Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 91
%91 ■°%1 Halldór Péturs- son - Minning Fæddur 21. janúar 1926 Dáinn 22. mars 1991 Við, börn hins látna, viljum minn- ast föður okkar, Halldórs Péturs- sonar, í nokkrum oi'ðum. Hann var sonur hjónanna Bjargar Andrés- dóttur og Péturs Halldórssonar, sem fórst af slysförum í Englandi þegar faðir okkar var á þriðja ári. Amma okkar giftist síðar Guðjóni Jónssyni og fluttust þau til Siglu- fjarðar þar sem Guðjón fékk starf sem verkstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins. Eftir að amma og faðir okkar fluttust til Sigluíjarðar vænkaðist hagur þeirra og lífsbaráttan var þeim léttari en verið hafði. Faðir okkar gekk í Gagnfræðaskólann sem þá var staðsettur á kirkjuloft- inu og vissum við að hugur hans stóð til frekari mennta en ekki varð af því þó hann hefði alla burði til þess. Líklega hafa erfið æskuár, -föðurmissir og sjúkdómar í æsku haft áhrif þar á. Sem ungur maður á Siglufirði stundaði hann þá vinnu sem til féll en síðar fór hann til sjós, fyrst á dagróðrarbáta og svo sem háseti og bátsmaður á nýsköpunartogur- unum, Hafliða og Elliða, sem Siglu- ijarðarbær átti og rak. Faðir okkar þótti hörku sjómaður og hlífði sér lítið við sjómannsstörf- in sem oft voru erfið á þessum árum. Hann þótti úrræðagóður og fljótur að leysa þann vanda sem oft kemur upp til sjós og lék flest sem við kom sjómennsku í höndunum á honum. Hann þótti fastur fyrir og ákveðinn en gat auk þess verið mjög skemmtilegur og glettinn maður. Árið 1950 hófu foreldrar okkar sambúð sem varði meðan hann lifði. Móðir okkar heitir Sigríður Júlíus- dóttir. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. En þau eru Jóhann Pétur, f. 1946, Júlíus Einar, f. 1950, Ingibjörg, f. 1952, Rafn, f. 1954, Björg Guðný, f. 1960 og Sigurður, f. 1965. Barnabörnin eru orðin 18 og bamabarnabörnin 2. Við minnumst þess, systkinin, þegar við biðum með móður okkar á öldubijótnum sem þá var kallað- ur, eftir að Eiliði kæmi inn og var það stundum löng bið, en um síðir sá móta fyrir togaranum út við Sigl- unes og var þá tilhlökkunin mikil hjá okkur krökkunum, sérstaklega þegar hann var að koma úr sigl- ingu. Við fengum þá leikföng sem ekki voru algeng hér á landi og útlenskt sælgæti. Enn eina minn- ingu af mörgum eigum við um sjó- mennsku föður okkar, þegar við biðum við gluggann heima á Hverf- isgötu með móður okkar, eftir að pabbi kæmi heim úr dagróðri. Um síðir sáum við hann koma upp göt- una í gráum stakk með fisk í soðið í hendinni og var þá ekki laust við að barnslegt stolt kæmi upp í hug- ann og gleði við að sjá föður sinn. Um 1958 hætti faðir okkar til sjós og fór að vinna hjá Birgi Run- - ólfssyni sem þá sá um vöruflutninga landleiðina til Sigluíjarðar. Á þeim tíma var viss festa komin á í lífi foreldra okkar eftir erfið ár sem fylgdu sjómennsku föður okkar en barnauppeldið hafði hvílt að mestu á herðum móður okkar. Þau höfðu keypt sér íbúð á Laugaveginum, sem var þeirra fyrsta íbúð en höfðu fram að þeim tíma leigt og minnt- umst við gleði og tilhlökkunar að flytja í nýja íbúð. Faðir okkar vann ekki lengi hjá Birgi Runólfssyni .en ákvað að láta smíða fyrir sig trillu, sem hann nefndi Draupnir og gerði út um tíma. En atvinnuleysi og fiskileysi á Siglufirði á þessum tíma var þess valdandi að hann þurfti að selja bátinn. Haustið 1963 fluttu foreldrar okkar frá Siglufirði til Hafnarljarð- ar þar sem þau keyptu sér lítið hús. Faðir okkar hóf þá störf hjá Sænsk-íslenska frystihúsinu þar sem hann sá um uppsetningu á netum og trollum fyrir báta frysti- hússins, en hann var mjög fær maður, bæði í gerð neta og trolla, þó ekki hefði hann neina sérstaka menntun til þess nema reynslu sína af sjómennsku. Gæfan og framtíðin virtist á þessum árum blasa við foreldrum okkar en fljótt skipast veður í lofti. Þegar faðir okkar var um fertugt, varð hann fyrir því áfalli að fá heila- blæðingu. Hann var sendur til Kaupmannahafnar þar sem gerð var aðgerð á honum sem lánaðist. En ekki varð hann sami maður eft- ir það og náði sér aldrei að fullu aftur. Haustið 1975 fluttu foreldrar okkar frá Hafnai'fírði til Keflavíkur þar sem þau hafa átt heima síðan og vann faðir okkar við skrifstofu- störf hjá bænum meðan heilsan entist. Síðustu mánuðina sem hann lifði vissum við að þjáningar hans voru miklar en hann talaði samt ekki mikið um þær. Faðir okkar hneigðist æ meira hin síðari ár til andlegra og trúar- legra málefna og vissu um líf eftir dauðann og er það nokkuð víst að sú trú hefur styrkt hann og gefið honum þann frið sem flestir menn þrá þegar þeir skynja að stundin nálgist. Öllum mönnum er gefinn einhver gáfa eða hæfileiki og fer það eftir hveijum og einum ög umhverfisskil- yrðum hvernig menn þroska og hlúa að þeim hæfileika. Faðir okkar hafði eina slíka gáfu, en það var að mála. Hann var það sem sumir kalla frístundamálari og hafði und- anfarin 30 ár málað þegar tími gafst til. Hann bjó yfir miklum hæfileikum á þessu sviði og hefði e.t.v. náð langt ef skólagöngu hefði notið við en hún varð ekki hlut- skipti hans. Við, börn hins látna, biðjum Guð, sem faðir okkar trúði svo sterkt á hin síðari ár, að styrkja hann á hinu nýja tilverustigi sem hann var sann- færður um að biði hans. Móður okkar, Sigríði Júlíusdóttur, sem alla tíð var honum tryggur lífsförunaut- ur, vinur og styrk stoð í veikindum hans, biðjum við Guð að blessa. Við erum með henni í hjarta okkar. ... Drottinn heyr þú bæn mína og hróp mitt berist fyrir þig. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér, þegar ég er í nauðum staddur; hneig að mér eyra þitt, þegar ég kalla, flýt þér að bænheyra mig... (Úr Sálmunum) Blessuð sé minning föður okkar. Börn hins látna. + Systir okkar, er látin. REBEKKA GUÐMUNDSDÓTTIR, Leifsgötu 10, Rannveig Guðmundsdóttir, Theodór Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS ELÍASSON frá Nesi í Grunnavík, andaðist á heimili sínu Aðalstræti 25, ísafirði, þann 26. mars. Björney Björnsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, KATRÍN FRIÐBJARNARDÓTTIR, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi, andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 24. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Árni Kárason. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA RAGNHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. april kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á Krabba- meinsfélag íslands. Gunnar Heiðdal, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við andlát og utför sam- býlismanns míns, SVAVMUNDAR JÓNSSONAR, frá Skaganesi, Mýrdal, Eyrarvegi 24, Selfossi. Sesselja Þorkelsdóttir. + Elskuleg systir okkar, PETRlNA MAGNÚSDÓTTIR fyrrverandi talsímakona, Birkimel 8, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Borghildur Magnúsdóttir, Guðbrandur Magnússon. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN MAGNÚSSON, Háaleitisbraut 42, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 15.00. Guðrún H. Norðdahl, Valgerður Björnsdóttir, Skarphéðinn Óskarsson, Magnús Björnsson, Ásta Ásdís Sæmundsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BENEDIKTSSON rafvirkjameistari, Háaleitisbraut 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Ólöf Kr. ísfeld, Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, John Duncombe og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA A. H. DANÍELSDÓTTIR, sem lést 21. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 3. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en bent er á Rauða kross íslands. Sigríður Jóhannsdóttir, Sigurður Sigfreðsson, Eggert Sigurðsson, Hólmfríður K. Zóphóníasdóttir, Emil Sævar Gunnarsson, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Danfel Gunnarsson, Erla Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNASSON, Bjarteyjasandi, Hvalfirði, verður jarðsettur frá Hallgrímskirkju, Saurbæ.miðvikudaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörg Guðjónsdóttir. + Ástkær eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍSABET G. KRISTJÁNSDÓTTIR, Lundi, Skagaströnd, lést í Héraðssjúkrahúsinu, Blönduósi, 21. mars. Útförin fer fram í Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 30. mars kl. 14.00. Gunnar Helgason, Kristján Helgi Gunnarsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Eygló Kristín Gunnarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Unnur Ingibjörg Gunnarsdóttir, Vilmar Þór Kristinsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓRPÉTURSSON, Hólmgarði 2a, Keflavík, sem lést á heimili sinu 22. mars sl.’, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameisfélagið. Sigríður Júlíusdóttir, Jóhann Pétur Halldórsson, Ingileif Björnsdóttir, Júlíus Halldórsson, Maria Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Björg Guðný Halldórsdóttir, Sigurður Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.