Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Að búa sig iindir lífíð eftirÓLAF SKÚLASON biskup Gleðilega páska. Það tala margir um páskahret. Sumum þykir það við hæfi að dirf- ast ekki að fagna yfir vorþey og ljúfu veðri fyrir páska, af því að næstum því megi telja ömggt, að hret komi og kæfi allt í fönn og frysti brumknappana, sem vora of fljótir á sér. Engu að síður segjum við gleði- lega páska. Og þeir eru ekki fáir, sem taka sér ekki aðeins orðin í munn af fylgispekt við hefð ára og alda, heldur er þeim kveðjan sönn staðfesting á því, að fyrirheit- ið, sem tengist fæðingu Jesú, átti eftir að rætast. Konur við gröf Margt gerðist frá því konur fundu gröfina tóma. Margt hretið hefur dunið á kristinni kirkju. Ekki var alltaf í heiðan himin að sjá. Fönn- in faldi vorgróður. Frostið herpti framför. Samt glataðist vonin ekki. Og enn segjum við vonina vera svo nátengda boðskap páska, að þar verði vart gerður munur á. Konur komu að gröf og fundu hana tóma. Konur fengu fyrstar hið veglega hlutverk að flytja kunnugum tíðindin miklu um upp- risu frelsarans. Síðan skyldi allur heimur fregna. Það er gott að minnast þessa framlags kvenn- anna. Kvennaáratugurinn Nú er sá tími, sem kirkjan kall- ar kvennaáratuginn. Það gjöra samtök kirkna vítt um veröld í þakkarskyni fyrir framlag kvenna til boðunar og styrktar kristni í heiminum, en einnig til þess að minna á það, að langt er frá því, að hlutur kvenna sé jafnvel virtur og verðugt væri. Hér á Íslandi hefur ekki farið mikið fyrir kvennaáratug heims- samtaka kirkna. Við teljum okkur ekki þurfa að leiðrétta margt. Hér njóti konur jafnréttis við karla. Hér séu þær virtar svo, að síst þurfi áratug til að minna á hlut þeirra og framlag. Betur að satt væri. Betur að hlutur kvenna væri svo vel virtur, sem verðugt er. Betur að kirkjan skildi hlutskipti konunnar og hvernig kirkjan sjálf í boðun sinni og karlkenningum hugtaka hefur gert hlut konunnar lægri en skyldi. Óskandi, að við með boðskap kvennanna á hinum fyrstu páskum fyrir augum litum í eigin barm og leituðumst við að setja okkur í spor kvennanna, sem jafnvel enn í dag þurfa að hlýða á lestur, þar sem skírskotað er til bræðra en systur ei nefndar, og syni hafna í hásæti Guðs sem frið- flytjendur. Enda þótt í endurskoð- un Biblíuþýðingarinnar frá 1981 sé nú talað um Guðs böm í sæíu- boðum íjallræðunnar, en ekki að- eins syni. Og þyrftu fleiri lagfær- ingar að sjást í þeirri nýju þýð- ingu, sem nú er unnið að. Að búa sig undir svefninn Mér þótti merkilegt að leik- mannastefnu nýafstaðinni, hve hlutur kvenna fer vaxandi einnig þar. Vissulega eiga þær að skipa þar veglegt sæti eins og í ráðum kirkjunnar og nefndum. Þær. kunna líka að miðla því, sem öðram gagnast vel og nýta reynslu sína af því að hlú að hinum viðkvæm- asta gróðri, sem hret geta auðveld- lega spillt og fönn kalið. Þar á ég Konurnar við gröfina (Mark. 16, 5). Teikning eftir Gustave Doré úr bókinni Biblían í myndum (1989). við uppeldi barna og forsjá heimil- is. Og seint mun ég gleyma orðum einnar konunnar á leikmanna- stefnu, sem spurði, hvort enn mundi það víða iðkað að hvetja börn til að búa sig undir svefninn. Hún sagðist óttast það, að þessi hvatning heyrðist ekki lengur. Túlkun hennar á orðtakinu að búa sig undir svefninn, var að börnin tækju nú saman dótið sitt, gengju frá því, þar sem það ætti að geym- ast, ættu' síðan rólega stund og hljóða, áður en spenntar væru greipar í kvöldbæninni, sem pabbi eða mamma eða bæði tækju þátt í með þeim. „En er bænin ef til vill horfin líka af mörgum heimil- um,“ spurði hún, „rétt eins og það er að verða framandi að búa sig undir svefninn.