Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIL) FLMMTGDAGUR %8. MAfiZ, ,1991
31
Þau úlskrilasl úr
Leiklistaiskólanum:
Kjartan Rgqnarsson höfundur oq leikstjóri:
Ari Matthíasson
Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Þórey Sigþórsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
Leikhús þarf aö
vera ævintýri
Magnús Jónsson
Halldóra Björnsdóttir
KJARTAN Ragnarsson er höf-
undur Dampskipsins Islands og
leikstýrir einnig uppfærslu Nem-
endaleikhússins á verkinu á stóra
sviði Borgarleikhússins. Fram-
setningin er óvenjuleg; áhorfend-
ur silja í kringum hringsviðið,
sem snýst síðan með leikmynd-
inni og leikurunum eins og við
á, þar sem skipið siglir sem leið
liggur til íslands.
„Þessi saga er eitthvað sem hefur
kitlað rnig í nokkur ár,“ segir Kjart-
an. „Ég skálda út frá ýmsu sem
vinkona mín, hún Gagga Lund,
hefur sagt mér. En leikritið er eng-
inn sannleikur og persónumar eru
ekki raunvemlegar á neinn hátt,
Gagga hitti þær ekki á ferð sinni
með Dampskipinu íslandi á sínum
tíma. En verkið er innblásið af
æskuárum hennar. Hún fékk þessa
ferð til íslands í stúdentsgjöf frá
foreldrum sínum, þegar hún var L9
ára gömul, og það er sannleikurinn
í sögunni. Göggu Lund tileinka ég
verkið og vona að það sé henni
ekki til skammar.
Það er skemmtilegt að með skip-
inu frá íslandi í þessari sömu ferð
fór Halldór Laxness, þá á leið í sína
fyrstu utanlandsferð. Um það má
lesa í byijun bókarinnar Úngur ég
var.“
Reyni ekkert að prédika
— Verkið er um ferð skipsins til
Lslands.
„Já, um eftírvæntinguna, nýtt
ísland er að verða tii, og um borg-
aralegar spumingar tilverannar.
Verkið mótast mikið af því að í
Nemndaleikhúsinu era átta krakk-
ar. Ég reyni því að skrifa átta bita-
stæð hlutverk, og að gera verkið
skemmtilegt fyrir sjálfan mig og
aðra í leiðinni.
Egill Ólafsson sér um alla tónlist
í sýningunni, og leikur einnig ópera-
söngvara sem er farþegi á skipinu.
Rullan er bókstaflega skrifuð með
hann í huga. Það kemur dálítið út
frá andblænum, en á þessum tíma
voru óperusöngvarar dægurlaga-
söngvarar þess tíma, poppstjörnur
dagsins í dag, og sérstakar hetjur.
Egill er góður leikari og söngvari,
og getur næstum sungið í stíl klass-
ískra söngvara, svo hann var kjör-
inn í hlutverkið.
Skipið er eins og form fyrir borg-
araLegt samfélag. Því fékk ég tvær
dömur í viðbót til að tjá samfélags-
tóninn — þær eru samfélagið í hnot-
skurn. Drifkrafturinn er kona sem
hefur lent í sérstöku starfi erlendis,
og er komin út úr öllum normum
hinna borgaralegu viðmiða. Fyrir
tilverknað hennar get ég látið reyna
á hina, kpmið þeim pínulítið úr
skorðum. Ég reyni ekkert að pré-
dika hvað er rétt og hvað er rangt,
heldur bara að bregða upp sem
mest ólgandi lífi.“
— Þú vannst verkið frá byijun
með sviðsetninguna á hringsviðinu
í huga.
„Já, en útfærslan er Grétars
Reynissonar. Við vinnum þannig
saman að maður veit eiginlega ekki
hvor á hvað, bæði leikstjórn og leik-
mynd. Þegar verið er að skapa verk
sem á að vera ein samstæð heild;
tónlist, myndlist, leikstjórn og leik-
ur, tekst það því betur sem menn
ná betur að stilla sálir sínar saman.
Það borgar sig ekki að afmarka
hlutina of mikið, við förum allir inn
á svið hvors annars, þeir Egill og
Grétar eiga þannig hlut í leikstjórn-
Kjartan Ragnarsson
inni. Þeir sátu báðir æfingar, og
það finnst mér vera mjög af hinu
góða.“
Rækta þarf andrúmsloftið
— Hvernig er að fá upp í hend-
umar hóp af leikurum sem gjör-
þekkja hvem annan. Er það ekki
allt annað en að þurfa að byija á
að velja leikara héðan og þaðan?
„Jú, það er allt öðruvísi. Þetta er í
þriðja skipti sem ég vinn svona.
