Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C
73. tbl. 79. árg.____________________________________FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Uppreisnin í Irak:
Scud-flaug-
um skotið
á Kúrda?
London, Damaskus. Reuter.
HOSHYAR Zebari, talsmaður
Kúrdíska lýðræðisflokksins,
sagði í gær að íraski stjórnar-
herinn hygðist freista þess að
endurheimta olíuborgina
Kirkuk úr höndum uppreisnar-
manna og hefði í því skyni flutt
11 færanlega Scud-eldflauga-
skotpalla og aukinn liðsafla til
svæðis suður af borginni.
Zebari sagði ,að hluti herliðsins
sem verið væri að safna saman í
nágrenni Kirkuk hefði verið flutt-
ur frá suðurhluta landsins þar sem
stjórnarherinn hefði náð yfirhönd-
inni í baráttu við uppreisnarmenn
shíta.
Talsmaður annarra Kúrdasam-
taka, Þjóðernisbandalag Kúrdist-
ans, sagði í gær að Kúrdar hefðu
hert sókn sína gegn borginni
Mosul, eina vígi stjórnarhersins í
norðurhluta Iraks. Sagði hann
jafnframt að leiðtogar kúrdískra
uppreisnarmanna undirbyggju
stofnun bráðabirgðastjórnar sem
taka mundi við stjórn mála 4
svæðum sem uppreisnarmenn
hefðu náð í norðurhlutanum.
Fulltrúi einna samtaka shíta,
Dawa-flokksins sem hefur aðsetur
í Iran, sagði í gær að bardaga-
sveitir shíta héldu uppi skæru-
hernaði gegn stjórnarhernum í
Basra, næst stærstu borg íraks,
og hinum helgu borgum Najaf og
Karbala. Fullyrti talsmaður
flokksins að skæruliðar Palestínu-
manna hefðu komið sveitum
Saddams íraksforseta til aðstoðar
og berðust við hlið Lýðveldisvarð-
arins, úrvalssveita Saddams, gegn
uppreisnarmönnum í suðurhluta
íraks.
Sjá „Samkomulag næst um
friðarskilinála í öryggisráð-
inu“ á blaðsíðu 51.
Sovétstjórnin reiðubúin að
stöðva útifund með valdi
Moskvu. Reuter.
SOVESK sljórnvöld bjuggust í gær til að koma í veg fyrir mótmæla-
fund stuðningsmanna Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem boðaður
hefur verið í Moskvu í dag þrátt fyrir bann stjórnvalda. Innanríkisráðu-
neyti Sovétríkjanna tilkynnti að beitt yrði vatnsdælum, riddaraliði,
gúnnnikylfuin, táragasi og lögregluliundum gegn mótmælendum. „Okk-
ar menn munu fara að lögum en gangan fær ekki að fara framhjá
okkur,“ sagði Lev Beljanskíj, herfylkishöfðingi í innanríkisráðuneytinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varnarsamstarf EB:
Island,
Tyrkland
og Noreg-
urtakiþátt
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) samþykktu á
fundi sínum í Lúxemborg í fyrra-
kvöld að leita leiða til að ísland,
Noregur og Tyrkland verði þátt-
takendur í auknu varnarsam-
starfi Evrópuríkja. Að sögn
Sveins Björnssonar, skrifstofu-
sljóra utanríkisráðuneytisins, er
athyglisvert að þessi yfirlýsing
skuli koma nú frá Evrópubanda-
laginu. Hann segir að hugmyndir
í þessa veru hafi verið ræddar
innan ráðuneytisins og að óbeint
sé að þeim vikið í skýrslu ut-
anríkisráðherra til Alþingis sem
lögð var fram í nóvember á
síðasta ári.
Utanríkisráðherrafundur EB í
Lúxemborg var sá fyrsti sem ein-
göngu snýst um varnar- og öryggis-
mál. Samkomulag varð um að
bandalagið yrði fyrr eða síðar að
hefja varnarsamstarf fyrst á annað
borð væri búið að ákveða að mótun
utanríkisstefnu yrði sameiginleg.
