Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 56
’ÍÍMSÖ §t5MM 56 Áttatíu og fimm fá úthlut- un úr Launasjóði rithöfunda Stjóm Launasjóðs rithöfunda hefur lokið afgreiðslu umsókna um greiðslur úr sjóðnum fyrir árið 1991. í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samsvarandi byijunar- launum framhaldsskólakennara. Þessi laun eru kr. 74.049. Alls bár- ust 199 umsóknir og sótt var um rúmlega 1.100 mánaðarlaun en til úthlutunar var upphæð sem sam- svarar um 327 mánaðarlaunum. Hægt var að verða við 85 umsókn- um en 114 umsækjendum var synj- að um fyrirgreiðslu. Starfslaunum úr sjóðnum var úthlutað þannig: Níu mánaða starfslaun hlutu: Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðar- dóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir. Sex mánaða starfslaun hlutu: Birgir Sigurðsson, Einar Kára- son, Fríða A. Sigurðardóttir, Guð- bergur Bergsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Steinsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigurður Pálsson, Stefán Hörður Grímsson, Þórarinn Eldjárn, Þorsteinn frá Hamri og Þórunn Valdimarsdóttir. Fjögurra mánaða starfslaun hlutu: Andrés Indriðason, Auður Har- alds, Böðvar Guðmundsson, Guð- mundur Andri Thorsson, Guðmund- ur Ólafsson, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Harð- arson, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Karlsson, Nína Björk Árnadóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Rúnar Ár- mann Artúrsson, Sigfús Bjartmars- son, Siguijón Sigurðsson Sjón, og Þorgeir Þorgeirson. Þriggja mánaða starfslaun hlutu: Málmblásarar í Reykjavík. Skírdagstónleikar í Hafnarborg MÁLMBLÁSARAR í Reykjavík, félagar úr Sinfóníuhljómveit ís- lands, halda tónieika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, á skírdag, 28. mars, kl. 16.00. Fyrstu tónleikar þessa hóps, sem hittist einu sinni á ári til tónleika- halds, voru haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík á skírdag 1988. Þetta er því fjórða árið sem skírdagstón- leikar verða á vegum hópsins og jafnframt í þriðja sinn í Hafnarborg. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar fimm aldir. Elsta verkið er frá j)ví um 1600 og það yngsta var samið í vetur, en það er eftir Oliver Kentish, sem samdi verk sitt sérstaklega fyrir skírdagshópinn. Ennfremur verða leikin verk eftir Bozza, Baeh, Áskel Másson o.fl. Alþingiskosningarnar 20. apríl; Anton Helgi Jónsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Ásgeir Jakobsson, Berglind Gunnarsdóttir, Birgir Svan Símonarson, Björn Th. Bjömsson, Egill Egilsson, Eiríkur Brynjólfsson, Elísabet Þorgeirsdótt- ir, Geir Kristjánsson, Guðmundur Steinsson, Guðjón Sveinsson, Guð- laugur Arason, Hannes Sigfússon, Hjörtur Pálsson, Inga Huld Hákon- ardóttir, Ingunn Þóra Magnúsdótt- ir, Iðunn Steinsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, _ Jón Hallur Stef- ánssosn, Jón Óskar, Jónas Þor- bjamarson, Kjartan Ámason, Krist- ján frá Djúpalæk, Kristján Jóhann Jónsson, Kristján Kristjánsson, Magnea frá Kleifum (Magnúsdótt- ir), Ólafur Gunnarsson; Olga Guð- rún Árnadóttir, Óskar Árni Óskars- son, fjetur Hafstein Lárusson, Sig- fús Daðason, Sigurður A. Magnús- son, Sveinbjöm I. Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson. Tveggja mánaða starfslaun hlutu: Anna S. Björnsdóttir, Árni Ibsen, Baldur Gunnarsson, Einar Örn Gunnarsson, Elías Mar, Elísabet Jökulsdóttir, Erlingur E. Halldórs- son, Geirlaugur Magnússon, Gunn- ar Dal, Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Steinar Jóhannsson, Sverrir Hólm- arsson, Þorri Jóhannsson, Þorvarð- ur Helgason og Óskar Aðalsteinn. (Fréttatilkynning) Frá fyrstu skóflustungu Vidalínskirkju. Ný kirkja byggð í Garðabæ FYRSTA skóflustunga að nýrri kirkju í Garðabæ var tekin laug- ardaginn 23. mars sl. Athöfnin hófst kl. 14.00 við safn- aðarheimilið Kirkjuhvol. Sóknar- presturinn, sr. Bragi Friðriksson, bauð fólkið velkomið til þessarar hátíðarstundar og síðan var sung- inn sálmur. Sr. Bragi las ritningar- orð, flutti bæn og síðan fóm við- staddir saman með Faðir vorið. Að því loknu tók formaður sóknar- nefndar, Benedikt Björnsson, fyrstu skóflustunguna að hinni nýju kirkju sem rísa á við safnaðarheimilið. Þessi nýja kirkja mun bera nafn- ið Vídalínskirkja í minningu Jóns biskups Vídalíns, en hann fæddist í Görðum á Álftanesi 20. mars 1666. Gert er ráð fyir að kirkjan verði fokheld og fullfrágengin að utan í lok þessa árs. Kirkjan er teiknuð af Skúla Norðdhal arkitekt en hann teiknaði einnig safnaðarheimilið. Varaformaður sóknarnefndar, frú Halldóra Jónsdóttir, færði Skúla blómvönd