Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
Afmæliskveðja:
Jón Múli Amason
Heill og sæll, góði vin!
Var það ekki einmitt um þessi
mánaðamót árið 1946 sem Jónas I
útvarpsstjóri réð þig tii þularstarfa?
Mig minnir það fastlega. Það hefur
þá líklega verið frá 1. degi aprílmán-
aðar, þegar þú varst rétt búinn að
leggja' fyrstu kvartöldina að baki.
Síðan eru liðin 45 ár og nær allan
þann tíma hefur þú lagt Ríkisút-
varpinu til einn sterkasta dráttinn
í andlitsmynd þess. Svo að hér var
ekki um neitt aprílgabb að ræða
árið 1946. I rauninni held ég að
segja megi um Jónas I að hann
hafi verið býsna glúrinn við manna-
ráðningar.
Nú eru reyndar liðin fáein ár síð-
an þú hættir almennum þularstörf-
um, en þó heyrist til þín vikulega í
djassþættinum, og mun okkur
mörgum þykja það mikil bót í máli.
Hérlendis er enginn annar eins
kunnáttumaður og þú um þá tónlist-
argrein, og væri maklegt að þú yrð-
ir sæmdur prófessorsnafnbót út á
þekkingu þína og fræðslu á því sviði.
Svo er ekki lítilsverð þín eigin tón-
sköpun. Þótt hún flokkist undir „hin
léttu lögin“ láta þau yfirleitt svo
þægilega í eyrum, að manni glaðnar
í geði. Þau verða áreiðanlega sung-
in áfram um ókomnar tíðir. Á sviði
Ijóðs og lags (og á leiksviði) hefur
samstarf ykkar bræðranna, Jónasar
og þín, verið sérlega skemmtilegt.
Víst væri margs að minnast'frá
samveru okkar í útvarpinu á fjórða
áratug, en ég rifja ekki neitt af því
upp hér. Frá minni hlið séð brá aldr-
ei neinum skugga á samstarfið, sem
var þó æði mikið samanlagt. Oft
var líka brugðið á glettni í tilsvörum
okkar í milli. Sjálfur ertu húmoristi
af fyrstu gráðu og hefur ekki burð-
ast með fýlupoka um dagana. Hins
vegar getur dottið í þig að beita
stríðni og nokkrum ólíkindalátum,
eins og t.d. þegar einhverjir vilja
stimpla þig sem síðasta stalínistann
á voru landi. Þú kippir þér lítt upp
við slíkt og hefur bara gaman af
að bera í bætifláka fyrir „þann
gamla“.
Þetta minnir mig á að þakka þér
fyrir aðalhlut þinn að því að kynna
mér Garðaríki, þegar þú varst í hlut-
astarfi hjá MIR árið 1964 og settir
saman þriggja manna sendinefnd
þangað austur, svokallaða „menn-
ingarsendinefnd" (ég set gæsaiappir
til vonar og vara). Þá opnaðist sæti
á síðustu stundu að kalla og í það
skelltirðu mér. Ur þessu varð ein
bezta utanlandsreisa mín enda hafði
ég hina ágætustu ferðafélaga.
Minnast má þess að þann hinn sama
dag sem við skoðuðum Kremlarsöfn
var Krústjoff, manninum sem fletti
ofan af Stalín, bolað úr sínum háa
sessi þegjandi og hljóðalaust, þótt
það fréttist raunar ekki opinberlega
fyrr en við vorum komnir til Len-
íngrað daginn eftir. Nú er upp runn-
in önnur öld austur þar serrí fær
vonandi farsæla þróun áfram.
Búið er að leggja niður Varsjár-
bandalagið, og förum við þá ekki
senn að lifa þann dag að NATO
verði úr sögunni og erlent heriið
hypji sig héðan á brott. Það sem
fyrir augu okkar og eyru bar úr
Landsímahúsinu 30. marz 1949
(daginn fyrir afmæli þitt það árið),
þegar vopnlaus smáþjóð lét innlim-
ast í hemaðarbandalag, geymist að
vísu en óþarft er að viðhalda áratug-
um saman þeirri óværu sem af
hlauzt og hefur amað þjóðlífi okkar
fram yfir flest annað og sundrað
þjóðareiningu.
Jón minn góður. Þessi afmælis-
kveðja er lítilfjörleg. Taktu viljann
fyrir verkið. En berðu kveðju konu
þinni og dætrum með ósk um að
við lifum öll þann dag er við getum
um alfijálst höfuð strokið. Látum
svo ekki EB-glýju villa okkur sýn.
Kært kvaddur.
Baldur Pálmason
„Jón Múli les fréttirnar."
