Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTCDAGUR 28! MARZ 1991
Eignm ekki að þurfa
að búa við öryggis-
leysi í þessari borg
- segir Davíð Oddsson
„ÞOTT þessir atburdir, sem gerst hafa, kunni að vera túnabundn-
ir, er full ástæða til að taka þá mjög alvarlega. Þessir atburðir
hljóta að kalla upp öryggisleysi hjá fólki og við eigum ekki að
þurfa að búa við öryggisleysi í þessari borg,“ sagði Davíð Odds-
son borgarstjóri þegar leitað var álits hans á löggæslumálum í
borginni. „Það er óhjákvæmilegt að bregðast við með aukinni
löggæslu og virkari löggæslu. Eg hef heyrt eftir lögreglustjóra
að teldi sjálfur að lögreglan hefði ekki verið nógu virk. Hann
vildi leggja áherslu á að á því yrði breyting. Borgai’yfirvöid hljóta
að leggja höfuðáherslu á að við þessari öldu verði brugðist á
þann eina máta að styrkja þann mannskap sem á að tryggja það
að fólk geti farið óhult um þessa borg,“ sagði Davíð Oddsson.
„Ég held að meginatriðið sé að
átta sig á því að þegar borg er
komin í þá stærð sem Reykjavík
er komin í, þá þarf að sjá fyrir
miklu öruggara eftirlitskefi en nú
er. Við sjáum að það er hægt að
tryggja slíkt og tekst víða í borg-
um. Eg nefni til að mynda fjöl-
menna borg eins og Tókyó, sem
er hundraðfalt fjölmennari en
Reykjavík. Þar er talið algjörlega
öruggt að ganga um hvar sem er
að kvöldlagi. Þar er lögregla mjög
virk, mjög sjáanleg, staðsett ná-
lægt þeim stöðum þar sem fólk
fer um. Ekki endilega fjölmennari
en hér en nýtist betur og er virk-
ari en hér. Ég hef stundum velt
því fyrir mér hvort það væri hugs-
anlegt að borgin hefði sjálf
ákveðna öryggisvörslumenn á
sínum snærum sem kæmu til
víðbótar hinu venjulega lögreglu-
Iiði þegar mikið lægi við en það
þyrfti væntaniega lagabreytingu
tii að heimila slíkt“
Davíð Oddsson var spurður álits
á þeirri skoðun lögreglustjóra að
heífta þyrftí opnunartíma sölu-
vagna'í miðborginni til að hindra
að fólk safnaðist þar saman fram
eftir nóttu. „Ég ber mikla virðingu
fyrir lögreglustjóra en ég get ekki
ímyndað mér að menn ráðist frek-
ar á fólk af því að pylsuvagnar
séu opnir í borginni,“ sagði hann.
Sjá bls. 59.
Flugmannadeilan:
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Samning'anefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Flugleida og Vinnuveitendasambands íslands voru
kallaðar til samningafundar hjá ríkissáttasemjara kl. 16 í gær, eftir að flugmenn höfðu aflýst boðuðu
verkfalli á föstudag. Næsti fundur verður á þriðjudag kl. 14, en nefnd samningsaðila mun fara yfír
einstök atriði í kröfugerð flugmanna á næstu dögum.
Flugmenn aflýsa verk-
fallinu á föstudaginn
Samningaviðræður hafnar hjá ríkissáttasemjara
FELAG íslenskra atvinnuflug-
manna aflýsti í gær boðuðu sólar-
hrings verkfalli hjá Flugleiðum,
sem átti að hefjast á miðnætti
aðfaranótt föstudags. Ákvörðunin
var tekin á stjórnarfundi í hádeg-
jnu í gær og kl. 16 voru samnings-
aðilar boðaðir til sáttafundar hjá
ríkissáttasemjara. Stóð fundurinn
yfir í tvo tíma og er annar fundur
boðaður á þriðjudag. Flugmenn
lögðu fram formlega kröfugerð á
fundinum og var fallist á að setja
niður vinnuhóp til að skoða vinn-
utímareglur flugmanna og und-
irbúa áframhaldandi viðræður.
Flugmenn ákváðu að setjast að
samningaborðinu með sameiginlegri
samninganefnd Flugleiða og VSÍ.
