Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTÚDAGUR 28. MARZ 1991 gert mér að fullu Ijóst af hveiju mér er illa við hana en ég held þó að nokkuð hafi verið um það áður fyrr að menn settu dönsku og ensku upp á jafnháan stall frá kennslufræðilegum sjónarhól. Það er mjög óraunhasft þar sem það er stóriðnaður í enskumælandi heimi að framleiða kennsluefni meðan þorri Dana hefur ekki hug- mynd um _að danska er kennd í skólum á íslandi. Ég held að an- dúð mín á dönsku megi því rekja til leiðinlegra kennslubóka í gagn- fræðaskóla sem ég veit að búið er að bæta úr. Hvað sem því líður þá hitti ég fyrir gamla kunningja úr gagnfræð- askóla þegar ég kom í Stýrimanna- skólann þar sem dönsku- kennslubækurnar voru og sá nú að betra hefði verið að halda í glósubækurnar og ekki síst stílabækurnar. Hvað með það því þegar ég átti að skrifa minn hluta af heimastílnum upp á töflu var ég annaðhvort búinn að skrifa hann upp eftir einhverjum bekkjarfélag- anum eða fékk einfaldlega stílabók lánaða. Vanalega voru þrír látnir skipta með sér stílnum og notaði Þórarinn Jónsson, sem kenndi dönsku, þá aðferð að kalla menn upp eftir stafrófsröð og því vissu allir hvenær röðin kæmi að þeim. Einn daginn þegar töflustíll var vissi ég að sá sem var fyrstur í starfrófinu átti að byija og þar sem ég var áttundi í röðinni hafði ég engar áhyggjur af að vera kallaður upp. En þá gerist það um miðjan tímann að Jónas skólastjóri kemur og segir að þeir sem geti gefið blóð séu vinsamlegast beðnir um að drífa sig niður í Blóðbanka því það vanti blóð nú þegar. Margir fóru strax og allt í einu kallaði Þórarinn mig upp til að klára stílinn. Mér kross- brá því ég var ekki með hann og þeir sem sátu í kring um mig höfðu allir farið í Blóðbankann og ég gat ekki einu sinni gripið_ stílabók af borðunum hjá þeim. Ég varð því að hundskast upp að töflu með stíla- verkefnisbókina eina. Ég byijaði að burðast við stílinn sem gekk vægt til orða tekið hörmulega. Og nú tók að síga í Þórarin. í raun endaði þetta allt með því að Þórarinn, þessi annars prúði maður, barði í töfluna um leið og hann sjálfur skrifaði síð- ustu orðin og greip síðan tösku sína og strunsaði út og skellti hurðinni á eftir sér. Bekkjarfélagarnir áttu erfitt með að halda niðri í sér hlátr- inum en fyrir mig var þetta meðal lengstu augnablika sem ég hef lif- að. Kannski hefur þetta atvik átt stóran þátt í að þetta varð eini vet- urinn sem Þórarinn kenndi dönsku. Ég sá í hendi mér að ég varð að gera eitthvað í málinu. Og næst þear ég var kallaður upp að töflu gekk allt lengst af vel, enda var ég búinn að grípa til sérstakra ráð- stafana. Þegar ég var alveg að verða búinn kom Þórarinn upp að töflu og benti á að ég notaði á ein- um stað gamalt orð sem eiginlega væri ekki notað lengur. Nú eru sumir þannig að þeir eru fljótfærir eða mismæla sig og það segi ég satt að alls ekki tel ég mig vera einn af þeim. En nú kom fyrir mig atvik sem ég hef aldrei botnað í að láta henda mig. Ég tautaði fyrir munni mér „að ég þyrfti endilega að láta mömmu vita af þessu . ..