Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Framkvæmdir við stækkun Setbergsskóla munu létta á skólastarfínu næsta haust Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir við lokaáfanga Setbergsskóla og skólalóðar standa nú yfir, en þeim verður lokið í haust. Skólinn tvísetinn áfram vegna vax- andi nemendafjölda Morgunblaðið/Golli Loftur Magnússon, skólastjóri Setbergsskóla, á efri hæð nvbyggingar skólans. Hafnarfjöröur VIÐBYGGING Setbergs- skóla, sem tekin verður í notkun í haust, mun létta verulega á skólastarfinu en skólinn verður þó áfram tví- setinn að hluta. í nýju við- byggingunni er gert ráð fyrir 5 nýjum kennslustofum og fé- lagsaðstöðu nemenda, auk þess sem aðstaða kennara og annars starfsfólks skólans mun batna verulega frá því sem verið hefur. Því til viðbót- ar hefur verið gert ráð fyrir að tvær lausar kennslustofur verði á nýjum hluta skólalóð- arinnar þar sem nú er unnið að framkvæmdum. Vinnu við skólalóð og viðbyggingu mið- ar vel áfram og mun ljúka fyr- ir haustið. Loftur Magnússon, skóla- stjóri Setbergsskóla, segir að stækkunin sé lokaáfangi skólabyggingarinnar, þó svo að hann dugi ekki til að skól- inn verði einsetinn. Hann seg- ir að reiknað sé með að fjöldi barna í hverfinu á grunn- skólaaldri sé að ná hámarki og að ekki þyki ráðlegt að byggja skólann upp með tilliti til hámarksfjölda. Þetta er 11. starfsár skól- ans og hefur fjölgun nemenda verið nokkuð ör. Fyrsta árið voru 187 nemendur í skólan- um, en nú eru þeir orðnir 783 og fer enn fjölgandi. Að sögn Lofts hefur verið mikil tví- setning í skólanum og í vetur hafa um tveir þriðju af stofun- um verið tvísetnar. I skólan- um eru 35 bekkir frá 1. til 10. bekkjar. „Við sjáum fram á að næsta ár verði ansi mikill léttir að fá þessa viðbyggingu. Eg reikna með að það verði í kringum 800 nemendur í skólanum á næsta ári. Ekki næst þó að einsetja skólann, því miður verður hann tvísetinn áfram, en það verður mun minni tví- setning en verið hefur undan- farin ár. Þá verður um fjórð- ungur af stofunum tvísetinn í staðinn fyrir að í ár voru 67% af stofunum tvísetnar." Setbergsskóli hefur, líkt og hverfið sem hann þjónar, byggst hratt upp á skömmum tíma og hefur það eðlilega skapað ákveðna erfiðleika í skólastarfinu, sem þó hefur gengið vel öll þessi ár að mati Lofts. „Það getur orðið erfitt þeg- ar svo ör uppbygging á sér stað, þegar fjölgunin hefur kannski verið frá 20-30 nem- endum og allt upp í 60 nem- endur á ári. Það er jafnframt mjög erfitt fyrir marga nem- endur að flytja á milli skóla, þar sem þau eru að koma sér fyrir í allt öðru umhverfi og nýjum kunningjahópi. En ég tel nú samt að skólastarfið hafi gengið vel fyrir sig.“ Vegna tvísetningar skólans hefur reynst erfitt að uppfylla lágmarksákvæði varðandi stundafjölda nemenda og það eru ævinlega ákveðnir erfið- leikar sem skapast við það að tveir bekkir á ólíkum aldri skipti með sér sömu stofunni. Algengara er að yngri bekk- imir séu eftir hádegi og und- anfarin ár hefur fyrirkomu- lagið verið þannig að 5. bekkur og upp úr hefur verið fyrir hádegi. Sex ára börnum hefur þó verið gefinn kostur á að vera fyrii- hádegi. Til þess að létta á tvísetn- ingu skólans hefur Loftur óskað eftir því við bæjaryfir- völd að fá tvær