Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 78
'78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Ég trúi ekki á kraftaverk Rætt við enska miðilinn Terry Evans Dulhyggja, spíritismi, guðspeki, nýöld, spákonur, sjáendur, heiiun, trúarvakning, guð, taó, miðlar. Hvað eiga öll þessi hugtök sameigin- Iegt? Líklega aðeins eitt; að vera viðkomustaðir fólks sem er að leita að einhverjum tilgangi í lifi sinu: Ef Guð er til, hversvegna eru mann- leg kjör svo mismunandi? Ef Guð er ekki til, hvaðan höfum við vitn- eskjuna um hið góða í tilverunni? Ef ég á bágt og enginn er til að hugga mig, hvert sný ég mér þá? Afhverju neitar Guð mér um það sem ég hef beðið hann heitast um? Hvers vegna eru aðstæður minar eins og þær eru? Afhverju er ég einmana? Afhverju er ég kúgaður? Afhverju er ég óöruggur? Afhvetju er ég vansæll? Hver er tilgangur- inn með þessu öllu? En það er sama hversu margra spurninga við spyrjum og hversu langt við reynum að teygja okkur í átt að sökudólgi, aðstæður okkar geta ekki verið öðrum að kenna. Ef við erum fórnarlömb, erum við okkar eigin fómarlömb. Það sem gerist í lífinu, er af okkar eigin völdum. Við höfum jú alltaf einhvern mótleikara, en við veljum hann sjálf. Þetta vill oft gleymast og þegar fólk fer að leita að svömm, í ein- hvetjum þáttum, sem álitnir eru utan við það sem augað sér, er það oft að stíga sín fyrstu skref i að kanna þætti sem eru rótgrónir í því sjálfu. Við förum ólikar leiðir, en markmiðið er hið santa. Morgunblaðið/Sverrir Hér á landi hefur urn skeið verið starfandi breskur miðill, Terry Evans. Terry hefur starfað á vegum Ljósgeislans, held- ur fyrirlestra og tekur fólk í eink- atíma. Þegar ég hitti hann að loknum vinnudegi, er hann greinilega þreyttur, ekki á fólkinu sem hefur leitað til hans, heldur vegna þess að álagið sem fylgir vinnu miðils er mikið. Þegar hann hefur hvílt sig um stund, fengið örlítið frískt loft og teboila, setjumst við niður og fyrsta spurningin er: Hvers kon- ar fólk leitar til miðils? „Bæði hér og í Bretlandi kemur mikið af fólki til mín sem heldur að ég geti leiðrétt eða gerbreytt lífi þess ... ... en ég er ekki rétti maðurinn til þess,“ svarar Terry. „Ég vil taka það fram að ég er miðill og get ekki svarað fyrir aðrar leiðir sem til eru í þroskaleit innan nýaldarhreyfingarinnar. “ Ég hef orðið vör við að hér á íslandi rignir yfir okkur svokölluðu „andlegu" fólki. Að hvaða leyti er miðill frábrugðinn öðrum? „Ætli við séum -ekki ólíkir inn- byrðis. En til að byija með, er mjög mikilvægt fyrir miðil að þekkja sjálfan sig vel, áður en hann fer að starfa af einhverri alvöru, vegna þess að hann verður að þroska hæfileika sinn til að vera óbundinn af þeim huga sem hann notar dags daglega, til að geta staðið klár á því að upplýsingarnar sem hann fær, komi frá réttum stöðum. Það mikilvægasta af öllu þó - og sem ég geri fólki alltaf ljóst, áður en ég byija lestur - er, að ég er ekki vél; ég geri mistök - vegna þess að ég er fyrst og fremst mann- eskja. Það getur enginn miðill náð hundrað prósent nákvæmni í vinnu sinni. Með því að gera fólki þetta Ijóst, gef ég því valkost; það ræður hvort það heldur áfram. Eg gef fólki líka svigrúm til að rengja mig og spyija spurninga, eins og; „Ég skil ekki hvað þú ert að fara.