Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 53
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 53 I Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 6911 í 1. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 11Ö0 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Samátak trúar ogvísinda Svo virðist á stundum sem skuggar píslargöngunnar hvíli enn yfir mannkyninu. Grimmdin og ranglætið, sem krossfestingin á Golgata bar vitni um, setja svip sinn á gjör- valla mannkynssöguna, fram á okkar daga. Styijöldin við Persaflóa, sem leiddi af sér miklar hörm- ungar, er aðeins eitt dæmi af mörgum um staðbundin stríð á líðandi stundu. Ofbeldið seg- ir til sín í öllum heimshomum - í öllum samfélögum manna. ísland er þar engin undantekn- ing. Árásir og líkamsmeiðing- ar á götum höfuðborgarinnar tala sínu máli þar um. Þrátt fyrir menntun, þekk- ingu, tækni og jafnvel mannúð nútímans hafa milljónir fólks flosnað upp úr heimahögum og eru landflótta um þessar mundir. Ástæður eru ýmsar: ófriður, illt stjómarfar, fátækt og erfiðar ytri aðstæður. Talið er að tugþúsundir barna deyi dag hvern vegna vannæringar, veikinda og styijalda. Þessi böm deyja áður en þau ná fimm ára aldri, að því er segir í heimildum Hjálparstofnunar kirkjunnar [Víðförli/desember 1990]. Hundruð þúsunda sak- lausra borgara hafa og látið lífið vegna ofstækis, ofríkis, átaka og hryðjuverka víða um veröldina næstliðinn áratug. Þetta er bitur veruleikinn. En ekki veruleikinn allur, Guði sé lof. Þegar myrkrið er svartast skín ljósið skærast. Skapari tilverunnar talar til okkar á táknmáli vors og sól- ar, sem vekja gróðurríkið í umhverfi okkar til nýs lífs af vetrardauða. En hann talar fyrst og fremst til okkar í páskaboðskapnum. Páskar eru upprisuhátíð Drottins okkar, Jesú Krists, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þeir em sigurhátíð lífsins yfir dauð- anum. Þeir .eru sú hátíð með kristnum þjóðum sem hæst rís. Það fer vel á því að páskahá- tíðin er jafnframt hátíð vors og vaknandi gróðurs hér á landi. Kærleiksboðskapur krist- innar trúar á jafnvel brýnna erindi við mannkynið í dag en nokkm sinni fyrr. Vonandi nær páskasólin að rísa í hádeg- isstað í samfélagi þjóðanna og í hugarheimi einstaklinganna, leysa þar klakabönd grimmdar og ranglætis - og vekja hlý- hug, fegurð ogþekkingu í sinni okkar. Flest það góða og já- kvæða, sem finna má í menn- ingu, siðum og samskiptum fólks í okkar heimshluta, er vaxið úr kristindómnum. Án víðtækra áhrifa hans á þjóðfé- lög okkar, hugarheim, viðhorf og breytni væri mannkynið ennþá ver á vegi statt. Mannkynið hefur yfir að ráða vaxandi menntun, þekk- ingu og tækni, sem gerir því keift, ef rétt er að málum stað- ið, að 'búa öllum viðunandi aðbúð og öryggi. Það þarf hins vegar að miðla þessari þekk- ingu betur um heimsbyggðina, svo hún megi varða veg sem flestra þjóða og einstaklinga til velferðar. Menntun og þekking eru í raun sjálfsögð mannréttindi. Þekkingin er og forsenda þess að við varðveit- um það sem mestu skiptir í lífi okkar og umhverfi, efnisleg og andleg verðmæti, til fram- tíðar. Það er sameiginlegt verk- efni trúar og vísinda að leiða mannkynið til betra og fegurra lífs, þar sem frelsi ríkir með friði og friður með frelsi og mannréttindi eru í heiðri höfð. Margt hefur sem betur fer á unnizt*á