Morgunblaðið - 21.03.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 21.03.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 11 FRÉTTIR Oskað tillagna frá bisk- upi vegna jafnréttiskæru DÓMS- og kirkjumálaráðherra ætlar að fara fram á það við biskup íslands að hann leggi fram tillögur um lausn vegna kæru á veitingu Grenjaðarstaðarprestakalls í fyrra. Kærunefnd jafnréttismála telur að jafnréttislög hafi verið brotin þar sem kærandi hafi verið hæfari en sá sem starfið hlaut. Fjórir sóttu á sínum tíma um embættið, þau sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sr. Stína Gísla- dóttir, Sveinbjörn Bjarnason guðfræðingur og sr. Þorgrímur Daníelsson. Valnefndin sam- þykkti einróma að veita skyldi sr. Þorgrími Daníelssyni embættið en hann var þá prestur í Norðfjarðarprestakalli. Sr. Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, kærði niðurstöðuna. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður Sól- veigar Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráð- herra, segir að þegar niðurstaða valnefndar sé einróma séu biskup og ráðherra bundnir af henni við veitingu embættis. Ingvi Hrafn segir ráðherra munu óska eftir tillögu frá Karli Sig- urbjörnssyni biskup um lausn á málinu og segir aðstoðarmaðurinn ráðherra vilja fylgja því eft- ir. Farið hafi verið yfir rökin í niðurstöðu kærunefndar og málið skoðað frá öllum hliðum. Jafnréttisnefnd kirkjunnar úrskurðaði á síð- asta sumri að rökstuðningur valnefndar hefði verið ófullnægjandi og flest benti til þess að bæði hefðu verið brotin jafnréttislög og brotið gegn jafnréttisáætlun kirkjunnar þar sem kon- an hefði meiri reynslu og menntun en karlmað- urinn. Meðal þess sem kærunefndin nefndi í rökum sínum var að jafnræðis hefði ekki verið gætt hjá valnefndinni að leita eftir hugmyndum um starfsemi kirkjumiðstöðvarinnar við Vest- mannsvatn. I framhaldi af þessari niðurstöðu vísaði konan málinu til kærunefndar jafnréttis- mála. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lögreglumenn á Blönduósi voru meðal þeirra lögreglumanna á landinu sem sátu námskeiðið í gær þar sem notaður var nýr fjarfundabúnaður. Morgunblaðið/Kristinn Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra fylgdi úr hlaði fyrstu fjarsendingunni í gær. Fræðslu um Scheng en-samninginn sjón- varpað út á land FYRSTA fjarsending kennsluefn- is frá Lögregluskóla rikisins, vegna námskeiða um Schengen- samninginn, fór fram í gær. Búist er við að alls muni allt að 900 manns sitja námskeið sem haldin verða í lögregluskólanum um Schengen-samninginn og er verk- efnið með þeim viðamestu í sögu lögregluskólans. Með hliðsjón af því fjárfesti dómsmálaráðuneytið í fjarfundabúnaði sem verður not- aður til fræðslu- og kynningar- starfs innan lögreglunnar í fram- tíðinni. Grunnnámskeið um Schengen-samninginn verða alls 12 og hvert námskeið verður 6 klukkustunda langt. Á sama tíma og þau eru haldin í skólanum, fyrir allt að 50 manns í einu, verður þeim sjónvarpað með fjarfundabúnaði til nokkurra staða utan höfuðborgarsvæðisins. Með því sparast tími, fé og fyrir- höfn. Á fyrsta námskeiðinu í gær var fjallað um sögu Schengen-samn- ingsins og helstu atriði samnings- ins sem snúa að löggæslu. Allir lögreglumenn, lögreglustjórar og fulltrúar þeirra sem sinna lög- reglumálum, tollverðir, starfs- menn Utlendingaeftirlitsins og starfsmenn