Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
8 MANNA MINIBUS
NÝTT ÚTLITAÐ FRAMAN
NÝTT ORKUSVIÐ
□ Bensínhreyfill — 2,41ítrar
□ Dieselhreyfill — 2,51ítrar
□ Eindrif eða aldrif
□ Fjölmargir möguleikar
á sætaskipan
□ Þriggja ára ábyrgð
Verð frá kr. 1.243.300
MITSUBISHI ;
MOTORS HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
Tónlistar-
hátíð Fíla-
delfíu um
páska
í TILEFNI af 55 ára afmæli
Fíladelfíusafnaðarins í
Reykjavík og 70 ára afmælisári
Hvítasunnuhreyfingarinnar á Is-
landi verður fjölbreytt tónlistar-
dagskrá í Fíladelfíu um páskana.
Hápunktur þeirrar dagskrár
verður í formi tónleika laugardag-
inn 30. mars og hefjast þeir kl.
19.00. Fíladelfíukórinn syngur
mörg af þekktustu lögum sínum og
fjöldi einsöngvara tekur einnig þátt.
Þar má m.a. nefna Ágústu Ingi-
marsdóttur, sem syngur lög á borð
við Hann snart mig sem varð eitt
vinsælasta lagið sem kórinn söng
inn á plötu.
Auk Ágústu syngja einsöng þau
Leifur Pálsson, Sigríður Þórarins-
dóttir, Geir Jón Þórisson og Sólrún
Hlöðversdóttir.
Undirleikarar verða Árni Arin-
bjarnarson, Daníel Jónasson og
Carolyn Kristjánsdóttir.
Á páskadag verður hátíðarsam-
koma kl. 16.30 þar sem söngurinn
skipar veglegan sess og flestir
söngvarar og tónlistarmenn frá
kvöldinu áður munu taka þátt.
Ræðumaður á páskadag verður
Hafliði Kristinsson, forstöðumaður
Fíladelfíusafnaðarins.
Tónlistarhátíðin endar svo með
fagnaðarsamkomu á annan dag
páska kl. 16.30.
(Fréttatilkynning)
Afmælis-
hátíð Kola-
portsins á
laugardag
Kolaportsmarkaðurinn verður
tveggja ára um þessar mundir
og verður haldið upp á það með
sérstakri karnivaihátið nk. laug-
ardag, 30. mars.
Starfsfólk og seljendur bregða
sér í búninga og gera ýmislegt
skemmtilegt í tilefni dagsins sem
verður þó með hefðbundnu mark-
aðssniði eins og aðrir laugardagar
í Kolaportinu.
Lítið annað er við að vera í höfuð-
borginni um páskana fyrir þá sem
ekki bregða sér í ferðalag og af
reynslunni frá í fyrra má telja
líklegt að mikill gestafjöldi verði í
Kolaportinu þennan dag.
Á þeim tveimur árum sem Kola-
portsmarkaðurinn hefur starfað er
talið að heildarfjöldi gesta sé kom-
inn í vel á aðra milljón og ekkert
lát virðist vera á vinsældum mark-
aðsins.
Opnunartfmi á afmælishátíðinni
verður eins og aðra laugardaga kl.
10 til 16.
(Fréttatilkynning)
■ ROKKHLJÓMS VEJTIN ís-
lenskur aðall heldur dansleik í
Njálsbúð annan í páskum. Hljóm-
sveitina skipa: Sigurgeir Sig-
mundsson, gítarleikari, Jóhannes
Eiðsson, söngvari, Magnús Stef-
ánsson,trommuleikari, Bergur
Heiðar Birgisson, bassaleikari, og
Hjörtur Howser, hljómborðsleik-
ari. Dansleikurinn stendur til kl.
3.00.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!