Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 11

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 11 Uthlutun orlofshúsa hjá Stéttarfélaginu Eflingu Aldraðir eiga minni möguleika á umsetnasta orlofstímanum MÖGULEIKAR elli- og örorkulíf- eyrisþega á því að fá úthlutað or- lofshúsum á umsetnasta tíma árs- ins hjá Stéttarfélaginu Eflingu eru minni en annarra félaga vegna þess punktakerfís sem notað er við út- hlutunina. Að sögn Fjólu Jónsdótt- ur, sem sér um úthlutun orlofshúsa hjá Eflingu, er hins vegar komið til móts við þennan hóp með sérstöku tilboði á vorin en á fyrstu þremur vikum orlofstímabilsins býðst eldri félögum og öryrkjum orlofshús á þriðjungi fulls verðs. Kona á áttræðisaldri sem borgað hafði iðgjöld stéttarfélagsins allan sinn starfsferil fékk nýlega neitun er hún sótti um orlofshús hjá Efl- ingu jafnvel þó að þetta væri í fyrsta sinn sem hún sótti um. Fjóla segir þetta hins vegar alls ekki þýða að viðkomandi einstaklingur eigi ekki rétt á úthlutun. Segir hún að það kerfi sem not- ast er við vegna úthlutunar orlofs- I gæslu vegna hníf- stungumáls ÞRÍTUGUR karlmaður, sem grunaður er um að hafa stungið átján ára pilt í kviðinn með hnífí á Laugaveginum aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. maí, í kjöl- far handtöku hans fljótlega eftir árásina. Betur fór en á horfðist með meiðsl piltsins og var hann fljót- lega útskrifaður af gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi og liggur nú á skurðdeild sjúkrahússins. Lögreglan lítur málið engu að síður alvarlegum augum og taldi kröfu um gæslu- varðhald árásarmannsins nauð- synlega í þágu rannsóknar- og almannahagsmuna. Hnífurinn er í vörslu lögreglunnar. húsa á sumrin og um páska byggist á iðgjaldasögu síðustu ellefu ára og fær viðkomandi félagi tvo punkta fyrir hvern greiddan mánuð í félag- ið. Sérstakt tölvukerfi sér um að úthluta húsunum og skoðar það einfaldlega hversu margir sækja um hvert hús á tilteknum tíma, og hvað þeir hafi marga punkta. Möguleikarnir minnka með hverju árinu sem líður Möguleikar ellilífeyrisþega og öryrkja á því að fá úthlutun minnka því með hverju árinu sem líður frá því að þeir hættu að vinna enda greiða þeir ekki lengur ið- gjöld og er þeim þar af leiðandi ekki úthlutað punktum vegna or- lofshúsa. Eigi menn enga punkta inni fá þeir að vísu gefíns punkta sem samsvara þremur og hálfu ári en Fjóla viðurkennir að líkurnar á því að þeir fái úthlutað orlofshúsi á umsetnasta tíma ársins séu minni en annarra. Hún tekur hins vegar fram að ekki sé byggt á þessu punktakerfi yfir vetrarmánuðina, auk þess sem komið er sérstaklega til móts við þennan hóp í upphafi orlofstíma- bilsins, eins og áður sagði. „Það eru auðvitað alltaf skiptar skoðanir um hvað er réttlátt í þessu sambandi og hvað ekki,“ seg- ir Fjóla, en Eflingu bárust um 1.300 umsóknir vegna orlofshúsa í sumar. „Fólk sem er á fullu á vinnumarkaðnum í dag rífst líka og skammast og kvartar undan því að eldri félagar gangi alltaf fyrir, þeir fái jú tilboð til sólarlanda og ýmis- legt annað sem fólk sem er á vinnu- markaði í dag fær ekki.