Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 13

Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 13 Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Washingfton Öryggismál efst á baugi í viðræðum ráðherranna Morgunblaðið/Ásdfs Strobe Talbott (t.h.), varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur á móti hjónunum Sigurjónu Sigurðardóttur og Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra í Blair House, sem stendur við Pennsylvania Avenue gegnt Hvíta húsinu. Morgunblaðið. Washington. ÖRYGGIS- og varnarmál í Evrópu og vamarsamningur Islands og Bandaríkjanna voru helsta umræðu- efni utanríkisráðherra Islands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Washington, höíuðborg Bandaríkj- anna, á mánudag. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra, sem var í opinberri heimsókn í Washington á mánudag og í gær, segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur; fyrir höndum séu viðræð- ur um bókun vegna varnarsamnings- ins og þessi fundur og fleiri sem hann hafi átt á ferð sinni í Bandaríkjunum verði mjög hjálplegir í þeirri vinnu. Um ágreining, sem uppi er milli ís- lenskra og bandarískra stjómvalda um framkvæmd sjóflutninga fyrir vamarliðið, segir Halldór að þau mál séu á viðkvæmu stigi, viðkvæmara en efni standi til. Auk Albright hitti utanríkisráð- herra að máli í Washington Strobe Talbott varautanríkisráðherra og snæddi kvöldverð í boði hans í Blair House í Washington. Þá hitti ráð- herra Richard Danzig, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, að máli á þriðjudag og átti aukinheldur fund með starfandi varavarnarmálaráð- herra, James Bodner. Halldór Ásgrímsson sótti einnig víkingasýningu Smithsonian-stofn- unarinnar ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur, og föm- neyti sem í vom Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu, eiginkona hans, Guðný Aðalsteinsdótt.ir, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Wash- ington, og Bryndís Schram, eigin- kona hans, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, Sveinn A. Björnsson sendifulltrúi og Friðrik Jónsson sendiráðsritari. Síðdegis á þriðjudag hélt utanrík- isráðherra erindi í Georgetown-há- skólanum í Washington á undan fyr- irlestri Gísla Sigurðssonar, sér- fræðings á Stofnun Áma Magn- ússonar, um Vínlandssögumar. Af því tilefni færði ráðherra skólanum enska útgáfu Islendingasagnanna að gjöf. Ýmis teikn á lofti í öryggis- málum Evrópu Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að öryggismál í Evrópu hefðu verið efst á blaði á fundinum með Madeleine Albright, utanríkis- ráðhema Bandaríkjanna. Ymis teikn séu enda á lofti í þeim efnum. „Evrópusambandið hefur að undan- förnu byggt upp eigin stefnu í örygg- is- og varnarmálum Evrópu og við sem stöndum utan sambandsins höf- um ekki verið mikið með í þeirri vinnu. Sambandið hefur haft þá stefnu að reyna að koma sér saman um hlutina áður en þeir verða frekar ræddir við önnur lönd og íslensk stjómvöld hafa verið óánægð með það sem er að gerast. Og Bandaríkin raunar líka.“ Halldór bætti því við að þau Al- bright hafi verið sammála um næstu skref í málinu og sagði ljóst að ákveðin hreyfing væri á þessum mál- um nú um stundir sem væri jákvæð og það væri ekki síst fyrir tilstilli Bandaríkjamanna, sem komið hefðu að því af verulegum þunga. Komið upp viss vandamál Samskipti íslands og Bandaríkj- anna vom einnig á dagskrá fundar utanríkisráðherranna. „Við ræddum okkar tvíhliða samstarf sem hefur verið mjög gott. Framundan em svo viðræður um bókun vegna vamar- samningsins, en samningurinn sem við gerðum 1996 vegna hennar renn- ur út á næsta ári. Ég vonast eftir því að þær viðræður eigi sér stað með já- kvæðum hætti,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að upp hefðu komið viss vandamál sem tengdust samstarfi þjóðanna, m.a. lagafmm- varpi því sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi. Það írumvarp tengist m.a. þeim deilum sem uppi hafa verið um sjó- flutninga vegna varnarliðsins. „Okk- ur hefur tekist að eyða margvísleg- um misskilningi sem var uppi i því máli, en það hefur hins vegar staðið út af að við gerðum samninga 1986 um flutninga fyrir varnarliðið og við höfum krafist þess að eftir þeim samningum verði farið,“ sagði Hall- dór og staðfesti að sjóflutningarnir hefðu komið til umræðu á fundinum. Hann bætti því við að það væri sam- eiginleg ósk sín og Albright að fund- in verði lausn á þessum