þeirri vegferð, meðal annars á sviði læknisfræði, menningar, mannúðar og manneskjulegra samfélags. Það má á hinn bóginn ekki gleymast að hver einstaklingur er hugarheimur út af fyrir sig, þar sem á takast hin sömu öfl og í hinum ytra veruleika. Ábyrgð hvers og eins á þessum einkaheimi - eigin sjálfí eða persónuleika - er mikil. En jafnvel þar er maðurinn ekki einn. Kannski er hann hvergi fjær því að vera einn. Þar kemst einstaklingurinn trúlega næst guðdóminum. Og þar á bænin upptök sín. Páskasólin sendir geisla sína inn í hugarheim einstakl- inganna, til að glæða það góða, sem í hverri manneskju býr. Sá, sem ætlar að fegra um- hverfí sitt, má gjarnan hefja starfið á eigin lóð. En hafa ber í huga, að mannrækt byggir fyrst og síðast á kærleikanum til náungans, umhverfisins og lífsins. Megi það verða okkur ieiðarljós í samskiptum við náungann; líka í umferðinni um páskahelgina. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Fjölmennur fundur með formanni Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: Þýðingarmesta viðfangsefnið að móta hagkvæma byggðastefnu DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á fjölmennum fundi á Akureyri í fyrradag að óþolandi væri fyrir Islendinga að gera samninga í líkingu við þá sem Færeyingar hafa gert við Evrópu- bandalagið, þ.e. að flytja eingöngu hráefni á markaði landanna, en öll vinnsla tekin úr höndum þeirra. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn einn flokka hafa burði til að setja niður innbyrðis deilur í sjávarút- vegi og flokkurinn hefði mikinn metnað til að ná áhrifum á þessu sviði, einkum til að draga úr miðstýringu og hafa forgöngu um mótun heildstæðrar sjávarútvegsstefnu. Formaður flokksins kom viða við í ræðu sinni, gerði grein fyrir þeim lífsramma sem bindur fólk saman í Sjálfstæðisflokki og hvað í honum fælist, flokkurinn liti til margra átta og hafnaði einstrengingshætti. Hann ræddi um skatta- og byggðamál, en margir teldu að um þau mál yrði m.a. kosið, sérsveitir skattheimtumanna sem stofnaðar væru til að hræða fólk til að standa í skilum og byggðastefna sem rekin hefði verið á röngum forsendum komu til umræðu. Þá ræddi hann stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum og nefndi í lok ræðu sinnar að reynslan sýndi að tveggja flokka stjórn hefði ótvíræða kosti umfram þær sem fleiri flokkar mynda. A fundinn sem haldinn var á skemmtistaðnum 1929 komu tæplega 700 manns. Auk Davíðs Oddssonar fluttu ávörp Hall- dór Blöndal alþingismaður og Tómas Ingi Olrich sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra. Fundurinn var hinn fyrsti í röð funda sem formaður flokksins mun koma á í ölium kjör- dæmum landsins. í upphafi ræðu sinnar gat Davíð Oddsson þess að kosningar þær sem framundan eru væru mikilvægari en oft endranær og flokkurinn gengi til þeirra baráttuglaður en hóflega bjartsýnn. Flokkurinn horfði til þjóðarinnar allrar, ekki þröngs hóps sem best þætti að höfða til í at- kvæðaveiðum hverju sinni. Ákveð- inn lífsrammi væri sameiginlegur öllu sjálfstæðisfólki, en innan þess ramma væru meiningamar vissu- lega margar og einn stór sannleikur er gilti um heilt málefnasvið ekki til. Spurningin væri hvort þessi lífs- gildi, trúin á manninn og athafna- gleði hans, réðu meiru eftir kosning- ar en sú hentistefna, hrossakaup, •miðstýring