Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 74
74 '________MOfiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAfiUR 28. 1,991_ Miiiningar úr Stýri- mannaskólanum eftir Halldór Halldórsson Flest okkar eiga góðar minningar frá þeim skólum sem við höfum stundað nám við. í tilefni þess að senn verður Stýrimannaskólinn í Reykjavík eitt hundrað ára hef ég punktað niður nokkur minnisstæð atvik sem hentu mig og fleiri á þeim árum sem ég var við nám í skólanum í byijun áttunda áratug- arins. Réttritun Eins og gengur og gerist er mannfólkið mjög misvel af guði gert til að stunda skólanám, þess utan sem það er líka mjög breyti- legt hver undirbúningsmenntunin er. Stundum verður mér hugsað til eins bekkjarfélaga míns sem hreint út sagt var búinn mjög takmörkuð- um hæfíleikum tii að taka á móti þeim fróðleik sem kennaramir helltu úr af viskubrunni sínum. Öfugt við ýmsa, þá vissi hann um þennan vanmátt sinn og hagaði sér eftir því og var jafnvel tilbúinn tii að gera stólpagrín að sjálfum sér. Þann vetur sem við fórum í fyrsta bekk hafði verið hrist upp í fögum þeim sem tungumálakennaramir kenndu, þannig að nú kenndi Þor- steinn Valdimarsson íslensku, Helgi J. Halldórsson ensku og Þórarinn Jónsson dönsku. Af hverju þetta var gert veit ég ekki en ég held að þessu hafí verið breytt í fyrra horf strax næsta vetur, þannig að Þorsteinn kenndi dönsku, Helgi ís- lensku og Þórarinn ensku. Þeir sem kynntust Þorsteini Valdimarssyni þekktu það að hann átti til að reíðast snögglega og átti þá jafnvel til að hafa um munn ekki mjög prestleg orð. Ekki má þó gleyma því að hann var oft jafn- snöggur til að taka velþekkta gieði sína aftur. Við íslenskukennsluna notaði hann þá aðferð að hann las upp nokkrar setningar og fór síðan yfír stílinn munnlega og benti á erfíð orð í stafsetningu. Við fórum þá yfír okkar eigin stíl en Ieiðréttum ekki hver hjá öðmm eða létum Þor- stem gera það. Hann_treysti okkur, en eftir yfirferðina töldum við sam- an villumar og gáfum þær upp þegar hann kallaði upp nafn okkar. Af einhverjum ástæðum höfðu nokkrir nemendur tekið upp á því að telja aldreí nema eina villu í orði jafnvel þó þær væru nokkrar í erfiðum og löngum orðum. Að þessu komst Þorsteinn og nú fauk í minn mann. Tók hann sem dæmi orðið birgðageymslan ef það væri skrifað birðageimslann. „Þetta eru þrjár villur og þið eigið að telja þær það,“ sagði hann fokvondur. Nú varð grafarþögn í smástund, en þá gall við í þeím sem við héldum að stæði alllangt að baki okkur hinum: „Geriði bara eins og ég. Sleppiði orðinu og teljið það sem eina villu!“ Nú sprakk allur bekkurinn en inni- legast held ég að Þorsteinn Valdi- marsson hafí hlegið. Að læra heima Áður en ég hóf nám við Stýri- mannaskólann þekkti ég ekkert til þeirra manna sem störfuðu við hann nema að skólastjórinn var Jónas Sigurðsson og Þorsteinn Gíslason kenndi við skólann, en hann var velþekktur síldarskipstjóri á þessum árum og raunar alþingismaður líka. Ég var svo heppinn að fá hann fyrir siglingafræðikennara fyrsta veturinn minn í skólanum og kom það vel út og ég ánægður með árangur minn eftir veturinn. Svo vildi til að þær tíu kennslustundir sem voru í siglingafræði á viku var raðað í tvo fyrstu tímana frá mánu- degí til föstudags. Oft fengum við heimadæmi yfír helgar og var farið yfír þau á mánudagsmorgni. Þessi heimadæmi voru oftast prófblöð fyrri ára og yfírleitt þijú dæmi og þá það fyrsta langstærst. Var þetta mjög árangursrík kennsluaðferð sem skilaði góðum árangri. Það brá nú samt svo við að nokkrir léku það að þegar þeir stoppuðu, af einhveij- um ástæðum í fyrsta dæminu, þá slepptu þeir hinum tveim dæmunum líka og mættu svo í skólann á mánu- dagsmorgun og skrifuðu bara upp af töfíunni þegar Þorsteinn fór yfir dæmin. Einn mánudagsmorguninn þegar Þorsteinn kemur inn í kennslustof- una bregður svo við að hurðin skell- ur nokkuð harkaiega að stöfum á eftir honum. Ekki var okkur ljóst hvort það stafaði af því að nokkur súgur var í stofunni eða hvort Þor- steinn var í slæmu skapi og lokaði hurðinni þess vegna harkalega á eftir sér. Þegar hann svo greip í kennarastólinn og rykkti í hann og hlammaði sér í hann, var hins veg- ar öllum ljóst að Þorsteinn var í slæmu skapi. Varla hafði hann sest þegar hann segir. „Já, þið áttuð að reikna dæmi heima yfir helgina. Það er rétt að sjá einu sinni hvem- ig það hefur gengið." Hann stóð nú upp og byijaði að ganga milli nemendanna. Einsog venjulega höfðu ekki allír lokið við dæmin og fengu allrr að vita hveijir það voru um leið og Þorsteinn komst að því. Þegar hann hafði gengið á milli allra nemendanna sagði hann frá því að í þessum 19 manna bekk væru 14 nemendur sem hefðu gert dæmin heima og auk þess fímm sem væru svo klárir að þeir teldu sig ekki hafa þurft þess. Nú fór Þor- steinn yfir dæmin á • töflunni og þegar hann var búinn var fyrri kennslustundin úti. í frímínútunum vorum við að stinga saman nefjum yfír því af hveiju hann væri í svona slæmu skapi og það svo snemma dags. Þegar Þorsteinn kemur svo inn í stofuna í bytjun seinni tímans leggur hann hurðina ósköp nett aftur og segir eitthvað á þessa leið: „Jæja, ætli skapið sé ekki komið niður á jörðina eftir að ég er búinn að fá mér kaffisopa." Nú varð sú breyting á að allir gerðu heimadæmin sín það sem eftir var vetrar. Árangurinn um vorið varð líka mjög góður og er ég ekki í nokkrum vafa um að auk- ið heimanám átti sinn þátt í því. En það var ein spurning sem brann á vörum mínum: Hafði Þor- steinn verið að leika það að vera í slæmu skapi eða hafði hann í raun og veru verið það? Ég gat að sjálfsögðu ekki spurt hann um það meðan ég var við nám í skólanum. Þegar kom að því að ég hafði lokið því notaði ég fyrsta tækifærið til að spyrja Þorstein um það. Þorsteinn hugsaði sig um og ég beið spenntur eftir svari hans. „Ég man nú bara alls ekkert eftir þessu, Dóri,“ sagði hann þá. Og hvernig sem það nú var gat hann ómögulega rifjað þetta atvik upp. Spumingunni er því ósvarað og hvort árangurinn eftir veturinn er frábærlega vel uppsettu leikatriði að þakka eða ekki, er og verður ósvarað. Dansleikjahald Eitthvað er það sem gerir að sumir eru valdir af félögum sínum tíl að vera í forsvari fyrir þá og er gott dæmi um það hveijir eru kosn- ir í ýmsar stjómir og nefndir í skól- um. Það er nær útilokað fyrir mig Þessa mynd teiknaði Halldór Pétursson 1972 af skólastjóra og kennurum Stýrimannaskólans. Efst er Skúli Möller en aðrir frá vinstri eru: Ingólfur Þórðarson, Þorvaldur Ingibergsson, Þor- steinn Valdimarsson, Víðir Sig- urðsson, Þorbjörg Helgadóttir, Þórarinn Jónsson, Helgi J. Hall- dórsson, Benedikt H. Alfonsson, Ásmundur Hallgrímsson, Þor- steinn Gíslason og Jónas Sigurðs- son skólastjóri. að reyna að Iýsa því hvað það er sem veldur því _að sumir eru kosnir en aðrir ekki. Ástæðan er einfald- lega sú að ég hef mjög oft lent í þvl að verða skotmarkið í kosning- um. Það er svo önnur saga að ég hef haft litla ánægju af þessum störfum og raunar stundum nokkra mæðu þó það sé heldur betur annað en þeir halda sem í kringum mig hafa verið. Eitt af því fyrsta sem ég komst að raun um eftir kosningu í stjóm skólafélags Stýrimannaskólans var að langmesta starfið var við að halda skemmtanir og böll fyrir nem- endur um helgar. Voru þau oftast haldin í Silfurtunglinu sem var skemmtistaður í einu horni þess húss við Snorrabraut sem nú kall- ast Bíóborgin. Smá pappírsvinna var við að halda þessi böll. Það þurfti að fá leyfí hjá Lögreglustjóra- embættinu, undanþágu hjá Toll- stjóra fyrir greiðslu skemmtana- skatts, útvega hljómsveit o.s.frv. Þar sem húsið var opið þeim sem voru orðnir 18 ára en sala á vínveit- ingum miðaðist við 20 ár var þeim ætlað sem unnu á börunum að fylgj- ast með því að sala færi ekki fram til þeirra sem ekki höfðu náð 20 ára aldri. Það var svo annað mál að skömmu áður en ég hélt fyrsta ballið hafði orðið nokkuð uppistand við skemmtistaðinn Sigtún við Austurvöll þar sem menntaskóla- nemar héldu ball. Flestir vissu að inn á böllin var hleypt miklu fleirum en leyfíliegt var til að dæmið gengi betur upp ijárhagslega. í þessu til- felli höfðu verið seldir miðar í skól- anum fyrir ballið en þegar opnað var höfðu eftirlitsmenn frá lögregl- unni mætt á staðinn og talið inn og þegar húsið var orðið fullt höfðu þeir stöðvað aðganginn. Það voru svo þeir sem voru utandyra og höfðu miða sem stóðu fyrir ein- hveijum látum. Þetta olli því að Lögreglustjóraembættið hafði sett það sem skilyrði að einn kennari væri við eftirlitsstörf þegar skóla- nemar héldu böll. Ég hafði reynt að benda fulltrúa hjá Lögreglu- stjóraembættinu á að 85% af nem- endum Stýrimannaskólans væru orðnir tvítugir og margir hveijir ráðsettir fjölskyldumenn og því væri út í hött að flokka nemendur skólans saman með nemendum menntaskólanna. Á þessi rök var ekki hlustað og ég varð því að fá einn kennara tíl að „passa!“ Það gekk ekki vel en loks fékk ég Skúla Möller til starfsins. Allt gekk vel við fyrsta ballið en svo kom að því næsta... Nú gat Skúli ekki komið og ég fékk engan kennara í hans stað. Eg varð því að láta slag standa og treysta á að eftirlitsmaðurinn kæmi ekki á staðinn eða alla vega spyrð- ist ekki fyrir um kennarann. Mér hafði tekist að fá tvo nemendur með mér til að sjá um miðasöluna og gat því setið rólegur inni en það taldi ég mig eiga skilið vegna um- stangsins sem var alltaf við böllin. En það var öðru nær. Nú kom stormandi annar af þeim sem var við miðasöluna og spurði hvar Skúli væri því hann væri kominn frá eftir- litinu og þeir væru alveg að verða búnir að selja inn leyfilegan íjölda. Ég kváði við og sagðist ekki hafa fengið neinn kennara. Nú voru góð ráð dýr í orðsins fyllstu merkingu. Allt í einu datt mér ráð í hug. Ég sjálfur færi bara út bakdyramegin og kæmi svo aðaldyramegin og segðist heita Skúli Möller! Og þetta gerði ég. Þegar ég kom í anddyrið spurði ég eftir því hvort það væri ekki hér sem Stýrimannaskólanem- ar væru að halda ball. Ég héti Skúli Möller og væri kennari við skólann og ætti að líta eftir nemendunum. Þá heyrðist í eftirlitsmanninum að hann hefði einmitt verið að bíða eftir mér. Þessi eftirlitsmaður var nokkuð við aldur og ég vissi til þess að hann hætti störfum nokkru síðar. Við löbbuðum síðan inn og ræddum málin. Ég heyrði strax að þessi eftirlitsstörf voru að miklu lejdi til málamynda og hér væri lít- ið til að hafa áhyggjur af. Ég var hins vegar í alveg einstöku tæki- færi sem ég hef aldrei verið í fyrr og síðar. Þetta var einfaldlega það að ég („Skúli Möller") gat hrósað formanni Skólafélagsins (mér!) upp úr skónum og sagt að enginn í skó- lanum eða hjá Lögreglustjóraemb- ættinu þyrfti að hafa áhyggjur meðan hann (ég!) sæi um að halda böllin vegna samviskusemi og lög- hlýðni. Fljótlega fór eftirlitsmaður- inn enda hafði hann ýmsum erind- um að sinna á öðrum böllum. Um leið byijuðum við að selja inn áfram og kom ballið mjög vel út fjárhags- lega. Starfsmaður og eigandi hússins höfðu fylgst með öllu úr fjarlægð, þeir Axel Magnússon í Silfurtungl- inu og Skúli Jón Sigurðarson dyra- vörður og satt best að segja höfðu þeir haft gaman af. Það hafa ótal ævintýri gerst fyrr og síðar við dyr dansstaða en ekki fór miili mála að þetta fannst þeim vera mjög eftirminnilegt. En sagan var ekki öll. Það lá fyrir mér að greina Skúla Möller á mánudagsmorgninum _frá þessari lántöku á nafni hans. Ég gerði mér ljóst að það gat ekki skipt nema í tvö hom með viðbrögð hans: Hann myndi bregðast illa við eða sæi björtu hliðina á málinu. Það var svo hreint út sagt með hjartslætti sem ég byijaði að greina Skúla frá því að við hefðum haldið ball á laugardaginn og eftirlitsmað- urinn hefði komið og spurt eftir kennaranum ... Allt í einu áttaði Skúli sig á hvemig i öllu lá og fór að skellihlæja og var það hlátur sem sannarlega kom beint frá hjartanu. Þá rann það upp fyrir mér að Skúli hafði á sínum tíma verið nemandi í skólanum og verið í því að halda böll og þekkti þetta allt frá fyrstu hendi. Hefur mér sjaldan létt eins mikið og snögglega og á þessari stundu. Og sagan var ekki alveg öll. Nokkmm dögtim síðar brá ég mér niður á Lögreglustöð og talaði við þann fulltrúa sem ég hafði oftast talað við, en það var Ásgeir Frið- jónsson. Ég vissi að það var gerð skýrsla eftir hveija helgi og eftir að hafa spurt hvort ballið hefði ekki gengið ágætlega fyrir sig, spurði ég hvort ég gæti fengið að sjá skýrsluna. Var það velkomið. Én skýrslan var hreint út sagt eftir- minnileg. Þar greindi eftirlitsmað- urinn m.a. frá því að hann hefði staðið við barinn og orðið var við að þangað kæmu sumir og væru að kaupa tvö glös. Þegar hann hafði spurt fyrir hvern aukaglasið væri hefði viðkomandi sagt að það væri fyrir „vin“ sinn. Þegar hann spurði hvort „vinurinn" væri orðinn tvítug- ur var því svarað játandi. Þá hefði hann sagt að „vinurinn" gæti keýpt sitt vín sjálfur. Svo hefði hins vegar brugðið við að „vinirnir" hefðu ekki látið sjá sig! Nú rann upp fyrir mér Ijós. Til að sýna einhvem árangur í starfi eftirlitsmanns hafði verið gripið til þess ráðs að kríta liðugt á skýrsl- una! Það var ekki hægt að segja annað en að á ýmsu gengi í skemmtanalífínu! Það er fyrst og fremst þessi at- burður sem kenndi mér hvernig svo ótalmörgu er stjómað á bak við tjöldin á íslandi. Éf ég ætti að segja frá því sem hefði komið mér best við félagsmálastörfin í Stýrimanna- skólanum þá er það að hafa lært það svona fljótt. Upp við töflu Langflestir em þannig af guði gerðir að þeir eiga sín uppáhaldsfög jafnframt því sem önnur fög eru í litlu sem engu dálæti hjá þeim. Ég er engin undantekning frá þessu og er það fag sem mér er illa við einungis eitt: danska, Ekki get ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.