málum. „Það ætti ekkert að standa í vegi fyrir því, leggi báðir aðilar sig fram. Áðalatriðið er hins vegar að það ber að standa við alla samninga sem gerðir eru, bæði tvíhliða samninga og alþjóðlega. Það er ljóst að við Is- lendingar þurfum að setja löggjöf til þess að tryggja að staðið sé við þá samninga sem við gerum. Það er okkar ætlun með því írumvarpi sem liggur fyrir Alþingi." Halldór var spurður að því hvort íslensk stjómvöld hefðu fundið fyrir auknum þrýstingi í þessu máli af hálfu Bandaríkjamanna. „Því er ekki að neita að það er þrýstingur í þessu máli eins og vill nú verða í öllum málum. Aðalatriðið er að það er okkar skylda og réttur sem sjálfstæðs ríkis að setja þá löggjöf sem við teljum nauðsynlega til að framfylgja okkar samningum. Það á við um Bandaríkin, Evrópusam- bandið og ýmis önnur lönd. Svo lengi sem við stöndum við þær skuldbind- ingar sem við skrifum undir, tvíhliða og alþjóðlega, er það eingöngu okkar mál,“ svaraði hann. Á heimsókn sinni í höfuðstöðvum flotadeildar Atlantshafsbandalags- ins í Norfolk í síðustu viku ræddi ut- anríkisráðherra stöðu mála, m.a. sjóflutninga fyrir vamarliðið, við Gayme aðmíral og Clarke aðmíral. „Ég átti mjög góðar viðræður við yf- irmennina í Norfolk," segir hann. „Ég tel að þær viðræður hafi verið þýðingarmiklar og muni nýtast vel sem grannur fyrir það sem koma skal. Viðræður okkar vora hrein- skiptnar og ég skil betur þeirra af- stöðu en áður og hið sama gildir um þá og sjónarmið okkar íslendinga. Það er svo í öllum málum þegar um er að ræða gagnkvæma hagsmuni að þá verða mál ekki leyst nema þjóni báðurn." Halldór sagði það sitt mat að þetta mál hefði orðið stærra en efni stæðu til. „Vissulega má alltaf búast við þvi að slík mál komi upp, en þegar tvær vinaþjóðir eiga í hlut hljóta þær að leysa það sín í milli, sé vináttan raun- veraleg. Ég trúi því að svo sé.“ En málin era á viðkvæmu stigi, engu að síður? „Þau hafa verið á frekar við- kvæmu stigi. Og raunar á viðkvæm- ara stigi en ástæða er til,“ sagði Hall- dór. Áætlunarflug boðið út í tengslum við siúkraflug VIÐRÆÐUR um möguleika þess að bjóða út saman sjúkraflug og áætlunarflug, einkum frá Akureyri til nokkurra áfangastaða innan- lands, era hafnar milli heilbrigðis- ráðuneytisins, samgönguráðuneyt- isins, Flugmálastjórnar, Trygg- ingastofnunar ríkisis og Ríkis- kaupa. Fyrsti viðræðufundur þess- ara aðila hófst í gærmorgun en í viðræðunum verður reynt að hafa sem best samráð við hagsmunaað- ila í heilsugæslu og flugi. í frétt frá samgönguráðuneyt- inu segir að gert sé ráð fyrir að niðurstaða viðræðnanna náist á hálfum mánuði og takist það megi búast við að hægt verði að bjóða út flugleiðirnar sem um ræðir innan eins til tveggja mánaða. Fram hef- ur komið í fréttum að Flugfélag íslands hyggist fljótlega hætta öllu flugi út frá Akureyri vegna þess að starfsemin stendur ekki undir sér fjárhagslega og enn- fremur að Islandsflug hafi lagt niður áætlunarflug milli Siglu- fjarðar og Sauðárkróks af sömu ástæðum. Um þetta sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið að það væri mikið áhyggjuefni ef flugfé- lögin treystu sér ekki til að halda uppi meiri þjónustu í innanlands- flugi en raun bæri vitni. Ráðherra fjallaði um málið á ríkisstjórnarfundi í gær og segir í minnisblaði hans til ríkisstjórnar- innar að ráðuneytið telji að varla verði hjá því komist að bjóða út eftirtalda leggi í áætlunarflugi inn- anlands: í iyi’sta lagi: Akureyri- Þórshöfn-V opnafj ör ður-Akureyri. í öðru lagi: Akureyri-ísafjörður- Akureyri. í þriðja lagi: Akureyri- Egilsstaðir-Ákureyri. í fjórða lagi: Akureyri-Grímsey-Akureyri. I fimmta lagi: Akureyri-Siglufjörð- ur-Akureyri eða Sauðárkrókur- Siglufjörður-Sauðárkrókur. Og í sjötta lagi: Ísafjörður-Bíldudalur- ísafjörður. I tilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu segir að ekki sé gert ráð fyrir útboði á Evrópska efna- hagssvæðinu heldur aðeins hér á landi vegna þess að verið sé að bjóða út bæði sjúkra- og áætlunar- flug saman. Segir þar ennfremur að líklegur samningstími sé tvö ár og að þeim reynslutíma liðnum yrði sennilega mögulegt að bjóða flugið út á EES-svæðinu. I tilkynningu ráðuneytisins seg- ir ennfremur að engin leið sé að áætla með neinni vissu heildar- kostnað vegna útboðsins sé allt flugið tekið saman vegna þess að óvissuþættirnir séu enn of margir. Ekki sé þó ólíklegt að kostnaður muni hlaupa á mörgum tugum milljóna króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.