Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar leigir húsnæði til að geyma borkjarna af öllu landinu Stefnt að samhæfð- um gagnagrunni um íslenska náttúru Morgunblaðið/Kristján Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu við Brekkugötu 14 og hlutu eigendur þess viðurkenningu Húsfriðungarsjóðs Akureyrarbæjar fyrir verkið. Þykir húsið standa sem verðugur fulltrúi fyrri kynslóða steinsteyptra húsa á Islandi. Húsfriðunarsjðður Akureyrar Eigendur Brekku- götu 14 hlutu viðurkenningu EIGENDUR hússins númer 14 við Brekkugötu á Akureyri hlutu viður- kenningu Húsfriðunarsjóðs Akur- eyrar fyrir gott viðhald og endur- bætur á húsinu, en húsið eiga nú tvenn hjón, Jónas Sigurjónsson og Hallfríður Einarsdóttir og Pétur Þór Jónasson og Freyja Magnús- dóttir. Tilgangurinn með viðurkenning- unni er m.a. sá að vekja athygli á mikilvægi þess að borin sé virðing fyrir upphaflegri gerð húsa við end- urbætur og breytingar og ennfrem- ur að benda á nauðsyn þess að sýna byggingarlist þessarar aldar rækt- arsemi með markvissri umhirðu húseigna frá liðnum tíma. Húsið við Brekkugötu 14 var reist árið 1928, en það gerði Jón C.F. Arnesen. Húsið er tvíloftað íbúðar- hús úr steinsteypu, hár kjallari úr jörðu er að austan undir húsinu, þak- ið er hátt og á því eru ýmis útskot, en húsið er afar reislulegt og fallegt segir í umsögn forsvarsmenna sjóðs- ins en þar er vitnað í lýsingu „á einu glæsilegasta íbúðarhúsi bæjarins í Jónsbók“, gamalli handskrifaðri bók um byggingar og lendur bæjarins. Einnig er vitnað í bókun bygg- inganefndar Akureyrarbæjar frá því í maí árið 1919 þar sem segir: „Nefndin tekur það fram, að hún ætlast til, að hornlóðirnar við Odd- eyrar og Brekkugötu og lóðir með fram Brekkugötu sjeu eigi látnar af hendi nema trygging sje fyrir því að á þeim verði byggð veruleg og myndarleg hús.“ Jón Guðmundsson teiknaði húsið en hann var jafnframt yfirsmiður þess. Hann teiknaði og byggði mörg hús í bænum, meðal annars eigið íbúðarhús við Brekkugötu 27A. Eigendur hússins hafa unnið að lagfæringum og endurbótum á því undanfarin ár. Tekið hefur verið mið af stíl hússins og uppruna þannig að það stendur nú sem verðugur full- trúi fyrri kynslóða steinsteyptra húsa á Islandi. Húsið stendur á við- kæmum og áberandi stað og er mik- ilvægur hluti þeirrar bæjarmyndar Akureyrar sem byggðin við Brekku- götu myndar. AKUREYRARSETUR Náttúru- fræðistofnunar Islands og Orku- stofnun hafa tekið á leigu 650 fer- metra geymsluhúsnæði á Akureyri undir borkjama víðsvegar að af land- inu. Þessar stofnanir hafa það hlut- verk samkvæmt lögum að varðveita sýni sem aflað er í vísindalegu skyni eftir að rannsókn þeirra er lokið. Kristinn J. Albertsson, forstöðu- maður Akureyrarseturs Náttúru- fræðistofnunar, sagði að í geymslu- húsnæðinu yrðu geymdir borkjarnar sem fluttir verða til Akureyrar víða af landinu. Nú þegar eni fimm stórir flutningabílsfarmar komnir í hús á Akureyri og eru þeir ættaðir úr geymslum Orkustofnunar og koma m.a. frá Gelgjutanga í Reykjavík og frá Laugum í Súgandafirði. Kristinn sagði að það væri því þegar orðið þröngt í húsnæðinu, þótt aðeins væri um þriðjungur af kjömum kominn norður. „Við emm að vona að þetta verði ekki bara geymsla þar sem kjamam- ir munu rykfalla í sínum kössum og það er ráðgert að upplýsingum um þessa kjama verði safnað saman, þeir skráðir upp á nýtt og grisjaðir. Upplýsingunum verði komið fyrir á tölvutæku formi og settur upp gagnagmnnur, sem áform em um að verði aðgengilegur hverjum þeim sem vill hafa úr honum upplýsingar í gegnum Netið.