Morgunblaðið - 28.03.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991
25
„Takið þér hann, og dæmið hann
eftir yðar lögum.“
Guðspjallamaður
Gyðingar svöruðu:
Nr. 16d Kór
„Oss leyfist ekki að taka neinn
af lífí.“
Nr 16e Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þannig rættist orð Jesú, þegar
hann gaf til kynna, með hvaða
hætti hann átti að deyja.
Pítatus gekk þá aftur inn í höll-
ina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði
við hann:
Pílatus:
„Ert þú konungur Gyðinga?"
Guðspjallamaður
Jesús svaraði:
Jesús:
„Mælir þú þetta af sjálfum þér
eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“
Guðspjallamaður
Pílatus svaraði:
Pílatus:
„Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og
æðstu prestarnir hafa selt þig mér
í hendur. Hvað hefur þú gjört?“
Guðspjallamaður
Jesús svaraði:
Jesús:
„Mitt ríki er ekki af þessum
heimi. Væri mitt ríki af þessum
heimi, hefðu þjónar mínir barist,
svo ég yrði ekki framseldur Gyðing-
um. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“
Nr. 17 Kór '
Ó, þú mikli konungur, mikill ert þú
á öllum tímum. Hvernig get ég
kunngjört trúfesti þína nægilega?
Ekkert hjarta getur fundið neitt að
gefa þér.
Með skilningarvitum mínum fæ ég
ekkert greint
sem jafnast á við miskunn þína.
Hvernig gæti ég þá endurgoldið
kærleikverk þín með verkum
mínum?
Nr. 18a Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þá segir Pílatus við hann:
Pílatus:
„Þú ert þá konungur?"
Guðspjallamaður
Jesús svaraði:
Jesús:
„Rétt segir þú. Ég er konungur.
Til þess er ég fæddur og til þess
er ég kominn í heiminn, að ég beri
sannleikanum vitni. Hver sem er
af sannleikanum, heyrir mína
rödd.“
Guðspjallamaður
Pílatus segir við hann:
Pílatus:
„Hvað er sannleikur?"
Guðspjallamaður
Að svo mæltu gekk hann aftur
út til Gyðinga og sagði við þá:
Pílatus:
„Ég fínn enga sök hjá honum.“
„Þér eruð vanir því, að ég gefí ykk-
ur einn mann lausan á páskunum.
Viljið þér nú, að ég gefi yður lausan
konung Gyðinga?"
Guðspjallamaðúr
Þeir hrópuðu á móti:
Nr. 18b Kór
„Ekki hann, heldur Barrabas."
Nr. 18c Resitatív
(Guðspjallamaður)
Én Barrabas var ræningi. Þá lét
Pílatus taka Jesú og húðstrýkja
hann.
Nr. 19 Aríósó (Bassi)
Sjá þú, sála mín, með óttablandinni
gleði,
með beiskri þrá og líkt og klemmdu
hjarta
að eign þín stærst er geymd í sárum
Drottins.
Eins og á þyrnum þeim sem nísta
höfuð hans
blómgaðist „himnalykill“ handa þér
eða vínber yxu þér á sortulyngi
hans.
Til hans því bein án afláts sjónum
þínum.
Nr. 20 Aría (Tenór)
Hugleið nú hve bak hans, sært og
marið, er himni líkt við sjatnað
syndaflóð
þar sem regnboginn er náðartáknið
Guðs.
Dómur og krossfesting
Nr. 21a Resitatív
(Guðspjallamaður)
Hermennirnir fléttuðu kórónu úr
þyrnum og settu á höfuð honum
og lögðu yfír hann purpurakápu.
Þeir gengu hver af öðrum fyrir
hann og sögðu:
Nr. 21b Kór
„Sæll þú, konungur Gyðinga,"
Nr. 21c Resitatív
(Guðspjallamaður)
og slógu hann í andlitið.
Pílatus gekk þá aftur út fyrir og
sagði við þá:
Pílatus:
.„Nú leiði ég hann út til yðar, svo
að þér skiljið, að ég finn enga sök
hjá honum.“
Guðspjallamaður
Jesús kom þá út fyrir með þyrni-
kórónuna og í purpurakápunni. Píl-
atus segir við þá:
Pílatus:
„Sjáið manninn!"