Þá lýsti stjóm félagsins því yfir, að
nú væri útséð um að niðurstaða Fé-
Iagsdóms í máli Flugleiða gegn FÍA
liggi fyrir áður en boðað verkfall
komi tii framkvæmda.
„Félag íslenskra atvinnuflug-
manna vill ekki valda Flugleiðum
tjóni með ólögmætum hætti. Meðan
einhver minnsti vafi er á því að hið
umdeilda verkfall sé iöglegt, vill fé-
lagið ekki halda því til streitu og kýs
því að afboða það að sinni. Formleg
og endurskoðuð kröfugerð verður
hins vegar send til Flugleiða og ríkis-
sáttasemjara nú þegar og ef ekki
nást samningar, mun málinu verða
fylgt eftir með verkfalli þótt síðar
verði,“ segir í yfirlýsingu stjórnar
FÍA í gær. Þar segir einnig að verk-
fallsréttur félagsins sé óumdeildur
og að ljóst sé að samningaviðræður
séu vonlausar fyrir milligöngu VSÍ.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar,
ríkissáttasemjara, var farið yfír stöðu
málsins í gær og náðist samkomulag
um í hvaða röð einstakar kröfur
verða teknar fyrir í viðræðunum.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að verkfallsboðunin
Hækkun á gengi Bandarlkjadollars:
hefði þegar valdið félaginu nokkru
tjóni. 1.200 farþegar voru bókaðir í
millilandaflug hjá Flugleiðum á
föstudag en gerðar höfðu verið ýms-
ar ráðstafanir til að koma þeim á
áfangastað með öðrum félögum eða
með því að færa til ferðaáætlanir.
Þá sagði Einar að lokað hefði verið
á bókanir í flug á föstudag umyiokk-
urn tíma, sem hefði valdið félaginu
einhveiju tjóni. Sagði hann að ekki
yrði flogið til Kaupmannahafnar á
föstudag og myndu farþegar þangað
því þurfa að fara um Osló og til
baka um Gautaborg. „Að öðru Ieyti
munum við halda uppi flugi sam-
.kvæmt áætlun. Fréttir af verkfallinu
höfðu borist á ferðamarkaðinn er-
lendis og hafa valdið skaða sem er-
fitt er að meta,“ .sagði hann.
Frystingin eykur framleiðslu
þorsks á Bandaríkjamarkað
VEGNA hækkunar á gengi dollars eru eigendur frystitogara og
hraðfrystihúsa að undirbúa breytingar á framleiðslunni, að auka
framleiðslu á frystum þorski fyrir Bandaríkjamarkað sem nú er
hagkvæmari en áður en minnka að sama skapi framleiðslu fyrir
Evrópumarkað. Styttri tíma tekur að breyta framleiðslunni um borð
í frystitogurunum og eru margar útgerðir þegar búnar að breyta
um áherslur. Bjami Lúðvíksson framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að með
auknu framboði á Bandaríkjamarkað væri hætta á að verðið þar
lækkaði eitthvað. Hækkun dollarans setur strik í reikninginn hjá
fyrirtækjum sem flytja inn vörur frá Bandaríkjunum og skulda mik-
ið í dollurum.
Sölugengi dollarans var komið í
59,93 kr. í fyrradag en lækkaði lítil-
lega aftur í gærmorgun, eða í 59,74
kr. Um síðustu áramót var gengi
dollarans 55,47 kr. og hefur því
hækkað um 4,27 krónur, eða 7,7%,
á árinu. Lægst fór gengið reyndar
í Persaflóastríðinu, rétt fyrir miðjan
febrúar, 53,49 kr.
Bjarni Lúðvíksson sagði að staða
dollarans hefði styricst um 10%
gagnvart þýsku marki í þessum
mánuði. Taldi hann óraunhæft að
ætla að það héldist. „Fiskurinn
rennur á milli markaða, fer þangað
sem hæsta verðið er greitt og verð-
ið jafnar sig eftir framboðinu,“
sagði hann.
Framleiðsla á frystum þorski fyr-
ir Bandaríkjamarkað hefur aukist
ap undanfömu. Bjami taldi að það
væri fyrst ögTfemsfvégna þess~
að afli togaranna hefði verið að
glæðast en einnig mætti rekja það
til þess að verðið í Bandáríkjunum
hefði verið að hækka hægt og
bítandi. Ahugi manna á þessum
markaði ykist um allan helming við
styrkingu dollarans að undanfömu.
Sagði hann að útgerðir fzystitogar-
anna væru sumar þegar búnar að
breyta framleiðslunni og sami áhugi
væri í frystihúsunum en breyting-
amar þar væm vandasamari og
tækju lengri tíma.
Sigurður Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri frystihússins Voga
hf. í Vogum, sem flytur út ferskan
og frosinn físk, aðallega til Banda-
ríkjanna, sagði að hækkun dollar-
ans lagaði mjög stöðu þeirra sem
framleiddu fyrir Bandaríkjamarkað
en árið í fyrra hefði verið þeim
mjðgerfitt.Hanfr sagðtþó að hækk-
un á tillagi í Verðjöfnunarsjóð setti
mikið strik í reikninginn, minnkaði
það sem fyrirtækið fengi fyrir hvern
dollar um 2-3 krónur. Sigurður
sagði að fískverð á Bandarílqa-
markaði hefði verið óhóflega hátt
að undanfömu vegna fiskskorts og
það hlyti að lækka við aukið fram-
boð.
Kemur illa viðýmsa
Hækkun dollarans kemur illa við
ýmis fyrirtæki. Sigurður Á. Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Jötuns
hf. sem flytur m.a. inn bíla frá
Bandaríkjunum, sagði að hækkun
dollarans raskaði öllum áætlunum
fyrirtækisins. Jötunn hefði ætlað
að nýta vel lágt gengi dollarans og
pantað mikið af bandarískum bílum
skömmu áður en dollarinn fór að
hækka. Nú yrðu þeir að hækka
verð bílanna í takt við hækkun doll-
arans. Miðað við það verð sem var
á dollar í fyrradag þarf að hækka
Chevrolet Corsica úr 1.300 þúsund
í 1.417 þúsund og Chevrolet Caprice
Classic úr 3.000 þúsund í 3.270
þúsund, eða um 270 þúsund kr.
Sigurður sagði að sveiflur á gengi
dollars væru erfíðar fyrir fyrirtæki
sem flyttu mikið inn frá Banda-
ríkjunum. Það væri ákaflega slæmt
að hér á landi væri ekki leyfílegt
"að kaupa erlendaiTgáldéýri frarir í'
tímann eins og tíðkaðist erlendis.
Ef það mætti hér hefði Jötunn get-
að nýtt sér lágt gengi dollarans
fyrr á árinu og tryggt sig fyrir
verðsveiflum með því að kaupa
gjaldeyri til þriggja mánaða.
Við hækkun dollarans frá ára-
mótum hækka dollaraskuldir
íslenskra fyrirtækja. Til dæmis
hækka skuldir Flugleiða vegna end-
umýjunar flugflotans um hátt í einn
milljarð kr. Á móti kemur að flug-
flotinn er endurmetinn í dollurum.
Almennt séð hefur hækkun dollar-
ans neikvæð áhrif á hag félagsins
vegna þess að stærri hluti gjalda
en tekna er í dollurum. Ekki hefur
orðið vart við aukið framboð hluta-
bréfa í Flugleiðum vegna þessa eft-
ir þvf sem Morgunblaðið kemst
næst og ekki orðið verðbreytingar
á gengi hlutabréfanna.
Álafoss hefur unnið að því að
minnka vægi dollarans í sölu sinni
og hafa breytingar á gengi dollar-
ans því ekki eins afgerandi áhrif
til hins betra hjá félaginu og lækk-
un dollarans í fyrra hafði til hins
verra. Álafoss skuldar mikið í doll-
umm og hækka skuldir félagsins
því í takt við hækkun dollarans.
Kaup á aðföngum skiptast á milli
gjaldmiðla í svipuðu hlutfalli og_
skuTðírl
Qlíufélagið hf.:
Geir Magnús-
son ráð-
inn fram-
kvæmdastjóri
GEIR Magnússon, bankastjóri í
Samvinnubankanum, var ráðinn
framkvæmdastjóri Olíufélagsins
hf. á stjórnarfundi í fyrirtækinu
i gær.
Geir tekur við af Vilhjálmi Jóns-
syni, sem hefur verið framkvæmda-
stjóri í 32 ár, en lætur nú af störf-
um fyrir aldurs sakir. Geir 49 ára.
Hann er kvæntur Kristínu Björns-
dottur og eiga þau þijú börn.'"