frá sóknarnefnd og þakk- aði honum vel unnin störf og gott samstarf. Athöfninni lauk með því að sr. Jónas Gíslason vígslubiskup flutti blessunarorð og helgaði stað- inn. Nýir kjósendur verða 16.694 I KOSNINGUNUM í næsta mán- uði fá 16.694 manns að kjósa í fyrsta skipti til Alþingis vegna aldurs og er það 9,1% af kjósend- um. Þá fjölgar einnig mjög þeim kjósendum sem lögheimiii eiga erlendis, eða um 65,7% og er það að hluta til vegna breyttra kosn- ingaiaga. Alls munu 5.878 íslend- ingar erlendis eiga kosningarétt, 2.332 fleiri en í siðustu alþingis- kosningum. Flestir þeirra eiga lögheimili í Svíþjóð, 2.133, og eru það fleiri kjósendur en í mörgum kaupstöðum hér á landi og litlu færri en t.d. á Isafirði. Sveitarstjórnir semja kjörskrár vegna alþingiskosninganna 20. apríl eftir kjörskrárstofnum sem Hagstofan hefur sent þeim. Á kjör- skrárstofnunum nú eru 182.947 kjósendur og er svipaður fjöldi af báðum kynjum, konur er 91.518 og karlar 91.429. Við alþingiskosn- ingarnar 1987 voru 171.402 á kjör- skrá og er fjölgunin því 11.545 manns á milli kosninga, eða 6,7%. Flestir kjósendur á kjörskrár- stofni eru í Reykjavík, 73.411, og hefur fjölgað um 6.024 eða 8,9% frá síðustu þingkosningum. Næst- flestir kjósendur eru í Reykjanes- kjördæmi, 44.387, sem er 5.033 fleira en 1987. Kjósendum á Reykj- anesi hefur fjölgað hlutfallslega mest, eða um 12,8%. Fjölgað hefur á kjörskrárstofni þriggja annarra kjördæma. Á Norðurlandi eystra eru 18.434 kjósendur (2,9% fjölg- un), á Suðurlandi 13.608 (2,6% fjölgun) og á Austurlandi 9.122 (1,1% fjölgun). í þremur kjördæm- um hefur kjósendum fækkað. Á Vestfjörðum eru 6.576 á kjörskrár- stofni, 236 eða 3,5% færra en síð- ast, á.Norðurlandi vestra eru 7.160 sem er 1,8% færra en 1987 og á Vesturlandi eru 9.889 eða 1,2% færra en í síðustu kosningum. í Fjallahreppi í Þingeyjarsýslu eru fæstir á kjörskrárstofni vegna væntanlegra kosninga, eða 8 en voru 19 við síðustu kosningar. Snæ- fjallahreppur í Isafjarðardjúpi er með litlu fleiri kjósendur, eða 9 á móti 17 fyrir fjórum árum. Meirihluti svokallaðra nýrra kjós- enda, það er þeirra sem komist hafa á kosningaaldur frá síðustu alþingiskosningum, er í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, eða alls 10.138 af 16.694 á landinu öllu. Nýir kjósendur eru þó hlutfallslega fæstir í Reykjavík, eða 7,8% af kjós- endum alls í kjördæminu, á meðan hlutfall annarra kjördæma er 9,5 til 10,6%. Ef litið er á einstök sveit- arfélög með 200 eða fleiri kjósend- ur sést að hlutfallslega flestir nýir kjósendur eru Gnúpveijahreppi í Árnessýslu, 31, sem er 14,6% kjós- enda í hreppnum, og á Stöðvarfirði í Suður-Múlasýslu þar sem eru 34 nýir eða 14,1% kjósenda í plássinu. Af þeim 5.878 kjósendum sem eiga lögheimili erlendis búa flestir í Svíþjóð, eða 2.133, 1.260 í Dan- mörku, 834 í Noregi og 566 í Bandaríkjunum. Ef sá fjöldi kjós- enda sem býr erlendis er talinn sem einn hópur sést að hann er fjöl- mennari en kjósendur í öllum sveit- arfélögum landsins öðrum en Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Jón Baldvinsson myndlistarmaður. Asmundarsalur: Stóll & mynd Á SKÍRDAG kl. 14.00 verður opnuð samsýning á verkuin þeirra Eiríks Rafns Magnússonar járnsmiðs og Jóns Baldvinssonar myndiistarmanns í Ásmundarsal við Freyjugötu. Eiríkur sýnir sérhönnuð húsgögn úr járni og gleri og nytjahluti úr ýmsum málmum. Verk Jóns á sýningunni eru mest- megnis portrettmyndir í anda nýja- málverksins. Sýningin verður opin daglega til 4. apríl milli kl. 14 og 18. Eiríkur Rafn Magnússon járn- smiður. Eitt atriði úr myndinni „Næstum því engili“. Háskólabíó sýnir mynd- iria „Næstum því engill“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Næstum því engill". Með aðalhlutverk fara Paul Hogan og Elias Koteas. Terry Dean (Hogan) er snillingur á sviði rafeindatækni og er nú að ljúka afplánun á fímm ára jangels- isdómi fyrir þjófnað þar sem haiín nýtti sér þessa sérþekkingu sína. Þegar hann er nýsloppinn út og er að spígspora í borginni og velta fyrir sér hvernig best sé að afla sér lífsviðurværis bjargar hann ungum strák undan bifreið en lendir sjálfur undir honum. Hann er fluttur á sjúkrahús og heyrir þar í svefnrof- unum samtal læknis og hjúkrunar- konu um sjúkling í næsta rúmi sem er látinn. Terry telur að átt sé við sig og deymir (af því er virðist) að hann sé kominn til himna og eigi orðastað við sjálfan Guð almáttug- an. Niðurstaðan verður sú að hann fær annað tækifæri gegn því skil- yrði að láta gott af sér leiða og hjálpa þeim sem eru í nauðum staddir._________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.