“ Ég greip um munninn og hélt smá- stund að Þórarinn hefði ekki heyrt þetta. En það hafði hann gert og gott ef ekki lfka -jseir sem sátu á fremstu bekkjunum. „Hvað se- girðu? Þarftu að láta mömmu þína vita af þessu?“ sagði Þórarinn. „Ja, hún er að læra dönsku hjá mér,“ stundi ég upp til að reyna að bjarga mér. Sýndi Þórarinn mikinn skiln- ing á því en hinsvegar lítinn trún- að. Það hafði ég á tilfinningunni - að þetta væri meðal eftirminnileg- ustu atvika sem hent hefðu Þórarin á áratuga löngum kennaraferli, en fyrir mig er þetta meðal vandræða- legustu augnablika sem ég hef lifað. Hver skrifaði bréfið? Þegar ég var í Stýrimannaskól- anum upp út' 1970 blésu þeir pólit- ísku vindar að þáverandi ráðamenn álitu að lausnir á ýmsum vandamál- um væri að rýma byggðina á Mið- nesheiði. Þegar upp er staðið hefur ekki orðið svo enn. Hvað með það, en eitthvað hafði flogið fyrir að vel væri tekið á móti gestum og hópum sem kæmu þangað í heimsókn og skoðunarferðir. Ég minntist á þetta við Þórarin enskukennara og spyrði hann hvort hann væri ekki tilbúinn að snara bréfi yfir á ensku ef ég gerði uppkast að því þar sem farið væri fram á að stjóm Skólafélags- ins fengi að koma í heimsókn. Eins og Þórarins var von og vísa þá stóð ekki á því. Ég lét hann fá uppkast- ið daginn eftir og strax næsta dag var hann búinn að hreinskrifa bréf- ið, vélrita það og meira að segja búinn að ganga frá umslaginu. Það eina sem ég þurfti að gera var að skrifa undir og kaupa frímerki. Nú leið og beið og ég hélt að þetta hefði allt dottið uppfyrir. Þá kom bré frá þáverandi yfirmanni Varn- arliðsins þar sem við vorum boðnir velkomnir í heimsókn og það eina sem við þurftum að gera var að hafa samband við tiltekinn mann og ákveða daginn. Það var gert og ferðin skipulögð. Það var sjálfkjörið að Þórarinn Jónsson kæmi með en eins og marg- ir vita hafði hann einmitt verið Iið- þjálfi í breska hernum á stríðsárun- um. Ferðin gekk vel og var rennt í hlaðið á yfirmannaklúbbnum á Vellinum. Þar tóku á móti okkur tveir menn sem fylgdu okkur um og sýndu okkur það sem við höfðum áhuga á að sjá eins og slökkviliðið, björgunarþyrlurnar og radarstöðina í Rockwill. Eftir skoðunarferðina var boðið upp á hressingu í yfir- mannaklúbbnum. Þegar við geng- um inn í salinn þar sem boðið var upp á veitingarnar tók ég eftir því að yfir dyrunum stóð VIP-ROOM. Ég hnippti í Þórarin og spurði hann hvað þetta VIP þýddi. „Very imp- ortant persons,“ svaraði Þórarinn. Flest eldra fólk kannast við að ís- lenska þjóðin þýddi hér á árum áður skammstöfun danska olíufé- lagsins DDPA sem „danskur djöf- ull pínir alþýðu" og því hélt ég hreint úr sagt að Þórarinn væri að stríða mér. Því gekk ég til annars af Bandaríkjamönnunum sem hafði fylgt okkur og spyrði um hvað þetta þýddi. Ég varð að trúa þegar hann var sammála Þórarni. Hann hafði fylgst með úr fjarlægð og haft gam- an af og það sagði hann mér síðar að hann hefði farið til Bandaríkja- mannsins og sagt við hann að ég hefði ekki trúað sér því hann væri bara kennarinn minn. En það var annað sem Bandaríkj- amennirnir vildu vita og var auð- heyranlegt að þeir höfðu mikið velt vöngum yfir og brunnu í skinninu að vita: Hver skrifaði bréfið sem þú sendir? Mér fannst það liggja í augum uppi. Það var að sjálfsögðu enskukennari skólans og það væri einmitt hann sem væri með okkur. 