Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
' H
I
I
I
Erum með í umboðssölu
Hlutsbrcf i Islenska
siónvarpsfélaginu hf.
xr o
Stöð 2
JNans
Elvar
Nafnverð kr. 30 milljónir.
Selst í einu lagi
eða í minni einingum.
Nánari upplýsingar veitir
Elvar Guðjónsson í
síma 68 90 80
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, sfmi 689080
T Hefur byggðastefnan
brugðist; eða hver brást
J byggðastefnunni ?
I
eftirEinarK.
Guðfinnsson
Nýverið hefur verið kveðinn upp
sá dómur að byggðastefnan hafi
brugðist. Því sé þörf á að söðla um
og móta nýja. Þetta eru í sjálfu sér
ekki ný sannindi. Á ráðstefnu sem
sjálf Byggðastofnun efndi til á Sel-
fossi fyrir eitthvað um fjórum árum,
var þetta meginniðurstaðan. í fram-
haldi af því setti Þorsteinn Pálsson
þáverandi forsætisráðherra á lagg-
irnar nefnd, er fara skyldi ofan í
málin; setja fram hugmyndir um
hvernig hægt væri að bregðast við.
Því miður fékk þessi nefnd ekki
ráðrúm til þess að ljúka verki sínu.
Af augljósum pólitískum ástæðum
— sem ekkert eiga skylt við um-
hyggju fyrir landsbyggðinni — tók
Steingrímur Hermannsson þá orð-
inn forsætisráðherra það upp hjá
sjálfum sér að skipa nýjar nefndir
í málin. Það er því að vonum að
verkinu hefur miðað seint. Enda eru
bara örfáar vikur síðan að nefnd-
arálitin voru kynnt með blaða-
mannafundi og brambolti.
Nú er svo stutt til þingslita að
augljóslega verður það ekki á færi
núverandi ríkisstjórnar að vinna
málið áfram. Hennar bautasteinar
í byggðamálum verða tvær skýrslur
sem birtust seint og um síðir og sú
staðreynd að byggðaflóttinn af
landsbyggðinni hefur aldrei verið
sem nú.
Hefur þá byggðastefnan brugð-
ist? Það er von að spurt sé. Jú.
Augljóslega hefur það yfirlýsta
markmið að tryggja byggðajafn-
vægi ekki náðst. En hveijum er þá
um að kenna. Hefur byggðastefnan
brygðist? Eða má kannski snúa
spurningunni við og segja: Hver
hefur brugðist byggðastefnunni?
Við erum á slæmum villigötum
í byggðamálum. Fólksflutningarnir
til höfuðborgarsvæðisins eru öllum
til ills: Dreifbýlinu, af því að færra
fólk gerir þeim sem eftir sitja örðug-
ara að svara nútímakröfum um
þjónustu og atvinnu. Höfuðborgar-
svæðinu, þar sem aukinn fólksfjöldi
neyðir sveitarfélögin í óarðbærar
framkvæmdir og ijárfestingar. Og
loks þjóðinni í heild vegna þess að
ónotaðar íjárfestingar sitja eftir í
dreifbýlinu en fjármagn binst í nýj-
um ijárfestingum á höfuðborgar-
svæðinu.
Byggðastefna er einmitt liður í
því að komast hjá svona erfiðleik-
um. Vandræðum sem hafa kostað
okkur marga milljarða í sólunduð-
um íjárfestingum og munu halda
áfram áð valda okkur' búsifjum,
nema gripið verði í taumana.
Byggðastefna er þess vegna and-
óf gegn þjóðhagslega óhagkvæmu
fjárfestingarbruðli, en ekki „andóf
gegn þróun nútímasamfélags“, eins
og Þröstur Ólafsson, einn af hug-
myndafræðingum Alþýðuflokksins,
skrifaði 31. janúar sl. Það er því
rangt sem hann og aðrir hafa sagt
að byggðastefna sé það sama og
að stríða gegn eins konar þjóðfé-
lagslegum náttúrulögmálum. Miklu
fremur má segja að sé stefna sem
fylgt hefur verið í efnahagsmálum
og á fleiri sviðum, hafi leitt af sér
að fólk neyddist til búferlaflutninga
af landsbyggðinni, þvert ofan í vilja
sinn, eins og hér á eftir verður sýnt
fram á.
Fólk sem flutti „á mölina" syðra
var spurt af Félagsvísindastofnun
hversvegna það hefði' yfirgefið
heimahagana. Svörin voru vitan-
lega á marga lund. En athyglisvert
er að eitt stóð upp úr. Stærsti hóp-
urinn sem svaraði taldi ónóga og
ótrausta atvinnu samfara skorti á
íjölbreyttari atvinnutækifærum
höfuðskýringu þess að það hefði
flutt af landsbyggðinni.
Dreifbýlis-skattlagning
Þarna hygg ég að einmitt hljóti
að liggja lykillinn að svari okkar
við spurningunum tveimur: Hefur
byggðastefnan brugðist; eða hver
brást byggðastefnunni?
Höfuðatvinnugrein landsbyggð-
arinnar er sjávarútvegur. Hann er
upphaf og endir alls atvinnulífs við
sjávarsíðuna, hringinn í kring um
landið. Það gefur því auga leið að
án öflugs sjávarútvegs er um tómt
mál að taia um byggðastefnu í
landinu.
Þess vegna felst skelfileg þver-
sögn í því að á sama tíma og lands-
feðurnir hafa verið með byggða-
stefnu á vörunum, hefur sjávarút-
vegurinn eins og aðrar útflutnings-
og samkeppnisgreinar verið grátt
leiknar. Verðmætin hafa verið sog-
uð út úr greininni með rangt skráðu
gengi og gegndarlausri erlendri
skuldasöfnun. Einn af þeim tölvísu
mönnum sem starfa á Þjóðhags-
stofnun hefur komist að því í þessu
sambandi að gengi hefði á árunum
1977-1987 þurft að vera að meðal-
tali um 12% lægra en það var, til
að viðskiptajöfnuður hefði náðst.
(sbr. bókin Hagsæld í húfi bls. 106.)
Þessi hágengis-skattlagning sem
útflutnings- og samkeppnisgreinar
hafa verið beittar, hafa í rauninni
flutt milljarða frá landsbyggðinni
og til annarra geira þjóðfélagsins.
Með þessu hefur fótunum verið
kippt undan atvinnulífinu í sjávar-
plássunum hringinn í, kring um