og moð sem mestu hafi ráðið fyrir kosningar. Spurt yrði hvort menn vildu stoppa hömlu- lausan vöxt ríkisútgjalda sem skil- aði sér í hömlulausri skattheimtu, aldrei yrði undan því komist að reikningarnir yrðu um síðir sendir heim til vinnandi manna. Aðilar vinnumarkaðarins hefðu treyst því að ekki yrði komið aftan að fólki, þvert ofan í það sem lofað var hafi kjör manna verið skert. Skattar hafi hækkað stórkostlega á síðustu árum á sama tíma og al- menningur legði hart að sér. Fólk væri svekkt og ósátt vegna þess að ríkisstjórnin notaði ekki það skjól sem þjóðarsáttarsamningarnir veittu til að skapa varanlegan grundvöll að heilbrigðu efnahags- lífi, því hefði stjórnin fengið heitið „Stjórn hinna glötuðu tækifæra". Sérsveitir skattheimtumanna hræða fólk til að standa í skilum Davíð gagnrýndi ríkisstjórnina, sagði hana ekki einungis hafa aukið skatta heldur hafi henni ekki tekist að halda útgjöldum innan þess ramma sem auknar skatttekjur sköpuðu. Öll ytri skilyrði væru hin ákjósanlegustu, mikill afli, gott verð fyrir sjávarfang, en á sama tíma hryndu lífskjör almennings, þjóðin hefði dregist aftur úr á meðan öðr- um þjóðum miðaði fast fram. „Þegar skattpíning gengur úr hófi fram gerist það sama hvarvetna í veröldinni og glöggt dæmi um það er virðisaukaskatturinn,“ sagði Davíð og nefndi að æ fleiri aðilar reyndu að fá skattinn felldan niður af sínum góðu málefnum, undan- tekningunum fjölgaði og skatturinn yrði óöruggari, verr gengi að inn- heimta hann. Við því væri brugðist hér á landi með sérsveitum skatt- heimtumanna sem æddu um landið og hræddu menn til að borga. Þeg- ar skattar færu að ofbjóða réttlætis- kennd manna breytfist viðhorf þeirra, þá þarf að fjölga í sérsveitun- um og hræða fólk enn meir. „Við viljum að allir sitji við sama borð hvað skattheimtu varðar,“ sagði Davíð. Komast þyrfti út úr þeim vítahring sem við nú værum í og þar reyndi á grundvallarafstöðu manna og pólitiskar hugsjónir. í byggðastefnu Framsóknar er megínmálið að úthluta ölmusu Um byggðamálin sagði formaður Sjálfstæðisflokksins að ljóst væri að atvinnulíf og byggðir landsins gætu ekki sótt fjárhagslegan styrk í millifærslusjóði sem stofnaðir væru í pólitísku augnamiði og stjórnað af geðþótta valdamanna í Reykja- vík, slíkt dygði skamma hríð. Byggðastefnu Framsóknarflokks- ins, sem verið hefur við völd síðustu áratugi, sagði hann byggjast á röngum forsendum, þar sem litið væri svo á að reka ætti hana sem ölmusu og meginmálið væri að geta úthlutað ölmusunni. „Við viljum leggja ofurkapp á að efla vaxtarsvæði á landsbyggðinni, en það verður að vinna af heilind- um, ekki með sama hætti og þegar staðsetning álvers var á döfinni.“ Davíð sagði beinlínis rangt að halda því að mönnum fyrir norðan og austan að staðir þar væru inni í myndinni. Allir sem til þekktu vissu, þó það hafi aldrei verið viðurkennt, að álverið hlyti að enda á Keilisnesi. „Það er skoðun Sjálfstæðisflokks- ins að mótun og framkvæmd hag- kvæmrar byggðastefnu sé eitt þýð- ingarmesta viðfangsefni stjórnvalda á komandi árum í þeirri sókn til bættra lífskjara sem nú er svo brýn þörf á,“ sagði Davíð og bætti við að höfuðáhersla væri lögð á að í landinu byggi ein þjóð. Því bæri að forðast að ræða byggðamálin of einangrað, það leiddi því af sjálfu sér að það sem hagfelldast væri fyrir