Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 48 Evrópubandalagið: Grænlendingar sagð- ir misnota tollfrelsi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- að misferli í tengslum við toll- bandalagsins (EB) hefur afhjúp- fijálsan innflutning Grænlend- Bretland: Churchill snjall- ari en hann siálf- ur vildi vera láta St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. CHURCHILL stóð sig betur i skóla en hann sjálfur vildi vera láta. Sömuleiðis var hann róttækari stjórnmálamaður á yngri árum, en yfirleitt er gefið í skyn. Churchill, frægasti breski þegar Churchill fæddist, og fram stjórnmálamaður þessarar aldar, ritaði bók um fyrri hluta ævi sinnar, þar sem hann lýsti sjálfum sér sem skussa í skóla. Martin Gilbert, sagnfræðingur sem hefur unnið að rannsóknum á ævi og ferli Churchills sl. þijátíu ár, hefur ritað ævisögu hans í einu bindi3 sem kemur út í næsta mánuði. I henni kemur fram, að Churchill stóð sig mun betur í skóla en hann sjálfur vildi vera láta. Gilbert skoðaði gögn fra skóla- árum Churchills í einkaskólanum Harrow. í skólaskýrslu frá 1888 kemur fram, að Churchill hafði unnið til verðlauna fýrir sögu- kunnáttu annað árið í röð. Hugur Churchills stóð til há- skólanáms, en faðir hans krafðist þess, að hann gengi í herinn. Hann þurfti að búa sig undir það í Harrow og umsagnir hans í bréf- um frá þessum tíma lýsa sárri óánægju hans með ákvörðun föð- ur hans. Gilbert fann þessi bréf við undirbúning þessarar bókar. Sum þeirra eru frá foreldrum hans. Þau ná yfir tímabilið 1874, til fyrri heimsstyijaldarinnar. I þessum bréfum kemur í ljós, að Churchill var hugrakkari her- maður en talið hefur verið og róttækari stjórnmálamaður. Churchill var hermaður í Súdan árið 1898. Þá þurfti annar her- maður að fá ágrætt á sig skinn vegna sára. Þá skar Churchill sjálfur skinn af eigin bringu og léði honum. Churchill varð þingmaður Fijálslynda flokksins upp úr alda- mótunum og á árunum fyrir heimsstyijöldina fyrri var hann innanríkisráðherra flokksins. Þá stóð hann meðal annars fyrir því, að leysa unga afbrotamenn úr fangelsi og hlaut fyrir hörð ámæli íhaldsmanna. Hann kom einnig lögum gegnum þingið um kaffihlé verkamanna. Á árum fyrri heimsstyijaldar- innar og þeim næstu þar á eftir beið Fijálslyndi flokkurinn afhroð og Verkamannaflokkurinn kom í hans stað í breska stjórnkerfinu. Churchill gekk til liðs við íhalds- flokkinn og varð síðar einhver frægasjti leiðtogi hans. inga á rækju til aðildarríkja bandalagsins, að sögn danska dagblaðsins Politiken. Grænlendingar hafa tollfijálsan aðgang að EB-markaðinum fyrir eigin framleiðslu, en hafa að sögn framkvæmdastjórnarinnar misnot- að þetta með því að kaupa rækju frá Kanada, pakka henni síðan inn í grænlenskum verksmiðjum og selja hana. í aðildarríkjum EB sem grænlenska framleiðslu. Greiða þarf tolla af kanadískum varningi sem seldur er til EB-ríkjanna. Staðfest hefur verið að þetta misferli nemi 6,5 milljónum danskra króna (um 60 milljónum ISK) en samkvæmt heimildarmönnum Pol- itiken í Brussel er um miklu hærri fjárhæð að ræða, eða ríflega 60 milljónir danskra króna (rúman hálfan milljarð ÍSK). Þeir segja að grænlenskir togarar geti alls ekki veitt jafn mikið af rækju og Græn- lendingar hafa selt til EB-ríkjanna. Framkvæmdastjórnin komst að misferlinu eftir að myndir í dagblöð- um höfðu sýnt að grænlenskir tog- arasjómenn höfðu keypt vistir í Kanada og í ljós kom að þeir höfðu einnig keypt hráefni ílandinu. ERLENT Berlínarmúrinn við bókasafn Reagans Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Lech Walesa, for- seti Póllands, við hluta af Berlínarmúrnum fyrir framan bókasafn Reagans í Kaliforníu. Walesa var í heimsókn í Bandaríkjunum á dögunum og sæmdi þá Reagan æðstu orðu pólska lýðveldisins. Hann lét þau orð falla að án stuðnings Bandaríkjamanna og Reagans hefði verkalýðshreyfingin Samstaða ekki getað komið stjórn pólskra kommúnista frá völdum. Evrópubandalagið: Sammála um að hefja varn- arsamstarf fyrr eða síðar T _I-11-.