Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 30
30
MORtfUNBLAÐIÐ ’PIMMTUDAGUR 218. MARZ Í9Ö1
Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands
sýnir í Borgarleikhúsinu:
- nýtt
leikrit eftir
Kjartan
Ragnarsson
DAMPSKIPIÐ ísland, nýtt leikrit eftir
Kjartan Ragnarsson, er lokaverkefni
fjórða bekkjar Leiklistarskóla Islands
í ár. Höfundurinn er jafnframt leik-
sljóri, en verkið verður frumsýnt á
stóra sviði Borgarleikhússins 7. apríl,
í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur.
Dampskipið Island er annað verkið sem
Kjartan semur fyrir Leiklistarskólann
og leikstýrir jafnframt. Það gerist um
borð í skipi sem kom til landsins eftir
heimsstyrjöldina fyrri. Fólkið um borð
lendir í óvæntu návígi, og ýmis leyndar-
mál koma upp á yfirborðið.
Eins og áður sagði er verkið sýnt á stóra sviði
Borgarleikhússins. Sviðið er nýtt á nýstárleg-
an hátt; því er lokað frá hinum hefðbundna áhorf-
endásal og áhorfendur sitja umhverfis, á hliðar-
og baksviði. Grétar Reynisson er höfundur leik-
myndarinnar, hann hefur áður starfað með Nem-
endaleikhúsinu, og hann hannar einnig búninga
ásamt Stefaníu Adolfsdóttur. Lárus Björnsson
annast lýsingu, og Egill Olafsson tónlistina, en
hann er einnig gestaleikari í sýningunni ásamt
Önnu S. Einarsdóttur og Guðnýju Helgadóttur.
Dampskipið ísland er lokaverkefni nemend-
anna á fjórða ári, en fyrr í vetur hafa þau sett
upp í Lindarb'æ leikritin Dauði Dantons, eftir
Georg Bchner, og Leiksoppa, eftir Craig Lucas.
Nemendurnir eru átta, Þorsteinn Guðmundsson,
Magnús Jónsson, Gunnar Helgason, Halldóra
Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ari Matthías-
son, Þórey Sigþórsdóttir og Ingibjörg Gréta
Gísiadóttir.
I
Morgunblaðið/Einar Ealur