Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 39 HEIMSKLUBBUR INGÓLFS KYNNIR EINSTAKAR FERÐIR PERLUR S-AMERÍKU Skipulag og fararstjórn Ingólfur Guðbrandsson 22. mars til 7. apríl _ SANTIAGO — BUENOS AIRES — RIO DE JANEIRO Kyrrahafsströndin, Andesfjöllin ! i Chile, einu fegursta landi heims, glæsilegur arkitektúr í Santiago og Buenos Aires, einni fegurstu borg heimsins með kaffihús, listalíf, torgin, blómstrandi garðana og breiðstrætin sín um hásumar, Iguazu, stærstu fossa veraldar og í lokin Rio, glaðværasta borg heimsins, þar sem þú gengur beint af lúxusgististaðnum út á Copacabanaströndina. Þetta er rjóminn af S-Ameríku, gististaðir í keðjunni „Leading Hotels of the World“ „LOND MORGUNROÐANS“ 6.-27. október. FILLIPPSEYJAR - JAPAN - FORMÓSA - THAILAND Ath. FERÐIN ER NÆSTUM UPPSELD Fyrsta heimsreisan til Aust- urlanda fjær hefst með „Fi- estu“ í litríkri paradís Filippseyja. Koman til Jap- ans er eins og ferð inn í framtíðina; ævintýri, þar sem fortíð og nútíð, austur- lenskt og vestrænt, blandast með alveg sérstöku móti. Á eynni fögru, Formósu, finn- um við mestu kjörgripi kín- verskrar mennihgar í heimi, 5000 ára óslitin menning. Síðustu vikuna er dvalist á nýj- asta tískubaðstað Thailands, Jomtien. VORIO í BERLÍN - PRAG - SALZBURG - VÍN - BÚDAPEST LISTAÓPERU- OG SÆLKERAFERÐ TIL HÖFUÐBORGA MIÐ-EVRÓPU 2S. maí- T.jÚní. Sjáið söguna gerast! Berlín, ein merkasta og skemmtilegasta borg Evrópu, sameinuð á ný, múrinn fallinn, þú spókar þig á „Unter den Lind- en“ og ferð um Brandenborgarhliðið, sérð sam- skeyti austurs og vesturs eigin augum. Njóttu „Vorsins í Prag“ með kristalshljómi eftir að borgin losnaði úr fjötrum alræðis og kúgunar, sjáðu kennileiti hennar, kastalann, hallir og hundruð turna í fornfrægri borg lista og menning- ar í hjarta Evrópu. Salzburg, fæðingarborg tón- snillingsins Mozarts, sem allur heimurinn minnist í ár, 200 árum eftir dauða hans. Ævintýri líkust er þessi borg aftan úr öldum með Mozarthúsið, fagra garða og torg í sínu fegursta skrúði, Mira- belle, Hellbrunn. Hlustið á klið vorsins í Vínar- borg með sögu lista og menningar við hvert fót- mál, komið í Vínaróperuna, lista- söfnin, Stefánskirkju, Hofburg, Schönbrunn, Belvederegarðana, sjáið minnismerkin, þau ódauðlegu í tónlistinni eftir Haydn, Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms, Ma- hler auk allra hinna tónskáldanna, sem bjuggu í Vín og gerðu hana að tónlistarhöfuðborg heimsins. Veislunni lýkur á „Ungverskri rapsódíu" í Búdapest á bökkum Dónár, einni fegurstu og fjörugustu borg Evrópu öldum saman, fullri af list og lifsnautn, þar sem sælker- inn og lífskúnstnerinn njóta sín best. TÖFRAR ÍTALÍU 22. ágúst-5. sept. Heimsklúbburinn færði út starfs- svið sitt í fyrra með Lista- og óperuferð til Ítalíu, sem var svo rómuð af þátttakendum, að þeir þóttust enga ferð hafa farið á ævinni sem jafnaðist á við hana, að heimsreisum meðtöldum. Sannast þar að ferð og ferð eiga ekki saman nema nafnið. Ferðin verður í stórum dráttum með sama sniði: Flug til Milano og ekið þaðan um fegurstu héruð landsins, kringum Gardavatn, gist í Verona, en þar heyrum við óper- una Turandot á stærsta sviði heimsins með frægustu söngvur- um, skoðum Feneyjar, Florens með snilldarverkum endurreisn- arinnar eftir Leonardo da Vinci, Rafael, Michelangelo og aðra höf- uðsnillinga listarinnar, skoðum miðaldaborgirnar Siena, Perugia og Assisi, sem sjálfar eru eins og undurfagurt safn aftan úr öldum og endum ferðina í „Borginni eilífu“, Róm, fyrrum miðpunkti heimsins, en þaðan er flogið heim eftir einhveija mestu veislu, sem heimurinn hefur að bjóða þér. Sannmenntandi ferðalag, sem þú gleymir ekki. FEGURÐ OG FURÐUR AFRÍKU 6.-24. nóvember Khé Heimsreisa síðasta árs til Suður-Afríku vakti mikinn áhuga og óskipta ánægju þátttakenda, jafnvel svo að þeir töldu hana bera af öll- ANGOLA um heimsreisunum 12, en nokkrir hættu við vegna ástæðulauss ótta. En nú gefst annað tækifæri, því ferðin verður endurtekin með svipuðu sniði í haust. Landið er eitt hið fegursta í heimi og náttúran með eindæmum fjölbreytt og lit- skrúðug, nærri 300 tegund- ir dýra, 500 tegundir fugla og 24.000 tegundir blóm- jurta. Ný lífsreynsla, sem enginn trúir nema sjá með eigin augum. Glæsileg hót- el, frábær matur og eð- alvín, verðlag mjög hag- stætt, hitastig hæfilegt, um 25° C. Látið þennan óska- draum rætast núna, áður en verðlag þýtur upp, fjöldi erlendra gesta tvöfaldast á þessu ári. *Vtawí» m ZIMBAB'A'E BOTSWANA • W.ndhui GabAtono Kaútttarí b NAMIBiA boop # EFTIRSOTTAR FERÐIR PANTIÐ SNEMMA! GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA AUSTURSTRÆll 17 SIMAR (91162 20 T1 & 62 22 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.