“ Það má segja að það sé hluti af ögun minni í starfí og gefur mér möguleika á að leita aftur til heimilda minna og fá ná- kvæmari upplýsingar. Ég hef engan áhuga á að stilla mér upp sem manneskju sem hefur alltaf á réttu að standa. Ég vil leita eftir staðfest- ingu á því sem ég er að segja og ég vil geta sagt við fólk: „Fyrir- gefðu, ég gerði mistök." Fyrir nokkrum árum - og það kemur því miður ennþá fyrir - fannst mér eitt aðalvandamál miðla vera, að þeir neituðu að þeir gætu haft rangt fyrir sér; allt sem þeir segðu hlyti að koma frá æðri vit- und. Þeir áttu mjög erfitt með að viðurkenna að þeirra eigin vitund gæti haft áhrif á þá. Fyrir mér var þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt - ekki alltaf, að minnsta kosti. Svo ég tók þá ákvörðun að hvað sem ég tæki mér fyrir hendur, mundi ég alltaf reyna að vera eins heiðar- legur og mér er framast unnt.“ MaðUr heyrir oft um miðla, sem virðast geta unnið kraftaverk. Get- ur þú ekki unnið kraftaverk? „Nei, ég er bara venjulegur mað- ur, sem getur unnið vinnu sína ágætlega - og ég trúi ekki á krafta- verk. Þetta er mjög erfítt starf og frá mínum bæjardyrum séð, felst starfíð í því að flytja skilaboð. Sú manneskja sem tekur við skilaboð- um frá miðli, verður að hafa það hugfast - og það er lífsnauðsynlegt - að hún má ekki gera þessi skila- boð að guði sínum.“ Hversvegna? „Vegna þess að tilgangur æðri máttar er aðeins að benda í þá átt, sem getur hjálpað fólki að komast að eigin veruleika. Og til að upp- götva þennan veruleika, verður fólk að vera mjög ábyrgt í sínu hvers- dagslífí. Með öðrum orðum; fólk verður að varðveita eigin huga og vera ábyrgt gerða sinna. Sem dæmi get ég nefnt þér, að ég hef oft heyrt fólk segja: „Þetta gerðist, vegna þess að æðri máttur sagði mér að gera þetta." Svona yfírlýs- ingar segja mér aðeins að viðkom- andi hafí ekki nógu djúpan persónu- leika, ekki skilning á sjálfum sér og allsengan skilning á því hvernig æðri máttur vinnur - og þarmeð erum við aftur komin að nauðsyn aga og menntunar." Hversvegna leitar fólk til miðla? „Ég held að ástæðuna megi oft rekja til þess að maður byijar að líta í kringum sig - á hina efnis- legu byggingu samfélagsins - og gerir sér grein fyrir tómleika hvunndagsins, mitt í þessu öllu. Það er hinsvegar ómeðvitað, að um leið er fólk að skoða sjálft sig og leita að persónulegum sannleika sínum. Efnisleg gæði eru nauðsynleg og starfsframi er mjög nauðsynlegur - en heimspekikenningar sem slík- ar geta aðeins verið rammi, sem vonandi getur hjálpað mönnum til að komast að því hveijir þeir eru. Spíritisminn hefur, um langt skeið, boðið upp á ágætis lífssýn, en ég spyr mig oft að því hversu vel sú speki er skilin, vegna þess að sú h'fssýn þarf að verða hluti af lífsstíl þínum í daglegu amstri. Ef þú lifír ekki eftir þessari speki, hvemig geturðu þá sagt að þú skilj- ir hana? Ég held að innsti kjarni þeirra skilaboða sem ég flyt, í einkatímum, sé aðeins fyrsta skrefíð í að segja: „Já, það er framhaldslíf og við reyn- um okkar besta til að sanna það, um leið og við reynum að færa við- takandanum innsýn í sjálfan sig.