Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 25 VIÐSKIPTI Betri afkoma FBA á fyrsta ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir Hagnaðar fyrir skatta 133% meiri en í fyrra SAMKVÆMT óendurskoðuðu árshlutauppgjöri FBA nam hagnaður bankans fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 842 milljónum króna og 545 milljónum króna eftir reiknaða skatta. Hagnaður fyrir skatta á síðasta ári nam 362 milljónum króna. Vöxtur hagnaðar fyrir skatta er því 133%. í rekstraráætlun var gert ráð fyrir að heildarhagnaður ársins fyrir skatta yrði um 1.763 milljónir króna. Nær helmingur þeirrar áætlunar hefur nú þegar náðst. Hluthafar í FBA eru 4.338 talsins. Á næstu dögum fá þeir greiddar út samtals 1.224 millj- ónir króna í arð. Vöxtur meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Vöxtur efnahagsreiknings var 15% á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er meira en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Heildareignir FBA námu 106 milljörðum króna 31. mars en þær voru 92,2 milljarðar í árslok 1999. Vöxtur útlána var einnig meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 13,5% . Heildarútlán í lok fyrsta ársfjórðungs námu 84,7 milljórðum króna. Hreinar vaxta- tekjur námu 305 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins sem er 18% meira en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs.Eigið fé FBA að loknum fyrsta ársfjórðungi nam um 7,9 milljörðum króna. Aukið vægi markaðshlutabréfa I tilkynningu frá FBA kemur fram að snemma á árinu var ákveðið að draga úr vægi markaðsskuldabréfa í eigu bankans og auka vægi markaðshlutabréfa. í samræmi við þetta drógust eignir í markaðsskuldabréfum bankans saman um 4,2 milljarða króna, úr rúmum 9 milljörðum í árslok 1999 í 4,8 milljarða 31. mars. Á sama tíma jókst eign bankans í hluta- bréfum um 2,1 milljarð úr tæpum 3,5 milljörð- um í um 5,6 milljarða. Bankinn selur hlutabréf í Talentu hf. Hluti af verðbréfaeign FBA 1 Hátækni- og Internetsjóðnum Talentu hf., dótturfélags bankans, var seldur á tímabilinu og myndar það nokkurn söluhagnað. Ekki fékkst uppgefið hjá bankanum hver sá hagnaður var, en rúmur þriðjungur hans er tekjufærður á fyrsta árs- fjórðungi. Söluhagnaðurinn verður að fullu tekjufærður þegar sjóðirnir eru ekki lengur í meirihlutaeigu FBA. Kauphallirnar í Lettlandi, Eistlandi og Litháen Stefnt að samstarfi við NOREX KAUPHALLIRNAR í Lettlandi, Eistlandi og Litháen skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu þess efnis að þær stefni að samstarfi við norrænu kauphallirnar í NOR- EX. Skipaður verður starfshópur með fulltrúum NOREX og kaup- hallanna í Riga, Tallinn og Vilnius. Hópurinn mun vinna að sam- ræmingu reglna um skráningu og viðskipti, eftirlit á markaði, og Netverslun með þjóð- legar vörur opnuð OPNUÐ hefur verið ný alþjóð- leg vefverslun hér á landi sem sérhæfir sig í þjóðlegum vör- um. Ber hún nafnið buynation- al.com. Er ráðgert að fyrsta verslunin verði opnuð innan skamms undir heitunum is- lenskt.is og buyicelandic.com. Meirihlutaeigendur buy- national.com eru Talenta- Intemet hf. og Baugur.net hf„ sem samtals eiga 67% hluta- íjár. Eigendurnir stefna að því að koma á fót keðju netversl- ana með þjóðlegar vörur um allan heim, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá þeim. Verslunin mun m.a. annast sölu, pökkun og sendingu á þjóðlegum vörum fyrir við- skiptavini sína hvert sem er í heiminum. buynational.com var stofnað í lok sfðasta árs af Amóri H. Amórssyni, Finn- boga R. Alfreðssyni og Stefáni P. Bustos, sem jafnframt er framkvæmdasljóri félagsins. Stefnir fyrirtækið að því að starfsemi þess verði komin í gang á nokkrum markaðs- svæðum heims síðar á þessu ári. Settar verða upp vefversl- anir á viðkomandi markaðs- svæði í samstarfi við sterka dreifingaraðila með það að markmiði að skapa einstakl- ingutn jafnt sem fyrirtækjum hagræði og spamað með því að kaupa þjóðlegar vörar hvers svæðis á Netinu. Nú þeg- ar er hafinn undirbúningur að stofnun vefverslana á Bret- landseyjum, í Skandinavtu og víðar í Evrópu og síðar á árinu er stefnt að stofnun vefversl- ana í Norður-Ameríku, Suður- Ameríku og Asíu. þjálfun og fullgildingu miðlara. Mikilvægur þáttur í þeirri vinnu verður að laga lög og reglur í Eystrasaltsríkjunum að evrópsku lagaumhverfi. I tilkynningu til Verðbréfaþings íslands kemur fram að kauphall- irnar í Eystrasaltsríkjunum voru stofnaðar á miðjum síðasta áratug þegar lýðveldin höfðu fengið sjálf- stæði á nýjan leik. Alþjóðlegir ráð- gjafar voru hafðir með í ráðum þegar kauphallirnar voru stofnað- ar enda fullnægja þær evrópskum tilskipunum um starfsemi kaup- halla. NOREX var stofnað af dönsku og sænsku kauphöllinni í janúar 1998 með áherslu á sameiginlegan norrænan verðbréfamarkað. Frá því í júní á síðasta ári hafa danska og sænska kauphöllin notað sama viðskiptakerfi fyrir hlutabréf og samræmdar viðskiptareglur og í haust munu skuldabréfaviðskipti fara fram í sama kerfi. Verðbréfaþing Islands hf. skrif- aði undir viljayfirlýsingu um að ganga í NOREX þann 21. mars sl. og stefnt er að undirritun samn- inga í júní. Kauphöllin í Osló skrif- aði undir samskonar yfirlýsingu í nóvember í fyrra. f hrífandi heimur! fegurð, slökun og uppbygging Dedeor-snyrtivörulínan er leið- andi merki á heilsusetrum og SPA-stöðum um allan heim. Hún hefur slakandi áhrif, er örvandi, nærandi, grennandi, vatnslosandi og byggir upp húðina á sérstakan hátt vegna þess að hún er unnin beint úr náttúrunni. Kynning verður á Decleor- snyrtivörullnunni þriðjudaginn 2. mal til föstudagsins 5. ma( I Planet Esju, Suðurlandsbraut 2 (Hótel Esju), annari hæð, milli kl. 20.00 og 22.00. Þeir sem koma á kynninguna geta fengið frían prufutima á Planet Esju. Athugið að slfkan tíma verður að panta hjá ráðgjafa. t^MM /s Mí ICELANO Umboðs- og heíldverslun Hótel Esju • Suðurlandsbraut 2 • Slmi: 588 1700 h A é) s ÁRÖMESSENCR VtSAGE NEROLf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.