“ Að búa sig undir lífið Og við hugsum til barrianna, sem njóta ekki leiðsagnar að lind bænarinnar. Sjáum fyrir okkur börn, sem eru rekin í rúmið með köll í eyrum og hávaðann frá því, sem síðast mætti þeim í sjónvarp- inu til að fylgja þeim yfir í drauma- landið. Og við spyijum með kon- unni á leikmannastefnu Þjóðkirkj- unnar, hvort vanræksla fjölda heimila við að búa börn undir svefninn í friði og bænargjörð hafi ekki það í för með sér, að þau séu síður búin undir lífið sjálft. Og þurfum reyndar ekki að spyrja. Við kunrium svarið utan að. Og þótt við viljum gleyma því, þá eram við stöðuglega minnt á það í frétt- um fjölmiðla af börnum og ungl- ingum, sem vora ekki undirbúin fyrir lifið og hefur hrakið af leið réttlætis og friðar yfir í ógöngur ofbeldis, fíknar og spillingar. Og ég spyr sjálfan mig að því, hvort skipbrot svo margra megi rekja til þess, að þau voru ekki búin undir svefninn með þeim hætti, sem að framan er lýst. Von í nýrri sköpun Páskarnir flytja í boðskap sínum nýja von. Hún var svo máttug fyr- ir nærfeilt tvö þúsund árum, að hún olli straumhvörfum í stefnu mannkyns. En þessi elfur, sem rann frá Golgata um Jerúsalem og út um Galíleu og þaðan til heimsins alls, þarf á því að halda, að við ryðjum hindrunum úr vegi og sprengjum stíflur. „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ er hluti af boðskap fyrirheitisins, sem við tengjum nýju lífi í fagnandi boðskap pásk- anna. Og bæn okkar nú er sú, svo sem hún hefur alla tíð verið, að við rhegnum að taka -þannig á móti hinum upprisna, að nýtt líf skapist. Við bjóðum hvert öðru gleðilega páska. Sá er boðskapur lífsins að vori. Margt getur hent, margt ger- ist með öðrum hætti en helst væri kosið. En hvatning páska er að búa sig undir lífið, nýtt líf í Jesú Kristi, nýja sköpun í heilögum anda. Og á því er enginn vafi, að undirbúningur undir lífíð er ekki sístur, þegar undirbúningur fyrir svefninn er vel ræktur, í friði, í reglusemi og bæn. Og þær era ótaldar konurnar, sem hafa lagt fram ómetanlegan skerf í þeim • undirbúningi. Því er okkur hollt að hugsa um kvennaáratug og samstöðu kirkjunnar með konum. Svo vel hafa þ^er unnið kirkju sinni, allt frá því konum var fyrst trúað fyrir þeim boðskap, sem átti eftir að breyta öllu, og er að breyta öllu. Okkur líka. Sérstaklega okk- ur. Búum okkur undir lífið í anda barnsins, sem er hjálpað til að búa sig undir svefninn. Minnumst þeirray sem þar hafa hlúð að okkur og ræktum þá minningu með því að fylgja fordæmi þeirra. Slíkt veitir okkur sanna páska- gleði í ríkri þakkarkennd og hvatn- ingu til ljúfrar eftirfylgdar. Gleði- lega páska. M ITSUBISHI SANNKALLAÐ AUGNAYNDI HVAR SEM A E R L.ITIÐ ' ■■. . . , ,. ■ . - ■. ■"■;.; • GALANT stallbakur □ 5 manna lúxusbíll □ Sjálfskiptur eða handskiptur □ Eindrif eða sítengt aldrif (4WD) □ Sígilt útlit □ Verð frá kr. 1264.320 GALANT hlaðbakur □ Sjálfskiptur eða handskiptur □ Eindrif eða sítengt aldrif (4WD) □ 5 manna fólksbíll breytanlegur í 2 manna bíl með gríðarstórt farangursrými □ Verð frá kr. 1286.400 A MITSUBISHI MOTORS OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ I<L. 9 - 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-14 HEKIA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.