Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bakkavör Group flytur framleiðslu frá Islandi Gengis- o g tollamál óhagstæð útflytjendum BAKKAVÖR Group hefur ákveðið að flytja hluta af starfsemi dótturfélags- ins Bakkavör ísland úr Reylqanesbæ til Svíþjóðar næsta sumar. Að sögn Lýðs Guðmundssonar, for- stjóra Bakkavarar Group, er ástæðan fyrir flutningnum fyrst og fremst tollamál en auk þess spili gengismál inn í. „Samkvæmt EES samningnum getum við ekki keypt hráefni hvaðan sem er í heiminum og flutt það ótollað inn á Evrópusambandssvæðið. En engu skiptir hvar við kaupum hráefn- ið ef við fullvinnum það innan Evrópusambandsins. Með því að flytja alla okkai' grásleppuhrogna- framleiðslu til Svíþjóðar losnar Bakkavör við að greiða tolla af fram- leiðslunni." I Morgunblaðinu á föstudag er haft eftir Amari Jónssyni, sérfræðingi í gjaldeyrisviðskiptum á viðskiptastofu Landsbanka íslands, að raungengi krónunnar geti ekki hækkað enda- laust án þess að innlend fyrirtæki, sem selja afurðir á erlendan markað, annaðhvort leggi upp laupana eða færi starfsemi sína á hagkvæmara myntsvæði. Lýður segir að hækkun á innlend- um kostnaði hijái Bakkavör Ukt og önnur útflutningsfyrirtæki. „Innlend- ur kostnaður hefur verið að aukast en á sama tíma erum við að fá minna fyr- ir okkar framleiðslu en við erum að selja mjög mikið inn á evrusvæðið. Það kæmi sér vel fyrir okkur að vera með meiri framleiðslu á evrusvæðinu heldur en við erum með í dag vegna þessa.“ Svíþjóð er ekki þátttakandi í mynt- bandalagi Evrópu, EMU, en Bakka- vör er einnig með framleiðslu í Frakklandi. Að sögn Lýðs er ástæðan fyrir því að hrognaframleiðslan er ekki frekar flutt til Frakklands en Svíþjóðar sú að ekki er pláss fyrir hana í verksmiðju Bakkavarar í Frakklandi. „En samt sem áður er hagkvæmara fyrir okkur að flytja framleiðsluna til Svíþjóðar heldur en að vera með hana á Islandi. Bæði vegna tolla og gengismála." Lýður segir að ekki séu uppi áform hjá Bakkavör um að flytja meiri fram- leiðslu til útlanda á næstunni en um 75% framleiðslu fyrirtækisins era er- lendis. „Starfsfólki verður ekki fækk- að hér á landi vegna þessa en störf þess munu breytast við flutningana. Við munum leggja meiri áherslu á hrávöruframleiðslu hér heima. Þann- ig erum við í sjálfu sér ekki draga úr framleiðslu á Islandi heldur mun hún færast úr fullvinnslu í hrávinnslu," segir Lýður. Kapalvæðing í Reykjanesbæ FYRIRTÆKIÐ Kapalvæðing ehf. hefur á undanförnum árum unnið að uppbyggingu breið- bandskerfis í Reykjanesbæ. Fyr- irtækið leggur tengingar í hús og eru nú um 700 heimili tengd kerfi fyrirtækisins en á næstunni er áformað að fjölga tengingum upp í 1.100. 16 sjónvarpsstöðvar eru sendar um línur Kapalvæðingar, en Kapalvæðing leigir út línurnar og sér aðeins um rekstur þeirra en ekki efnið sem sent er út. Nýting kapalsins með þessum 16 stöðvum er aðeins 6% og að sögn framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, Óla Garðarssonar, eru miklir möguleikar fyrir hendi varðandi aukna notkun, t.d. með tengingu við Netið. Segir hann jafnframt að fyrirtækið leiti nú eftir samstarfsaðilum til að þróa notkun kerfísins áfram. Ekkert hafí þó verið ákveðið í því sam- bandi en mögulegir kostir verði skoðaðir á næstu vikum. NÁMSTEFNA STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS ÁRANGURSRÍK SALA forskot á markaði - markaðssókn sem virkar Staður: Hótel Saga Tími: Miðvikudagur 17. maí kl. 13:00-18:00 Fimmtudagur 18. maí kl. 13:00-18:00 Föstudagur 19. maí kl. 8:30-12:30 Leiðbeinandi: Prófessor David J. Lili, Belmont University SFÍ verð: kr. 35.000.- Almennt verð: kr. 49.900.- Innifalið: ítarleg námsgögn auk bókar prof. Lill - Selling: The Profession og léttar veitingar Dr. David J. Lill er vel þekktur prófessor við Belmont University þar sem hann stundar rannsóknir og kennir markaðs- og sölustjórn- un. Próf. Lill hefur víðtaeka reynslu af markaðs- og sölumálum og hefur haldið hundruð erinda víðsvegar um Bandaríkin. Hann hefur m.a. sér- sniðið sölunámskeið fyrir fyrirtæki í útgáfu, efnatækni, tryggingum, byggingarvörum og bílaiðnaði. Próf. Lill hefur ritað yfir 80 greinar um markaðs- og sölumál og gefið út metsölu- bókina Selling: The profession. í heimi harðnandi samkeppni þurfa stjórnendur sífellt að endurskoða þjónustustig fyrirtækja sinna og marka þeim sérstöðu á markaði. Sölumenn fyrirtækisins eru framvaröasveit þess og skapa því ímynd. Yfirbragð fyrirtækis- ins ræðst þó ekki síður af