna með
frumflutningi á tónlist Jóns Ás-
geirssonar við Tímann og vatnið
eftir Stein Steinar.
Síðastliðinn sunnudag urðu þeir
sem sóttu tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar æskunnar (SÆ) vitni að
öðrum ógleymanlegum listviðburði.
Þá var frumflutt músíkdramað
Baldr eftir Jón Leifs. Paul Zukofsky
frá New York stjómaði 93 hljóð-
færaleikumm héðan frá íslandi,
Norðurlöndunum og Bandaríkjun-
um. Raunar er Zukofsky meira en
stjómandi SÆ, því að hann er upp-
hafsmaður þess menningarstarfs,
sem felst í starfi hljómsveitarinnar,
líf ])ess og sál.
I tónleikaskránni segir Zukofsky
meðal annars: „Aðalástæða þess
að ég valdi þetta verk til flutnings
er hins vegar mikilvægi þess að
þátttakendur kynnist manni sem
vafin ótrauður að hugmynd þrátt
fyrir litlar líkur á því að hún yrði
að veruleika."
Þeir sem hafa kynnst áhuga
Pauls Zukofskys á því að starf-
rækja Sinfóníuhljómsveit æskunnar
vita, að þessi órð sem hann velur
til að lýsa Jóni Leifs eiga eins við
um Zukofsky sjálfan. Framlag hans
til íslenskrar tónlistar verður seint
metið til fullnustu.
í samstarfí við tónlistarskólana
um land allt og með því að vekja
áhuga í Bandaríkjunum og á Norð-
urlöndunum hefur Zukofsky tekist
að nýta dugnað ungs fólks til að
takast á við feiknaerfið viðfangsefni
og hefur SÆ jafnan farið með sig-
ur af hólmi. Yngsti hljóðfæraleikar-
inn í Baldri var 11 ára. Sífellt ber-
ast okkur fréttir um góðan árangur
íslenskra söngvara erlendis og frá-
bær frammistaða Sigrúnar Eð-
valdsdóttur fiðluleikara í Sibeliusar-
keppninni fyrr í vetur var staðfest-
ing á því, að hér er veitt framúr-
skarandi undirstöðumenntun í tón-
list, þar sem tungumálið er alþjóð-
legt, ef þannig má orða það. Tónlist-
arkennsla hér fer að verulegu leyti
fram í skólum sem reknir eru að
hætti einkaskóla. Þátttakendur í
SÆ leggja launalaust nótt við nýt-
an dagtil að ná glæsilegum árangri.
Músíkdramað Baldr var samið
skömmu áður en Sinfóníuhljómsveit
íslands var stofnuð fyrir rúmum
40 árum. Aldrei hefur nokkur
stjórnandi hennar brotist í því að
kynna sér Baldr og fá verkið búið
þannig úr garði að hljómsveitin
gæti flutt það. Spurt hefur verið:
Hver hefði þróun íslenskrar tónlist-
ar orðið, ef Baldr hefði verið frum-
fluttur á fyrstu árum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar? Hvað um önnur
stórvirki Jóns Leifs eins og Eddu
óratoríuna? Á einnig að bíða eftir
því að einstaklingar hafi bolmagn
til að standa að flutningi hennar?
I tónleikaskrá vegna Baldrs kemur
fram að Hekla 'hf. hafi að eigin
frumkvæði stutt SÆ á tónleikun-
um, Fulbright-stofnunin hafi veitt
Zukofsky starfsstyrk og íþrótta-
og tómstundaráð Reykjavíkur hafi
styrkt SÆ vegna tónleikanna auk
þess sem nefndir eru nokkrir aðilar
sem hafi veitt stuðning að þessu
sinni.
Einkaframtak í þágu lista
Ríkisútvarpið hefur gegnt merku
menningarhlutverki ekki síður en
Sinfóníuhljómsveit íslands. Hvor-
ugur þessara opinberu aðila sinnir
þó ■ skyldum sínum við íslenska
menningu betur en einkaaðilar,
þegar þeir fá tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Nýsköpun er ekki
nema að litlu leyti í höndum þess-
ara opinberu fyrirtækja og þau eiga
oft fullt í fangi með að halda í við
þá sem starfa við miklu meira fjár-
hagslegt öryggisleysi. Má raunar
kenna það við menningarlejgt
hneyksli, að Sinfóníuhljómsveit Is-
lands skuli ekki fýrir löngu hafa
flutt Baldr.
