Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
33
^rTÍM1
S^ítíagw
iWóa9>""
Uau9ard^
pásKaoa
2.íp»S2í
Endumýjun kjúklinga- og varphænsnastofnsins að hefjast:
Ankín hagræðing á að
skila sér í lægra verði
INNFLUTNINGUR á nýjum
stofni kjúklinga og varphænsna
er hafinn frá Noregi, en félög
kjúklinga- og eggjaframleiðenda
hér á landi hafa gert samning
um innflutninginn við samtök
norskra eggja- og kjúklinga-
bænda, Norsk fjorfeavlslag.
Stefnt er að því að flytja inn
frjóvguð egg frá Noregi fjórum
sinnum á ári á einangrunarstöð-
ina á Hvanneyri, en fuglar þaðan
verða siðan notaðir til kjúklinga-
°g eggjaframleiðslu. Talið er að
með stofnskiptunum náist veru-
leg hagræðing í framleiðslunni
hér á landi, sem siðan skili sér í
lækkuðu verði til neytenda.
Varphænur af norska stofninn-
um skila að meðaltali um 18 kílóum
af eggjum á ári, en íslenski stofninn
skilar hins vegar 13-14 kílóum. Þá
er kjúklingum af norska stofninum
slátrað 6-7 vikna gömlum þegar
þeir hafa étið um þijú kíló af fóðri,
en kjúklingar af íslenska stofninum
eru ekki komnir í sláturstærð fyrr
en þeir eru 7-8 vikna gamlir og
hafa étið um fjögur kíló af fóðri.
Stofnar varphænsna og kjúklinga
hér á landi eru upphaflega komnir
frá Noregi, en þar sem þeir hafa
ekki verið endurnýjaðir nægilega
hafa þeir úrkynjast og skila því
minni afurðum.
Fijóvguð egg frá Noregi verða
framvegis flutt inn á einangrunar-
stöðina á Hvanneyri þrisvar á ári
til kjúklingaframleiðslu, en einu
sinni á ári til eggjaframleiðslunnar.
Kjúklinga- og eggjabændur fá síðan
afkomendur þeirra fugla til eldis,
en kjúklingar og egg af stofninum
koma væntanlega á markað eftir
rúmlega eitt ár. Ekkert eiginlegt
kynbótastarf verður unnið hér á
landi þar sem það þykir of dýrt
vegna smæðar markaðarins, en
íslenskir bændur munu njóta af-
rakstrar af því kynbótastarfi, sem
unnið er í Noregi.
Stjórn samtaka eggja- og kjúkl-
ingabænda í Noregi, Norsk Fjorfe-
avlslag, hélt fund hér á landi ný-
lega, en allir eggja- og kjúklinga-
bændur í Noregi, sem eru um 2.300
talsins, eru meðlimir í samtökunum.
Einar J. Einarsson, framkvæmda-
stjóri samtakanna, sagði í samtali
við Morgunblaðið að kynbótastarf
samtakanna hefði hafíst um 1920.
Sífellt væri unnið að frekari þróun
stofnsins, og nýlega hefðu hænur
frá Noregi komið best út í alþjóð-
legri prófun, sem fram fór í Finn-
landi, en þar voru bornar saman
hænur frá ýmsum löndum.
Morgunblaðið/KGA
Einar J. Einarsson, framkvæmdastjóri Norsk fjorfeavlslag, og Eirík-
ur Einarsson, starfsmaður Félags eggjaframleiðenda.
Öðruvísi blómabúð
Páskablómin fœrðu hjá okkur
Pqskaskreytingar - páskaskraut -fermingarskreytingar
Sérfrœðingar í blómaskreytingum við öll tœkifœri
Öðruvísi bíómabúð
i blómaverkstæði I
INNAfe
i
HIRTU TENNURNAR VEL
— en gleymdu ekki undirstööunni!