Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 103

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 103
rnn r vcr a t.a oo a MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIRFTMMTUDAGI fJlCt A TaTyrTíníTAM FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 KORFUKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR Keflvíkingar eru tih alls líklegir núna“ - sagði Birgir Guðbjörnsson liðstjóri KR-inga sem voru slegnir út úr Jf keppninni í Keflavík í gærkvöldi „ANIMAÐ hvort liðið varð að vinna og mér sýnist að Keflvík- ingar verði til alls líklegir eftir þessa frammistöðu," sagði Birgir Guðbjörnsson, liðsstjóri KR-inga, sem í gærkvöldi voru slegnir út úr úrslitakeppninni í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu 86:80 í æsispennandi leik þar sem nánast var jafnt á öllum tölum frá upphafi til enda. „Ég var búinn að spá því fyrir að leikurinn yrði hnífjafn og að við yrðum að leggja okk- ur alla f ram ef við ætluðum okkur sigur. Núna vorum við með sjálfstraustið í lagi og við erum tilbúnir að mæta Njarðvíkingum í úrslitunum," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK. Geysileg stemming var í íþrótta- húsinu í Keflavík í gærkvöldi allt frá upphafi enda leikur liðanna bæði hraður og skemmtilegur - og áhorfendur vel með Björn á nótunum. Jafnt Blöndal var á flestum tölum sfev/ar/ra og. úrslitin réðust Keflavik f, . , ekki fyrr en a síðustu mínútunni þegar Keflvík- ingar náðu 4 stiga forskoti 82:78. KR-ingum tókst að minnka muninn í 2 stig 82:80 og náðu boltanum aftur eftir misheppnaða sókn heimamanna þegar rúm mínúta var til leiksloka. En í stað þess að jafna misstu þeir boltann aftur og Keflvíkingar sem náðu að bæta við 2 stigum og þeir áttu einnig síðasta orðið eftir aðra misheppnaða sókn Vesturbæj arliðsins. Eins og grenjandi Ijón Alit annar bragur var nú á leik Keflvíkinga frá því I síðasta heima- leik. Þeir börðust eins og grenjandi ljón allt frá upphafi og var sigur þeirra verðskuldaður. Jón Kr. Gísla- son, Guðjón Skúlason, Falur Harð- arson, Tyron Thomston og Albert Óskarsson sem lék sinn 100. leik IBK-KR 86:80 íþróttahúsið í Keflavik, íslandsmótið í körfuknattleik, úrslitakeppni Úrvalsdeildar, miðvikudaginn 27. mars 1991. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 11:11, 18:18, 24:24, 28:33, 38:37, 45:44, 50:49, 55:55, 59:59, 66:66, 78:78, 82:78, 86:80. Stig IBK: Tyron Thomton 20, Guð- jón Skúlason 17, Falur Harðarson 15, Jón Kr. Gíslason 14, Albert Óskarsson 14, Sigurður Ingimundar- son 4, Júlíus Friðriksson 2. Stig KR: Jonatan Bow 29, Hermann Hauksson 13, Axel Nikulásson 12, Guðni Guðnason 10, Láras Ámason 7, Páll Kolbeinsson 3, Hörður Gautí Gunnarsson 3, Matthías Einarsson 3. Dómarar: Helgi Bragason og Kristj- .án Möller, sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 800. Morgunblaðið/Einar Falur Falur Harðarson átti góðan leik með Keflvíkingum. Hér sést hann skjótast fram hjá KR-ingnum Lárusi Ámasyni. ÞÝSKALAND Héðinn og félagar spila aukaleik Hameln tryggði sér rétt til að leika í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik næsta vetur, en Héð- inn Gilsson og félagar hans hjá TURU Diisseldorf, sem urðu í öðru I sæti í riðli liðanna, þurfa að leika gegn Hiittenberg um eitt sæti, sem er laust. Með Huttenberg leikur | sænski landsliðsmaðurinn Staffan Olsen, eða „Faxi“ eins og hann er kallaður. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN AC Milan í eins árs bann Evrópumeistarar AC Milan voru í gær dæmdir í éins árs keppnisbann í Evrópukeppninni í vegna framgöngu liðsins í síðari leiknum gegn Marseille í síðustu viku. Leikmenn AC neituðu að koma aftur inná völlinn í Mar- séille, eftir að eitt af íjórum flóð- ijósum vallarins 'naí'ði bilað, en þá var rúm mínúta til leiksioka. Staðan var þá 1:0, Marseille í vil, en liðið vinnur leikinn 3:0, sam- kvæmt dómi UEFA. Adriano Galiiani, sem bar ábyrgð á liði AC, er bannað að hafa afskipti af knaltspyrnu til. 31. júlí 1993 og iiðið fær ekki að taka þátt í UEFA-keppninni næsta vetur en liðið var nær ör- uggt um sæti í keppninni. Marseille var dæmt til að greiða tæpa eina milljón ÍSK í sekt vegna slakrar skipulagningar. AC Milan hefur tvo daga til að áfrýja dómnum og er búist við því að félagið geri það. Þá var þýska félagið Dynamo Dresden dæmt í tveggja ára bann vegna óláta í leik gegn Rauðu Stjörnunni, þannig að dómarinn flautaði leikinn af á 78 mín. voru bestir hjá ÍBK. Jonatan Bow var yfirburðamaður í KR-liðinu líkt og í síðustu leikjum og athygli vakti ungur leikmaður Hermann Hauks- son. Aðrir náðu ekki að sína sitt besta. foém FOLK ■ FRIÐRIK Larsea frá Selfossi náði sínum besta tíma í 800 m hlaupi á opnu háskólamóti utanhúss í Bandarlkjunum um sl. helgi. Hann hljóp á 1:52,67 mín. Þá fékk hann millitíma (400 m hlaup) 37,7 sek. þegar hann hljóp í 4x400 m boðhlaupi. ■ BORA Milutinovic, fyrrum þjálfari Mexíkó og Kosta Ríka var ráðinn landsliðsþjálfari Banda- ríkjamanna í gær. Hann mun und- irbúa bandaríska liðið fyrir HM í knattspymu 1994 í Bandaríkjun- um. M GLYN Hodges, sem leikur með Sheffield United, var í gær dæmd- ur í sex leíkja bann fyrir að hafa „skatlað“ andstæðing sinn eftir leik gegn Sunderland fyrir skömmu. Hann þarf einnig að borga um 350 þúsund krónur í sekt, 110 til enska knattspyrnusambandsins og 240 þúsund tit Sheffield United. KNATTSPYRNA írar enn á toppnum Irar virðast hafa gott tak á Eng-< lendingum á knattspyrnuvellinum og í gær gerðu þjóðimar jafntefli, 1:1, á Wembley í 7. riðli undan- keppni EM. írar, sem voru nálægt því að gera annað mark í síðari hálf- leik, halda þvi efsta sætinu á hag- stæðara markahlutfalli en liðin hafa gert jafnteflí í báðum innbyrðisleikj- um sínum. Þetta var þriðja jafntefli þjóðanna en ólíkt hinum var leikurinn mjög góður og spennandi. Lee Dixon kom Englendingum yfir með marki á níundu mínútu en Niali Quinn jafnaði fyrir á 27. mínútu. írar voru svo nær því að skora í síðari hálfleik en Kev- in Sheedy og Ray Houghton skutu framhjá í góðum færum. Englending-, ar sóttu mjög í síðari hálfleik en kom- 1 ust aldrei í gegnum þétta vöm íra. Darko Pancev gerði þrennu fyrir Júgóslava er þeir sigruðu Norður-Ira, 4:1 í 4. riðli. Hann gerði öll mörkin á fímmtán mínútna kafla í síðari hálfleik en hafði farið illa með góð færi fram að því. Dragisa Binic gerði fyrsta markið á 35. mínátu en skömmu fyrir leikhlé jafnaði Colin Hill fyrir Norður-íra. Júgóslavar hafa sigrað í öllum fjór- um leikjum sínum og Billy Bingham, þjálfari Norður-íra, sagði að hann hefði aldrei leikið gegn svo sterku liði. Þjálfari Júgóslava, Ivica Osim, sagði að þrátt fyrir fjögur mörk hefðu menn hans mátt einbeita sér betur í sóknum sínum. Walesveijar komu á óvart með jafntefli gegn Belgum í Briissel, 1:1, í 5. riðli. Marc Degryse kom Belgum yfir en Dean Saunders jafnaði á 58. mínútu. „Þótt við hefðum sigrað þá hefðum við átt litla möguleika á að j komast áfram,“ sagði Guy Thys,t • -þímrr Beiga: - ■ -—-—1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.