- Lúxeraborg. Reuter. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins eru sammála um að fyrr eða síðar muni bandalag- ið hefja varnarsamstarf. En ágreiningur er um hvernig með- höndla eigi varnar- og öryggis- mál á meðan breytingarskeið stendur sem gæti varað til alda- móta. Eins er deilt um hvaða hlutverki Vestur-Evrópusam- andið, sem er öryggismálabanda- lag níu Evrópuríkja, eigi að gegna. Þetta kom fram í máli Jacques Poos, utanríkisráðhera Lúxemborgar, á blaðamanna- fundi að loknum utanríkisráð- herrafundi EB á þriðjudag. Um var að ræða fyrsta utanríkis- CFE-sáttmálinn um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu: Vaxandi áhyggjur á Vesturlöndum vegna und- anbragða Sovétmanna ÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna hefur afráðið að fresta því að leggja CFE-samninginn svo- nefnda um fækkun hefðbund- inna vopna í Evrópu fyrir öld- ungadeild Bandaríkjaþings til staðfestingar. Að sögn tíma- ritsins Jane’s Defence Weekly er ástæða þessa ágreiningur sem upp er kominn við Sovét- stjórnina um túlkun tiltekinna ákvæða sáttmálans en hann var undirritaður í París síðasta haust. Sovétmenn hafa beinlín- is verið vændir um samnings- brot og vestrænir sérfræðingar hafa haldið því fram að með þessu hafi Sovétríkin vegið að grundvelli þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í sam- skiptum austurs og vesturs og menn töldu að verið væri að innsigla er leiðtogar þátttöku- ríkja Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) komu saman til fundar í nóvem- ber I fyrra. CFE-sáttmálinn tekur ein- göngu til vopna; skriðdreka, stór- skotaliðsvopna, brynvagna, orr- ustuflugvéla og þyrlna. Er samn- ingurinn hafði verið undirritaður hófust viðræður um niðurskurð í heijum og framkvæmd eftirlits úr lofti. Stefnt er að því að þessi samningur verði tilbúinn til undir- ritunar á næsta ári en þá fer ráð- stefna RÖSE-ríkjanna fram í Helsinki. Hafa menn nú af því áhyggjur að viðræður þessar skili ekki tilætluðum árangri vegna ágreiningsins sem upp er kominn um túlkun CFE-samningsins. Vígtólum komið undan Deila þessi blossaði raunar upp strax eftir undirritun sáttmálans. Upplýsingar Sovétmanna um fjölda vígtóla þeirra á svæðinu frá Atlantshafi til Úralfjalla þóttu í engu samrærru við fyrri yfirlýs- ingar þeirra. Á miðju ári 1988 hafði náðst um það óformlegt samkomulag að Sovétmenn réðu yfir um 41.000 skriðdrekum á þessu svæði, um 39.000 stór- skotavopnum og 45.000 bryn- vögnum. í yfirlýsingu Sovét- stjórnarinnar sem fylgdi samning- um höfðu tölur þessar verið lækkaðar um nánast helming. Síðar kom í ljós að hluti vígtól- anna hafði verið fluttur austur fyrir Úralfjöll og það viðurkenndu talsmenn Rauða hersins. I nýjasta hefti herfræðitímaritsins Jane’s Defence Weekly segir að rúmlega 10.000 fullkomnir skriðdrekar og um 20.000 stórskotavopn hafi Talið er að ráðamenn innan Rauða hersins hafi látið flytja rúm- lega 10.000 sovéska skriðdreka austur fyrir Úralfjöll, sem teljast landfræðileg mörk CFE-sáttmálans um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu. verið flutt í vopnabúr herafla Sov- étríkjanna austan