Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 103
rnn r vcr a t.a oo a
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIRFTMMTUDAGI
fJlCt A TaTyrTíníTAM
FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
KORFUKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR
Keflvíkingar eru tih
alls líklegir núna“
- sagði Birgir Guðbjörnsson liðstjóri KR-inga sem voru slegnir út úr Jf keppninni í Keflavík í gærkvöldi
„ANIMAÐ hvort liðið varð að
vinna og mér sýnist að Keflvík-
ingar verði til alls líklegir eftir
þessa frammistöðu," sagði
Birgir Guðbjörnsson, liðsstjóri
KR-inga, sem í gærkvöldi voru
slegnir út úr úrslitakeppninni í
Keflavík þar sem heimamenn
sigruðu 86:80 í æsispennandi
leik þar sem nánast var jafnt á
öllum tölum frá upphafi til
enda. „Ég var búinn að spá því
fyrir að leikurinn yrði hnífjafn
og að við yrðum að leggja okk-
ur alla f ram ef við ætluðum
okkur sigur. Núna vorum við
með sjálfstraustið í lagi og við
erum tilbúnir að mæta
Njarðvíkingum í úrslitunum,"
sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari
og leikmaður ÍBK.
Geysileg stemming var í íþrótta-
húsinu í Keflavík í gærkvöldi
allt frá upphafi enda leikur liðanna
bæði hraður og skemmtilegur - og
áhorfendur vel með
Björn á nótunum. Jafnt
Blöndal var á flestum tölum
sfev/ar/ra og. úrslitin réðust
Keflavik f, . ,
ekki fyrr en a
síðustu mínútunni þegar Keflvík-
ingar náðu 4 stiga forskoti 82:78.
KR-ingum tókst að minnka muninn
í 2 stig 82:80 og náðu boltanum
aftur eftir misheppnaða sókn
heimamanna þegar rúm mínúta var
til leiksloka. En í stað þess að jafna
misstu þeir boltann aftur og
Keflvíkingar sem náðu að bæta við
2 stigum og þeir áttu einnig síðasta
orðið eftir aðra misheppnaða sókn
Vesturbæj arliðsins.
Eins og grenjandi Ijón
Alit annar bragur var nú á leik
Keflvíkinga frá því I síðasta heima-
leik. Þeir börðust eins og grenjandi
ljón allt frá upphafi og var sigur
þeirra verðskuldaður. Jón Kr. Gísla-
son, Guðjón Skúlason, Falur Harð-
arson, Tyron Thomston og Albert
Óskarsson sem lék sinn 100. leik
IBK-KR 86:80
íþróttahúsið í Keflavik, íslandsmótið
í körfuknattleik, úrslitakeppni
Úrvalsdeildar, miðvikudaginn 27.
mars 1991.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 11:11,
18:18, 24:24, 28:33, 38:37, 45:44,
50:49, 55:55, 59:59, 66:66, 78:78,
82:78, 86:80.
Stig IBK: Tyron Thomton 20, Guð-
jón Skúlason 17, Falur Harðarson
15, Jón Kr. Gíslason 14, Albert
Óskarsson 14, Sigurður Ingimundar-
son 4, Júlíus Friðriksson 2.
Stig KR: Jonatan Bow 29, Hermann
Hauksson 13, Axel Nikulásson 12,
Guðni Guðnason 10, Láras Ámason
7, Páll Kolbeinsson 3, Hörður Gautí
Gunnarsson 3, Matthías Einarsson 3.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristj-
.án Möller, sem dæmdu vel.
Áhorfendur: Um 800.
Morgunblaðið/Einar Falur
Falur Harðarson átti góðan leik með Keflvíkingum. Hér sést hann skjótast fram hjá KR-ingnum Lárusi Ámasyni.
ÞÝSKALAND
Héðinn og félagar spila aukaleik
Hameln tryggði sér rétt til að
leika í þýsku úrvalsdeildinni í
handknattleik næsta vetur, en Héð-
inn Gilsson og félagar hans hjá
TURU Diisseldorf, sem urðu í öðru I
sæti í riðli liðanna, þurfa að leika
gegn Hiittenberg um eitt sæti, sem
er laust. Með Huttenberg leikur |
sænski landsliðsmaðurinn Staffan
Olsen, eða „Faxi“ eins og hann er
kallaður.
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
AC Milan í eins árs bann
Evrópumeistarar AC Milan
voru í gær dæmdir í éins árs
keppnisbann í Evrópukeppninni í
vegna framgöngu liðsins í síðari
leiknum gegn Marseille í síðustu
viku. Leikmenn AC neituðu að
koma aftur inná völlinn í Mar-
séille, eftir að eitt af íjórum flóð-
ijósum vallarins 'naí'ði bilað, en
þá var rúm mínúta til leiksioka.
