Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 33 ^rTÍM1 S^ítíagw iWóa9>"" Uau9ard^ pásKaoa 2.íp»S2í Endumýjun kjúklinga- og varphænsnastofnsins að hefjast: Ankín hagræðing á að skila sér í lægra verði INNFLUTNINGUR á nýjum stofni kjúklinga og varphænsna er hafinn frá Noregi, en félög kjúklinga- og eggjaframleiðenda hér á landi hafa gert samning um innflutninginn við samtök norskra eggja- og kjúklinga- bænda, Norsk fjorfeavlslag. Stefnt er að því að flytja inn frjóvguð egg frá Noregi fjórum sinnum á ári á einangrunarstöð- ina á Hvanneyri, en fuglar þaðan verða siðan notaðir til kjúklinga- °g eggjaframleiðslu. Talið er að með stofnskiptunum náist veru- leg hagræðing í framleiðslunni hér á landi, sem siðan skili sér í lækkuðu verði til neytenda. Varphænur af norska stofninn- um skila að meðaltali um 18 kílóum af eggjum á ári, en íslenski stofninn skilar hins vegar 13-14 kílóum. Þá er kjúklingum af norska stofninum slátrað 6-7 vikna gömlum þegar þeir hafa étið um þijú kíló af fóðri, en kjúklingar af íslenska stofninum eru ekki komnir í sláturstærð fyrr en þeir eru 7-8 vikna gamlir og hafa étið um fjögur kíló af fóðri. Stofnar varphænsna og kjúklinga hér á landi eru upphaflega komnir frá Noregi, en þar sem þeir hafa ekki verið endurnýjaðir nægilega hafa þeir úrkynjast og skila því minni afurðum. Fijóvguð egg frá Noregi verða framvegis flutt inn á einangrunar- stöðina á Hvanneyri þrisvar á ári til kjúklingaframleiðslu, en einu sinni á ári til eggjaframleiðslunnar. Kjúklinga- og eggjabændur fá síðan afkomendur þeirra fugla til eldis, en kjúklingar og egg af stofninum koma væntanlega á markað eftir rúmlega eitt ár. Ekkert eiginlegt kynbótastarf verður unnið hér á landi þar sem það þykir of dýrt vegna smæðar markaðarins, en íslenskir bændur munu njóta af- rakstrar af því kynbótastarfi, sem unnið er í Noregi. Stjórn samtaka eggja- og kjúkl- ingabænda í Noregi, Norsk Fjorfe- avlslag, hélt fund hér á landi ný- lega, en allir eggja- og kjúklinga- bændur í Noregi, sem eru um 2.300 talsins, eru meðlimir í samtökunum. Einar J. Einarsson, framkvæmda- stjóri samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að kynbótastarf samtakanna hefði hafíst um 1920. Sífellt væri unnið að frekari þróun stofnsins, og nýlega hefðu hænur frá Noregi komið best út í alþjóð- legri prófun, sem fram fór í Finn- landi, en þar voru bornar saman hænur frá ýmsum löndum. Morgunblaðið/KGA Einar J. Einarsson, framkvæmdastjóri Norsk fjorfeavlslag, og Eirík- ur Einarsson, starfsmaður Félags eggjaframleiðenda. Öðruvísi blómabúð Páskablómin fœrðu hjá okkur Pqskaskreytingar - páskaskraut -fermingarskreytingar Sérfrœðingar í blómaskreytingum við öll tœkifœri Öðruvísi bíómabúð i blómaverkstæði I INNAfe i HIRTU TENNURNAR VEL — en gleymdu ekki undirstööunni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.