Úralfjalla. Eng- inn efi leiki á því að tilgangurinn með þessu hafi verið sá að koma vopnabúnaði þessum undan. Vélaherdeildir undir flotann Nú hefur ennfremur komið í ljós að Sovétmenn hugðust und- anskilja um 3.500 bryndreka og trúlega um 1.000 skriðdreka með því að fella þijár vélaherdeildir fótgönguliðsins undir yfirstjóm flotans en til þessa hluta heraf- lans tekur CFE-sáttmálinn ekki. Það er einkum þetta atriði sem orðið hefur til að vekja efasemdir um heilindi Sovétstjómarinnar í þessu efni og sú skoðun er al- menn á Vesturlöndum að með þessu hafi Sovétmenn gerst sekir um brot gegn ákvæðum samn- ingsins. Frederick Bonnart, rit- stjóri og þekktur sérfræðingur á svið öryggis- og vamarmála, seg- ir í grein er nýverið birtist í Intem- ational Herald Tribune að þetta hafí orðið til að vekja efasemdir um gildi þeirra viðræðna er fram fara nú um fækkun í heijum í Evrópu. Verði biekkingar Sovét- manna liðnar verði þeim gert kleift að halda eftir umtalsverðum herafla í álfunni ogþað sé augljós- lega ekki í samræmi við tilgang samningsins. Bonnart telur að viðbrögð Sovétstjórnarinnar við ásökunum þessum geti skipt miklu um fram- hald samskipta austurs og vest- urs. Framferði þeirra hafi grafið undan þeirri nýju skipan á vett- vangi öryggismála sem unnið hafi verið að á undanförnum fimm árum. Nú vakni sú spurning hvort sovéskir ráðamenn vilji í raun áframhaldandi samvinnu við ríki Vesturlanda í þeim tilgangi að skapa aukið traust í samskiptum austurs og versturs. Leyndar- hyggja og pukur geti aldrei orðið til þess að skapa gagnkvæmt traust en sá hafi verið megintil- gangur CFE-sáttmálans. ráðherrafund Evrópubandalagsins sem eingöngu fjallar um varnar- mál. EB-ríkin eru klofin í a.m.k. tvær fylkingar í þessu efni. Annars vegar eru ríki undir forystu Þýska- lands og Frakklands sem vilja und- irbúa' stofnun sameiginlegs hers. Hins vegar eru ríki eins og Bretland og Holland sem segja að eftirláta eigi Atlantshafsbandalaginu varnir Evrópu. Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, hafði orð fyrir ráðherrunum því Lúxemborg fer nú með for- mennsku í ráðherraráði EB. Hann sagði að þangað til á síðari hluta þessa áratugar myndi Evrópuband- alagið fela Vestur-Evrópusamband- inu (WEU) að fara með varnarmál fyrir hönd EB. í sambandinu eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Belgía, Lúxemborg, Holl- and, Bretland og Portúgal. Sam- bandið hefur lítið látið til sína taka undanfarna áratugi fyrr en nú í Persaflóastríðinu. Poos segir ágreining vera um hver eigi að vera tengsl EB og Vestur-Evrópusam- bandsins á meðan aðlögunartímabi- lið varir. Að sögn Poos eru flestir fylgjandi því að WEU verði hluti af EB er fram líða stundir. Það virðist hafa verið niðurstaða fundarins að að ekki yrði um sam- eiginlega utanríkisstefnu að ræða án sameiginlegrar varnarmála- stefnu. Nú hefur.markið verið sett á sameiginlega utanríkisstefnu og í desember síðastliðnum hófust við- ræður milli EB-ríkjanna um samn- ing þaraðlútandi. Poos gat þess einnig að vart hefði orðið eftirgjafar hjá þeim sem hingað til hafa lagst hvað harðast gegn því að Evrópubandalagsríki hefji varnarsamstarf innan vébanda þess. Breskir embættismenn á fundin- um sögðust óttast að Bandaríkja- menn vildu kalla her sinn heim frá Evrópu ef Evrópubandalagið sækti í sig veðrið á þessum vettvangi. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, sagðist túlka fundinn svo að rætt hefði verið um að styrkja evrópsku stoðina í NATO án þess að fæla Bandaríkjamenn burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.