Guðspjallamaður
Þegar æðstu prestarnir og verð-
irnir sáu hann, æptu þeir:
Nr. 21d Kór
„Krossfestu, krossfestu!“
Nr. 21e Resitatív
(Guðspjallamaður)
Pílatus sagði við þá:
Pílatus:
„Takið þér hann og krossfestið.
Ég fínn enga sök hjá honum.“
Guðspjallamaður
Gyðingar svöruðu:
Nr. 21f Kór
„Vér höfum lögmál, og sam-
kvæmt lögmálinu á hann að deyja,
því hann hefur gjört sjálfan sig að
Gyðs syni.“
Nr. 21g Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þegar Pflatus heyrði þessi orð,
varð hann enn hræddari. Hann fór
aftur inn í höllina og segir við Jesú:
Pílatus:
„Hvaðan ertu?“
Guðspjallamaður
En Jesús veitti honum ekkert
svar. Pflatus segir þá við hann:
Pflatus:
„Viltu ekki tala við mig? Veistu
ekki, að ég hef vald til að láta þig
lausan, og ég hef vald til að kross-
festa þig?“
Guðspjallamaður
Jesús svaraði:
Jesús:
„Þú hefur ekkert vald yfír mér,
ef þér væri ekki gefið það að ofan.
Fyrir því ber sá þyngri sök, sem
hefur selt mig þér í hendur."
Guðspjallamaður
Eftir þetta reyndi Pflatus enn að
láta hann lausan.
Nr. 22 Kór
Með því að þú, Guðs Sonur, varst
tekinn höndum
eignuðumst við frelsið.
Dýflissa þín er hásæti náðarinnar
í fijálsu ríki þeirra sem trúa.
Ef þú hefðir ekki gengið undir
ánauðarok
værum vér þrælar að eilífu.
Nr. 23a Resitatív
(Guðspj allamaður)
En Gyðingar æptu:
Nr. 23b Kór
„Ef þú lætur hann lausan, ert þú
ekki vinur keisarans. Hver sem
gjörir sjálfan sig að konungi, rís á
móti keisaranum.“
Nr. 23c Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þegar Pílatus heyrði þessi orð,
leiddi hann Jesú út og settist í dóm-
stólinn á stað þeim, sem nefnist
Steinhlað, á hebresku Gabbata.
Þá var aðfangadagur páska, um
hádegi. Hann sagði við Gyðinga:
Pílatus:
„Sjá þar konung yðar!“
Guðspjallamaður
Þá æptu þeir:
Nr. 23d Kór
„Burt með hann! Burt með hann!
Krossfestu hann!“
Nr. 23e Resitatív
(Guðspjallamaður)
Pílatus segir við þá:
Pílatus:
„Á ég að krossfesta konung yðar?“
Guðspjallamaður
Æðstu prestarnir svöruðu:
Nr. 23f Kór
„Vér höfum engan konung nema
keisarann.“
Nr. 23g Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þá seldi hann þeim hann í hend-
ur, að hann yrði krossfestur. Þeir
tóku þá við Jesú. Og hann bar kross
sinn og fór til staðar, sem nefnist
Hauskúpa, á hebresku Golgata.
Nr. 24 Aría (Bassi) með Kór sóló:
Hraðið ykkur, hrjáðu sálir,
komið fram úr afkimum
jjáninganna.
Hraðið ykkur!
Kór: Hvert?
Til Goltata. Takið vængi trúar-
innar og flýið.
Hvert?
Á krossins hæð,
þar blómgast ykkar heill.
Nr. 25a Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þar krossfestu þeir hann og með
honum tvo aðra sinn til hvorrar
handar; Jesús í miðið. Pflatus hafði
ritað yfírskrift og sett hana á kross-
inn. Þar stóð skrifað: Jesús frá
Nazaret, konungur Gyðinga.