Ekki er ljóst hvenær varnarsam-
starf EB hefst né með hvaða hætti
það verður. Rætt er um aðlögun-
artímabil sem vari fram að aldamót-
um. Einnig vilja margir að Vestur-
Evrópusambandið, vamarbandalag
níu EB-ríkja af tólf, gegni auknu
hlutverki í • öryggissamstarfi
V estur-Evrópuríkj a.
Sveinn Björnsson bendir á 'að í
skýrslu utanríkisráðherra sé vikið
að þessu efni. í inngangskafla sem
heitir „Aðlögun að breyttum að-
stæðum" er fjallað um varnar- og
viðskiptahagsmuni íslands: „í varn-
armálum hefur mikilvægi tvíhliða
varnarsamnings íslands og Banda-
ríkjanna aukist, en jafnframt er það
Evrópubandalagið, sem er orðið
stærsti markaðurinn fyrir íslenskar
útflutningsvörur. Ólíkt því sem ger-
ist meðal bandamanna í Vestur-
Evrópu, þar sem horfur eru á frek-
ari samtvinnun efnahagssamstarfs
og samvinnu á sviði öryggismála,
er nú hætt við að þessir tveir þætt-
ir íslenskrar utanríkisstefnu grein-
ist að í auknum mæli.“
í skýrslunni segir að tveir mögu-
leikar séu hugsanlegir að minnsta
kosti. Annars vegar taki Evrópu-
bandalagið við hlutverki Atlants-
hafsbandalagsins og þá stæðu ís-
lendingar frammi fyrir „afar erfiðu
vali“ en hlytu þó að taka tillit til
þess að „öryggi landsins yrði tæp-
ast tryggt í varnarsamstarfi með
ríkjum Evrópubandalagsins ein-
vörðungu". Þó sé líklegri sá kostur
að EB-ríki sjái sér áfram hag í
varnarsamstarfi við ríki Norður-
Ameríku á vettvangi NATO þrátt
fyrir að Evrópa taki meiri ábyrgð
á eigin vörnurn. Nauðsynlegt sé
hins vegar að „Island leggi á það
ríka áherslu í samskiptum við ríki
Evrópubandalagsins að óeðlilegar
tálmanir verði fjarlægðar í viðskipt-
um ríkja, sem samleið eiga í örygg-
is- og varnarmálum,..."
Gennadíj Janajev, varaforseti Sov-
étríkjanna, Borís Púgo innanríkisráð-
herra og Vladímír Kríjútskov, yfir-
maður öi-yggislögreglunnar KGB,
hittu forvígismenn mótmælaaðgerð-
anna að máli í gær og vöruðu þá
alvarlega við því að þeir yrðu dregn-
ir til ábyrgðar fyrir brot gegn reglu
á almannafæri sem rekja mætti til
ólöglegrar hvatningar þeirra. Sveitir
KGB og Moskvulögreglunnar hafa
lýst því yfir að komið verði í veg
fyrir mótmælafundinn.
Fulltrúar borgarráðs Moskvu, þar
sem róttækir umbótasinnar eru í
meirihluta, hafa brugðist ókvæða við
yfirlýsingu sovéskra stjórnvalda og
segja bannið við • mótmælum, sem
gildir fram til 15. apríl, brjóta gegn
stjórnarskránni. „Ráðsmenn munu
fara í broddi fylkingar og vera í
fremstu víglínu ef til átaka kemur,“
sagði Míkhaíl Karpov, talsmaður
borgarráðsins.
Mótmælafundurinn hefur verið
boðaður vegna þess að í dag verður
sett fullt.rúaþing Rússlands.
Harðlínukommúnistar hafa boðað
vantrauststillögu á hendur Jeltsín.
Utvarp Rússland sem nýverið tók til
starfa undir verndai-væng Jeltsíns
auglýsti mótmælafundinn án afláts
í gær. Samtökin „Lýðræðislegt Rúss-
land“ sögðust vera að undirbúa sjón-
varpsáskorun til liðsmanna í öryggis-
sveitum um að þeir veittust hvorki
að mótmælendum né freistuðu þess
að hindra fund þeirra. Fréttastofan
TASS sakaði samtökin um valda-
ránstilraun og sagði að hugsanlega
yrðu settr neyðarlög.