Sveitadreng norður í Mývatns-
sveit þótti það ekki lítil upphefð að
eiga til frændskapar að telja við
þá rödd sem allir landsmenn þekktu
úr morgunútvarpi og fréttum ríkis-
útvarpsins. Hins vegar hafði honum
seint komið til hugar að þessi rödd
líkamnaðist frammi fyrir sjónum
hans. Hún var útvarpið sjáíft þar
sem það stóð uppi á skápnum í
baðstofunni og flutti fréttir jafnt
utan úr heimi, frá Súes og Ungveij-
alandi, sem af innlendum vettvangi
eins og í landhelgisdeilunni. Hún
var líka höfuðborgarsólin sem
stundum rann upp á himinhvelið
bak við Esju eða Móskarðshnjúka
þegar léttar öldur gjálfruðu við
Kolbeinshaus eða brotnuðu í fjöru
við Skúlagötuna. Hún tengdi alla
landsmenn, var þeim samastaður í
tilverunni, öryggið sjálft.
En svo er það einn síðsumardag
undir kvöld að inn í eldhúsdyr í
gamla bænum á Grænavatni er allt
í einu kominn ókunnur maður og
hefur ratað inn göngin og hvergi
barið til að gera vart við sig, líkt
og hann hefði skömmu áður brugð-
ið sér út undir vegg. Henni ömmu
minni verður heldur bilt þar sem
hún á engra gesta von en ánægju-
brosið fer ekki af andliti hennar það
kvöld eftir að komumaður segir:
„Ég er Jón Múli.“ Jafnskjótt er
hann heimamaður, kominn að vitja
frænku sinnar og sumardvaiar á
unglingsárum meira en tuttugu
árum áður, segir sögur og leikur á
als oddi. Ekki er hins vegar ör-
grannt um að útvarpið verði ekki
jafn merkilegt og áður eftir að rödd
þess hefur þannig verið svipt dulúð
sinni og holdgerst í þröngum eld-
húsganginum.
Eftir að gesturinn hafði kvatt á
bæjardyratröppunni um kvöldið
með flatbrauðspart í hendinni var
hann ekki lengur bara rödd, heldur
raunverulegur afkomandi Jóns Hin-
ríkssonar og þingeyskur uppruni
hans auk þess staðfestur enn frekar
bæði í Reykjahlíðar- og Skútustaða-
ætt. Og nú fór að heyrast af honum
á öðrum sviðum ásamt Jónasi bróð-
ur sínum. I ljóðum og lögum um
þær mundir senTbisnissmenn vissu
ekkí sitt ijúkandi ráð en vildu fresta
jólunum franuí mars til að geta
grætt meira. Eða þegar ungir elsk-
endur minntust kjarrsins græna
inni í Bolabás og létu sig engu
skipta hvort allra meina bót fengist
við þeirri ókennilegu sýki sem stakk
sér niður á meðal jámhausa og
nefndist deleríum búbónis. Stund-
um fréttist af honum blásandi í
básúnu sína fyrir verkalýðinn og
jafnvel marserandi í einkennisbún-
ingi í kröfugöngum á fyrsta maí.
Stundum var hann hins vegar á
hann minnst í sambandi við sveiflu
og amerískan djass og jafnvel gekk
hann svo langt að láta mynda sig
með rámum og raddlitlum negra
sem hét Armstrong rétt eins og
súgþurrkunarmótorarnir sem á
þeim árum slógu taktinn í sumar-
sinfóníunni á flestum bæjum í Mý-
vatnssveit og áttu það til að springa
í marga parta.
Engu af þessu var unnt að koma
heim og saman við gamalgróna
þingeyska bændamenningu, en eigi
að síður féll maðurinn ekki í áliti á
þeim slóðum, og var þó ekki allt
talið. Maður að nafni Stalín hafði
ríkt austur í Rússíá, var að vísu
löngu horfínn úr heiminum en fór
hríðversnandi eftir því sem lengra
leið frá láti hans. Kepptust þannig
flestir við að rífa hár sitt og klæði
og afneita persónunni og hlutu að
launum vegtyllur ýmsar og upphefð
ásamt fyrirgefningu syndanna. En
einn var sá sem aldrei baðst afsök-
unar á tilveru sinni og skoðunum
fyrr og síðar og átti það meira að
segja til að rífa kjaft og réttlæta
þær í moldviðri fjölmiðla. Auk þess
hafði sá hinn sami verið settur inn
eftir að hafa mótmælt á Austur-
velli að íslendingar væru vélaðir inn
í hernaðarbandalag til að tryggja
hér ævinleg hersetu og dæmdur í
framhaldi af því til missis almennra
mannréttinda. Þótt kommúnismi og
uppsteyt gegn landsins réttskikkuð-
um yfírvöldum væru almennt ekki
talið til fyrirmyndar leyfðist Jóni
Múla slíkt án þess að missa traúst
þingeyskra frænda sinna, enda arf-
ur hvers kyns uppivöðslusemi sterk-
ur á þeim slóðum eins og átti eftir
að koma í ljós síðar. Minning for-
feðranna spillti ekki heldur fyrir og
þar var nafn afa hans eitt af þeim
stóru, hvort heldur var fyrir róttæk-
ar kröfur á sinni tíð eða annálaðan
glæsileika sem marka má af sög-
unni um hinn sanna aristókrat og
séntilmann, sem sýndur var íslend-
ingi í enskum klúbbi en reyndist
vera Jón í Múla.
