Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 90
MOKGlfNBlAÐID FIMM^yDAqyfl 28. MAPZ 1991
; §0
HÁTÍÐ Á LÆKJARBREKKU
ALLA PÁSKADAGANA
LÁTIÐ OKKUR UM ÞJÓNUSTUNA
OG NJÓTIÐ PÁSKANA
í NOTALEGU UMHVERFI.
BORÐAPANTANIR í SÍMA 14430.
GLEÐILEGA PÁSKA
1
Nú hefur verið ákveðið
að festa kaup á stórhýsi
Sláturfélags Suðurlands
við Laugarnesveg.
har verður í framtíðinni
miðstöð æðri
listmenntunar á íslandi.
#FYRSTI
SKÓLADAGUR
Við bjóðum alla velkomna
í nýtt listahús
í samvinnu við
fjármálaráðuneyti og
menntamálaráðuneyti
hyggjast listaskólarnir
fagna þessum tímamótum
með því að taka á móti
gestum í nýja listahúsinu,
sýna þeim húsakynni og
veita þeim ýmsa
skemmtan, hver listhópur
eftir sínu höfði.
Opinn dagur:
„Fyrsti skóladagur"
í nýja listahúsinu að
Laugarnesvegi 91
fimmtudag, skírdag,
kl. 14-17.
Nýtt og glæsilegt hús.
Fjölbreytt atriði í öllum
hornum. Nemendafélögin
bjóða kaffi og með því.
Öll fjölskyldan velkomin!
Fjármálaráðuneytið
Menntamálaráðuneytið
Leiklistarskóli íslands
Myndlista- og handíðaskóli íslands
Tónlistarskólinn í Reykjavík
Þorleifur Björns-
son - Minning'
Fæddur 24. janúar 1926
Dáinn 24. mars 1991
Þorleifur Björnsson fæddist í
Njarðvíkum, sonur hjónanna Guð-
laugar Stefánsdóttur, Þorsteinsson-
ar frá Stardal í Stokkseyrarhreppi,
og Björns Þorleifssonar, Bjarnason-
ar í Þórukoti í Njarðvíkum.
I Þórukoti var tvíbýli. Þar bjó
einnig föðursystir Þorleifs, Guðrún
ásamt eiginmanni sínum, Sigurði
Guðmundssyni. Allt var þetta mikið
sómafólk og ólst Þorleifur upp í
miklu ástríki tveggja fjölskyldna á
mannmörgu heimili.
í æsku stundaði hann sjóróðra,
síðar vörubflaakstur og hin síðari
ár verktöku á Keflavíkurflugvelli. í
starfi sínu sýndi hann ætíð vand-
virkni, dugnað og trúmennsku.
Þorleifur var trúaður maður og
taldi sig hafa sönnun fyrir öðru lífi
eftir þetta. Hann sagði mér að hann
hefði iðulega fundið til nærveru vina
sinna sem gengnir voru til æðri til-
veru, og að dauðinn væri aðeins
flutningur á æðra stig til fullkomn-
ara lífs.
17. júní 1950 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni Ragnheiði
Bjömsdóttur frá Vífilsstöðum, mik-
illi sæmdarkonu. Eignuðust .þau
fjögur böm. Börn þeirra eru: Sig-
urður tæknifræðingur, kvæntur
Sigrúnu Óskarsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Björn Vífill veitingamað-
ur, kvæntur Nönnu Jónsdóttur og
eiga þau fjögur böm. Sigurgeir
tæknifræðingur, kvæntur Þóm
Harðardóttur og eiga þau eitt bam.
Yngst er Guðrún sölumaður.
Fjölskyldan átti sér notalegt
sumarhús í Grímsnesi. Þar undu
þau við ræktun, og var unun að
fylgjast með þeirri alúð og um-
hyggju sem hann sýndi hverri ein-
ustu plöntu, enda árangur eftir
t
Systir okkar,
ÁSTA ÁRNADÓTTIR,
lést á elliheimilinu Grund hinn 26. þ.m.
Vikar Árnason,
Þráinn Árnason,
Birgir Árnason,
Barði Árnason.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
HELGI GUÐLAUGSSON,
áður á Jófríðarstaðavegi 7,
Hafnarfirði,
lést 26. mars.
Ingigerður Eyjólfsdóttir
og börn.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
HÖRÐUR SVAVARSSON,
jarðfræðingur á Orkustofnun,
Bæjartúni 5,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur að kvöldi sl. þriðjudags 26. mars.
Ellen Árnadóttir,
Hinrik Þór Harðarsson, Árni Már Harðarsson,
Gerður Björk Harðardóttir.
því. Fegurri minnisvarða gat hann
ekki látið eftir sig.
Fyrir um sjö áram gerði vart við
sig sá sjúkdómur er dró hann til
dauða. Þrátt fyrir góða trú um að
sigrast á sjúkdómnum hafði heilsan
farið hnignandi undir það síðasta.
Hins vegar sýndi hann slíkt vilja-
þrek samfara rólyndi og æðruleysi
að maður vildi ekki trúa öðru en
að allt færi vel.
Þorleifur'var ákaflega vandaður
maður, alltaf boðinn og búinn tii
að rétta hjálparhönd. Engan þekkti
ég sem ekki bar hlýhug til hans og
ekki var hægt að hugsa sér betri
nágranna.
Við kona mín þökkum áralanga
vináttu og vottum eiginkonu og
afkomendum samúð okkar. Ég kveð
vin minn með þakklátum huga fyr-
ir samfylgdina. Megi blessun fylgja
honum í ferðinni til birtunnar.
Áki Granz