Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 69
teer sa/.m .82 ajjOAtrjTMMH ai«AJavinjoHOM_ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 69 Er mönnum alvara með að efla innlenda dagskrárgerð? eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur Mjög kreppir nú að í íslenskri kvikmyndagerð og raunar má segja að hún sé ekki einungis stöðnuð heldur fari greininni aftur í mörgu tilliti. Lögbundnir telqustofnar áttu að skila Kvikmjmdasjóði 95 milljón- um á þessu ári, af þeim fékk úthlut- unamefnd 57,5 milljónir til ráðstöf- unar. Margt hefur verið rætt og rit- að um brýna nauðsyn þess að efla Kvikmyndasjóð. Hér verður ekki sérstaklega fjallað um málefni sjóðs- ins, heldur er ætlunin að gera fram- tíðarstefnumörkun kvikmyndamála á íslandi að umræðuefni, einkum nauðsyn þess að fótunum verði kom- ið undir samfelldan kvikmyndaiðnað í landinu. Fyrst verður farið nokkr- um almennum orðum um stöðu greinarinnar. Sjónvarpsmyndagerð er undirstaðaiðnaðarins Segja má að kvikmyndir skiptist í tvo flokka, annarsvegar leiknar myndir sem eru í fullri lengd og ætlaðar til sýninga í kvikmyndahús- um, hinsvegar allar aðrar gerðir kvikmynda - heimildarmyndir, stuttar leiknar myndir, sjónvarps- leikrit, o.s.frv. — sem eiga það eitt sameiginlegt að vera ætlaðar til sýn- inga í sjónvarpi. Hvarvetna í heiminum vinnur all- ur þorri kvikmyndagerðarmanna við framleiðslu myndefnis fyrir sjón- varp. Svo er einnig hér. Islendingar framleiða einungis eina til þijár bíó- myndir á ári og veita þær hlutfalls- lega fáum atvinnu og þá aðeins yfir blásumarið. Hvað íslenskar bíómyndir snertir þá byggjast þær á styrkjum úr Kvik- myndasjóði, á erlendu fjármagni og á íslenskum bíóhúsagestum. Sjálf- stæðir framleiðendur sjónvarpsefnis hafa engan slíkan grundvöll — þeir eiga ekki greiðan aðgang að neinum sjóðum og það sem verra er, þeir hafa enga markaði fyrir afurðir sín- ar sem talandi er um. íslensku sjón- varpsstöðvamar hafa aldrei haft efni á því að kaupa íslenskt dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum í neinum mæli. Kyrkingurinn í framleiðslu sjón- varpsefnis hefur haft þær afleiðing- ar í för með sér að hér hefur ekki myndast eðlilegur jarðvegur fyrir kvikmyndagerð, hvorki í listrænu né verklegu tilliti. Metnaðarfull ís- lensk framleiðsla sem ætluð er til útflutnings verður að byggja á iðn- aði sem er stöðugur og veitir mennt- uðu hæfileikafólki tækifæri og þjálf- un — hvort sem um er að ræða nýgræðinga eða reynda kvikmynda- gerðarmenn. Það er hagkvæmt að efla sjálf- stæð framleiðslufyrirtæki: Tíu stutt- ar myndir má gera fyrir verð einnar bíómyndar; tíu stuttar myndir veita mun fleira menntuðu fólki þjálfun og dýrmæta reynslu en ein bíómynd; tíu stuttar myndir eru fyrirferðar- meiri í vinnslu en ein bíómynd, þær dreifast ennfremur jafnar yfir árið og efla þannig iðnaðinn í landinu. Menningarlegur ávinningur yrði ótv- íræður vegna þess að innlent dag- skrárefni myndi aukast að miklum mun. íslenskar bíómjmdir eru gerðar af útlendingum í sívaxandimæli Kreppan í íslenskum kvikmynda- iðnaði hefur komið mun harðar niður á kvikmyndagerðarmönnum en kvik- myndaleikstjórum. Einkum á lykil- tæknimönnum: Kvikmyndatöku- mönnum, hljóðmönnum og klippur- um. Á undanförnum árum hafa út- lendingar undantekningalítið haft þessi störf með höndum í íslenskum bíómyndum. Ein ástæða þess er sú að erlendir fjármögnunaraðilar eru ekki ginnkeyptir fyrir því að ráðnir séu menn sem hafa litla reynslu og ekki hafa getið sér nafn. Á íslandi eru samkeppnishæfir kvikmynda- tökumenn teljandi á fingrum annarr- ar handar og þeim fer ekki fjölg- andi. Það er nánast óhugsandi að þeir íslendingar sem menntað hafa sig í þessum greinum á undanförn- um árum fái nokkurntímann lykil- störf í íslenskri bíómynd. Það er ijóst að þessari þróun verð- ur ekki snúið við í einu vetfangi. Hinsvegar er mjög brýnt