Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skrifstofur í stað hótels við Suður- landsbraut 12 HÆTT hefur verið við áforra um hótelrekstur að Suðurlandsbraut 12. Eignarhaldsfélagið Dalir hef- ur keypt fasteignina og að sögn Ómars Benediktssonar, forsvars- manns félagsins, verður húsnæðið notað undir skrifstofur. Hamra ehf., fyrrverandi eig- andi fasteignarinnar og Fosshótel gerðu samning um leigu síðar- nefnda fyrirtækisins á húsnæðinu á síðasta ári og átti hótelrekstur að hefjast undir merkjum Foss- hótels í júlí. Ómar Benediktsson á li'tinn hlut í Fosshótelum. I samtali við Morgunblaðið seg- ist Ómar hafa keypt fasteignina fyrir nokkrum vikum af Hömru ehf. og reynt að halda uppi áformuin um að þar yrði hótel- rekstur. „Það reyndist hins vegar ekki áhugi fyrir því að leggja fram fjármagn til þess háttar reksturs, hvorki hjá lánastofnunum né fjár- festum,“ segir Ómar. Húsnæðið til sölu eða leigu Húsnæðið er til sölu eða leigu og segist Ómar merkja mikinn áhuga á því. Að hans sögn verður framkvæmdum við húsið að utan- verðu lokið í næstu viku en þrjá mánuði til viðbótar þarf til að klára framkvæmdir innanhúss. Ólafur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, segir að við undirritun samnings á síð- asta ári hefðu forsvarsmenn Hömru ehf. fullyrt að fjármögnun væri tryggð. Síðar hefði komið í ljós að svo var ekki. Aðspurður segir Ólafur að nokkuð hafi verið um bókanir í gistingu á hótelinu en verið sé að vinna í að koma þeim gestum fyr- ir annars staðar og gangi það vel. „Það er ljóst að þörf er fyrir viðbótargistirými á höfuðborgar- svæðinu," segir Ólafur. Gengur treglega að fá fjármagn Að sögn Ólafs var reynt að halda áformum um hótelrekstur í húsnæðinu til streitu, einnig eftir fjárfestingu Ómars. Erfiðleikar í greininni geri það hins vegar að verkum að treglega gangi að fá lánsfjármagn til uppbyggingar hótela. Ólafur vísar þar til óhag- stæðrar gengisþróunar sem hafi haft í för með sér aukinn kostnað og minnkaðar tekjur. Eins og fram hefur komið er nýting gisti- rýmis betri á höfuðborgarsvæð- inu en úti á landsbyggðinni. Á síðasta ári var nýtingin 70% í Reykjavík en um 40% á lands- byggðinni. Þriggja mánaða uppgjör Búnaðarbanka íslands Rúmlega 100 milljóna króna minni hagnaður BÚNAÐARBANKI íslands hf. skilaði 268 millj- óna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt nýbirtu óendurskoðuðu bráð- abirgðauppgjöri bankans. Er þetta nokkru minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra, en þá nam hann 374 milljónum. Hagnaðurinn fyrir skatta á þessu ári nam 371 milljón króna en var 493 milljónir árið 1999. Hreinar rekstrartekjur bankans á fyrsta árs- fjórðungi námu 1.646 milljónum króna, sem er mjög svipað því sem var á árinu 1999. Hreinar vaxtatekjur fyrsta ársfjórðungs námu 943 millj- ónum króna og er það 12% aukning á milli ára. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildar- fjármagns, lækkaði og var 3,17% á tímabilinu til samanburðar við 3,37% á árinu 1999. Segir í fréttatilkynningu frá Búnaðarbankanum að þessi þróun sé í takt við rekstraráætlun bank- ans, en hún gerir ráð fyrir að hagnaður ársins 2000 fyrir skatta verði 1.900 milljónir króna, en 1.400 milljónir að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Fram kemur að rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs styrkir þá áætlun. Gengishagnaður 165 milljónir króna Aðrar rekstrartekjur án gengishagnaðar námu á fyrsta ársfjórðungi 538 milljónum króna og hækkuðu um 174 milljónir milli tímabila, eða 48%. Hafa þær þá tæplega tvöfaldast á tveimur árum, en 1998 voru aðrar rekstrartekjur án gengishagnaðar 288 milljónir króna. Gengishagnaður hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldeyrisviðskipta var 165 milljónir. Lækkun varð á gengishagnaði milli ára og segir bankinn ástæðuna vera ólíka þróun á markaðsvöxtum miðað við síðastliðið ár. Rekstrargjöld hækkuðu um 12% Rekstrargjöld Búnaðarbankans hækkuðu um 12% milli tímabilanna og voru 1.083 milljónir eftir fyrstu mánuði ársins 2000. Á afskrifta- reikning útlána voru færðar 192 milljónir króna, samanborið við 209 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra, en þar af voru 82 milljónir sérstakt var- úðarframlag vegna útlánaaukningar bankans. Sæplast hf. birtir þriggja mánaða uppg;jör í fyrsta skipti Hagnaðurinn 12 miiljónir króna HAGNAÐUR Sæplasts hf„ móður- félags og dótturfélaga, var rúmar 12 milljónir króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt óend- urskoðuðu milliuppgjöri. Hagnaður fyrir skatta var tæpar 15 milljónir króna á þessu tímabili. Félagið sendi ekki frá sér upplýsingar um afkomu fyrstu þriggja mánaða á síðasta ári, en stjórn Sæplasts hf. hefur ákveðið að birta framvegis uppgjör félagsins ársfjórðungslega. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarhagnaður Sæplasts hf. 73 milljónir króna. Að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu voru fjármagnsliðir því nokkuð óhagstæðir þar sem gengi norsku krónunar hefur lækkað mikið á tímabilinu, en gengistap vegna þessa nemur um 5,5 milljónum króna. Tekjurnar 463 milljónir króna Tekjur Sæplasts hf. og dótturfé- laga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 463 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins, og nú fyrst eru að koma fram áhrif verksmiðjunnar í Álasundi sem var yfirtekin um síð- astliðin áramót. í samstæðureikn- ingi félagsins er ekki tekið tillit til áhrifa vegna Nordic Supply Conta- iners AS að öðru leyti en því að áhrifa gætir undir liðnum afkoma dótturfélags. Eignir félagsins í lok mars voru 2.029 milljónir króna og höfðu lækk- að um tæpar 73 milljónir króna frá áramótum, en félagið keypti öll hlutabréf í Nordic Supply Contain- ers AS ásamt því að skammtíma- kröfur vegna hlutafjárútboðs voru gerðar upp á móti brúarláni sem tekið var á síðasta ári til fjármögn- unar á þeim fjárfestingum sem fé- lagið stóð í. Eigið fé var 681 milljón króna og hafði hækkað um 12 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 33,6%, en var um áramót 32%. Skuldir félagins voim 1.348 milljónir króna og hafa lækkað um tæpar 85 milljónir frá áramótum. Veltufjárhlutfall 31. mars sl. var 1,5 og arðsemi eigin fjár 7,17%. í sjóð- streymi kemur fram að veltufé frá rekstri var rúmar 52 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins en var 106 milljónir króna fyrir allt árið 1999. í tilkynningu Sæplasts hf. kemur fram að verkefnastaða félagsins sé góð um þessar mundir og útlit fyrir að reksturinn verði áfram í góðu jafnvægi komi ekki til utanaðkom- andi truflana eins og stöðvunar kaupskipaflotans. KH í við- ræðum við lánar- drottna STJÓRN Kaupfélags Húnvetninga leitar nú samninga við lánardrottna vegna mikilla skulda, að sögn Jóns B. Bjamasonar, stjórnarformanns KH. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að málið væri ekki komið á það stig að beiðni um greiðslustöðvun hefði verið lögð fram. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. ------4-6-4----- Starfsemi Nóa-Siríus í Lettlandi hefst í júní STARFSEMI nýs framleiðslufyrir- tækis Nóa-Siríus í Lettlandi hefst væntanlega í júní nk. Að sögn Finns Geirssonar, forstjóra Nóa-Siríus, verða þar um 10 starfsmenn fyrst um sinn, við framleiðslu og sölu- og markaðsstörf. Framleiðsluvörur Nóa-Siríus í Lettlandi verða súkkulaðihúðaðar vömr og hlaup. Fyrir er starfandi í Lettlandi stór þarlend sælgætisverksmiðja. Að sögn Finns hefur undirbúningur að stofnuninni staðið yfir í rúmt ár en forsvarsmenn Nóa-Siríus sjá sókn- arfæri í Lettlandi þar sem Eystra- saltssvæðið er ört vaxandi markað- ur. „Þarna gefst tækifæri til að flytja út þær vörur sem við framleiðum hér,“ segir Finnur. Hann segir starf- semina í Lettlandi hreina viðbót við rekstur Nóa-Siríus. ------♦_*_♦----- Hlutabréfa- markaðir í Lundúnum og Frankfurt sameinast? AP. London Búist er við að hlutabréfamarkaður- inn í Lundúnum tilkynni í vikunni um sameiningu við höfuðkeppinaut sinn, hlutabréfamarkaðinn í Frank- furt. Bandaríski Nasdaq hlutabréfa- markaðurinn er sagður ætla að taka þátt í sameiningunni til að stuðla að því að samskipti á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði verði sem ódýr- ust. Hlutabréfamarkaðirnir í Lund- únum og Frankfurt munu hvor fyrir sig eiga helmings hlut í hinum nýja ensk-þýska markaði. Hlutabréfamarkaðh-nir í London og Frankfurt, sem eru þeir stærstu í Evrópu, hófu tilraunir til sameining- ar fyrir tveimur árum. Síðar útvíkk- uðu þeir þær tilraunir og var ætlunin að hafa hlutabréfamarkaði sex ann- arra þjóða með. Þetta tókst ekki þar sem markaðimir í Lundúnum og Frankfurt komust ekki að samkomu- lagi um eignaraðild né hvernig við- skiptum á hinum væntanlega sam- eiginlega markaði yrði háttað. Fram kom í Wnll Street Journal á þriðju- dag, að viðskipti á hinum væntanlega sameiginlega markaði muni byggj- ast á rafrænum viðskiptum þýska markaðarins. Þrýstingur á hlutabréfamarkaði í Evrópu um að sameinast hefur auk- ist í framhaldi af tilkomu evrunnar á síðasta ári og vegna samkeppni frá Bandaríkjunum. í síðasta mánuði gengu verðbréfamarkaðirnir í París, Brussel og Amsterdam til formlegs samstarfs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.