Fyrst var það Saumastofan, ég fékk
þá hóp af konum, því leikhúsið vildi
hafa sýningu í tilefni af kvennaár-
inu. Síðan hef ég einu sinni áður
unnið með Nemendaleikhúsinu,
samdi þá og setti upp leikritið
Peysufatadagurinn 1937. Það virk-
ar á byggingu verksins hvaða hljóð-
færaskipan maður hefur í höndun-
um. Og kannski líka á atburðarás-
ina, því maður sækist eftir að
krakkamir fái öll að spreyta sig og
jafnframt þarf verkið að standast
sem slíkt.“
Hvemig er að vinna með þess-
um nemendum?
„Krakkarnir eru búnir að Læra
heilmikið og það er mjög gaman
að vinna með þeim. Hópurinn er
góður og samstilltur. Þegar leikarar
koma í leiksýningu úr sitt hvorri
áttinni þarf að byija á að búa til
andrúmsloft. Þess þarf ekki í svona
bekk. Það er mikill kostur hvað þau
eru lítið á verði hvert gagnvart
öðru. Gott andrúmsloft á vinnustað
er forsenda góðs árangurs, og eitt
aðalverkefni leikstjóra er að skapa
vinnugleði og einhvers konar alvör-
uleysi sköpunargleðinnar. Lista-
menn verða alltaf að vera að leika
sér í fúlustu alvöru. Þeir era at-
vinnubörn! Ef listamennimir í sýn-
ingunni era ekki barnslega glaðir
þegar þeir vinna hlutinn er engin
von um að aðrir verði það þegar
þeir sjá hann. Áhorfeodur koma
aldrei til með að upplifa lengri,
stærri og dýpri víddir en við erum
sjálf búin að ganga í gegnum og
skapa. Höfuðviðfangsefnið er að
rækta þetta andrúmsloft sem síðar
á að verða andrúm sýningarinnar.
En á vissan hátt gengur maður að
þessu andrúmslofti í nemendaleik-
húsi. Auðvitað er viss hætta á að
krakkar, sem hafa gengið saman
gegnum súrt og sætt í þijú ár, séu
orðnir leiðir hver á öðrum. En þau
eiga líka traust og athvarf hvert
Morgunblaðið/Einar Falur
hjá öðru, svo yfirleitt eru hóparnir
góðir.“
Hræddur við að kunna þetta
— Leikfélag Reykjavíkur býður
Nemendaleikhúsinu að leika í Borg-
arleikhúsinu. Er það byijun á nán-
ara samstarfi?
„Undanfarin ár hefur það verið
viðhorf leikhússfólks að einhvers
konar samvinna við Nemendaleik-
húsið væri æskileg. í gamla daga,
þegar ég var að læra, voru leiklist-
arskólar reknir á vegum leikhús-
anna. Það gerði það að verkum að
við voram mikið notuð í aukahlut-
verk í leiksýningum húsanna.
Smám saman fann fólk að þessu
formi, í stað þess að æfa átakamik-
il hlutverk væru Leiklistarnemarnir
í fullu í að sækja yfirhafnir sem
þjónar í hinum og þessum leikritum.
Því var skilið á milli leikhúsanna
og leiklistarnáms. Það hafði sína
kosti, nemendur fengu meiri vinnu-
frið, en einnig þá ókosti að þeir
voru ekki í sambandi við leikhúsið.
Nemendur, og aðstandendur,
kvarta þess vegna sáran yfir því
að þeir hafi ekki tæknilega notað
raddirnar og tæknina í þessum
stóru rýmum, og virkilega fengið
að takast þannig á við hlutverk leik-
arans. Á þennan hátt er komið
mikið til móts við þarfir skólans,
til að láta krakkana takast á við
leik á stóru sviði.“
— Leikrit þín taka oft fyrir
ákveðið tímaskeið eða samfélag.
„Já, mér finnst það ákaflega
skemmtilegt Leiksýning er engin
kennslustund í sagnfræði, en að
taka hluti aðeins út úr sínum eigin
tíma hjálpar manni að komast út
úr hversdagsleikanum. Leikhúsið
þarf að vera ævintýri. Sá ævintýra-
heimur sem ég get gengið inn í er
kannski einhverskonar sagnfræði-
legur heimur, sem ég get síðan
breytt svolítið út frá mínum eigin
forsendum, og notað sagnfræðina
til þess að ljúga að fólki að það
eigi að taka mark á þessu.
í leikhúsi vil ég sjá karaktera sem
gneista af samspili og átök milli
persóna sem heltaka mig. Leikhúsið
og umbúnaðurinn allur verður að
vera mér upplifun og ævintýri. Ég
er hræddastur af öllu við að halda
að ég kunni þetta allt saman!“
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
Þorsteinn Bachmann
Gunnar Helgason