Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 22

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur Morgunblaðið/GPV Verðlaunahafar karla frá vinstri: Einar Einarsson þjálfari, Pétur Guð- mundsson, Alexander Ermolinskij, Brenton Birmingham, Guðlaugrir Eyjólfsson og fyrir framan þá er Ágúst Bjarnason. Morgunblaðið/GPV Verðlaunahafar kvenna með verðlaunagripi sína frá vinstri: Sandra Guðlaugsdóttir, Jovana Lilja Stefánsdóttir, Alexander Ermolinskij þjálfari og Sólveig Gunnlaugsdóttir. Þjónustu- hús Kross- kirkju vígt Brenton Birmingham bestur Grindavík - Það var að venju mikið fjör á uppskeruhátíð körfu- knattleiksdeildar IJMFG nú á dög- unum. Boðið var upp á glæsilega kvöldmáltíð í Festi en það var veitingahúsið við Bláa lónið, Jenný, sem sá um eldamennskuna. Þeir leikmenn sem þóttu skara framúr hjá kvenfólkinu voru Jov- ana Lilja Stefánsdóttir fyrir mestu framfarir en stúlkan sú er dóttir hins þekkta knattspyrnu- manns og þjálfara karlaliðs UMFG í knattspyrnu, Milan (Stef- áns) Jankovic. Sandra Guðlaugs- dóttir var kosin besti varnarmað- urinn og Sólveig Gunnlaugsdóttir var valinn verðmætasti leikmað- urinn. Hjá körlunum var það Guðlaug- ur Eyjólfsson sem sýndi mestu framfarirnar, Alexander Ermol- inskij besti varnarmaðurinn, Pét- ur Guðmundsson besti liðsmaður- inn og Brenton Birmingham var valinn verðmætasti leikmaðuinn og kemur það sjálfsagt fáum á óvart. Holti - Að lokinni páskamessu í Krosskirkju annan í páskum var nýreist þjónustuhús kirkjunnar vígt af sr. Halldóri Gunnarssyni í Holti. I ræðu formanns sóknarnefndar, Þorsteins Þórðarsonai- á Sléttubóli, kom fram að húsið var teiknað á veg- um húsafriðunarnefndar ríkisins, tæpir 60 fermetrar á stærð og bygg- ingaverktakar hefðu verið bræðurn- ir Ulfar og Gylfi Freyr Albertssynir. í ræðu sinni minntist Þorsteinn sér- staklega systkinanna frá Gularási, þeirra Einars, Guðmundar, Guðnýj- ar og Þórunnar, en Guðmundur, sem lifði systkini sín, arfleiddi Kross- kirkju af öllum eigum sínum, en hann andaðist 26. febrúar 1998. I minningu þeirra var afhjúpuð mynd af systkinunum og húsinu gefið nafn- ið: Systkinahús. Húsið býður upp á starfsaðstöðu fyrir sóknarprest, sóknarnefnd og kirkjukór, ásamt því að geta haft þar kirkjukaffi og fundaraðstöðu fyrir félagsstarf í sveitinni. Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri Hita- veitu Þorlákshafnar SAMKVÆMT samningi um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Þorlákshafnar sem gerður var 8. febrúar sl. tók Orkuveitan við rekstri Hitaveitu Þorlákshafnar í gær, þriðjudag. Kaupverðið er 350 milljónir króna. Ný reglugerð fyrir Hitaveitu Þor- lákshafnar hefur verið samþykkt af iðnaðarráðuneytinu. Gengið hefur verið írá ráðningu Guðlaugs Sveins- sonar sem hitaveitustjóra. Engin breyting verður á rekstri Hitaveitu Þorlákshafnar fyrst um sinn. „Orkuveita Reykjavíkur hefur hug á að beina atvinnustarfsemi til Þorlákshafnar, bæði eigin starfsemi og annarri. Lýsing leiðarinnar milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur um Þrengsli er sameiginlegt hagsmuna- mál íbúa höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands, m.a. til