“ Sumir þurfa tvenn eða þrenn skila- boð - aðrir ein - en hver og einn ræður því sjálfur hvort hann með- tekur þau. En til að gera örlitla samantekt á því hvers konar fólk sækir í miðla og hvers vegna, held ég að megi 1 segja að það sé mjög einstaklings- bundið. Sumir koma fyrir forvitni sakir. Aðrir koma til að sanna eða afsanna það sem ég get gert og enn aðrir koma, jú, vegna þess að þeir halda að þau skilaboð sem ég færi þeim, geti breytt lífl þeirra og eftir það fái þeir allt sem þeir óska sér. Það er gjarnan fólk sem veit ekki hvemig það á að sjá eða skoða sig sjálft. Þess vegna eru ströng þjálfun og agi svo mikilvæg í því sem ég geri; ég verð að geta greint ástæðurnar og ég verð að vara mig á því. að gefa fólki ekki ráð sem koma frá sjálfum mér. Svo er það hópurinn, sem hefur misst einhvern sem er þeim mjög kær, getur illa sætt sig við jnissinn og langar að fá vitneskju um hvemig þeim fram- liðna líður." Skyggnilýsingarfundir Hvernig vinnurðu? „í fyrsta lagi eru það skyggnilýs- ingarfundir, þar sem ég vinn fyrir hóp fólks. Þangað kemur venjulega fólk sem er að forvitnast, fólk sem er úti að skemmta sér eina kvöld- stund og ætlar sér að hlæja ærlega og fólk sem kemur vegna þess að það hefur misst einhvern því kær- kominn. Einhver af þessum þremur ástæðum er oft fyrsta skrefið í áhuga manna á framhaldslífí. Á skyggnilýsingarfundum finnst mér mjög erfítt að fara mjög nákvæm- lega út í persónuleg smáatriði. Það sem mér iíkar við slíka fundi hér á íslandi er, að fólki er gefínn mögu- leiki á að leggja spúrningar fyrir miðilinn, sem geta verið allt frá: „Hvað gerist þegar maður deyr?“ til „Getur framliðið fólk séð til mín?“ Maður fær hér ótæmandi spurning- alista." Einkafundir „Það sem ég reyni að gera á eink- afundum er að fá æðri mátt (spirit) tii að sýna fram á erfíðleika í lífí þess sem leitar til mín - það er að segja, þætti sem standa honum fyr- ir þrifum - og fá síðan eitt lítið orð, eða mörg stór, til að sýna fram á möguleika hans - svo hann geti fundið réttu leiðina til að byija að endurmóta líf sitt. Það má segja að þetta sé eins og að gefa þeim sem ætlar að byggja hús, efnið til þess og segja: „Það er svo á þína ábyrgð hvernig þú byggir húsið og hversu sterkt það verður." Sumir vilja ganga skrefi lengra - og í því sambandi er menntun mjög mikils virði. Frá því ég kom til Islands hef ég átt því láni að fagna að vera með helgarnámskeið og vinnuhópa, þar sem ég fæ tæki- færi til að kynna þá tækni og þær hugmyndir, sem - vonandi - gera einstaklingum fært að skilja þróun eigin sálrænna og andlegra afla. Með öðrum orðum að skilja hluti einsog: Hvernig vinn ég? Eftir Terry Evans hveiju starfa ég? Hvað hreyfir við mér? og hvaða eiginleika hef ég til að bera, sem geta fært mig áfram? Margt fólk heldur að eina leiðin áfram, sé að verða miðill eða starfa við heilun. En fyrsta skrefið er allt- af það, að reyna að skilja sjálfan sig. Og það eru engin takmörk fyr- ir því, hversu langan tíma það get- ur tekið. Það er einstaklingsbundið. En þegar því er náð, er einstakling- urinn farinn að geta virt fyrir sér neikvæðu hliðar sínar, tii að hreinsa burt tilfínningaflækjur og gera sér raunhæfa grein fyrir möguleikum sínum - og hvað hann getur lagt af mörkum, ekki sem spíritisti, held- ur sem manneskja. > Við skulum ekki gleyma því að spíritismi er aðeins orð, búið til af okkur mönnunum - en andi Guðs er innra með okkur öllum og hvern- ig við finnum þann Guð og hvaða mynd hann fær, er