Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 26

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 ' H I I I Erum með í umboðssölu Hlutsbrcf i Islenska siónvarpsfélaginu hf. xr o Stöð 2 JNans Elvar Nafnverð kr. 30 milljónir. Selst í einu lagi eða í minni einingum. Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson í síma 68 90 80 KAUPÞING HF Kringlunni 5, sfmi 689080 T Hefur byggðastefnan brugðist; eða hver brást J byggðastefnunni ? I eftirEinarK. Guðfinnsson Nýverið hefur verið kveðinn upp sá dómur að byggðastefnan hafi brugðist. Því sé þörf á að söðla um og móta nýja. Þetta eru í sjálfu sér ekki ný sannindi. Á ráðstefnu sem sjálf Byggðastofnun efndi til á Sel- fossi fyrir eitthvað um fjórum árum, var þetta meginniðurstaðan. í fram- haldi af því setti Þorsteinn Pálsson þáverandi forsætisráðherra á lagg- irnar nefnd, er fara skyldi ofan í málin; setja fram hugmyndir um hvernig hægt væri að bregðast við. Því miður fékk þessi nefnd ekki ráðrúm til þess að ljúka verki sínu. Af augljósum pólitískum ástæðum — sem ekkert eiga skylt við um- hyggju fyrir landsbyggðinni — tók Steingrímur Hermannsson þá orð- inn forsætisráðherra það upp hjá sjálfum sér að skipa nýjar nefndir í málin. Það er því að vonum að verkinu hefur miðað seint. Enda eru bara örfáar vikur síðan að nefnd- arálitin voru kynnt með blaða- mannafundi og brambolti. Nú er svo stutt til þingslita að augljóslega verður það ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að vinna málið áfram. Hennar bautasteinar í byggðamálum verða tvær skýrslur sem birtust seint og um síðir og sú staðreynd að byggðaflóttinn af landsbyggðinni hefur aldrei verið sem nú. Hefur þá byggðastefnan brugð- ist? Það er von að spurt sé. Jú. Augljóslega hefur það yfirlýsta markmið að tryggja byggðajafn- vægi ekki náðst. En hveijum er þá um að kenna. Hefur byggðastefnan brygðist? Eða má kannski snúa spurningunni við og segja: Hver hefur brugðist byggðastefnunni? Við erum á slæmum villigötum í byggðamálum. Fólksflutningarnir til höfuðborgarsvæðisins eru öllum til ills: Dreifbýlinu, af því að færra fólk gerir þeim sem eftir sitja örðug- ara að svara nútímakröfum um þjónustu og atvinnu. Höfuðborgar- svæðinu, þar sem aukinn fólksfjöldi neyðir sveitarfélögin í óarðbærar framkvæmdir og ijárfestingar. Og loks þjóðinni í heild vegna þess að ónotaðar íjárfestingar sitja eftir í dreifbýlinu en fjármagn binst í nýj- um ijárfestingum á höfuðborgar- svæðinu. Byggðastefna er einmitt liður í því að komast hjá svona erfiðleik- um. Vandræðum sem hafa kostað okkur marga milljarða í sólunduð- um íjárfestingum og munu halda áfram áð valda okkur' búsifjum, nema gripið verði í taumana. Byggðastefna er þess vegna and- óf gegn þjóðhagslega óhagkvæmu fjárfestingarbruðli, en ekki „andóf gegn þróun nútímasamfélags“, eins og Þröstur Ólafsson, einn af hug- myndafræðingum Alþýðuflokksins, skrifaði 31. janúar sl. Það er því rangt sem hann og aðrir hafa sagt að byggðastefna sé það sama og að stríða gegn eins konar þjóðfé- lagslegum náttúrulögmálum. Miklu fremur má segja að sé stefna sem fylgt hefur verið í efnahagsmálum og á fleiri sviðum, hafi leitt af sér að fólk neyddist til búferlaflutninga af landsbyggðinni, þvert ofan í vilja sinn, eins og hér á eftir verður sýnt fram á. Fólk sem flutti „á mölina" syðra var spurt af Félagsvísindastofnun hversvegna það hefði' yfirgefið heimahagana. Svörin voru vitan- lega á marga lund. En athyglisvert er að eitt stóð upp úr. Stærsti hóp- urinn sem svaraði taldi ónóga og ótrausta atvinnu samfara skorti á íjölbreyttari atvinnutækifærum höfuðskýringu þess að það hefði flutt af landsbyggðinni. Dreifbýlis-skattlagning Þarna hygg ég að einmitt hljóti að liggja lykillinn að svari okkar við spurningunum tveimur: Hefur byggðastefnan brugðist; eða hver brást byggðastefnunni? Höfuðatvinnugrein landsbyggð- arinnar er sjávarútvegur. Hann er upphaf og endir alls atvinnulífs við sjávarsíðuna, hringinn í kring um landið. Það gefur því auga leið að án öflugs sjávarútvegs er um tómt mál að taia um byggðastefnu í landinu. Þess vegna felst skelfileg þver- sögn í því að á sama tíma og lands- feðurnir hafa verið með byggða- stefnu á vörunum, hefur sjávarút- vegurinn eins og aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar verið grátt leiknar. Verðmætin hafa verið sog- uð út úr greininni með rangt skráðu gengi og gegndarlausri erlendri skuldasöfnun. Einn af þeim tölvísu mönnum sem starfa á Þjóðhags- stofnun hefur komist að því í þessu sambandi að gengi hefði á árunum 1977-1987 þurft að vera að meðal- tali um 12% lægra en það var, til að viðskiptajöfnuður hefði náðst. (sbr. bókin Hagsæld í húfi bls. 106.) Þessi hágengis-skattlagning sem útflutnings- og samkeppnisgreinar hafa verið beittar, hafa í rauninni flutt milljarða frá landsbyggðinni og til annarra geira þjóðfélagsins. Með þessu hefur fótunum verið kippt undan atvinnulífinu í sjávar- plássunum hringinn í, kring um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.