að tryggja ör- yggi vegfaranda og hafa Orkuveitan og bæjarstjórn Ölfuss samþykkt að vinna saman að þessu verkefni," seg- ir í frétt frá Orkuveitunni. Á næsta og þarnæsta ári verða boraðar rannsóknarholur á hinu nýja landsvæði Orkuveitu Reykja- víkur á Hellisheiði. Morgunblaðið/Halldór Nýreist þjónustuhús Krosskirkju í Austur-Landeyjum. Félagsheimili hestamanna í Grundarfírði rís Stykkishólmi - Fréttaritari átti leið um Grundarfjörð fyrir skömmu og hitti hóp hestamanna sem voru með hamar og sög í hendi, en ekki hnakk og beisli eins reikna mátti með. Það er enn að finna gamla ungmennafélagsandann, því hesta- menn í Grundarfirði tóku sig til og reistu hús fyrir starfsemi sína. Hestamenn búa svo vel að eiga út- lærða húsasmíðameistara og fjölda laghentra manna svo það vafðist ekki fyrir þeim að snara upp húsi í sjálfboðaliðavinnu. Verkið hófst eft- ir hádegi á föstudegi og seinnipart laugardags var húsið risið og komið undir súð. Sökklarnir voru steyptir s.I. haust. Þótt vel hafi gengið þessa helgi eru nokkur handtök eftir að sögn smiðanna og er stefnt að þvi að fullklára húsið fyrir vorið. Húsið sem er um 70 fm að stærð, verður notað fyrir félagsstarfsemina og kemur þar að miklum notum því staðsetning þess er miðuð við að hafa yfirsýn yfir skeiðvöll félagsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Þeir eru duglegir hestamenn í Grundarfirði og eru þeir að byggja fé- lagsheimili fyrir starfsemina. Hér eru þeir fyrir framan bygginguna og búnir að flagga til merkis um það að búið er að reisa það. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Fulltrúar á aðalfundi Samfés, samtök félagsmiðstöðva á íslandi, fyrir framan félagsmiðstöðina X-ið í Stykkis- hólmi, en þangað var gestunum boðið og þeim kynnt starfsemi X-sins. Samfés þingar í Stykkishólmi Stykkishólmi - Samfés, samtök félagsmiðstöðva á íslandi, héldu aðalfund sinn í Stykkishólmi 27. - 28. apríl. Á þingið mættu um 90 fulltrúar frá 60 félagsmiðstöðv- um. 8 félagsmiðstöðvar gengu inn í samtökin á fundinum og innan raða þeirra eru um 65 félagsmið- stöðvar. Samtökin eru því alltaf að stækka og starf þeirra að auk- ast. Helstu verkefni samtakanna um þessar mundir er samstarf við verkefnið „Island án eiturlyfja" um að vinna að forvarnarstarfi. Styrkur fékkst til að gera sjón- varps- og blaðaauglýsingar og plakat til að vekja athygli á hætt- una af áfengi. Þar voru unglingar í félagsmiðstöðvum fengnir til að sitja fyrir og taka þátt í verkefn- inu. Þá ætla samtökin að efla smiðju-vinnu unglinga næsta vet- ur. Fjölbreytt dagskrá í boði Stefnt er á að bjóða upp á 2-3 smiðjur á mánuði þar sem fjöl- breytt verkefni eru í gangi. Önn- ur verkefni samtakanna eru söng- keppni Samfés, Samfésball, lands- mót Samfés og samkeppni um forvarnarmyndband. Það er óhætt að segja að þeim unglingum sem stunda félagsmiðstöðvarnar næsta vetur verði boðið upp á fjöl- breytta og skapandi dagskrá. Oskar Dýrmundur Ólafsson var endurkjörinn formaður samtak- anna, en hann starfar í félags- miðstöðinni Miðbergi. Fram- kvæmdarstjóri er Jón Hilmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.