lausar stofur til viðbótar við þær fimm sem fástvið nýbygginguna. Þessar tvær stofur eru inni í þeim fyrirætlunum að tvísetning skólans fari niður í 25%, en þá er miðað við að í skólanum verði átta bekkir eftir hádegi. „En það skiptir samt rosa- lega miklu máli að fjölga stof- unum. I sumum stofum er 7. bekkur fyrir hádegi og 3. bekkur eftir hádegi og við er- um með 8. bekk á móti 4. bekk. Þetta er svo breitt ald- ursbil að það skapar mikla erfiðleika í skipulaginu. En strax og við fáum þessar stof- ur í haust verður ekki jafn breitt aldursbil í stofunum og auðveldara að setja skólahús- gögn og annan búnað í stof- umar sem hentar hverjum aldri. Annað kemur líka til því nú eram við að kenna eftir há- degi og þurfum nánast að losa allar stofur á hádegi til þess að hafa pláss fyrir þau böm sem þá koma. Þegar stofun- um fjölgar verður meiri sveigjanleiki og möguleiki íyrir bekki að nota stofumar fram yfir hádegi. Við lítum auðvitað mjög björtum aug- um á þessar viðbætur sem skipta miklu máli fyrir starf skólans." Skýrsla um framtíðarskipan tölvumála grunnskóla Garðabæjar lögð fyrir bæjarráð Fartölva fyrir hvern kennara og stjórnanda Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjóm að bæjar- stjóra verði falið að semja um kaup á fartölvum og nauðsyn- legum búnaði til afnota fyrir hvern kennara og stjórnanda grannskóla Garðabæjar. t Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar | Einarsson, forstöðumann i fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Hann sagði að Garðabær væri fyrsta sveit- í arfélagið til þess að sam- þykkja þetta, en við grann- skóla Garðabæjar starfa nú 113 kennarar og sex stjórn- endur og er áætlaður kostn- aður verkefnisins um 20 mil- ljónir króna. Gunnar sagði að samþykkt- in hefði komið í kjölfar skýrslu sem bæri heitið „Framtíðarskipan tölvumála grannskóla Garðabæjar“ og unnin hefði verið af starfs- hópi sem bæjarráð skipaði í i lok síðasta árs. f skýrslunni, i sem tekin var fyrir á fundi bæjarráðs í gær, era lagðar fram fjölmargar tillögur og er sú tillaga sem bæjarráð sam- þykkti ein af þeim. Auk þess að tryggja kenn- uram og stjórnendum afnot af tölvu samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að undir- búa samning um skipulagða símenntun á sviði tölvu- og upplýsingatækni fyrir kenn- ara og skólastjómendur, svo og að gera tillögu um stuðn- ing kennsluráðgjafa, fag- stjóra og umsjónarmanns tölvukerfis grunnskóla til þess að stuðla að bættum kennsluháttum í upplýsinga- tækni og tölvumennt. Tölvan er nútíðar- og framtíðarvinnutæki í skýrslunni segir að góð þekking allra kennara á notk- un tölva í skólastarfi sé grandvallarforsenda fyrir því að mögulegt verði að ná þeim markmiðum sem sem sett séu UM 97% nemenda í grunn- skólum Garðabæjar hafa að- gang að tölvu heima hjá sér og um 86% hefur aðgang að Netinu. Þetta kemur fram í könnun sem starfshópur um framtíðarskipan tölvumála grunnskóla Garðabæjar lét framkvæma, en alls eru um 1.370 nemendur í grunnskól- unum og bárust svör frá um 68% þeirra. I könnuninni var annars fram í aðalnámskrá grann- skóla. Endur- og símenntun kennara, sérfræðistuðningur fagstjóra og tölvuumsjónar- manns sé forsenda framþró- unar í tölvu- og upplýsinga- tækni í grunnskólum. Ennfremur