Margir Gyðingar lásu þessa yfír-
skrift, því staðurinn, þar sem Jesús
var krossfestur, var nærri borginni,
og þetta var ritað á hebresku, latínu
og grísku. Þá sögðu æðstu prestar
gyðinga við Pílatus:
Nr. 25b Kór
„Skrifaðu ekki, konungur Gyð-
inga, heldur að hann hafi sagt: Ég
er konungur Gyðinga.“
Nr. 25c Resitatív
(Guðspjallamaður)
Pílatus svaraði:
Pflatus:
„Það sem ég hef skrifað, það hef
ég skrifað."
Nr. 26 Kór
í dýpi hjarta míns ljómar sífellt
nafn þitt og kross þinn mér til
gleði.
Birstu mér, Drottinn, í þeirri mynd
mér til huggunar í neyðinni.
Sýn mér, hvernig þér blæddi til
dauða.
Dauði Jesú
Nr. 27a Resitatív
(Guðspjallamaður)
Þegar hermennirnir höfðu kross-
fest Jesú, tóku þeir klæði hans og
skiptu í fjóra hluti, og fékk hver
sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn,
en hann var saumlaus, ofinn í eitt
ofan frá og niður úr. Þeir sögðu
því hver við annan:
Nr. 27b Kór
„Rífum hann ekki sundur, köst-
um heldur hlut um, hver skuli fá
hann.“
Nr. 27c Resitatív
(Guðspjallamaður)
Svo rættist ritningin:
Þeir skiptu með sér klæðum mín-
um og köstuðu hlut um kyrtil minn.
Þetta gjörðu hermennirnir. En hjá
krossi Jesú stóðu móðir hans og
móðursystir, María, kona Klópa, og
María Magdalena. -Þegar Jesús sá
móður sína standa þar og lærisvein-
inn sem hann elskaði, segir hann
við móður sína:
Jesús:
„Kona, nú er hann sonur þinn.“
Guðspjallamaður
Síðan sagði hann við lærisvein-
inn:
Jesús:
„Nú er hún móðir þín.“
_ Nr. 28 Kór
Á hinstu stund sinni kom hann
reglu á allt.
Hann hugleiddi hag móður sinnar
og fól henni forsvarsmann.
Ó, maður, gjör það sem rétt er.
Elskaðu Guð og náungann,
dey síðan án þrauta
og vertu ekki dapur.
Nr. 29 Resitatív
(Guðspjallamaður)
Ög frá þeirri stundu tók læri-
sveinninn hana heim til sín. Jesús
vissi, að allt var þegar fullkomnað.
Þá sagði hann, til þess að ritningin
rættist:
Jesús:
„Mig þyrstir."
Guðspjallamaður
Þar stóð ker fullt af ediki. Þeir
settu njarðarvött fylltan ediki á
ísópslegg og báru að munni honum.
Þegar Jesús hafði fengið edikið,
sagði hann:
Jesús:
„Það er fullkomnað."
Nr. 30 Aría (Alt)
„Það er fullkomnað.“
fHvílík huggun særðum sálum.
Þetta er síðasta stund
sorgarnæturinnar.
Hetjan frá Júda sigrar í mætti
og lýkur bardaganum.
„Það er fullkomnað.“
Nr. 31 Resitatív
(Guðspj allamaður)
Þá hneigði hann höfuðið og gaf
upp andann.
Nr. 32 Aría (Bassi) með Kór sóló:
Minn dýri Drottinn, má ég spyija
þig, Kór: Jesús,
þú sem varst dáinn
af því að þú varst
negldur á krossinn
og sagðir sjálfur: „Það er
fullkomnað,“
lifír nú að eilífu,
er ég þá núna leystur frá því að
deyja?
og í síðstri dauðaneyð
sný ég mér ei til annars
Get ég vegna kvala þinna og dauða
fengið að erfa himnaríki?
Er endurlausn alls heimsins þar með
komin?
en til þín, sem keyptir
mér frið,
ó, ljúfí Drottinn!
Þú mátt ei mæla vegna kvala þinna;
Gef mér aðeins hlut í
launum þínum
og þó þú hneigir höfuð þitt,
segir þannig með þögninni: „Já.“
ég girnist ekkert frekar.
Greftrun
Nr. 35 Resitatív
(Guðspj allamaður)
Þá rifnaði fortjald musterisins í
tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin
skalf og björgin klofnuðu, grafirnar
opnuðust og margir líkamir helgra
látinna manna risu upp.