Landhelgisgæslunnar fá fræðslu um Schengen-samn- inginn. Héldu kyrru fyr- ir í fyrsta sinn NORÐURPÓLSFARARNIR Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason héldu kyrru fyrir í fyrsta sinn á sunnudag, en ætluðu að leggja af stað í næsta áfanga upp úr hádeg- inu í gær. Létt var yfir þeim í gær þegar þeir hringdu í Ólaf Örn Haraldsson, helsta tengi- lið sinn við umheiminn. Veðrið á ísnum var þá orðið gott og nánast logn, en á sunnudag var allt að 45 km vindhraði og 48 stiga frost. Það samsvarar um 68 stiga frosti að vindkæl- ingunni meðtalinni. Tjaldið rak um 200 metra á ísnum frá því á laugardag. Ólafur sagði að rétt hefði verið hjá þeim að halda kyrru fyrir í tjaldinu því annars hefði verið mikil hætta á kali. Ingþór væri með smákal á þumalfingri, sem færi þó minnkandi. Pólfararnir sögðu vistina í tjaldinu hafa verið góða á meðan veðrið gekk yfir og þeir hefðu m.a. hlustað á tón- list með KK. Frostið í tjaldinu í fyrradag var 38 gráður. Þeir elduðu tvisvar og létu loga á prímus örsjaldan til að ofnota ekki bensínbirgðirnar. Þrátt fyrir að vera hálfir ofan í pok- anum kappklæddir og í dún- úlpum hafi kuldinn verið mik- ill í tjaldinu og það allt hélað að innan. Þeir sofnuðu um níuleytið á sunnudagskvöld og sváfu til kl. 7 í gærmorgun, en þá er klukkan 12 að íslensk- um tíma. Þegar þeir litu á staðsetningartækið í gær- morgun kom í ljós að tjaldið hafði rekið um 200 metra á ísnum til austurs samkvæmt ríkjandi hafstraumum. Hörð gagnrýni formanns Rafiðnaðarsambands fslands Er Sultartangavirkjun faglegur ruslahaugur? VANIR íslenskir rafiðnaðarmenn sem hafa starfað við uppsetningu á fleiri en einni virkjun segja að Sult- artangavii’kjun sé faglegur rusla- haugur, hún sé í raun ónýtt drasl. Þetta kemur fram í grein Guðmund- ar Gunnarssonar, formanns Rafiðn- aðarsambands íslands, RSÍ, á heimasíðu sambandsins á Netinu. Grein formannsins fjallar um eitt af hitamálum yfirstandandi við- ræðna RSI og Samtaka iðnaðarins; hina erfiðu stöðu íslenskra rafverk- takafyrirtækja gagnvart erlendum. Um hana segir Guðmundur: „Hingað til lands hafa komið erlend fyrirtæki og undirboðið íslensk rafverktaka- fyrirtæki. Það gera þau í skjóli þess að erlendu fyrirtækin geta fullnægt skilyrðum með því að greiða lág- markslaun, en íslensku fyrirtækin fá enga innlenda rafiðnaðarmenn til þess að vinna á launum sem eru und- ir þeim launum sem í gildi eru á al- mennum markaði rafiðnaðarmanna. Þetta viljum við lagfæra með því að setja inn í kjarasamninginn lágmörk í stærri verkum sem samsvara þeim meðallaunum sem eru í gildi á þeim íslenskum markaði hverju sinni.“ Guðmundur nefnir í greininni að fjöldi íslenskra fyrirtækja hafi haft samband við RSI og hvatt það til að berjast til þrautar í þessu máli. Það hafi orðið samningamönnum RSÍ undrunarefni hversu illa samninga- menn samtaka íslenskra atvinnurek- enda hafi tekið þessu. „Eina skýring- in sem manni dettur í hug er sú að forsvarsmenn stóru fyrirtækjanna eru ráðandi afl í SA, þeim er hagur í því að launakjör lækki í fyrirtækjum undirverktaka, eins og t.d. rafverk- takafyrirtækjunum," segir Guð- mundur. í greininni sendir formaður Raf- iðnaðarsambandsins Landsvirkjun tóninn: „En það er annað sem okkur svíður undan. Það er sú mismunun sem Landsvirkjun býður upp á. Landsvirkjun þýðir öll verkútboð á erlend tungumál, þannig að íslensk fyrirtæki verða að kaupa dýra túlkun yfir á íslensku ef þau ætla að geta boðið í verkin.