Eftir landsfund Sjáífstæðis-
flokksins sá hljóðvarp ríkisins ekki
ástæðu til að vekja sérstaka at-
hygli á öðru úr ályktunum fundar-
Björn Bjarnason
„Frumflutningurinn á
Baldri er glæsilegt
dæmi um gildi einka-
framtaks í þágu menn-
ingar og lista. Hann er
einnig einstök staðfest-
ing á því. hve þeir menn
hafa rangt fyrir sér,
sem óttast um framtíð
íslenskrar menningar í
alþjóðlegri samvinnu.“
ins en því, sem snerti það sjálft —
hafin var hræðsluáróðursherferð
fyrir músík- og símaútvarpsstöðinni
Rás 2 gegn Sjálfstæðisflokknum.
Var herferðinni sérstaklega hagað
þannig að fólk á landsbyggðinni
óttaðist að það fengi ekki að hlusta
á Rás 2, ef einkaaðilum yrði falin
rekstur hennar.
Stýrkur Ríkisútvarpsins gagn-
vart landsbyggðinni felst í forskot-
inu sem það hefur fram yfir einka-
stöðvarnar. Fyrir utan fastan tekju-
stofn og auglýsingatekjur að auki
situr Ríkisútvarpið eitt að dreifi-
kerfí sem nær til landsins alls. Ef
starfsmenn hljóðvarps ríkisins
hefðu haft vægi ályktana lands-
fundarins í huga þegar þeir fóru
yfi1* þær (með hliðsjón af hagsmun-
um vinnuveitanda síns) hefðu þeir
átt að staðnæmast við þessa setn-
ingu í kosningayfiriýsingu fundar-
ins: „Aðstaða í sjónvarps- og út-
varpsrekstri milli ríkisins og einka-
aðila verði jöfnuð." Þarna er hreyft
stærra máli en snertir Rás 2. Hvers
vegna er ekki einkaaðilum heimilað-
ur aðgangur að dreifikerfi Ríkisút-
varpsins, sem hefur verið reist fyrir
almannafé og er sameign þjóðarinn-
ar? Hvers vegna má ekki afnema
auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins :
og skapa því nýjan tekjustofn með
því að leigja aðgang að dreifikerf-
inu? Hvað segðu menn ef Sinfóníu-
hljómsveit íslands gæti komið í veg
fyrir að Sinfóníuhljómsveit æskunn-
ar fengi að halda tónleika í Há-
skólabíói? Eða ef væntanlegt tón-
listarhús ætti aðeins að þjóna ríkis-
reknum hljómsveitum? Sjálfstæðis-
flokkurinn vill ekki að Rás 2 verði
lögð niður — baráttan snýst um að
einkaaðilar sitji við sama borð og
ríkið, þá yrði útvarpsþjónusta við
landsbyggðina stóraukin.
Frumflutningurinn á Baldri er
glæsilegt dæmi um gildi einkafram-
taks í þágu menningar og lista.
Hann er einnig einstök staðfesting
á því. hve þeir menn hafa rangt
fyrir sér, sem óttast um framtíð
íslenskrar menningar í alþjóðlegri
samvinnu. Varla er unnt að ímynda
sér íslenskara viðfangsefni en
Baldr, hvort heldur litið er á kveikj-
una að verkinu eða útfærslu alla,
þó þurfti eriendan hugsjóna- og
dugnaðarmann með dyggri aðstoð
ungs áhugafólks og einstaklinga
sem höfðu trú á framtakinu til að
láta drauminn rætast.
Höfundur skipar þriðja sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Rcykjavík.
Minnisblað lesenda
MORGUNBLAÐIÐ veitir les-
endum sínum að venju upplýs-
ingar um heilsugæslu, sérleyf-
isferðir, strætisvagna og aðra
þjónustu um bænadaga og
páska.