Staðan var þá 1:0, Marseille í vil,
en liðið vinnur leikinn 3:0, sam-
kvæmt dómi UEFA.
Adriano Galiiani, sem bar
ábyrgð á liði AC, er bannað að
hafa afskipti af knaltspyrnu til.
31. júlí 1993 og iiðið fær ekki að
taka þátt í UEFA-keppninni
næsta vetur en liðið var nær ör-
uggt um sæti í keppninni.
Marseille var dæmt til að greiða
tæpa eina milljón ÍSK í sekt vegna
slakrar skipulagningar.
AC Milan hefur tvo daga til að
áfrýja dómnum og er búist við
því að félagið geri það.
Þá var þýska félagið Dynamo
Dresden dæmt í tveggja ára bann
vegna óláta í leik gegn Rauðu
Stjörnunni, þannig að dómarinn
flautaði leikinn af á 78 mín.
voru bestir hjá ÍBK. Jonatan Bow
var yfirburðamaður í KR-liðinu líkt
og í síðustu leikjum og athygli vakti
ungur leikmaður Hermann Hauks-
son. Aðrir náðu ekki að sína sitt
besta.
foém
FOLK
■ FRIÐRIK Larsea frá Selfossi
náði sínum besta tíma í 800 m
hlaupi á opnu háskólamóti utanhúss
í Bandarlkjunum um sl. helgi.
Hann hljóp á 1:52,67 mín. Þá fékk
hann millitíma (400 m hlaup) 37,7
sek. þegar hann hljóp í 4x400 m
boðhlaupi.
■ BORA Milutinovic, fyrrum
þjálfari Mexíkó og Kosta Ríka var
ráðinn landsliðsþjálfari Banda-
ríkjamanna í gær. Hann mun und-
irbúa bandaríska liðið fyrir HM í
knattspymu 1994 í Bandaríkjun-
um.
M GLYN Hodges, sem leikur með
Sheffield United, var í gær dæmd-
ur í sex leíkja bann fyrir að hafa
„skatlað“ andstæðing sinn eftir leik
gegn Sunderland fyrir skömmu.
Hann þarf einnig að borga um 350
þúsund krónur í sekt, 110 til enska
knattspyrnusambandsins og 240
þúsund tit Sheffield United.
KNATTSPYRNA
írar enn
á toppnum
Irar virðast hafa gott tak á Eng-<
lendingum á knattspyrnuvellinum
og í gær gerðu þjóðimar jafntefli,
1:1, á Wembley í 7. riðli undan-
keppni EM. írar, sem voru nálægt
því að gera annað mark í síðari hálf-
leik, halda þvi efsta sætinu á hag-
stæðara markahlutfalli en liðin hafa
gert jafnteflí í báðum innbyrðisleikj-
um sínum.
Þetta var þriðja jafntefli þjóðanna
en ólíkt hinum var leikurinn mjög
góður og spennandi. Lee Dixon kom
Englendingum yfir með marki á
níundu mínútu en Niali Quinn jafnaði
fyrir á 27. mínútu. írar voru svo nær
því að skora í síðari hálfleik en Kev-
in Sheedy og Ray Houghton skutu
framhjá í góðum færum. Englending-,
ar sóttu mjög í síðari hálfleik en kom- 1
ust aldrei í gegnum þétta vöm íra.
Darko Pancev gerði þrennu fyrir
Júgóslava er þeir sigruðu Norður-Ira,
4:1 í 4. riðli. Hann gerði öll mörkin
á fímmtán mínútna kafla í síðari
hálfleik en hafði farið illa með góð
færi fram að því. Dragisa Binic gerði
fyrsta markið á 35. mínátu en
skömmu fyrir leikhlé jafnaði Colin
Hill fyrir Norður-íra.
Júgóslavar hafa sigrað í öllum fjór-
um leikjum sínum og Billy Bingham,
þjálfari Norður-íra, sagði að hann
hefði aldrei leikið gegn svo sterku
liði. Þjálfari Júgóslava, Ivica Osim,
sagði að þrátt fyrir fjögur mörk hefðu
menn hans mátt einbeita sér betur í
sóknum sínum.
Walesveijar komu á óvart með
jafntefli gegn Belgum í Briissel, 1:1,
í 5. riðli. Marc Degryse kom Belgum
yfir en Dean Saunders jafnaði á 58.
mínútu. „Þótt við hefðum sigrað þá
hefðum við átt litla möguleika á að j
komast áfram,“ sagði Guy Thys,t
• -þímrr Beiga: - ■ -—-—1