að huga að því hvemig hægt er að hrinda af stað stórfelldu atvinnuþróunará- taki í kvikmyndagerð. Framtíð kvik- myndagerðar á Islandi veltur á því að grunniðnaðurinn sé efldur, að fjármagni sé veitt inn í greinina og markaðir tryggðir. Eins og málum er nú háttað gæti Menningarsjóður útvarpsstöðva gegnt þýðingarmiklu hlutverki í að renna stoðunum undir þennan iðnað. Menningarsjóður útvarps- stöðva er tilgangslaus í núverandimyndsinni í Menningarsjóð útvarpsstöðva rennur sérstakt gjald sem lagt er á allar auglýsingar í útvarpsstöðvum (sjónvarpi og hljóðvarpi). Á síðasta ári áttu u.þ.b. 80 milljónir að renna til sjóðsins. Á honum liggur sú kvöð að standa að nokkru leyti undir rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar og nam sú fjárhæð a.m.k. 40 milljónum á síðasta ári. Tilgangur Menningar- sjóðs útvarpsstöðva er sá að efla innlenda dagskrárgerð og eru fram- lög einvörðungu veitt sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvunum sjálfum. Sjóð- urinn hefur veitt auknu fjármagni inn í innlenda dagskrárgerð og er það vel. Um leið gegnir hann því hlutverki að færa fjármagn milli stöðvanna, þ.e. peningar sem verða til í einni stöð kunna að lenda í verk- efnum hjá einhverri annarri. Erfítt er að sjá hvaða tilangi þetta á að þjóna. Þetta er óréttmætt gagnvart stöðvunum enda hefur gengið með afbrigðum illa að innheimta þessa peninga. Áður en Iengra er haldið er vert að geta þess að ég leiði hjá mér hlut hljóðvarpsstöðvanna í Menning- arsjóði útvarpsstöðva. Efling inn- lends dagskrárefnis í hljóðvarpi fell- ur utan ramma þessarar greinar og þarf að fjalla um það sérstaklega. Framlög úr Menningar- sjóðnum gætu laðað erlent fjármagn inn í íslenskan kvikmyndaiðnað Ef Menningarsjóður útvarps- stöðva yrði leystur undan þeirri kvöð að standa undir rekstri Sinfóníu- hljómsveitarinnar og reglugerð hans breytt á þann veg að framlög skuli einvörðungu veitt kvikmyndafram- leiðslufyrirtækjum skapaðist fjár- hagsgrundvöllur að stöðugum kvik- myndaiðnaði í landinu. Ávinningur- inn af þessum breytingum á reglu- gerð felst ekki síst í því að framlög- in yrðu mun notadrýgri í höndunum á sjálfstæðum framleiðslufyrirtækj- um en stofnunum: Hver milljón sem sjóðurinn leggur fram gæti laðað eina eða tvær milljónír eriendis frá, t.d. frá sjónvarpsstöðvum eða menn- ingarsjóðum. Islendingar hafa nú aðgang að Eurimages og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Báðir þessir sjóðir styrkja gerð stutt- mynda og sjónvarpsefnis og báðir gera það að kröfu sinni að sjálfstæð- ir framleiðendur sæki um framlög en ekki stofnanir. íslenskir framleið- endur sjónvarpsefnis hafa lítið getað sótt til þessara sjóða vegna þess að þeir hafa ekkert fjármagn getað lagt til sjálfir. Menningarsjóður útvarps- stöðva gæti orðið sá hlekkur sem vantar í þessa keðju. Ef stjómvöld gera ennfremur al- vöm úr því að breyta skattalögunum og veittu .þeim fyrirtælqum veraleg- ar skattaívilnanir sem leggja fé í kvikmyndagerð (og aðra liststarf- semi). bættist annar dýrmætur hlekkur við. Samanlagt gæti Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva, erlendir aðilar og íslensk fýrirtæki veitt stór- auknu fjármagni inn í íslenskan kvikmyndaiðnað. Þessi framleiðsla myndi öll skila sér til íslensku sjón- varpsstöðvanna og yki hlut innlends dagskrárefnis veralega. í þessu sam- bandi myndu framlög úr Menningar- sjóðnum skoðast sem greiðsla sjón- varpsstöðvanna fyrir sýningarrétt efnis í íslensku sjónvarpi. Tækjabúnaður og mannafli ríkissjónvarpsins er fullnýttur Ef marka má stjómmálamenn, er það höfuðnauðsyn íslenskri menn- ingu að innlend dagskrárgerð verði aukin að miklum mun. Ríkissjón- varpið hefur yfir nægilegum mann- afla og tækjabúnaði að ráða til þess að anna innlendri dagskrárgerð eins og hún er nú, en þó tæplega það. Ef svo ólíklega vildi til að sjónvarp- inu yrði gert að stórauka