Á fundum herstöðvaandstæðinga
og sósíalista þótti það löngum við
hæfí að ekki færi annar með fund-
arstjóm en Jón Múli, enda maðurinn
öðrum fremri á því sviði, ekki síst
þegar safna þurfti sjóðum í rauðar
fötur. Reyndust þá ýmsir ekki fast-
heldnir á síðasta þúsundkall ekkj-
unnar þegar hugsjónin krafðist
hans með alkunnri rödd sem hver
og einn fann snerta við samvisku
sinni. Þó minnist ég best er ég ein-
hveiju sinni sótti hann í bíl til ein-
hvers fundar, en hann mun þá hafa
saknað hraðfants síns, að það var
ekki fundarefnið sem við ræddum.
Nei, allan tímann sagði hann mér
sögur af helvítinu honum Skála-
glam, sem hann taldi útspekúlerað-
astan hesta og hafði kynnst á þeim
ámm þegar hann fór með hey-
bandslestir heim af Grænavatns-
engjum.
A sjötugsafmælinu á páskadag
óska ég Jóni Múla langrar upprisu
í þessu lífí við góða heilsu og flyt
honum kveðjur allra Grænvetninga.
Erlingur Sigurðarson
frá Grænavatni.
Ég er þekktur fyrir að vera ein-
faldur sakleysingi, sem þykist
kunna skil á flestum hlutum. Á
menntaskólaárunum, þegar ég var
í fimmta bekk, stóðum við nokkrir
félagar af og til fyrir tónlistarkynn-
ingu. Þá voru fengnir valinkunnir
menn til þess að fjalla um og leika
tónlist fyrir nemendur. Á þessum
árum var Atli Heimir Sveinsson
tónmenntakennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík þar sem ég stund-
aði nám, og héldum við tónlistar-
kynningarnar í íþöku. Þar voru
frábær hljómflutningstæki og að-
staða til hlustunar hin besta. Við,
þessir þrír, sem stóðum að tónlist-
arkvöldunum, vorum einu sinni sem
oftar að velta fyrir okkur næsta
tónlistarkvöldi. Það stakk einn okk-
ar upp á því að fá Jón Múla til
þess að halda djasskvöld og fjalla
um Louis Armstrong, en ég, hr.
Alvitur, fullyrti að Louis hefði orð-
ið sjötugur fyrr um veturinn. Mér
var falið að hringja í Jón og biðja
hann að kynna Louis í tilefni sjö-
tugsafmælisins. í frímínútunum
einn morguninn hringdi ég til hans
og bar upp erindið. Jón Múli sagði
það að Louis hefði orðið sjötugur
í hitteðfyrrra og það væri marg-
búið að fjalla um hann á þessum
forsendum. Ég varð eins og illa
gerður hlutur, spurði hvort einhver
annar stórsveiflumeistari, t.d. Duke
Ellington, væri ekki nýlega orðinn
sjötugur. Jón Múli hló, og sagði
að það yrði ekki fyrr en á næsta
ári, og samtalið varð ekki lengra.
Ég fór á fund félaga minna, og
missti titilinn „Hr. Alvitur" hvað
tónlist varðaði.
Þetta voru ein fyrstu kynni mín
af Jóni Múla, sem verður sjötugur
á páskadag, 31. þ.m. Seinna meir
áttu kynnin eftir að verða meiri og
nánari.
Jón Muli hóf störf hjá Ríkisút-
varpinu á miðjum fimmta áratugn-
um, vann meðal annars á frétta-
stofunni aðstoðaði Þorstein Ö. á
leiklistardeildinni, en langþekktast-
ur mun hann vera fyrir morgunút-
varpið, en hann átti hugmyndina
að því. Jafnframt þessu haslaði
hann sér völl sem einn besti laga-
höfundur landsins og átti þátt í að
semja söngleiki með Jónasi bróður
sínum og Stefáni Jónssyni frétta-
manni. Það er fýrst og fremst
morgunútvarpið sem mig langar til
að rabba um hér.
