Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
79
að uppfylla allar óskir fjölskyldu
minnar og vina. Allt þar til ég lenti
sjálfur í vondri kreppu. Ég fór að
líta í kringum mig og sá veruleik-
ann og mínar eigin tilfinningar í
nýju ljósi. Það var mjög sár reynsla
þegar ég var að átta mig á því að
sálarlíf mitt stjórnaðist, að miklu
leyti, af tilfinningum sem komu frá
undirmeðvitundinni. Ég kalla það
stjórntæki ótta.
Ég hélt áfram að reyna að finna
út hvað orðið ást þýddi í raun og
veru og smátt og smátt fann ég
grunninn að mínum eigin sannleika.
Og ég var svo lánsamur að hafa
verið gefinn hæfileikinn til að taka
við óbrengluðum upplýsingum, öðr-
um til hjálpar. Þegar ég áttaði mig
á þessu, fór ég að skilja að sú leið
sem ég hafði til að sýna samferðar-
mönnum mínum kærleika, væri að
leyfa not af mér sem farvegi; far-
vegi frá einni veröld til annarrar.
Minn eigin sannleikur er því ímynd
míns eigin persónleika, afurð já-
kvæðrar hæfni og hæfileikinn til
að horfast í augu við þann ótta úr
fortíðinni sem hindraði mig í að sjá
minn eigin sannleika. Ég hef lært
að skilja hið sanna eðli ástarinnar
og ég leyfi ekki lengur fólki sem
sýnir mér kærleika - og ég því á
móti - að þvinga mig til að gera
það sem ótti þess segir til um.“
Trúarbrögð
Nú fer ekki hjá því að starf miðla
snerti trúna að miklu leyti. Maður
hefur oft heyrt talað um að miðlar
grafi undan kristinni trú, beini fólki
í átt að austurlenskum trúarbrögð-
um sem alls ekki falli að okkar
vestræna hugsunarhætti og kirkjan
virðist vera algerlega á móti allri
leit mannsins að sannleika - alla-
vega hér á landi. Hver er þín af-
staða í þessum efnum?
„í fyrsta lagi, er það ljóst að öll
trúarbrögð og allar kennisetningar
fela í sér mikla fegurð og verð-
mæti, vegna tilgangs þeirra. En
hver sem trúarbrögðin eru og í
hvaða samfélagi sem er, grundvall-
ast þau á því heimspekikerfi sem
samfélagið býr við. Með öðrum orð-
um, afhjúpar gildismat hvers sam-
félags. Én innan ramma allra trúar-
bragða eða samfélaga, er okkur
kennt að það er á okkar eigin
ábyrgð að finna Guð innra með
okkur. Og það eru alls staðar ein-
staklingar sem þurfa á strangri
bókstafstrú að halda og fyrir þeim
er stefna kirkjunnar rétt. En sann-
leikurinn um Guð verður okkur
aðeins ljós þegar við höfum fundið
okkar innri æðri mátt.
Sá Guð sem ég skil, er sá guð
sem talar til mín tungumáli tilfinn-
inganna og vegna kærleikans sem
í því felst, veitir mér möguleika á
að skilja sjálfan mig.
Ef við lítum aðeins á kenningar
Krists, til dæmis í sögunum sem
hann kenndi okkur, sjáum við að
hann segir að það sé á okkar eigin
ábyrgð að skilja Guð innra með
okkur; þegar öllu er á botninn
hvolft, kenndi hann að Guð er alls-
staðar og í öllu.
Ég er sjálfur, smátt og smátt,
að byija að skilja Guð í sjálfum
mér - en ég get ekki svarað fyrir
þær aðferðir sem annað fólk beitir
til að finna sinn Guð, sinn sann-
leika. Ég legg af mörkum það sem
ég kann og vona að það hjálpi öðr-
um til að svara þeim kröfum sem
þeir standa frammi fyrir í þroska-
og sannleiksleit sinni.
Samfélagið og stofnanir þess eru
«1 vegna þess að við höfum þörf
fyrir að hafa allt í föstum skorðum.
Þær geta allar vísað okkur sína leið
til Guðs, en í hnotskurn má segja
að þær endurspegli alltaf - hvort
sem þær eru góðar eða slæmar -
baráttu mannsins til að ná völdum
og þörf hans fyrir að segja: „Ég
hef á réttu að standa.“ Þeir gleyma
- og við gleymum öll - að hina
einu sönnu leið til andans finnum
við aðeins ef við náum að losa okk-
ur við valdagræðgi og athygli - út
á við - en lærum í þess stað að
þekkja vald og möguleika okkar
sanna eðlis.“
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
Sterkur og tæknilegur
nú á frábæru ver&i
Vegna nýrra og hagstæSra samninga við fram-
leioendur FIATAGRI getum viS nú boÖiS hann á
geysilega hagstæöu verði.
FIATAGRI hefur undanfarin ár verið mest selda
dráttarvélin í Evrópu.
FIATAGRI er einstaklega lipur og hannaður meS
notandann í huga, húsið er þægilegt, öruggt og
mjög vel hljóöeinangraS, meÖ stórum gluggum
sem gefa mikla vfirsýn. Sætið er þæailegt me3
örmum og er stiílanlegt eftir (DÖrfum nvers og
eins, stýrio sömuleiðis. Auðveit er að komast
að öllum stjórntækjum sem gerir gæfumuninn
á löngum vinnudegi.
Vökvalyftukerfi FIATAGRI er ótrúlega fjölbreytt,
lipurt og þolir langa og mikla notkun við
erfiSustu skilyrði.
FIATAGRI er einn ódýrasti kosturinn í
V-Evrópskum dráttarvélum því tæknibúnabur
er meiri en í sambærilegum vélum. Til að mynda:
* Bremsur á öllum hjólum..
* "Hiah speed" gírkassi, samhæfður og gírstöng
staosett hægra megin við ökumanninn.
* 40 km. hámarkshraði.
Veltistýri með hæðastillingu.
Vendigír.
*
Hafið samband við sölumenn okkar,
umboðsmenn um land allt.
* Vélar með fjórhjóladrifi
FIATAGRI 70-90 DTC fjórhjóladrifinn 70 hestöfl.
Verð kr. 1.580.000.
FIATAGRI 80-90 DTC fjórhjóladrifinn 80 hestöfl.
Verð kr. 1.650.000.
NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA