Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUUAOUR 28: MARZ, .1991 Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæði og gott verð. VERÐ AÐEINS KR. 19.800,- stgr Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. EinarJ. Skúlason hf Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ísland í A-flokk ! Suöurland: Fundir meö iönaöarráöherra um iðnaöar- og atvinnumál Opnir stjórnmálafundir um iðnaðar- og atvinnumál í Suðurlandskjördæmi með Jóni Sigurðssyni iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Árna Gunnarssyni efsta manni á lista Alþýðuflokksins. HVERAGERÐI Laugardaginn 30. mars kl. 10.00 f.h. á Hótel Ljósbrá. . Fundarstjóri: Jóhann Sigurðsson yfirverkstjóri. VESTMANNAEYJAR Laugardaginn 30. mars kl. 16.00 í Veitingahúsinu Höfðanum. Fundarstjóri: Þorbjörn Pálsson skrifstofustjóri. ÞORLÁKSHÖFN Þriðjudaginn 2. apríl KL. 21.00 í Veitingahúsinu Duggunni. Ávarp flytur Alda Kristjánsdóttir husmóðir. Fundarstjóri: Oddný Kristjánsdóttir skrifstofumaður. Suöurnes: Fundur meö utanríkisráöherra Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra verður á opnum fundi í Stapa, miðvikudagskvöldið 3. apríl kl. 20.30. Á fundinum mun Jón Baldvin ræða nýjustu atburði á vettvangi stjórnmálanna og málefni Keflavíkurflugvallar. Einnig koma á fundinn Karl Steinar Guðnason og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismenn. Fundarstjóri: Guðfinnur Sigurvinson bæjarfulltrúi. ALÞÝÐUFLOKKURINN Nemenda- leikhúsið í Borgar- leikhúsinu NEMENDALEIKHÚS Leiklist- arskóla íslands frumýnir í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavík- ur, nýtt íslenskt leikrit á stóra sviði Borgarleikhússins 7. apríl nk. í Nemendaleikhúsi 1990-1991 eru: Ari Matthíasson, Gunnar Helg- ason, Halldóra Björnsdóttir, Ingi- björg Gréta Gísladóttir, Magnús Jónson, Þorsteinn Bachmann, Þor- steinn Guðmundsson og Þórey Sig- þórsdóttir. Þetta er síðasta verkefni vetrarins hjá þessum nemendum, en 25. maí næstkomandi munu þau útskrifast úr Leiklistarskóla íslands sem fullgildir leikarar. Höfundur verksins er Kjartan Ragnarsson sem hefur samið ijölda leikrita og er þetta í annað sinn sem hann semur fyrir Nemendaleikhús- ið. Nýja leikritið ber heitið Damp- skipið ísland. Eins og nafnið gefur til kynna gerist verkið um borð í skipi sem kom til landsins eftir fyrri heimsstyijöldina. Um borð lendir ólíkt fólk í óvæntu návígi og leynd- armál bijótast á óþægilegan hátt upp á yfirborðið. Kjartan leikstýrir einnig sýnipgunni. HOfundur leikmyndar er Grétar Reynisson. Um tónlist sýningarinn- ar sér Egill Ólafsson sem einnig leikur, syngur og dansar í sýning- unni. Tveir aðrir gestaleikarar koma fram, þær Anna S. Einars- dóttir og Guðný Helgadóttir. Hönn- uður lýsingar er Lárus Björnsson sem er fastráðinn starfsmaður Leik- félagsins. (Úr frcttatilkynningu) --------------- * Atak í at- viimuinál- um í Mýrdal ÍBÚAR í Mýrdalshreppi hafa ávkeðið að taka höndum saman og vinna skipulega að uppbygg- ingu í hreppnum undir kjörorð- inu Framtíð, átaksverkefni í at- vinnumálum í Mýrdalshreppi. Eiginlegt upphaf þessarar vinnu var með svokallaðri leitarráðstefnu sem haldin var laugardagana 16. og 23. mars. íbúar í hreppnum eru 599, þar af voru 60-70 eða um 12% íbúa, á ráðstsefnu þessa daga. Mýrdalshreppur er samfélag sem að mestu hefur byggt upp í kringum landbúnað og þjónustu og eins og málum er háttað í dag er knýjandi þörf á að unnið sé með atvinnumál og raunar tilverugrundvöll samfé- lagsins í viðu samhengi, segir í fréttatilkynningu. ------*-*-*---- Athugasemd Júlíus Hafstein borgarfulltrúi hafði samband við blaðið vegna fréttar sem kom s.l. sunnudag og vildi gera eftirfarandi athuga- semd: Engin ákvörðun liggur fyrir mér vitandi um stofnun sérstaks fyrir- tækis um almenna neyðarþjónustu með þátttöku borgarinnar, eins og fram kom í umræddri frétt, sem höfð var eftir Hrólfi Jónssyni vara- slökkviliðsstjóra. Svipuð þjónusta er veitt af einkafyrirtækjum, s.s. Securitas og Vara, og hefur borgin átt viðskipti við þau fyrirtæki. Það er ekki stefna sjálfstæðismanna í borgarstjórn að stofna fyrirtæki til að fara í samkeppni við einkafyrir- tæki á þessu sviði, heldur ber að kanna hvort þessi fyrirtæki geti tekið að sér þá þjónustu sem um er rætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.