“ Segir fjölda fyrirtækja hafa hvatt RSÍ Um frágang erlendra fyrirtækja í verkefnum hér á landi, segir Guð- mundur í greininni: „En meir svíður okkur undan því mismunandi mati sem lagt er á fagleg vinnubrögð. Þess er krafist réttilega af íslenskum rafiðnaðarmönnum að þeir skili verkum sínum með faglegum hætti og noti viðurkenndan búnað. Ekki viðurkenndur búnaður? Gagnvart erlendum fyrirtækjum er allt annað upp á teningnum. Þau komast upp með ótrúlega lélegan frágang og að því að mér er tjáð þá eru þau stundum að setja upp búnað sem ekki er viðurkenndur gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Vanir ís- lenskir rafiðnaðarmenn sem hafa starfað við uppsetningu á fleiri en einni virkjun segja að Sultartanga- virkjun sé faglegur ruslahaugur, hún sé í raun ónýtt drasl. Það blasi við þegar erlendu rafiðnaðarmennirnir verða farnir, þá verði starfsmenn Landsvirkjunar árum saman að laga þann búnað sem erlendu fyrirtækin hafa komist upp með að setja þar upp og endurmontera þurfi alla skápa sem þeir hafi sett upp. Islensku rafiðnaðarmennirnir kvarta undan því að eftirlitsmenn hafi í raun hag af því að þetta sé svona því þeir séu að skapa sér verk- efni um ókomin ár.“ Breytingar á þjónustu SVR Fulltrúar sjálfstæðismanna gera athugasemdir STJÓRN Strætisvagna Reykjavík- ur samþykkti í gær breytingar á þjónustu SVR frá 1. júní næstkom- andi. Fjármunum sem sparast með því að dregið er úr þjónustu á ákveðnum leiðum er varið til að bæta þjónustu í Grafarvogi, að sögn stjórnarformanns SVR. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarleg- ar athugasemdir við breytingarnar. Helgi Pétursson, formaður stjórnar SVR, segir að orðið sé að- kallandi að bæta þjónustu strætis- vagna í Grafarvogi. Breyting er gerð á leiðum 8, 15 og 115 og segir Helgi að það kosti 6,5 milljónir kr. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram bókun á fund- inum þar sem þeir gera athuga- semdir við einstaka liði breyt- inganna. Kjartan Magnússon segir að í tillögunum felist víðtæk þjón- ustuskerðing sem nái til flestra hverfa borgarinnar. Hann vekur sérstaka athygli á því að gert sé ráð fyrir því að leið 140 hjá Almenn- ingsvögnum bs. taki við af leið 14 í Austurbæ og Norðurmýri. Þar sé treyst á að strætisvagnafyrirtæki í eigu nágrannasveitarfélags bæti farþegum SVR þjónustuskerðingu. Einnig sé dregið úr tíðni leiðar 7 á kvöldin og um helgar. í fyrsta sinn sé sú leið farin að hafa klukkustund á milli ferða vagna SVR. Farþegum fækkar Fulltrúar sjálfstæðismanna lýsa þungum áhyggjum vegna þeirrar óheillaþróunar sem þeir segja hafa orðið í rekstri SVR á undanförnum árum. Kjartan segir að á síðasta ári hafi farþegum SVR fækkað um 5% og reksturinn verið í járnum þrátt fyrir 20% hækkun fargjalda. Þjón- ustan hafi verið skert á nánast hverju ári á valdatíma R-listans þrátt fyrir fyrirheit borgarfulltrúa hans um bætta þjónustu og fjölgun farþega. Helgi Pétursson mótmælir þeim málflutningi sjálfstæðismanna að fækkun farþega tengist valdatíma Reykjavíkurlistans. Aðrar ástæður séu fyrir fækkun farþega. Telur hann mikilvægt að efla almennings- samgöngurnar og vekur athygli á nýlegri samþykkt borgarstjórnar um samvinnu við nágrannasveitar- félögin um það verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.