“ Umsvif Akureyrarseturs Náttúm- fræðistofnunar Islands hafa aukist jafnt og þétt á undanfömum ámm, eða frá því að umhverfisráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, yfirtók rekstur Náttúrafræðistofnunar Norðurlands í byrjun tíunda áratugarins og sam- einaði Náttúrufræðistofnun Islands. Þá vom starfsmenn fjórir en þeir verða orðnir tíu í ár. Að auki hefur stofnunin beðið um stöðugildi dýra- fræðings í nokkuð mörg ár. Sá dýra- fræðingur gæti einnig nýst bæði Náttúrufræðistofnun og Veiðistjóra- embættinu, sem einnig er staðsett á Akureyri. Kristinn sagði að eitt metnaðar- fyllsta verkefni Náttúmfræðistofn- unar Islands væri að byggja altækan gagnagmnn um náttúm Islands og hafa hann opinn almenningi á Net- inu. Til að sá gmnnur geti orðið til þarf að koma miklu af upplýsingum og gögnum sem em í fómm stofnun- arinnar bæði á Akureyri og Reykja- vík á tölvutækt form. Kristinn sagði að áhugi væri á því innan stofnunar- innar að koma vinnu við þá skrán- ingu fyrir á Akureyri en að hún gæti tekið 2-5 ár fyrir 2-4 manneskjur. Þessi hugmynd hefur verið kynnt bæjaryfirvöldum á Akureyri, þar sem henni var vel tekið, að sögn Kristins. Eftirlit með hveraörverum Akureyrarsetrið heldur úti rann- sóknum í grasafræði háplantna og heldur utan um útbreiðslukort þeirra og er með sérhæfðan gagna- gmnn, sem almenningi gefst kostur á að kynna sér í dag. Einnig er hefð fyrir því að rannsóknir séu stundað- ar í grasafærði á Akureyri, þar með talið á fléttuflóm sem og á sveppa- flóm landsins. Þá var stofnuninni falið, með lög- um frá 1998, að hafa eftirlit með hveraörvemm, þ.e. sýnatöku og skráningu allra örvera í samstarfi við líftæknifyrirtæki sem starfa á því sviði hériendis. Kristinn sagði þó nokkrar líkur á að þetta hlutverk yrði fært yfir á Akureyrarsetur stofnunarinnar. Stofnunin hefur bætt við sig starfsmanni sem sinna mun rann- sóknum á beitarþoli birkis, hvort heldur er af völdum grasbíta eða skordýra. Kristinn sagði að hér væri um að ræða fjölþjóðlegt rannsóknar- verkefni, sem tugur rannsóknastofn- ana frá 7-8 þjóðlöndum tekur þátt í. „Verkefnið, sem mun stunda yfir í að minnsta kosti þrjú ár, er styrkt af Evrópusambandinu. Okkur þykir ekki ónýtt að vera komin með litla fingurinn inn í salarkynni evrópska styrkjasamfélagsins og vonum að þessi mjói vísir verði til mikils síðar.“ Byggingalistaverðlaun menningarmálanefndar Akureyrar Skóli og einbýl- ishús hlutu við- urkenningu ARKITEKTARNIR Fanney Hauksdóttir og Logi Már Einarsson hlutu byggingarlistarverðlaun menningarmálanefndar Akureyrar, en þau vora veitt í fyrsta sinn nú um liðna helgi. Fanney hlaut verðlaunin fyrir Giljaskóla, en um bygginguna segir í umsögn að skólinn sé reisuleg bygg- ing sem setji svip á umhverfið og sé kennileiti í hverfmu. Byggingin hafi aðra og mikilvægari stöðu í umhverf- inu en þeir skólar sem byggðir hafa verið undanfarna