Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 85
Tívolí í
Hveragerði
opnað
TÍVOLÍIÐ í Hveragerði verður
opnað aftur á skírdag. í fréttatil-
kynningu segir að það verði opið
alla daga kl. 13-19 og allar helg-
ar í apríl. Frá 1. maí nk. er opið
daglega frá kl. 13-20 til septemb-
er nk. og síðan aðeins um helgar.
Þá segir að kynntar verði ýmsar
nýjungar, m.a. hryllingsbúðin,
mínígolf, speglasalur er endurbætt-
ur og nýjar þrautir komnar í skot-
bökkum, ný tívolítæki, nýjungar í
veitingum og nýjar skreytingar.
Hveraportið, sem er markaðstorg
fyrir notað og nýtt, verður alla
sunnudaga í sumar, í fyrsta sinn
5. maí nk.
Að lokum segir að miðaverð sé
óbreytt frá síðasta ári. Rekstrarað-
ili að Tívolíinu er Ólafur Ragnars-
son hrl.
Hafnarfj örður:
Björgvin Sig-
urgeir sýnir
í Hafnarborg
BJÖRGVIN Sigurgeir Haralds-
son listmálari heldur málverka-
sýningu í Hafnarborg, Strand-
götu 34 í Hafnarfirði, dagana 23.
mars til 14. apríl. Þetta er fjórða
einkasýning Björgvins en hann
sýndi síðast á Kjarvalsstöðum
fyrir fimm árum.
Myndirnar á sýningunni eru allar
unnar í akrýl og eru þær elstu frá
árinu 1987. Björgvin stundaði nám
■við Handíða- og myndlistaskóla ís-
lands 1958 til 1960, Myndlistaskól-
ann í Reykjavík 1959 tii 1961,
Staatiiche Hochschule fiir bildende
Kiinste Hamburg 1961 og 1962,
Statens Hándverks- og kunstind-
ustriskolen og Statens læreskole i
forming Oslo 1970 til 1971. Björg-
vin hefur verið kennari við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands frá
1971.
, Bústaðakirkja:
Mozart-tón-
leikum frestað
Úrvals
veislumáltíð fyrir alla
fjölskylduna H
Barbecuekjúklingur og barbec ues vínari n
með frönskum kartöfíum og salati,
er ótrúlega Ijúffeng máitíð.
#r*
dlcJu
FRESTA verður Mozart-tónleik-
um sem halda átti í Bústaða-
kirkju á skírdag, 28. mars.
Þeir verða haldnir þriðjudaginn
23. apríl kl. 20.30. Næstu tónleikar
í tónleikaröð Bústaðakirkju í tilefni
orgelárs kirkjunnar verða sunnu-
daginn 14. apríl. Þá verður kirkju-
leg sveifla, jazz, blús og negrasálm-
ar.
■ „SAMEIGINLÉGUR sjóður
okkar allra“ heitir upplýsingarit
sem ijármálaráðuneytið hefur gefið
út og dreift verður til skattborgar-
anna. Efnið kynnir fjármálaráðu-
neytið svo í fréttatilkynningu: „í
ritinu er fjallað um skipulag skatta-
og tollakerfisins, greint frá skipt-
ingu skattanna og flokkun, rakin
hlutföll við ráðstöfun fjár úr ríkis-
sjóði, sagt frá kostnaði við einstaka
hluta opinberrar þjónustu og fram-
kvæmda, fjallað um innheimtu og
skattskil, raktir megindrættir tekju-
skattskerfisins, sýnt skatthlutfall á
íslandi og ýmsum grannríkjum
o.fl.“
Barbecuesteiking er sérstök tegund matreiðslu þar sem steikurnar eru léttreyktar
við hikkoríuvið, penslaðar með barbecuesósu og glóðarsteiktar yfír opnum eldi,
Árangurinn er máltíð, sem þú gleymir ekki.
Hafírþú aldrei bragðað barbecuekjúkling og svínarif, þá er tími til kominn.
Pú setur bara á þig smekk og ert um leið tHbúin/n að snæða
ótrúlega Ijúffenga og sérstaka máltíð.
Metsölubloö á hverjum degi!