dagskrár- gerð eða herða gæðakröfur þyrfti að stækka húsnæðið, auka við mann- afla og bæta við tækjakosti. Með vísun í það sem hér er sagt að fram- an hlýtur að vera hyggilegra og hagkvæmara á alla lund að velta hluta framleiðslunnar yfir á sjálf- stæð framleiðslufyrirtæki. Kvíkmyndaiðnaðinn verður að selja í evrópskt samhengi Það er lýðum ljóst að markaðurinn á íslandi er of lítill til þess að kvik- myndagerð geti borið sig. Erlendir markaðir gera kröfur úm gæði. Is- lenskir kvikmyndaleikstjórar hafa þegar sannað að þeir geta risið und: ir þéim kröfum — það sýnir sókn íslenskra kvikmynda inn á evrópska markaði á undanfömum áram. Inn- lend dagskrárgerð — og þar á ég við metnaðarfulla listræna fram- leiðslu — réttir aldrei úr kútnum fyrr en henni er gert að búa við svipaðar gæðakröfur. Ef búa á greininni lífvænleg skilyrði, þ.e. tryggja lágmarks íjármagn og veita aðgang að mörkuðum, þarf að renna fleiri stoðum undir þennan iðnað. Kvikmyndagerð er flóknari og yfir- gripsmeiri atvinnuvegur en svo að hún geti alfarið verið á könnu einn: ar stofnunar á borð við Kvikmynda- sjóð. Menningarsjóður útvarps- stöðva hefur þann kost að hann er þegar fyrir hendi. Engin ástæða er til annars en að virkja þann sjóð betur en gert hefur verið. í stað þess að líta á kvikmyndir sem óhemju dýra listgrein sem Is- lendingar hafí í rauninni alls ekki efni á, mættu ráðamenn þjóðarinnar Anna Th. Rögnvaldsdóttir „í stað þess að líta á kvikmyndir sem óhemju dýra listgrein sem íslendingar hafi í rauninni alls ekki efni á, mættu ráðamenn þjóðarinnar hafa í huga að kvikmyndagerð er vænlegt iðnþróunar- verkefni.“ hafa í huga að kvikmyndagerð er vænlegt iðnþróunarverkefni. Kvik- myndaiðnaður hefur að vísu sérstöðu vegna þess að hann verður alltaf háður opinbera, eða hálf-opinbera, fjármagni. Hinsvegar hefur marg- sinnis verið á það bent og verður ekki tíundað hér,'að þau fjárframlög skila sér aftur í einni eða annarri mynd. Önnur sérstaða kvikmynda- gerðar er sú að erlendis er gnótt markaða og fjölgar þeim fremur en hitt. Það sama verður ekki sagt um margar aðrar útflutningsvörur okk- ar. Kvikmyndagerð er menninga- riðnaður og mikið veltur á að ráða- menn átti sig á eðli þessarar grein- ar. Sókn kvikmynda inn á erlenda markaði sýnir að varðveisla íslenskr- ar tungu og menningar felst ekki einvörðungu í þvi að gripa til vama- raðgerða gegn eriendum áhriftim. Höfundurer kvikmyndagerðarmaður. Villandi málflutningur um Óperuna Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn íslensku óperunnar: Að undanförnu hafa nokkrir fé- lagar Óperasmiðjunnar ítrekað gef- ið út yfirlýsingar í ijölmiðlum þar sem þeir hafa haft í frammi gagn- rýni á starfsemi íslensku óperunn- ar. Málflutningur þeirra hefur ýmist verið byggður á misskilningi eða einkennst af ósanngirni eins og fram kemur hér að neðan. Engir samningar gerðir Einn helsti þáttur gagnrýninnar hefur verið staðhæfing félaganna um að íslenska óperan hafí svikið samninga um að leigja Óperusmiðj- unni hús sitt. Þessar alvarlegu ásak- anir eru tilhæfulausar með öllu og með ólíkindum að þær skuli bornar fram án nokkurra gagna þeim til staðfestingar. Hið rétta er að það voru engir samningar sviknir, — af þeirri einföldu ástæðu að engir samningar höfðu verið gerðir. í byrjun árs óskaði Óperusmiðjan eftir afnotum af húsi Óperannar fyrir sýningar sínar. Stjórn Óper- unnar fjallaði um málið um miðjan janúar og tók því vinsamlega. Þá var verið að ræða um leigu ópera- hússins fyrri hluta marsmánaðar. Ljóst var að sýningar á óperanni Rigoletto myndu liggja niðri á þess- um tíma og að óperahúsið yrði ekki upptekið fyrir aðra starfsemi. Stjórninni þótti því meira en sjálf- sagt að lána húsið undir sýningar Óperusmiðjunnar, enda hefur það verið notað undir ýmiss konar tón- listarstarfsemi í ríkum mæli um langt árabil eins og tónlistaráhuga- fólki er vel kunnugt um. Síðar