Það var árið 1961 eða 2 sem ég
heyrði talað um að nú ætti að byija
að útvarpa klukkan 7, en útvarpið
hafði alltaf byijað klukkan 8 með
morgunbæn. Þá var ég nemandi í
Blindraskólanum í Reykjavík og
þar bjó einnig mikið af gömlu fólki,
sem vann hjá Blindravinafélagi ís-
lands, en það starfrækti einnig
Blindraskólann. Það sagði að
spennandi yrði að vita hvernig
strákurinn hans Áma frá Múla
myndi klára sig frá þessu, þar sem
hann væri lífsglaður og léttlyndur
með afbrigðum. Ég var þá á 10.
ári og vitið ekki meira en guð gaf.
En það bar til með undarlegum
hætti að ég heyrði fyrsta morgun-
útvarpið hans Jóns Múla. Þannig
var að nokkrum dögum áður kvikn-
aði í einu herbergi í húsinu þar sem
ég bjó. Ég hafði ekki hugmynd um
þetta fyrr en aldraður tvíburabróð-
ir minn, þá bráðungur, vaknaði
með ákafan hlustarverk, og ég fór
að leita hjálpar. Þá var mér sagt
hvað gerst hafði fyrr um nóttina.
Ég varð ofsalega hræddur og fékk
óteljandi martraðir næstu nætur.
Foreldrar mínir höfðu gefíð mér
lítið útvarpstæki sem stóð á nátt-
borðinu og það kom fyrir að ég
sofnaði út frá því á kvöldin. Svo
var það eina nóttina að ég vaknaði
og heyrði snark og bresti einhvers
staðar. Ég lá í einu svitabaði og
fannst að eldurinn myndi þá og
þegar gleypa mig, og enginn
mamma eða pabbi til að kalla í.
Svona leið nóttin, og ég svitnaði
meir og meri. Allt í einu hætti
snarkið og gamla, góða útvarps-
klukkan sló 7 högg, einu höggi
færra en venjulega. Ég hrökk í kút
og sperrti eyrun. Það heyrðist mild
og frekar dimm karlmannsrödd
sem sagði: „Útvarp Reykjavík, Út-
varp Reykjavík, Ríkisútvarpið býð-
ur góðan dag og verið velkomin á
fætur.“ Síðan voru sagðar veður-
fréttir og þá kom röddin aftur og
sagði að þulur í morgunútvarpi
væri Jón Muli Árnason. Þá lagði
Jón út af veðurspánni og veðurlýs-
ingunni og fór að spjalla um heima
og geima, hvað hefði borið fyrir
augun, þegar hann fór ofan úr
Þingholtunum. Hann lýsti flugi
fugla og sá einmana máf á sveimi,
rakst á einn og einn götusópara
eða árrisulan vegfaranda á leið í
vinnuna og lýsti því stöku sinnum
hvað ein og ein önd eða andapar
hefðist að á Tjörninni. Það gaf
hann ákaflega skemmtilega lýsingu
á umhverfí og náttúrufari. Svo lýsti
han sólarupprás eða sagði frá því
hvenær sólin kæmi upp, og hvernig
hafíð, einstaka hús eða fyöll speg-
luðust í skini morgunsólarinnar.
Þessi almenna náttúrulýsing var
svo raunveruleg, að við, sem sáum
ekki of vel, nutum hennar til hins
ýtrasta ásamt öðrum landslýð.
(Seinna kom einhver vitringur úr
Útvarpsráði, sennilega einhver veð-
urfræðingur, með þá staðhæfingu
að þetta væri bæði óvísindalegt og
leiðinlegt.) Eftir þessa byijun leiddi
hann spjallið inn í kynningu á
fyrsta laginu, svo að þetta small
allt saman og varð ein heild. Þá
voru dagskrárkynningar Jóns Múla
fastur liður í morgunútvarpi. Hann
las alla dagskrána, tók einn dag-
skrárliðinn fyrir og tengdi hann
næsta lagi á eftir.