Slysadeild
Slysadeild og sjúkravakt Borg-
arspítalans er opin allan sólar-
hringinn. Sími þar er 696600.
Læknisþj ónusta
Helgarvakt lækna er frá klukk-
an 17 á miðvikudegi fyrir páska
til klukkan 8.00 á þriðjudags-
morgni eftir páska. Símanúmer
vaktarinnar er 21230.
Veittar eru upplýsingar um
læknavakt og Iyfjabúðir í síma
18888, sem er símsvari Læknafé-
lags Reykjavíkur.
Tannlæknavakt
Upplýsingar um neyðarvakt
Tannlæknafélagsins eru veittar
hjá Læknafélagi Reykjavíkur í
síma 18888.
Slökkvilið
Slökkviliðið í Reykjavík hefur
símann 11100, slökkviliðið i Hafn-
arfírði 51100 og slökkviliðið á
Akureyri 22222.
Lögregla
Lögreglan í Reykjavík hefur
símann 699010, en neyðarsími
hennar er 11166 og upplýsing-
asími 699020. Lögreglan á Akur-
eyri er í síma 23222, í Kópavogi
41200 og Hafnarfirði 51166.
Sjúkrabifreiðir
I Reykjavík er hægt að leita
aðstoðar sjúkrabifreiða í síma
11100, í Hafnarfírði 51100 og
Akureyri 22222.
Lyfjavarsla
Á skírdag er Laugavegsapótek
opið til kl. 10.00 að morgni föstu-
dagsins langa. Á föstudaginn
langa, páskadag og annan í pásk-
um verður Iðunn apótek opið allan
sólarhringinn, en á laugardag fyr-
ir páska verður Garðsapótek opið
frá klukkan 9.00 til 22.00.
Bilanir
Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu
og gatnakerfi tilkynnist til Véla-
miðstöðvar Reykjavíkur í síma
27311. Þar verður vakt allan sól-
arhringinn frá skírdegi til annars
í páskum. Símabilanir er hægt að
tilkynna í síma 05 frá klukkan
8.00 tii 24.00 alla daga. Rafmagn-
sveita Reykjavíkur er með bilana-
vakt allan sólarhringinn í síma
686230. í neyðartilfellum fara
viðgerðir fram eins fljótt og auðið
er.
Guðsþjónustur
Tilkynningar um guðsþjónustur
eru á bls. 80-81. Skrá yfir ferm-
ingarbörn er á bls. 82-84.
Dagskrár útvarps- og
sj ónvarpsstöðva
Dagskrár útvarps- og sjón-
varpsstöðvanna, ásamt efnisúr-
dráttum nokkurra dagskrárliða
eru á bls. B1-B12.
Afgreiðslutími verslana og
söluturna
Leyfílegt er að hafa verslanir
opnar frá klukkan 9.00 til 16.00
laugardag fyrir páska, en að öðru
leyti verða þær lokaðar um pá-
skana. Sölutumar mega vera opn-
ir á skírdag, laugardag fyrir páska
og annan í páskum til klukkan
23.30, en verða að vemju lokaðir
á föstudaginn langa og páskadag.
Afgreiðslutími bensínstöðva
Á skírdag og annan í páskum
verða bensínstöðvar opnar frá
klukkan 12.00 til 16.30, en álaug-
ardag fyrir páska frá klukkan
7.30 til 20.00. Þær verða hins
vegar lokaðar á föstudaginn langa
og páskadag. Bifreiðastjórum er
einnig bent á sjálfsala sem eru á
bensínstöðvum víðs vegar um
borgina og á landsbyggðinni.
Strætisvagnar Reykjavíkur
Á skírdag verður ekið eins og
á sunnudögum, föstudaginn langa
hefst akstur um kl. 13.00, og
verður ekið samkvæmt sunnu-
dagstímatöflu. Á laugardag fyrir
páska hefst akstur á venjulegnm
tíma, og er þá ekið eftir laugar-
dagstímatöflu. Á páskadag hefst
akstur um kl. 13.00 og er ekið
samkvæmt sunnudagstímatöflu,
og á annan í páskum verður ekið
eins og á sunnudögum.