“ Það liggi hins vegar í augum uppi að við einhver ákveðin kerfi verði að notast. Það sé ekki hægt að fela einni manneskju að vega og meta hverjum eigi að úthluta or- lofshúsunum. Menn hafi gert sitt besta til að finna farsæla lausn í þeim efnum en aldrei sé hægt að gera þannig að öllum líki. Niðurstaða talningar v. kjarasamninga hjá aðildarfélögum VMSÍ-Li r, iii (II || Fjöldi á Atkvæði i • Auöirog Samningur Felogin IU « 1 , kjörskrá greiddu ja i\iei ógildir samþykktur Vlf. Akraness 407 100 25% 65 65% 34 34% ... ^ Já Vlf. Hörður, Hvalfirði Ekki var kosið um samninginn , y Já Vlf. Borgarness 297 47 16% 29 62% 18 38% 0 Já Vlf. Snæfellsbæjar 258 'm 70 27% 45 64% 25 36% 0 Já Vlf. Stjarnan, Grundarfirði 102 24 24% 17 71% 7 29% 0 Já Vlf. Stykkishólms 101 31 31% 22 71% 9 29% 0 Já Vlf. Valur, Búðardal 35 1 3% 0% 1 100% Já 1> Vlf. Baldur, Isafjörður 269 67 25% 45 67% 22 33% 0 Já Vlf. Bolungarvíkur 80 32 40% 28 88% 3 9% 1 Já Vlf. Hólmavíkur 39 22 56% 17 77% 3 14% 2 Já Vlf. Hrútfirðinga Ekki var kosið um samninginn Já Stéttarfélagið Samstaða 441 187 42% 76 41% 97 52% 14 Nei Vlf. Fram-Vkf. Aldan, Sauðárkróki 295 123 42% 47 38% 74 60% 2 Nei Vlf. Vaka, Siglufirði 180 107 59% 50 47%: 50 47% 7 Já2> Eining-lðja 2644 1077 41% 565 52% 499 46% 13 Já Vlf. Húsavíkur 476 216 45% 120 56% 93 43% 3 Já Vlf. Öxarfjarðar 96 35 36% 15 43% 20 57% 0 Nei Vlf. Raufarhafnar 121 41 34% 36 88% 5 12% 0 Já Vlf. Þórshafnar Samningurinn var samþykktur Já VI. og sjóm.f. Vopnafj. og Skeggjastaðarhr. Niðurstöður bárust ekki 3) | Vlf. Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar 194 43 22% 25 58% 15 35% 3 Já Vmf. Fram, Seyðisfirði 83 35 42% 23 66% 11 31% 1 Já Vlf. Norðfirðinga 134 93 69% 46 49% ~ 45 48% 2 Já Vlf. Árvakur, Eskifirði 153 50 33% 31 62% 18 36% 1 Já Vlf. Reyðarfjarðar 97 26 27% 24 92% 1 4% 1 Já VI. og sjóm.f. Fáskrúðsfjarðar .. .. .. .“?/( 52 45 87% 2 4% 5 Já Vökull stéttarfélag 366 158 43% 82 52% 73 46% 3 Já Vlf. Samherjar, Klaustri Ekki var kosið um samninginn Já Vlf. Víkingur, Vík Niðurstöður bárust ekki 3) Vlf. Vestmanneyja - Vkf. Snót 383 125 33% 88 70% 36 29% 1 Já Vlf. Rangæingur 263 109 41% 71 65% 36 33% 2 Já VI. og sjóm.f. Bjarmi 46 18 39% 16 89% 2 11% 0 Já Vlf. Báran-Þór 581 121 21% 71 59% 49 40% 2 Já VI. og sjóm.f. Boðinn 553 188 34% 121 64% 63 34% 4 Já Vlf. Grindavíkur 447 56 13% 27 48% 29 52% 0 Já') VI. og sjóm.f. Sandgerðis 321 105 33% 80 76% 21 20% 4 Já Samtals allir (38 félög) 9.462 3.359 1.927 1.361 72 1) Samningar samþykktir vegna ónógrar þátttöku. 2) Samþykkt á jöfnum atkvæðum. | 3) Skoðast samþykktir. Frestur til að skila inn niuðurstöðum rann út kl. 16.00 í gær. Verð á innfluttum lyfíum lækkar VERÐ á innfluttum lyfjum sem Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða hefur lækkað um 8,2% á tímabilinu frá janúar árið 1997 til desember árið 1999. Þetta kemur fram í grein Guðbjargar AI- freðsdóttur, formanns lyfjahóps Samtaka verslunarinnar, sem birt er í nýútkomnu riti Lyfjatíðinda. Vitnar Guðbjörg í minnisblað TR frá síðasta ári máli sínu til stuðnings en þar segir m.a. að hámarksverð lyfja í heildsölu hafi í raun lækkað hérlendis að undanförnu. Bendir hún auk þess á að hér sé heildsölum og smásölum heimilt að víkja frá skráðu hámarksverði og segir margvíslegan afslátt veittan af lyfjaverði. Rétt sé að lyfjaverð sé nokkru hærra hér en í nágrannalöndunum en ástæðan sé Blaðaskrif í Danmörku um samstarf Bjarkar Guðmundsdóttur og Lars von Trier Myndin frumsýnd í Cannes í vor smæð íslenska markaðarins. ,Aðildjn að EES hefur víðtæk áhrif á ísland og hún kostar sitt,“ segir Guðbjörg . „íslensk yfirvöld veita nú svokölluð markaðsleyfi fyrir þeim lyfjum sem fullnægja evrópsk- um stöðlum. Þegar markaðsleyfis- hafa hefur verið úthlutað hámarks- verð greiðir hann af því allan kostnað við frumþróun lyfsins, öflun markaðsleyfis, framleiðslu, markað- ssetningu, birgðahald og dreifingu. Þessi tilhögun gerir umboðsaðilum markaðsleyfishafa m.a. skylt að sjá um vandsasamar þýðingai- á textum um lyfin, auk aðildar að hönnun um- búða þar sem grunnupplýsingar þurfa að koma fram á íslensku. Þessi grunnkostnaður, sem er jafnhár og á milljóna mörkuðum, dreifist á miklu færri sölueiningar á íslandi.