kom á daginn að Óperusmiðjan yrði ekki tilbúin með sýningu sina á tilteknum tíma og að sá tími, sem nú var ósk- að eftir, myndi rekast á sýningar- tíma Óperunnar á Rigoletto. Málið féll því sjálfkrafa niður. Styrktarfélag íslensku óperunnar Starf íslensku óperunnar ein- kennist'ekki af neinni klíkustarfsemi eins og félagarnir hafa geflð í skyn. Stjórn hennar er kjörin með lýðræð- islegum hætti á aðalfundi Styrktar- félags íslensku óperunnar, en nú eru um 1.100 félagar skráðir í því. Þetta fjölmenna félag er með æðsta vald í öllum málefnum íslensku ópe- runnar og þar með ráðstöfun dánar- gjafar Helgu og Sigurliða Kristjáns- sonar, sem gefín var Islensku ópe- runni fyrir tólf árum. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum þess og er það því eðlileg- ur vettvangur fyrir umræður um mál Óperunnar. Miðstöð tónlistar Hús íslensku óperannar hefur frá upphafi verið opið öllum flytjendum klassískrar tónlistar, sem hafa greitt mjög væga leigu fyrir, leigu sem oft á tíðum hefur ekki staðið undir kostnaði. Hinn mikli fjöldi tónleika, sem haldinn er í húsinu ár hvert, ber vitni um þetta. Þótt Óperan áskilji sér rétt til þess að láta sínar eigin sýningar ganga fyrir, gefur það fráleitt tilefni til gagnrýni. Óperusmiðjan hefur aðeins starf- að í eitt ár og fyrirhuguð Mozartsýn- ing hefði orðið annað verkefni henn- ar. Forsvarsmenn hennar hafa aldr- ei áður beðið um afnot af húsi Ópe- rannar og ekki hefur verið um neins konar árekstra að ræða á milli þess- ara aðila. Val söngvara Sumir félagar Óperasmiðjunnar hafa starfað fyrir íslensku óperuna og komið fram í sýningum hennar, en aðrir ekki. Það hlýtur alltaf að vera vandasamt að velja þá söngv- ara, sem erindi eiga upp á ópera- svið. Það val hefur ýmist verið gert með áheymarsöng eða með því að fylgjast með tónleikum íslenskra söngvara. Segja má að nú sé venju fremur langt síðan áheymarsöngur fór síðast fram í íslensku óperunni, enda stendur hann nú fyrir dyram. Á sviði íslensku óperunnar hafa mjög margir íslenskir söngvarar fengið tækifæri. Þeir sem best hafa staðið sighafa fengið stærri og fleiri tækifæri. Samtals munu tæplega 80 íslenskir söngvarar hafa komið fram í sýningum Óperunnar, þar af um 50, sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref á óperusviðinu. Af þeim hópi era nú 8 söngvarar starf- andi erlendis. Þetta segir væntan- lega allt sem segja þarf um þessi mál. Rétt er að geta þess, að íslenska óperan er ekki eini aðilinn, sem vel- ur söngvara til þátttöku í flutningi tónsmíða. Það gerir Sinfóníuhljóm- sveit íslands einnig og era aðferðir ráðamanna þar ekki verulega frá- bragðnar aðferðum stjórnenda Ópe- rannar. Á báðum stöðum virðast menn komast að svipuðum niður- stöðum um það hvaða söngvarar séu líklegastir til að standa undir þeim listrænu kröfum, sem gera þarf til þeirra. Listræn gæði Hlutverk íslensku óperunnar er ekki eingöngu það að gefa íslensk- um söngvurum tækifæri, heldur einnig að halda ákveðnum listræn- um gæðum á sýningum sínum. Þvi verður hveiju sinni að velja þá söngvara, sem .best tryggja þau gæði. Starfsemi íslensku óperannar verður best dæmd út frá því hversu vel tekst til að þessu leytinu. Eftir viðbrögðum almennings og fjöl- miðlagagnrýnenda á undanfömum árum virðist það hafa tekist býsna vel. Starfsemi íslensku óperannar er ekki hafin yfir gagnrýni, en hún þarf þó að vera málefnaleg og byggð á sanngirni. Nú í vetur hefur Is- lenska óperan barist fýrir fjárhags- legri framtíð sinni. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Hin ósann- gjarna gagnrýni félaga Óperasmiðj- unnar gæti hugsanlega valdið Ópe- runni verulegum skaða í þessu til- liti. Spyrja má hvort það sé það, sem vaki fyrir þeim félögunum, og hvort þau telji að það verði þá óperalist- inni í landinu til framdráttar. Stjórn íslensku óperunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.