Strætisvagnar Kópavogs
Á skirdag verður ekið eins og
venjulega á sunnudögum, en á
föstudaginn langa hefst akstur
um kl. 14 og eftir það er ekið
eins og á sunnudögum. Laugar-
dag fyri páska verður ekið eins
og á venjulegum laugardegi, á
páskadag verður ekið eins og á
föstudaginn langa, og á annan í
páskum verður ekið eins og á
sunnudögum.
Mosfellsleið
Á skírdag og annan í páskum
verður ekið samkvæmt sunnu-
dagsáætlun. Á laugardaginn fyrir
páska verður ekið samkvæmt
venjulegri laugardagsáætlun, en
engar ferðir verða á föstudaginn
langa og páskadag.
Langferðabifreiðir
Eins og undanfarin ár eru pásk-
ar ætíð miklir annatímar hjá sér-
leyfishöfum, og því verða margar
aukaferðir til að anna eftirspurn.
Á skírdag verður ekið samkvæmt
venjulegri áætlun á flestum leið-
um, en aukaferðir eru til og frá
Hólmavík, Höfn í Hornafirði og
Króksfjarðarnesi. Á föstudaginn
langa og páskadag er ekki ekið á
lengri leiðum, en ferðir eru til'og
frá Borgarneái, Grindavík og Bláa
lóninu, Hveragerði/Selfoss/Eyr-
arbakka/Stokkseyri og Þorláks-
höfn, svo og Keflavík og Sand-
gerði. Annan í páskum er yfírleitt
ekið samkvæmt sunnudagsáætl-
un, en aukaferðir til Akureyrar,
í Biskupstungur, til Búðardals,
Hólmavíkur, Hafnar í Hornafirði,
frá Króksfjarðarnesi og á Snæ-
fellsnesið. Daglegar ferðir verða
alla páskahelgina tvisvar á dag í
Bláa lónið. Allar nánariu upplýs-
ingar um akstur sérleyfisbifreiða
um páskana veitir BSÍ í síma
91-22300.
Vegaeftirlit
Símsvari Vegaeftirlitsins veitir
upplýsingar um færð á helstu
vegum í símum 91-21001 og
91-21002. Vegaeftirlitið verður
einnig með vakt frá klukkan 8.00
til 12.00 á skírdag, laugardag
fyrir páska og annan páskadag.
Tilkynningarþjónusta fyrir
ferðamenn
Ferðamenn geta hringt í síma
91-686068 allan sólarhringinn og
látið vita um ferða- og tímaáætlun
sína, þannig að hægt sé að gera
viðeigandi ráðstafanir komi þeir
ekki fram á réttum tíma. Eru
ferðamenn hvattir til að notfæra
sér þessa þjónustu, hvort heldur
sem um er að ræða stuttar eða
langar ferðir. Þjónusta þessi er
rekin af Landssambandi hjálpar-
sveita skáta og Landssambandi
flugbjörgunarsveita í samvinnu
við vaktfyrirtækið Securitas,
ferðafólki að kostnaðarlausu.
Opnunartími
íþróttamannvirkja
Laugardalslaug, Vesturbæjar-
laug og Breiðholtslaug verða opn-
ar frá klukkan 8.00 til 17.30 á
skírdag og annan í páskum, en
frá klukkan 7.30 til 17.30 laugar-
dag fyrir páska. Lokað verður á
föstudaginn langa og páskadag.
Sundhöllin verður opin frá klukk-
an 8.00 til 14.30 á skírdag og
annan í páskum, en frá klukkan
7.30 til 17.30 laugardag fyrir
páska. Lokað verður á föstudag-
inn langa og páskadag. Skauta-
svellið í Laugardal verður opið frá
klukkan 10.00 til 18.00 á skírdag
og annan í páskum, og frá klukk-
an 13.00 til 18.00 laugardag fyrir
páska. Lokað verður á föstudag-
inn .langa og páskadag. Skíða-
svæði í Bláfjöllum og Skálafelli
verða opin frá klukkan 10.00 til
18.00 alla dagana, en opnunartími
þar og á skautasvellinu er með
fyrirvara um veður. Upplýsingar
eru veittar í símsvara á skauta-
svellinu í síma 685533 og á skíða-
svæðunum í síma 80111.