íslendinga sem heild væri líka best fyrir þróun byggðar. Hverjir mega fiska, hvað og hvenær? í lok ræðu sinnar ræddi Davíð um sjávarútvegsstefnu og sagði mikilvægt að mótuð væri heildstæð stefna í þeim málum og hún ekki eingöngu bundin við hvað mætti fiska, hverjir mættu það og hve- nær. Horfa þyrfti á málið frá veiðum til vinnslu, frá vinnslu til sölu og frá sölu til neytenda. Sjávarútvegur- inn væri ekki kominn að endimörk- um getu sinnar, með bættri skipu- lagningu og samhæfingu þar sem mið væri tekið af öllum þáttum yrði hagsmunum okkar í samskiptum við aðrar þjóðir best borgið. Með því að minnka bilið milli okkar hér heima og neytandans, ytra, vinnsla og sala yrði í okkar höndum enn frekar en nú er væri enn hægt að sækja mikinn auð í gi'eipar Ægis sem unnt væri að byggja á veruleg- an lífskjarabata fyrir þjóðina alla. Samningar Færeyinga við EB eru óþolandi fyrir okkur Fullkomlega væri eðlilegt að Sterk staða Islands vegna hafr éttar sigra eftir Eyjólf Konráð Jónsson Þótt íslendingar deili um marga hluti, ekki síst þegar kosningar nálg- ast, höfum við oftast verið samstiga í landhelgismálum. Og árangurinn lét ekki á sér standa þegar landhelg- in var færð úr 12 mílum í 200 á rúmlega hálfum áratug. Sumir þætt- ir hafsbotnsmálanna skiluðu líka skjótum árangri. Fyrst er þar að geta helmingsrétt- ar að Jan Mayen-hrygg inrjan 200 mílna efnahagslögsögu umhverfis eyjuna, sem íslendingar öðluðust við gerð merks samnings við Norðmenn 1980 á grundvelli sáttatillögu. Að henni stóðu Hans G. Andersen, Jens Evensen og Elliot L. Richardson, aðalsamningamaður Bandaríkjanna á hafréttarráðstefnunni og fyrrum dómsmálaráðherra, sem var odda- maður. Til þessa samnings er nú vitnað um víða veröld þegar um ágreiping í hafsbotnsmálum er vél- að. Ári áður höfðu íslendingar og Norðmenn samið um veiðiréttindi í efnahagslögsögu umhverfis Jan Ma- yen, þar sém við öðluðumst meðal annarra réttinda 85% loðnustofnsins. í annan stað helguðum við okkur hafsbotnsréttindi út í 350 mílur á Reykjaneshrygg fyrir hálfum áratug og þar með einkarétt til allra botn- vörpuveiða. Þennan rétt okkar getur engin þjóð vefengt, enda enginn reynt það. Á þessum slóðum eru mikil karfamið og vafalaust fleiri fisktegundir. Þar hafa líka fundist málmar sem dýrmætir geta reynst. Nú er stærsti sigur okkar síðan við náðum 200 mílunum í augsýn. Árið 1978 ályktaði Alþingi fyrst um réttindi okkar á geysivíðáttumiklu hafsbotnssvæði suður af landinu, svonefndu Hatton-Rockall-svæði, og samvinnu við granna okkar Færey- inga, Breta og e.t.v. íra. Stanslaust hefur nú á annan áratug verið unnið að því að tryggja íslendingum þau réttindi sem þeir eiga samkvæmt 76. grein hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og raða upp rökum, þótt ekki væru alltaf barðar bumbur. Segja verður þá sögu eins og hún er, að þrátt fyrir margar þingsálykt- anir um svæðið vestur af Rokknum reyndist lengi vel erfitt að vekja áhuga Færeyinga og Dana fyrir þeirra hönd. Bretar hafa aftur á „Yið íslendingar verð- um allir og alltaf að segja þegar við ræðum þessi mál við útlend- inga að veiðiheimildir til þeirra komi aldrei til greina. Aðeins.þann- ig getum við varðveitt þann stórsigur sem við unnum þegar flotinn fór út fyrir landhelgis- mörkin 1976. Allir rétt- sýnir menn skilja þetta.