Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 1
TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Umfangsmesta vinnustöðvun í Noregi frá 1986 Hamstra mat- væli af dtta við langt verkfall Osló. Reuters, AP. NORÐMENN hömstruðu matvæli og annan vaming í gær vegna yfir- vofandi verkfalla í dag, þeirra víð- tækustu frá 1986. Var boðað til þeirra er samningar um allt að 4% launahækkun höfðu verið felldir en talið er, að miklar launahækkanir hjá stjórnendum fyrirtækja hafi ráð- ið nokkru um það. Verkfóll félaga í norska alþýðu- sambandinu munu ná til 85.000 manna og vegna þeirra mun mörg- um hótelum verða lokað, hægja mun verulega á byggingarframkvæmd- um, útgáfa sumra dagblaða stöðvast og mikil röskun verður á flutningum, Lítill árangur af viðræðum London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, áttu í gær fund í London með deilu- aðilum á Norður-írlandi. Bar hann ekki mikinn árangur en ákveðið var að efna til annars fundar í Belfast á morgun. Ahern tók lítt á öllu að fund- inum loknum og sagði, að hugs- anlega væri ástæða til að eiga annan fund á morgun en David Trimble, leiðtogi sambands- sinna, sagði, að hann væri engu fróðari en áður um afvopnun skæruliða frska lýðveldishers- ins, IRA. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, var öllu bjartsýnni og sagði, að svör hefðu fengist við ýmsum spumingum. jafnt á sjó sem landi. Ljóst þykir t.d., að útflutningur á laxi muni stöðvast að verulegu leyti. Ottast er, að verkföllin muni kynda undir verðbólgu í Noregi, og víst þykir, að vextir muni hækka vegna þeirra. Lækkaði gengi krón- unnar í gær og hefur það ekki verið lægra gagnvart dollara í 15 ár. Mikið var að gera í flestum stór- mörkuðum í Noregi í gær þegar fólk hamstraði alls konar matvæli og aðr- ar nauðsynjar af ótta við langt verk- fall. Var haft eftir verslunarstjóra í einni stórversluninni, að hann bygg- ist við, að flest yrði á þrotum innan viku. Miklar biðraðir voru einnig við áfengisútsölurnar í Noregi. Félagar í verkalýðsfélögunum felldu samninga um 3,5-4% kaup- hækkun og fimmtu sumarfrísvikuna frá 2002. Vinnuveitendur segja, að meiri kauphækkun muni grafa und- an samkeppnishæfi norsks iðnaðar og auka verðbólgu og var ekki búist við, að þeir myndu leggja fram ein- hverja málamiðlunartillögu í bráð. Kurr vegrna kauphækkana sljórnenda Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, og verkalýðsleiðtog- arnir segja, að miklar launahækkan- ir hjá forsvarsmönnum fyrir- tækjanna eigi stóran þátt í verkfallinu og í 1. maí-göngunum voru m.a. borin slagorð eins og þetta: „Höfnum einhliða hófsemi." Stjórn alþýðusambandsins kom saman í gær og þar var ákveðið að herða á verkfallsaðgerðum í næstu viku verði þá ekki komið nýtt tilboð frá atvinnurekendum. Ganga hinna lifandi Ezer Weizman, forseti fsraels, minntist í gær þeirra Pólveija, sem hjálpuðu gyðingum á dögum Helfararinnar, við athöfn í Auschwitz í Póllandi. Fór hann fremstur i flokki í Göngu hinna lifandi en hún er farin árlega og er gengið frá Auschwitz til Birkenau í þriggja og hálfs km fjarlægð en þar voru aðrar útrýmingarbúðir nasista. Var gangan mjög fjölmenn að þessu sinni enda tóku þátt í henni 5.000 ungmenni, gyðingar víðs vegar að úr heimi. Hér er gengið undir yfirskriftinni yfir hliðinu að Auschwitz: „Vinnan gerir yður frjálsa." Ríkisstjórnin í Zimbabwe á fundi með Mugabe Neita að tjá sig um óöldina í landinu Harare, London. Reuters, AFP. RÍKISSTJÓRNIN í Zimbabwe hélt í gær fund um ástandið í landinu, jarðanámið og vaxandi óöld og of- beldi, en ráðherramir neituðu að tjá sig að honum loknum. Akveðið hef- ur verið, að framkvæmdastjóri Breska samveldisins fari til Zimb- abwe. „Við höfum ekkert að segja,“ sagði Chen Chimutengwende, upp- lýsingamálaráðherra stjórnarinnar, að