Nr. 34 Ariósó (Tenór)
Þú, hjarta mitt,
úr því að veröld öll
kvelst í Jesú kvöl,
sólin klæðist sorgarslæðum,
fortjaldið rifnar og björgin brotna,
jörðin bifast og grafirnar opnast
af því þau líta dauða skapara síns,
hvað ætlar þú þá að gera, á þínum
stað?
Nr. 35 Aría (Sópran)
Verð mjúklátt hjarta mitt í táraflóði
til dýrðar hinum hæsta.
Seg heiminum og himni Guðs þá
neyð:
Hann Jesús þinn er dáinn.
Nr. 36 Resitatív
(Guðspjallamaður)
Nú var aðfangadagur, og til þess
að líkin væru ekki á krossunum
hvíldardaginn, báðu Gyðingar Pflat-
us að láta bijóta fótleggi þeirra og
taka líkin ofan, enda var mikil helgi
þess hvíldardags. Hermenn komu
því og brutu fótleggi þeirra, sem
með honum voru krossfestir, fyrst
annars, svo hins.
Þegar þeir komu að Jesú og sáu,
að hann var þegar dáinn, brutu
þeir ekki fótleggi hans. En einn af
hermönnunum stakk spjóti sínu í
síðu hans, og rann jafnskjótt út
blóð og vatn. Sá er séð hefur, vitn-
ar þetta, svo að þér trúið líka og
vitnisburður hans er sannur. Og
hann veit, að hann segir satt. Þetta
varð til þess, að ritningin' rættist:
„Ekkert bein hans skal brotið.“
Og enn segir önnur ritning:
„Þeir munu horfa til hans, sem
þeir stungu."
■ Nr. 37 Kór
Ó, hjálpa þú, Kristur Guðs Sonur,
með beiskri kvöl þinni
oss öllum til að hlýðnast þér
og forðast allar ódyggðir
en hugleiða dauða þinn og orsök
hans
þannig að það beri ávöxt
svo að vér megum færa þér
þakkarfórn
þótt aum séum og veiklunduð.
Nr. 38 Resitatív
(Guðspjallamaður)
Jósef frá Arímaþeu, sem var
lærisveinn Jesú, en á laun af ótta
við Gyðinga, bað síðan Pílatus að
mega taka ofan líkama Jesú. Píalt-
us leyfði það. Hann kom þá og tók
ofan líkama hans. Þar kom líka
Nikódemus, er fyrrum hafði komið
til hans um nóttina, og hafði með
sér blöndu af myrru og alóe, nær
hundrað pundum. Þeir tóku nú lík-
ama Jesú og sveipuðu hann línblæj-
um með ilmjurtunum, eins og Gyð-
ingar búa lík til greftrunar.
En á staðnum, þar sem hann var
krossfestur, var grasgarður og í
garðinum ný gröf, sem enginn hafði
enn verið lagður í. Þar lögðu þeir
Jesú, því það var aðfangadagur
Gyðinga og gröfin var nærri.
Nr. 39 Kór
Hvíl í friði heilög Drottins bein
sem græta mig ei meir.
Hvíl í friði. Gef mér einnig frið.
Gröfín, sem ykkar átti að bíða,
er ekki lengur staður neyðarinnar:
hún opnar mér himininn en lokar
víti.
Nr. 40 Kór
Lát, Drottinn, ljúfa engla þína
bera sálu mína í skaut Abrahams
þegar síðust rennur stund
en lát líkamann hvílast í svefnhúsi
sínu,
ljúft og rótt, án þjáninga og kvala
allt til dómsdags.
Vek mig þá frá dauða
svo að augu mín megi líta þig
í æðstri gleði, ó, Sonur Guðs,
frelsari minn og hásæti náðarinnar.
Drottinn Jesú Kristur, heyr þá
bæn.
og
Glcdilega páska
Hradnétta veitingastaöur
í hjarta bongarinnar
KhikUngastaóurinn
SOUTHERN FRIED
CHICKEN
áhorni
Tryggvagötu og Posthusstrætis
Simi 16480