“ --------------------- Skaðabótamáli Briggs áfrýjað Kaupmannahöfn. Morgxinblaðiö. „ÞAÐ segir sína sögu að bæði Björk Guðmunds- dóttir og Lars von Trier verða viðstödd sömu frumsýninguna á myndinni í Cannes í maí,“ segir Scott Rodgers, umboðsmaður hjá útgáfufyrirtæki Bjarkar One Little Indian, þegar Morgunblaðið bar undir hann grein í Berlingske Tidende í gær. Rodgers bendir á að bæði Björk og von Trier séu mjög ánægð með myndina og niðurstaðan sé það sem máli skipti. Utdráttur úr greininni birtist sem aðalfréttin á forsíðu blaðsins, en sjálf greinin er heilsíðugrein á forsíðu menningarblaðs Berlingske Tidende. í greininni er lýst samstarfsörðugleikum danska leikstjórans Lars von Trier og Bjarkai’ við gerð nýjustu myndar Triers, „Dancer in the Dark“, þar sem Björk leikur aðalhlutverk og semur tónlistina. Rodgers undirstrikar að ástæða sé til að meta myndina, ekki eltast við sögusagnir, sem á endan- um skipti engu máli. Sören Anker Madsen, blaðamaður Berlinske Tidende, sem skrifaði greinina, segir að hún væri ekki skrifuð til að gera h'tið úr Björk. Hún hefði einfaldlega átt erfitt um vik í hlutverki leikkonu og það gæti tekið á taugarnar að vinna með von Trier. „Það er ekki við Björk að sakast í þessu máli, held- ur var hún aðeins undir gífurlegum þrýstingi,“ seg- ir hann. Seinkun á vinnslu myndarinnar „Óreiða ógnaði hinni nýju stórmynd von Triers" er fyrirsögnin á forsíðu Berlingske Tidende í gær, þar sem mynd af þeim Björk og von Trier frá upp- hafi kvikmyndagerðarinnar fylgir með. Þar er rak- ið að mjóu hafi munað að myndin yrði aldrei full- gerð, því oft og mörgum sinnum hafi samstarf tvímenninganna verið að því komið að leysast upp. Þetta hafi leitt til þess að myndinni hafi ekki verið lokið fyrr en nú nýlega og rétt í tæka tíð til að koma henni til Cannes. Scott Rodgers segir að á endanum sé það hinn listræni afrakstur sem skipti máli. „Myndinni hefði ekki verið hleypt af stokkunum ef Björk hefði ekki verið ánægð og hún myndi heldur ekki taka það að sér að fara til Cannes á frumsýninguna og ferðast um allan heiminn með Catherine Deneuve tO að kynna myndina ef hún væri ekki ánægð með hana.“ Rodges minnir á að ýmislegt hafi gengið á við tökur ýmissa frægra kvikmynda í gegnum tíðina. Myndin muni tala sinu máli og þá muni allt annað gleymast. Listrænn ágreiningur Björk Guðmundsdóttir vill ekki tjá sig um þessi blaðaskrif. Morgunblaðið hefur hins vegar heim- ildir fyrir því að listrænn ágreiningur hafi verið milli Bjarkar og Lars von Triers við gerð myndar- innar. Hann snerist um tónlistaratriði í myndinni en Björk vildi eiga síðasta orðið um gerð þeirra sem höfundur tónlistarinnar. SKAÐABÓTAMÁLI Bretans Kios Briggs gegn íslenska ríkinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er reiknað með að málflutningur fari fram á næstunni. Gjafsóknarleyfi til málshöfðunarinnar liggur fyrir, en Briggs fékk einnig gjafsókn iyrir héraðsdómi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði 27 milljóna króna skaðabóta- kröfu Briggs 24. febrúar sl. en Briggs krafðist bótanna fyrir tæp- lega eins árs frelsissviptingu á með- an rannsókn á máli hans stóð yfir. Hinn 16. júlí sl. sýknaði Hæstiréttur hann af ákæru fyrir að reyna að- smygla rúmlega 2000 e-töflum til landsins í september 1998. Briggs hefur nú afplánað fjóra mánuði af tólf í fangelsi í Danmörku fyrir smygl um 800 e-töflna í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.