mismunandi eftir einstaklingum." Tilfinningavandamál og geðsjúkdómar Þér verður tíðrætt um tilfinn- ingavandamál og til þín virðist leita fólk sem á við slík vandamál að stríða. Er ekki algengt að ruglað sé saman tilfinningavandamálum og geðrænum vandamálum? „Jú. Geðslag er hvernig maður hugsar og hegðar sér; hvernig við eigum samskipti við fólk og innan þess ramma rúmast bæði neikvæðir og jákvæðir þættir - og ótti okkar. Uppspretta þess ótta er í undirmeð- vitund okkar. Síðan höfum við tilfinningarnar. Tilfínningaiegt eðli okkar verður til vegna aðstæðna og áhrifa allar götur frá getnaði okkar,“ segir Terry, horfir á mig einbeittur og bætir við: „Og ég trúi þessu stað- fastlega. Síðan viltu gefa þessum tilfinn- ingum form og efni. í undirmeðvit- und okkar geymum við öll jákvæð og öll neikvæð atvik sem hafa hent okkur. Menn gera sér því sjaldnast grein fyrir, hvað er í rauninni „þeirra sanna eðli“, vegna þess að þeir hafa aldrei tekið sér tíma til að gera sér grein fyrir, hvað það er sem stjórnar þeim. Þegar þetta tækifæri býðst eða er skapað, getur það aðeins gerst vegna þess að við- komandi tekur ákvörðun þar um. Sú ákvörðun byijar mjög sakleysis- lega og hefst á því að við spyijum okkur sjálf: „Hvers vegna í ósköp- unum koma svo margir slæmir hlut- ir fyrir mig og hvers vegna er líf mitt keðjuverkun af áföllum?" Og við getum svarað því að það sé vegna þess mynsturs sem geðslag okkar hefur skapað ... ... að hluta til vegna aðstæðna og innrætingar. Hitt dæmið sem ég vildi taka, er fólk sem út á við virðist lifa frómu og reglubundnu lífí - en það gerist aldrei neitt! Er ekki augljóst að þetta dæmi endurspeglar einhveija kreppu?" Meinarðu feluleik? Terry kinkar kolli, situr hugsi örstutta stund og heldur svo áfram: „Þegar menn koma til mín, hver sem ástæðan er - forvitni, sorg eða kreppa - er það æðri vitund þeirra sem er hvatinn. Hún er að segja þessum einstaklingum mjög skýrt að það sé skortur á einhveijum mjög mikilvægum þætti í lífi þeirra. Mínir eigin leiðbeinendur veita mér síðan aðgang að vitund þeirra, til að geta bent þeim á neikvæða af- stöðu - stundum ástæðu hennar og síðan á þá þætti sem geta hjálp- að einstaklingnum til að fínna leið- ina að hinu sanna jákvæða sjálfí. Fólk fær leiðbeiningar til að kom- ast burtu frá því sem hefur skilyrt líf þess. Það er alveg sama á hvaða menningarstigi fólk lifir og það er alveg sama hvaða ramma samfélag- ið sníður fólki, eina leiðin til að fólk geti fundið einhvern sannleika, ér að skilja eigið tungumál og hefja samskipti við sjálfan sig. Og tungu- mái er ekki aðeins orðin, heldur verður viðkomandi að kynna sjálf- inu nýja afstöðu og nýtt hegðunar- mynstur sem ekki er skilyrt af for- tíðinni og annarra manna sann- leika. Tilfínningar, hvort sem það er ást eða hatur, eiga sér stuttan iíftíma hveiju sinni - því skulum við ekki gleyma." Ástin „Þegar ég tala um ástina, vil ég gjarnan bytja á því að útskýra hvernig ég skynja hana. Ég var mjög ungur, þegar mér var sagt að ef einhver elskaði mann, þýddi það að maður yrði að upp- fylla allar hans óskir. Ég komst að því að orðið ást eins og það er al- mennt notað, á við um tilfinningu sem skipar okkur að eltast við duttl- unga annarra. Lengi vel reyndi ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.