áratugi en margir hverjir séu þeir faldir inni í miðju íbúðarhverfa og taki ekki þátt í bæj- armyndinni á sama hátt og Giljaskóli gerir. Frjálsleg form og samspil and- stæðna setji svip á húsið og þá sé það bjart og opið. Byggingin sé mótuð með virðingu fyrir því sjónarmiði að uppvaxtammhverfi bama og ungl- inga eigi að vera í senn vandað, virðulegt og hvetjandi. Fanney er fædd á Akureyri árið 1961. Að loknu stúdentsprófi nam hún arkitektúr við háskólann í Durt- mund í Þýskalandi og starfaði um nokkurra ára skeið sem aðstoðar- maður prófessors Herbert Pfeiffer, en frá árinu 1990 hefur hún starfað á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks efh. á Akureyri. Logi Már hlaut verðlaun fyrir hús við Hindarlund númer 9, en um er að ræða lítið einbýlishús með innbyggð- um bílskúr, samtals 133 fermetrar. Gmnnhugmynd hússins einföld og vel útfærð, form hússins sterk og ákveðin og lita- og efnisval yfirveg- að,segir í umsögn um húsið. Einnig kemur þar fram að húsið sé í húsa- þyrpingu sem skipulögð var fyrir lít- ið einbýlishús, lóðir séu allar litlar, en byggingaskilmálar hverfisins vom tiltölulega opnir. Tekur mið af sólaráttum Gmnnform hússins tekur mið af sólaráttum og skjólmyndun á útivist- arhluta lóðarinnar. I umsögn segir enn fremur að byggingin sé dæmi um fágaðan einfaldleika og hófsemi sé til eftirbreytni. Logi Már er fæddur á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Fanney Hauksdóttir arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir hönnun si'na á Giljaskóla. Morgunblaðið/Kristján Logi Már Einarsson arkitekt hlaut viðurkenningu fyrir hönnun einbýlis- hússins við Hindarlund 9. árið 1964, en hann lauk námi frá Arkitektaháskólanum í Osló árið 1992. Hann hefur starfað við ýmsar teiknistofur á Akureyri á ámnum 1992 til 1998, en nú starfar hann hjá Úti og inni sf., teiknistofu arkitekta í Reykjavík. Hann hefur einnig starf- að sjálfstætt alla tíð. Grenivík Harðfiskur inn á hótel UMSVIFIN hjá harðfiskvinnslunni Darra ehf. hafa verið stöðugt að auk- ast og er vinnslan eins mikil og frek- ast getur orðið, að sögn Heimis As- geirssonar framkvæmdastjóra. Þar starfa 5 manns í fullu starfi en starfs- fólki er fjölgað á álagstímum. Sala á afurðum fyrirtækisins hefur gengið vel en stöðugt er leitað nýrra leiða í markaðssetningu. Að sögn Heimis munu nokkur hótel á íslandi bjóða harðfisk, bæði flök og bita til sölu í smáum pakkningum á minibör- unum herbergja sinna í sumar. Heimir sagði að það gæti orðið góð kynning erlendis ef þeim ferðamönn- um sem hingað koma líkaði varan. Einnig færist í vöxt að fyrirtæki gefi börnunum sem koma og syngja hjá þeim á öskudaginn harðfisk í stað sælgætis. Bankar og sparisjóðir voru nokkuð stórtækir í slíku í vetur og sagði Heimir að þær stofnanir hefðu keypt mörg þúsund harðfiskpoka. Þá kaupir norskur aðili regulega nokkurt magn af harðfiski frá fyrir- tækinu, sem hann svo pakkar í smáar pakkningar selur, m.a. hótelum og bömm þar í landi. Salan er nokkuð árstíðabundin en hún er mest á þorr- anum og yfir sumartímann. Heimir segir að nægt hráefni sé á boðstólum hérlendis en hins vegar séu takmörk fyrir því hversu hátt verði þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.