75 Þá sagði hann mér frá því að ensk- an í þessu bréfi væri þvílík hágæða- enska að þeir hefðu aldrei séð ann- að eins þarna suður frá. Ekki spillti það fyrir að Þórarinn þekkti til her- mennsku og hafði vafalaust látið það koma fram í bréfinu. Ég hafðm. það á tilfinningunni að þeir hefðu strax rammað bréfið inn og sett það upp á vegg. Daginn eftir ferð- ina kom Þórarinn til mín og spyrði hvort ekki væri rétt að senda þakk- arbréf fyrir móttökurnar. Ég hélt það nú og hann gekk alveg frá því. Sennilega hefur það líka lent upg á vegg. Ég held að sárafáum nemendum Stýrimannaskólans sé ljóst hversu frábæra kennara skólinn hefur haft í gegnum árin. Ef ég ætti að tína til einhvert atriði til að sýna það þá er það þetta atvik. Ilöfundur er útvegsfræðingur. Ertu þreyttur á viöhaldinu? Alkalí-skemmdir Frost-skemmdir Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? Lekir veggir Sprunguviðgerðir • Vaneinangrun • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er. skaltu kynna þér kosíi STO-utanhúss-kiœónmgarinnar • ER SAMSKEYTALAUS • ER VEÐURÞOLIN • ER LITEKTA OG FÆST í YFIR 300 LITUM • ER TEYGJANLEG OG VIÐNÁM GEGN SPRUNGU- MYNDUNER MJÖG GOTT • LEYFIR ÖNDUN FRÁ VEGG • GEFUR ÓTAL MÖGULEIKA í ÞYKKT, ÁFERÐ OG MYNSTRI • ER UNNT AÐ SETJA BEINT Á VEGG, PLASTEINANGR- UN EÐA STEINULL • ER HÆGT AÐ SETJA Á NÆR HVAÐA BYGGINGU SEM ER, ÁN TILLITS TIL ALDURS EÐA LÖGUNAR • ÞYNNA MÁ ÚTVEGGI NÝRRA HÚSA, SÉU ÞEIR EINANGRAÐIR AÐ UTAN Fyrtr og eftlr aðgerö. Klœtt á einangrunarptast. Arahólar 2-4. Klœtt á stelnull. Raðhús að Norðurfelli II. Eltt þeirra klœtt belnt á steln. án elnangrunar - Engln útlitsbreyting Verkamannabústaðlmir í Grafarvogi. Klœtt á stelnull. Steypuskemmdir vegna alkalívirkni, frosts og raka eru vandamál, sem flestir húseigendur þekkja; málning flagnar af veggjum, múrhúðun morknar, sprungur myndast og veggir halda ekki lengur vatni og byrja að leka. Fiestir, sem til þekkja, eru sammála um að eina varanlega lausnin sé að klœða útveggi að utan og vernda þannig steypuflötinn gegn veðrun. Undanfarin ár hefur Veggprýði hf. boðið STO-akrílmúr-klœðningarefni sem valkost í baráttunni við steypuskemmdir. Þegar hafa yfir 30 þúsund fermetrar af útveggjum húsa á íslandi verið klœddir með efnum frá STO, sem er þó aðeins lítið brot af þeim 150 milljón fermetrum sem STO-efni klœða víðsvegar um heim. V-þýska fyrirtœkið STO AG er stœrsti og elsti framleiðandi akríl-múrklœðningar í heiminum með verksmiðjur víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Kynntu þér málin vel, áður en farið er út í múrviðgerðir eða plötuklœðningu STO-klœðningin er góður kostur á nýbyggingar STO-klœóningin endist •Vestur-þýsk gœdavara BÍLDSHÖFÐA 18 (BAKHÚS) VEGGBRYOI F. 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-673320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.