“ móti alltaf haft mikinn áhuga á málinu þótt þeir þættust af alkunnri hæversku ekkert um það vita eða varða, aðeins eiga svæðið auðvitað, og reyndu til síðustu stundar hafrétt- arráðstefnunnar að fá 121. grein sáttmálans breytt, þannig að klettur eins og Rokkurinn fengi 200 mílna efnahagslögsögu. Þar með fylgdu honum hafsbotnsréttindi á svæðun- Eyjólfur Konráð Jónsson um vestan hans. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði m.a. vegna starfa íslensku fulltrúanna á ráðstefnunni. Nú líður að því að lokasigur vinn- ist í þessu máli með heilbrigðum samningum og hið sama.er að segja Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá fundjnum á Akur- eyri. Á innfelldu myndinni er Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins að flytja ræðu sína. Fundarstjóri var Sig- urður J Sigurðsson, formaður bæjarráðs, og lengst til hægri sitja Halldór Blöndal alþingismaður og Tómas Ingi Olrich, sem skipar anna sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Norður- landskjördæmi flokkur sem metnað hefði til áhrifa krefðist þess að láta til sín taka á þessum vettvangi, ekki síst til að hafa umsjón með því að draga úr miðstýringu og hafa um það for- göngu að heildstæð stefna væri mótuð er tæki til allra þátta sjávar- útvegsins. Nefndi Davíð í þessu sambandi að ekki síst nú í samskipt- um og samningum við voldug við- skiptabandalög þyrftum við á öllu okkar að halda, þeir samningar sem Færeyingar hefðu gert við Evrópu- bandalagið væru óþoíandi fyrir okk- ur íslendinga, þeim væri skammtað að vera hráefnisinnflytjendur inn á markaði og öll vinnsla tekin úr þeirra höndum. Að endingu gerði formaðurinn að umtalsefni það siðgæði er ríkti í stjómmálum og benti á ástandið síðustu daga þinghalds, stjórnin hefði ekki sameiginlega getað tekið á nokkrum hlut. Hann sagði reynsl- una sýna að tveggja flokka ríkis- stjórn hefði ótvíræða kosti umfram stjórnir sem myndaðar væru af fleiri flokkum. Auknar skatttekjur ríkisins duga ekki fyrir eyðslunni Er Davíð Oddsson hafði lokið máli sínu tóku til máls Tómas Ingi Olrich, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu, og Haildór Blöndal alþingismaður. Gerðu þeir að umtalsefni óeiningu innan ríkis- stjórnarinnar og nauðsyn þess að bæta lífskjörin í landinu. Tómas um hafsbotnssvæðið milli 200 mílna íslands, Jan Mayen og Grænlands í vestri og Noregs í austri (sýnt lengst til hægri á kortinu). Um eignarrétt þessa svæðis hafa tvívegis verið haldnir formlegir fundir íslendinga, Norðmanna og Dana og ákveðið að halda viðræðum áfram. Frumkvæði að þessu hafa Islendingar haft, en vísindamenn Noregs, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, hafa stað- fest niðurstöður okkar og réttindi ríkjanna að lögum. Þetta mái verður því líka von bráðar í höfn. Þegar öllu þessu er lokið, vænt- anlega á næstu misserum, ef af festu er haldið á málum, lítur dæmið þann- ig út, eins og kortið sýnir, að allt Ingi sagði m.a. að í kosningunum yrði tekist á um grundvallarsjónar- mið, hvernig hefja ætti sókn til betri lífskjara, en andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins ætluðu sér að feta áfram á sömu braut. Fólk og fyrir- tæki hefðu gert samkomulag um. aðhald, en á sama tíma ykjust skatt- ar, en þó dygðu auknar skatttekjur ekki fyrir eyðslunni. Vinstri flokk- arnir sæju í ríkisvaldinu