segir að tölvan sé nútíðar- og framtíðarvinnu- tæki allra kennara og að allir kennarar eigi að hafa aðgang að tölvum og viðeigandi vinnustöð á vinnustað sínum. Því sé mikilvægt að kennarar vegar verið að kanna tölvu- eign heimila grunnskólan- emenda og hins vegar tölvu- notkun kennara sem starfa í grunnskólum Garðabæjar. Yfir 80% nemenda geta fengið aðstoð heima við rit- vinnslu, töfiureikni, upp- lýsingaleit á Netinu og notk- un tölvupósts. Nemendur nota tölvu heima hjá sér lítið til sendinga á tölvupósti og við heimanám. Aðeins 3% geti í framtíðinni tengst neti skólans utan frá og unnið þannig að undirbúningi kennslu óháð því hvar þeir séu hveiju sinni. Auk þeirrar tillögu sem bæjarráð samþykkti er í skýrslunni að finna fjölmarg- ar tillögur sem lúta að tölvu- málum eins og áður sagði og vísaði bæjarráð þeim til um- fjöllunar í skólanefnd og til afgreiðslu við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 2001. Allt nemenda segjast nota tölvu meira en í 3 klukkustundir á viku við heimanám og 75% nota tölvu til heimanáms f minna en 1 klukkustund á viku. Um 65% nemenda nota tölvu til tölvuleikja í meira en 1 klukkustund á viku og 39% eru lengur en eina klukkustund á Netinu á viku. í grunnskólum Garðabæj- ar starfa 113 kennarar og era þetta tillögur sem miða að því að ná þeim markmiðum sem birtast í framtíðarsýn starfshópsins. Heimasíða fyrir hvern skóla í skýrslunni segir að áhrif tölva á samfélagsþróun hafi verið gríðarleg á liðnum áram og að mikilvægt sé að skóla- starfið fylgi þeirri þróun og nýti sér kosti upplýsinga- og tæknisamfélagsins, nemend- svöruðu 78 þeirra könnun- inni eða um 69%. Um 82% kennara nota tölvu vikulega eða oftar við undirbúning kennslu, þar af 27% daglega. Um 46% nota tölvu vikulega eða oftar við kennslu og 64% nota kennsluforrit í kennslu. Um 72% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nota tölvu viku- lega eða oftar almennt í þágu skólastarfsins. um til heilla. Lagt er til að þjálfun, örvun og leiðsögn nemenda í upplýsingatækni verði aukin og að nemendur fái sérstaka þjálfun í notkun Netsins. I skýrslunni er lagt til að sérstakur kennslu- og fagráð- gjafi í tölvu- og upplýsinga- tækni verði ráðinn í 100% starf í hvern skóla í bæjarfé- laginu. Starfshópurinn telur mikil- vægt að foreldrar og nemend- ur eigi greiða leið að upplýs- ingum um skólastarf, jafnt almennum upplýsingum sem einstaka áætlunum. Því legg- ur hann til að hver skóli starf- ræki heimasíðu og komið verði á netsamskiptum milli heimila og skóla. Heildarkostnaður um 110 milljónir króna Til þess að ná fram ofan- greindum markmiðum leggur starfshópurinn til að tækja- kostur og aðbúnaður nem- enda og starfsmanna skólans verði bættur til muna. Lagt er til að í hverjum skóla verði ein til tvær tölvustofur og að haustið 2002 verði ein tölva á hverja fjóra nemendur. Lagt er til að gert verði eitt heild- arútboð á lögnum og leigu á tölvubúnaði og þjónustu til þess að lágmarka rekstrar- kostnað og hraða tölvuvæð- ingu. Samkvæmt grófri kostnað- aráætlun myndi það kosta bæjarfélagið um 110 milljónir króna að koma öllum tillögun- um í framkvæmd. Um 97% nemenda hafa aðgang að tölvu heima hjá sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.