Ég var einn þeirra mörgu, sem
urðu miklir aðdáendur Jóns Múla,
og mátti vart missa af morgunút-
varpinu. Jón valdi allrahanda tón-
list, sígild verk og léttmeti, sönglög
og svo auðvitað djass, en um hann
er Jón allra manna fróðastur. Jón
Muli spjallaði og fræddi hlustendur
um þá sem voru á viðkomandi
hljómplötum, og svo var hann
manna fyrstur til að kynna nýja
tónlist sem barst inn á tónlistar-
deildina eða einhver gaukaði að
honum. Þess má geta að undirritað-
ur kom stundum með hljómplötur
frá sjálfum sér þegar hann fór
seinna að vinna fyrir Ríkisútvarpið.
Eftir því sem árin liðu, tók ég
eftir því að Jón Múli mótaði að
miklu leyti tónlistarsmekk minn,
og margt af því sem ég veit um
tónlist er komið beint frá honum.
Stundum kom fyrir að Jón mætti
ekki í morgunútvarpið vegna veik-
inda eða annarra orsaka. Þá hlupu
ýmsir í skarðið og allt var ómögu-
legt. Það fór því fagnaðarbylgja
um mig þegar hann mætti aftur
til leiks, og svo hefur líklega verið
um fleiri, því að Jón Múli var í
augum margra hlustenda náinn
heimilisvinur, svolítið brokkgengur
á köflum, en honum fyrirgafst flest.
Stundum urðu ýmsar uppákom-
ur í morgunútvarpinu. Ég man einu
sinni eftir því að Pétur Sveinbjarn-
arson, sem þá var framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, var með fasta
þætti í útvarpinu, strax eftir veður-
fréttimar, korter yfir átta. Eins og
margir muna, var þularstofan uppi
á sjöttu hæð á Skúlagötu 4, þar
sem Ríkisútvarpið var til húsa. Einu
sinni kom Pétur móður og másandi
að hljóðnemanum, bauð góðan dag
og náði vart andanum fyrir mæði.
Hann byijaði þáttinn sinn og kall-
aði svo: „Jón, ég get þetta ekki.“
Þá kom Jón Múli og bað hlustendur
afsökunar, en útvarpslyftan hefði
bilað og Pétur væri nýbúinn að
hlaupa upp 120 tröppur, og það
væri svo sem ekkert verra að vera
tímanlega í því. Á meðan Pétur
væri að kasta mæðinni skyldum
við hlusta á Elddansinn eftir De-
falla. Elddansinum lauk og Pétur
flutti umferðarþáttinn sinn eins og
hann var vanur.
Jón Múli var mikið á milli tann-
anna á fólki, og margt var sagt
um hann, til dæmis að hann væri
mikill kvennamaður, og nokkuð
ölkær. Það var einu sinni, rétt fyr-
ir hálf níu árið 1967, að Jón var
að leika eitthvert lag af hljómplötu,
og svo heyrðust skruðningar og það
varð þögn. Þá kom Jón að hljóð-
nemanum og bað hlustendur afsök-
unar á þessári truflun ,sem væri
ekki vegna bilunar, heldur vegna
þess að þulur hefði verið að athuga
um grammófónnálina, þumalfing-
urinn farið í kross og rekist í arm-
inn með áðurgreindum afleiðing-
um. Svo bætti Jón við: „En það fer
yfirleitt ekki vel þegar Bakkus er
með í ráðum.“ Mér varð mjög und-
arlega við og fyrirgaf honum sam-
stundis.
Þegar ég hóf störf hjá Ríkisút-
varpinu árið 1973, af því að æðri
máttarvöld ákváðu eldgos á Heima-
ey, kynntist ég Jóni Múla. Við átt-
um skap saman og höfðum mjög
svipaðan tónlistarsmekk. Jón var
eins og alfræðiorðabók um tónlist
og benti mér á margt sem komið
gæti að góðu gagni í dagskrárgerð.
Það er draumur flestra að allt
sem vel er gert muni vara að ei-
lífu. Ég gat ekki hugsað mér tilver-
una án morgunútvarpsins og Jóns
Múla. Þegar stjómendur Ríkisút-
varpsins ákváðu með litlum fyrir-
vara að breyta um stefnu í morgun-
útvarpinu, í lok 8. áratugarins, og
að Jón Múli skyldi verða þar eins
og hver annar þulur, raskaðist
svefnró mín og ég varð morgunlat-
ur með afbrigðum. Að mínu mati
voru þetta ein verstu mistök sem
stjórnendur Ríkisútvarpsins gerðu
á þeim tíma. Morgunútvarpið hans
Jóns Múla var stórkostlegt lista-
verk sem hefði mátt vara miklu
lengur, en svona er nú það.
Jón Múli hefur, með morgunút-
varpinu, haft ómæld áhrif á flesta
þá sem sjá um tónlistarkynningar
í útvarpinu. Margir hafa reynt að