samskiptum starfs- manna innbyrðis - „innri sölumennsku". f raun eru því allir starfsmenn fyrirtækisins sölumenn! Á námstefnunni eru bestu aðferðir sölumanna skoðaðar, sölustíll og hvernig besti árangur næst. Nálgun viðskiptavinarins. Aukin gæða- vitund viðskiptavina og skýrari kröfur þeirra - allt þarfnast þessi atriði stöðugrar endurskoð- unar. Hvernig stjórnar þú sölusveitinni? Réttar aðferðir sölu- manna tengjast ekki síður því að ná fram réttum viðbrögðum viðskiptavinarins á réttum tímapunkti. Sölumaður þarf að geta greint og fylgst með viðbrögðum samkeppnisaðilans. Markmið námstefnunnar er að: • Skoða stefnu og hlutverk sölunnar í markaðssókn fyrirtækis þíns. • Ákvarða þá þætti í hegðun söluliðsins sem hafa mesta möguleika til aukins hagnaðar. Námstefnan er ætluð sölu- og markaðs- stjórum og stjórnendum fyrirtækja sem bera ábyrgð á skipulagi sölu og markaðsstarfs. Umfjöllunin höfðar til allra fyrirtækja í þjónustu eða framleiðslu þar sem framleiðni sölumanna skiptir höfuðmáli. Sérstakar áherslur á: • sölutækni • markaðsfræði • auglýsingar og kynningar • hvatning starfsmanna S&jömunarféíag íslands www.stjornun.is Skráning: / 533 4567 - stjornun@stjornun,is Morgunblaðið/Júlíus Frosti Sigutjónsson, forstjóri Nýheija, klippir á borða ásamt öðrum starfs- mönnum fyrirtækisins þegar starfsemin var flutt í nýja húsnæðið. Anægja hjá Nýherja með nýtt húsnæði AÐ sögn Finns Thorlacius, mark- aðsstjóra Nýheija hf., tókust flutn- ingar fyrirtækisins í nýtt húsnæði i Borgartúni 37 um siðustu helgi vel. Starfsemin er nú öll á einum stað í húsnæði sem er um 6.400 fermetrar að stærð. Áður var fyrirtækið hins vegar á tveimur stöðum í borginni með samtals um 4.200 fermetra til umráða. „Innan fyrirtækisins ríkir mikil ánægja með nýja húsnæðið," sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið. „Aðstaða starfsfólks jafnt sem við- skiptavina er allt önnur nú en áður. Aðkoman er miklu betri og við er- um ekki lengur inni í miðju íbúðar- hverfi.“ Hið nýja húsnæði Nýherja hf. er við Borgartún á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Sæbrautar. Eftir er að ljúka framkvæmdum fyrir ut- an húsnæðið, en reiknað er með að þeim ljúki fljótlega. Kaupþing spáir að krónan hald- ist áfram sterk í ÞRÓUN og horfum greiningar- deildar Kaupþings hf. fyrir apríl- mánuð kemur fram það álit að al- mennt megi búast við að krónan haldist áfram sterk, a.m.k. fram að haustmánuðum. Þetta er háð því að engin áföll verði í íslenska hagkerf- inu og að Seðlabankinn viðhaldi að- haldssamri stýringu peningamála. Tvær ástæður eru einkum nefnd- ar fyrir því að krónan helst sterk. Önnur ástæðan er mikill vaxtamun- ur við útlönd, sem veldur því að hagstæðara er fyrir fjárfesta að skuldsetja sig í erlendum myntum í stað íslensku krónunnar. Hin ástæðan er traust á íslensku efna- hagslífí og trú á árangursríkri stýr- ingu peningamála. Krónan hefur ekki verið jafn sterk frá lokum júní- mánaðar 1993 þegar gengið var fellt um 7,5%. Sterkari króna vinnur gegn verð- bólgu þar sem innlendar vörur lækka í verði. Neikvæð áhrif sterk- ari krónu eru hins vegar þau að fyr- irtæki í útflutningsgreinum fá lægra verð fyrir vörur sínar. Ekki er talið að verulega muni draga úr verðbólgu á næstu mánuð- um og er því spáð að hún verði um 5% á árinu. Seðlabankinn hefur hækkað vexti fimm sinnum frá árs- byrjun 1999. Talið er hugsanlegt að bankinn muni hækka vexti einu sinni til tvisvar til viðbótar á þessu ári ef verðbólga fer ekki að lækka. Helsta ástæða fyrir aukinni verð- bólgu er sögð vera hækkandi hús- næðisverð á höfuðborgarsvæðinu auk mikilla hækkana á bensíni. Þjónustuliðir eru einnig taldir skýra hluta verðbólgunnar. Kauptækifæri á innlendum hlutabréfamarkaði Greiningardeild Kaupþings hf. telur að kauptækifæri séu á inn- lendum hlutabréfamarkaði, eftir lækkanir undarfarnar vikur og með tilkomu áhugaverðra fyrirtækja á skrá Verðbréfaþings. Því er spáð að framtíðin sé björt fyrir innlendan hlutabréfamarkað og að tækifæri séu fyrir nokkrar hækkanir á gengi bréfa margra félaga. Fjárfestar eru þó varaðir við og ráðlagt að huga vel að því að nú þegar séu töluverð- ar framtíðarvæntingar komnar inn í verð flestra fyrirtækja sem eru skráð á Verðbréfaþinginu. Vænt- ingar fjárfesta til hækkana á hluta- bréfamarkaði hafa verið mjög mikl- ar og að mörgu leyti óraunhæfar. Árleg hækkun á bilinu 9-14% er tal- in eðlileg til lengri tíma litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.