frumkraft allra framkvæmda og ætluðu sér að handstýra atvinnulífinu með sjóðum, en þennan frumkraft sæju sjálfstæðismenn í fólkinu sjálfu. Þar skildi á milli. Halldór Blöndal ræddi um óein- ingu sem einkennt hefði stjórnar- meirihlutann á þinginu síðustu vik- { ur. Hann ræddi einnig nauðsyn þess að byggja upp sterkan þjónustu- og verslunarkjarna m.a. á Eyjafjarðar- svæðinu svo fólk gæti treyst því að hægt væri að sækja þá þjónustu sem fram til þessa hefði verið sótt til Reykjavíkur innan svæðisins. Mark- miðið væri að við Eyjafjörð væri fjölþætt atvinnulíf, en mörgum fyndist sem hlutur Akureyrar og Norðurlands hefði setið eftir og nefndi hann nokkur dæmi því til staðfestingar. Hann nefndi einnig að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setjast í ríkisstjórn að loknum kosn- ingum nema vissa væri fyrir því að forystan yrði örugg og samlyndi innan stjórnar gott. Ekki farið að setja saman ráðherralista Fjölmargar fyrii'spurnir bárust fruminælendum að loknum fram- söguerindum. Davíð var m.a. spurð- ur með hvaða stjórnmálaflokki hann kysi helst að starfa að ioknum kosn- ingum, kæmi til þess að flokkurinn myndaði ríkisstjórn og hvaða ein- staklingar kæmu helst til greina í ráðherraembætti fyrir hönd flokks- ins. í svari hans kom fram að hann útilokaði ekki samstarf við neinn flokk fyrirfram, en hvað ráðherra- lista flokksins varðaði sagði hann enn ekki farið að setja hann saman. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa sama hátt á og Framsókn- arflokkurinn, sem útnefndi gjarnan höfuðandstæðinga sína í upphafi kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokk- urinn færi fram á eigin forsendum og barátta hans væri undir eigin merkjum. frá Noregs- og Skotlandsströndum til Kanada hafa þjóðirnar við hin nyrstu höf eignar-, umráða- og hag- nýtingarrétt _ til svo að segja alls hafsins og hafsbotnsins. í öllu falli er meginhaf Evrópu í eigu evrópskra þjóða og á þeirra hagsmuna- og áhrifasvæði. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við metum styrk- leika okkar eða veikleika í viðræðum við aðrar Evrópuþjóðir eða bandalög. Á þetta verður hlustað, því að við höfum lög að mæla. Við íslendingar verðum allir og alltaf að segja þegar við ræðum þessi mál við útlendinga að veiðiheimildir til þeirra komi aldrei til greina. Að- eins þannig getum við varðveitt þann stórsigur sem við unnum þegar flot-- inn fór út fyrir landhelgismörkin 1976. Allir réttsýnir menn skilja þetta. Island er útvörður Evrópu í vestri, varla verður um það deilt. Island er miðsvæðis í nyrstu höfum Atlants- hafsins. Ekki sakar það. Við Islendingar höfum haft alla forustu í fiskveiðimálum og land- helgismálum Norður-Atlantshafs, því getur enginn neitað. Við íslend- ingar hljótum áfram að verja þessi hafsvæði, hagnýta þau og rækta. Fólkið á meginlandi Evrópu veit að íslendingar eru Evrópumenn og vilja vera það. Sama er að segja um Breta. Nágrannar okkar eru velviljaðir og jafnvel þakklátir fyrir það að við skyldum hafa frumkvæðið í vemdun meginhafs Evrópu, úthafs Evrópu. Þeir skynja þetta og segja þetta. Ættum við þá að glutra réttinum niður — rétti Evrópuríkisins íslands? Höfundur er alþingismnður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjn víkurkjördæmi. já s I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.