Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
'27
Einar K. Guðfinnsson
„Þegar aðskilin sveitar-
félög geta orðið að
öflugum þjónustu- og
atvinnulegum heildum,
með bættum sam-
göngum, skapast skil-
yrði til nýrrar atvinnu-
uppbyggingar auk þess
sem nýjum stoðum er
rennt undir það at-
vinnulíf sem fyrir er.“
landið. Þess vegna meðal annars
hefur fólk verið hrakið frá heimilum
sínum. Það var ekki spurt álits á
þessari efnahagsstefnu sem rýrði
lífskjör þess og möguleika til þess
að búa á heimaslóðum.
„Byggð með byggð“
Sú stefnumörkun, sem fer sem
rauður þráður í gegn um byggða-
málaályktun Sjálfstæðisflokksins,
er nauðsyn þess að tengja saman
byggðirnar með bættum sam-
göngum. Ástæðan er ofur einföld:
Þegar aðskilin sveitarfélög geta
orðið að öflugum þjónustu- og at-
vinnulegum heildum, með bættum
samgöngum, skapast skilyrði til
nýrrar atvinnuuppbyggingar auk
þess sem nýjum stoðum er rennt
undir það atvinnulif sem fyrir er.
Margt hefur verið vel gert í sam-
göngumálum á liðnum árum. En
þó er öldiingis ljóst að verulegt átak
þarf til þess að losa ýmsar byggðir
landsins út úr þeirri einangrun, sem
nú er sem hemill á framfarir þeirra.
Jarðgangagerð er ein leið í þessu
sambandi og til að mynda á Vest-
fjörðum verður því fýlgt fast eftir
að við gefin loforð verði staðið en
ekki hlustað á sérkennileg úrtölu-
orð; jafnvel þó ættuð séu úr hinu
háa forsætisráðuneyti.
Hver er ábyrgur?
Byggðastefna hefur á stundum
verið notað sem hálfgert skammar-
yrði. Þess vegna getur forsætisráð- ^
herra landsins leyft sér að koma
fram fyrir alþjóð og segja að stefn-
an hafi brugðist. Líka þó að flokkur
hans hafi verið svo gott sem sam-
fleytt í ríkisstjórn síðustu 20 árin
og beri því ekki sísta ábyrgð á því
hvernig komið er út um byggðir
landsins.
Það er ljóst að sú stefna sem
fylgt hefur verið síðustu árin hefur
ekki dugað til þess að sporna gegn
óheillavænlegri þróun í byggðamál-
unum. Öðru nær. Það þýðir þó ekki
bara að byggðastefnan hafi brugð-
ist, heldur líka hitt, að einhver hafi
brugðist byggðastefnunni.
Það tjóar lítt að leita bara að
sökudólgum í þessu sambandi. En
hitt er næsta víst, að fulltrúar
Framsóknarflokksins, sem setið
hefur í ríkisstjórn síðustu 20 árin,
geta ekki skotið sér undan ábyrgð
í þessu máli, þó það sé aðalsmerki
þess flokks að bera kápuna á báðum
öxlum í byggðamálum, eins og svo
mörgu öðru.
húsgögn
Chesterfield 3ja sæta + 2 stólar
kr. 197.800,- stgr.
Ambassador 3ja sæta + 2 stólar
kr. 215.800,- stgr.
■
Ferfax 3ja sæta + 2 stólar
kr. 215.800,- stgr.
Camelia 3ja sæta + 2 stólar
kr. 232.200,- stgr.
• •
Roedean 3ja sæta + 2 stólar
kr. 178.900,- stgr.
Borðstofuborð + sex stólar kr. 107.800,- stgr.
Buffetskápar kr. 80.800,- stgr.
(Stærð 198 x 44 cm, hæð 84 cm)
Spegill kr. 70.900,- stgr.
Cerda 400 3ja sæta + 2 stólar
kr. 197.600,-stgr. Sófaborð kr. 17.700,- stgr.
Lampi kr. 21.400,- stgr.
HÚSGAGNAVERSLUN
Síðumúla 20 - sími 688799
Opið laugardag 30. mars
•.. •v* i „■•.-• r- " • ?• • v-'- ’? r" •
v l 1 . ■'
frákl. 10-16
Höfundur skipar 2. sæti á
framboðslistaSjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum. ,