Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 1
128 SIÐUR B/C 73. tbl. 79. árg.____________________________________FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Uppreisnin í Irak: Scud-flaug- um skotið á Kúrda? London, Damaskus. Reuter. HOSHYAR Zebari, talsmaður Kúrdíska lýðræðisflokksins, sagði í gær að íraski stjórnar- herinn hygðist freista þess að endurheimta olíuborgina Kirkuk úr höndum uppreisnar- manna og hefði í því skyni flutt 11 færanlega Scud-eldflauga- skotpalla og aukinn liðsafla til svæðis suður af borginni. Zebari sagði ,að hluti herliðsins sem verið væri að safna saman í nágrenni Kirkuk hefði verið flutt- ur frá suðurhluta landsins þar sem stjórnarherinn hefði náð yfirhönd- inni í baráttu við uppreisnarmenn shíta. Talsmaður annarra Kúrdasam- taka, Þjóðernisbandalag Kúrdist- ans, sagði í gær að Kúrdar hefðu hert sókn sína gegn borginni Mosul, eina vígi stjórnarhersins í norðurhluta Iraks. Sagði hann jafnframt að leiðtogar kúrdískra uppreisnarmanna undirbyggju stofnun bráðabirgðastjórnar sem taka mundi við stjórn mála 4 svæðum sem uppreisnarmenn hefðu náð í norðurhlutanum. Fulltrúi einna samtaka shíta, Dawa-flokksins sem hefur aðsetur í Iran, sagði í gær að bardaga- sveitir shíta héldu uppi skæru- hernaði gegn stjórnarhernum í Basra, næst stærstu borg íraks, og hinum helgu borgum Najaf og Karbala. Fullyrti talsmaður flokksins að skæruliðar Palestínu- manna hefðu komið sveitum Saddams íraksforseta til aðstoðar og berðust við hlið Lýðveldisvarð- arins, úrvalssveita Saddams, gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta íraks. Sjá „Samkomulag næst um friðarskilinála í öryggisráð- inu“ á blaðsíðu 51. Sovétstjórnin reiðubúin að stöðva útifund með valdi Moskvu. Reuter. SOVESK sljórnvöld bjuggust í gær til að koma í veg fyrir mótmæla- fund stuðningsmanna Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem boðaður hefur verið í Moskvu í dag þrátt fyrir bann stjórnvalda. Innanríkisráðu- neyti Sovétríkjanna tilkynnti að beitt yrði vatnsdælum, riddaraliði, gúnnnikylfuin, táragasi og lögregluliundum gegn mótmælendum. „Okk- ar menn munu fara að lögum en gangan fær ekki að fara framhjá okkur,“ sagði Lev Beljanskíj, herfylkishöfðingi í innanríkisráðuneytinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarsamstarf EB: Island, Tyrkland og Noreg- urtakiþátt Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu á fundi sínum í Lúxemborg í fyrra- kvöld að leita leiða til að ísland, Noregur og Tyrkland verði þátt- takendur í auknu varnarsam- starfi Evrópuríkja. Að sögn Sveins Björnssonar, skrifstofu- sljóra utanríkisráðuneytisins, er athyglisvert að þessi yfirlýsing skuli koma nú frá Evrópubanda- laginu. Hann segir að hugmyndir í þessa veru hafi verið ræddar innan ráðuneytisins og að óbeint sé að þeim vikið í skýrslu ut- anríkisráðherra til Alþingis sem lögð var fram í nóvember á síðasta ári. Utanríkisráðherrafundur EB í Lúxemborg var sá fyrsti sem ein- göngu snýst um varnar- og öryggis- mál. Samkomulag varð um að bandalagið yrði fyrr eða síðar að hefja varnarsamstarf fyrst á annað borð væri búið að ákveða að mótun utanríkisstefnu yrði