fundinum loknum en bætti við, að stjórnmálaráð ZANU-PF, stjórnarflokksins, myndi efna til fundar er Robert Mugabe, forseti landsins, hefði skýrt frá kosninga- stefnuskrá flokksins. Búist var við, að hann gerði það í dag. Ekki var minnst á hvenær kosningar yrðu haldnar. Fundur dönsku stjórnarinnar og færeysku heimastjórnarinnar sátt og samlyndi en nið- urstaðan fremur óljós Kaupmannahöfn, Morgunblaðið. „VIÐ komumst yfir það, sem við ætluðum okkur,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, er hann kom til blaðamannafundar í gær- kvöld ásamt Anfinn Kallsberg, lögmanni Fær- eyja, að loknum fundi um sjálfstæðismál Færey- inga. Ætlunin hafði verið að fara yfir drög Færey- inga að samstarfssáttmála landanna en í raun var aðeins um kynningu að ræða. Næsti fundur þess- ara aðila verður 15. júní. Eins og áður vitnaði Kallsberg iðulega í sam- bandslagasamning íslands og Danmerkur frá 1918 sem fyrirmynd en í samtali við Morgunblað- ið sagði Nyrup, að hann áliti aðstæður íslendinga þá og Færeyinga nú ekki sambærilegar. Efnahagsmálin enn ásteytingarsteinn Annað yfirbragð var á Nyrup nú en er hann mætti til fundarins 17. mars. Pá kom hann einn og tilkynnti, að Danir sættu sig ekki við meira en fjögurra ára aðlögunartíma og ekki þau 10-15 ár, sem Færeyingar hafa nefnt. Nú var hann rólegur og yfirvegaður og þeir Kallsberg og aðrir voru sammála um, að fundurinn hefði verið góður. Nyrup kvaðst hafa áréttað, að fjögur ár væru eftir sem áður viðmiðun dönsku stjórnarinnar en Kallsberg kvaðst ekki ánægður með, að Færey- ingar hefðu ekki eftir sem áður sömu réttindi í Danmörku og öfugt, rétt eins og gilt hefði milli Is- lendinga og Dana eftir 1918. Ekki hægt að bera saman færeyskar og íslenskar aðstæður í viðtali við Morgunblaðið sagði Nyrup, að hann teldi ekki hægt að bera saman færeyskar aðstæð- ur nú og þær íslensku 1918. Þá hefðu ekki verið fyrir hendi sömu sáttmálar og nú, til dæmis á milli Norðurlandanna. Við sjálfstæði væri eðlilegt að Færeyingar fengju sömu réttindi og hin Norður- löndin og sjálfsagt að Færeyingar, sem búið hefðu lengi í Danmörku, héldu fyrri réttindum. Varðandi fjárhagsstuðninginn sagði Nyrup, að framlag Dana til íslendinga hefði á þeim tíma ver- ið sextíu þúsund danskar krónur á ári, sem reikn- að á verðlagi nútímans jafngilti um 50 millj. danskra króna. Framlag Dana til Færeyinga er hins vegar um 1,4 milljarðar. Þarna væri því reg- inmunur á. Færeyingar töluðu á fundinum í gær um sjálf- stæði og einnig ríkjasamband en Nyrup kvaðst ekki fyllilega átta sig á hvað við væri átt. Sam- bönd af þessu tagi væru til en sjaldgæf nema í þriðja heiminum. Hogni Hoydal sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann efaðist ekki um, að endirinn á viðræðun- um yrðu drög, sem færeyska landstjórnin þyrfti ekki að hika við að bera undir þjóðaratkvæði. Átta manna aðgerðaráð Breska samveldisins kom saman í London í gær og var ákveðið, að Don McKinnon, framkvæmdastjóri sam- veldisins, færi til Zimbabwe á næstu dögum til að leggja að stjórn- völdum að halda frjálsar kosningar. Bróðir stjórnarandstöðu- leiðtoga myrtur Vopnaðir stuðningsmenn Mug- abes myrtu í gær bróður eins af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og hefur þá ofbeldið í landinu kostað a.m.k. 15 manns lífið. Hundruð manna, fyrrverandi skæruliðar og landtökumenn, komu saman í gær til að lýsa yfir stuðningi við leiðtoga sinn, Chenjerai Hunzvi, en hann kom þá fyrir rétt, sakaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum þess- ara sömu manna. Kemur hann aftur fyrir rétt í dag þar sem hann verður inntur eftir hvað hann hafi gert til að binda enda á jarðanámið en það hefur verið dæmt ólöglegt í tvígang. MORGUNBLAÐIÐ 3. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.