sameiginleg. Ekki er ljóst hvenær varnarsam- starf EB hefst né með hvaða hætti það verður. Rætt er um aðlögun- artímabil sem vari fram að aldamót- um. Einnig vilja margir að Vestur- Evrópusambandið, vamarbandalag níu EB-ríkja af tólf, gegni auknu hlutverki í • öryggissamstarfi V estur-Evrópuríkj a. Sveinn Björnsson bendir á 'að í skýrslu utanríkisráðherra sé vikið að þessu efni. í inngangskafla sem heitir „Aðlögun að breyttum að- stæðum" er fjallað um varnar- og viðskiptahagsmuni íslands: „í varn- armálum hefur mikilvægi tvíhliða varnarsamnings íslands og Banda- ríkjanna aukist, en jafnframt er það Evrópubandalagið, sem er orðið stærsti markaðurinn fyrir íslenskar útflutningsvörur. Ólíkt því sem ger- ist meðal bandamanna í Vestur- Evrópu, þar sem horfur eru á frek- ari samtvinnun efnahagssamstarfs og samvinnu á sviði öryggismála, er nú hætt við að þessir tveir þætt- ir íslenskrar utanríkisstefnu grein- ist að í auknum mæli.“ í skýrslunni segir að tveir mögu- leikar séu hugsanlegir að minnsta kosti. Annars vegar taki Evrópu- bandalagið við hlutverki Atlants- hafsbandalagsins og þá stæðu ís- lendingar frammi fyrir „afar erfiðu vali“ en hlytu þó að taka tillit til þess að „öryggi landsins yrði tæp- ast tryggt í varnarsamstarfi með ríkjum Evrópubandalagsins ein- vörðungu". Þó sé líklegri sá kostur að EB-ríki sjái sér áfram hag í varnarsamstarfi við ríki Norður- Ameríku á vettvangi NATO þrátt fyrir að Evrópa taki meiri ábyrgð á eigin vörnurn. Nauðsynlegt sé hins vegar að „Island leggi á það ríka áherslu í samskiptum við ríki Evrópubandalagsins að óeðlilegar tálmanir verði fjarlægðar í viðskipt- um ríkja, sem samleið eiga í örygg- is- og varnarmálum,..." Gennadíj Janajev, varaforseti Sov- étríkjanna, Borís Púgo innanríkisráð- herra og Vladímír Kríjútskov, yfir- maður öi-yggislögreglunnar KGB, hittu forvígismenn mótmælaaðgerð- anna að máli í gær og vöruðu þá alvarlega við því að þeir yrðu dregn- ir til ábyrgðar fyrir brot gegn reglu á almannafæri sem rekja mætti til ólöglegrar hvatningar þeirra. Sveitir KGB og Moskvulögreglunnar hafa lýst því yfir að komið verði í veg fyrir mótmælafundinn. Fulltrúar borgarráðs Moskvu, þar sem róttækir umbótasinnar eru í meirihluta, hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingu sovéskra stjórnvalda og segja bannið við • mótmælum, sem gildir fram til 15. apríl, brjóta gegn stjórnarskránni. „Ráðsmenn munu fara í broddi fylkingar og vera í fremstu víglínu ef til átaka kemur,“ sagði Míkhaíl Karpov, talsmaður borgarráðsins. Mótmælafundurinn hefur verið boðaður vegna þess að í dag verður sett fullt.rúaþing Rússlands. Harðlínukommúnistar hafa boðað vantrauststillögu á hendur Jeltsín. Utvarp Rússland sem nýverið tók til starfa undir verndai-væng Jeltsíns auglýsti mótmælafundinn án afláts í gær. Samtökin „Lýðræðislegt Rúss- land“ sögðust vera að undirbúa sjón- varpsáskorun til liðsmanna í öryggis- sveitum um að þeir veittust hvorki að mótmælendum né freistuðu þess að hindra fund þeirra. Fréttastofan TASS sakaði samtökin um valda- ránstilraun og sagði að hugsanlega yrðu settr neyðarlög.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.