Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 31

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 31 Reuters Munaðarleysingjar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku er greinst hafa með HlV-veirusmit en veiran er talin valda alnæmi. Alnæmi ógnar þjóðaröryggi Bandaríkj anna EMBÆTTISMENN stjómar Bilis Clintons Bandaríkjaforseta álíta að útbreiðsla alnæmis sé að verða að hamförum sem ógni öryggi þjóðar- innar vegna upplausnar sem sjúk- dómurinn veldur í þriðja heiminum, að sögn The Washington Post. Hag- fræðingurinn Jeffrey Sachs fagnaði því að stjómvöld í Bandaríkjunum væm farin að gera sér grein fyrir al- vöm vandans en AFP-fréttastofan hafði eftir honum að hraða þyrfti að- gerðum við að gefa fátækum ríkjum eftir skuldir. Þá myndu þau fremur hafa efni á að grípa til aðgerða er hefta myndu útbreiðslu alnæmis. Talið er að um 34 milljónir manna í heiminum séu nú með alnæmi, lang- flestir í þróunarlöndunum. I Afríku era sýktir um 23 milljónir. Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna, sem aldrei fyrr hefur fjallað um bar- áttu gegn smitandi sjúkdómum, er nú að láta endurskoða stefnuna gagnvart alnæmi. Er meðal annars ætlunin að tvöfalda fjárhæðina sem Bandaríkjamenn hugðust nota til að berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins í öðmm löndum og stofnaður hefur verið sérstakur vinnuhópur með fuil- trúum margra stofnana. Bandarískir Ieyniþjónustumenn gerðu í janúar skýrslu þar sem reynt var að sjá fyrir pólitískar og félags- legar afleiðingar sem alnæmisfar- aldurinn gæti haft í ýmsum erlendum ríkjum, einkum í Afríku. Eining var um það meðal sérfræðinga stjóm- valda að hætta væri á að fjórðungur íbúa suðurhluta Afríku létist úr al- næmi og dánartíðnin myndi aukast enn á næstu ámm. Ef marka mætti vísbendingar myndi sams konar ferli geta hafist í Suður-Asíu og ríkjum Sovétríkjanna gömlu. Herskari munaðar- leysingja „Sum af ríkjunum þar sem ástand- ið er verst gætu staðið andspænis lýðfræðilegum hamfömm, fyrst í löndunum sunnan við Sahara og síð- ar í öðmm hlutum álfunnar," segir í skýrslunni. „Þetta mun valda því að hinir fátæku og oft einnig millistéttin verða enn fátækari og afleiðingin verður herskari blásnauðra mun- haðarleysingja sem ekki geta bjarg- að sér og auðvelt verður að misnota og gera að róttæklingum.“ Skyndilegur samdráttur í ævilík- um er helsti áhættuþátturinn er vald- ið getur „byltingarstríðum, styrjöld- um milli þjóðarbrota, þjóðarmorði og upplausn vegna falls gamalla vald- hafa og valdatöku nýrra“ í þróunar- löndunum, segir í skýrslunni. Gerð er söguleg samanburðarrannsókn á alls 75 þáttum sem hafi tilhneigingu til að grafa undan stöðugleika ríkisstjórna og segja skýrsluhöfundar að alnæmi virðist „tengjast sérstaklega líkunum á því að ríkisvaldið hrynji í ríkjum sem era að nokkm leyti lýðræðisleg". Bandarískir stjómmálamenn úr röðum blökkumanna, þar á meðal fulltrúadeildarþingmaðurinn Jesse L. Jackson frá Illinois, hafa lagt sig fram um að vekja athygli á alnæmis- vandanum í Afríku. Hafa þeir tekið höndum saman við ýmsa sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins í Bandaríkjunum og Evrópu og krefj- ast þess að verð á dýmm lyfjum sem notuð hafa veruið til að hafa hemil á alnæmi verði lækkað. Lyfin era allt of dýr til þess að þeim verði beitt að nokkru ráði í þróunarríkjunum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sett sam- tökunum það markmið að dregið verði úr tíðni alnæmis um 25% á næstu fimm ámm en ljóst þykir að eigi það að nást verður að veita mun meira fé til verkefnisins. Er til dæmis talið að það myndi kosta nær tvo milljarða dollara að koma á viðunandi forvörnum í Afríku og annað eins að lækna þá sem em þegar sjúkir. „Hrikalegast af öllu og það er fólk fyrst núna að byrja að skilja er að vandinn í Afríku er aðeins tindurinn á ísjakanum," segir Sandra Thurman sem stjómar stjórnarskrifstofu í Washington er mótar stefnuna gagn- vart alnæmi. Handboitinn á Netinu .wmbl.is ALLTAF EITTHVAO NYTJ Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 800 6090 og þú fœrð frídós af Felix fyrir köftinn þinn. Felix er vinsœlasti kattamatur f Evrópu. Við bjóðum upp ó 7 girnilegartegundir af nœringarríkum, grófskornum kjöt- eða fiskbitum f hlaupi með öllum þeim bœtiefnum sem kötturinn þinn þarf ó að halda. Felix kattamaturinn inniheldur hvorki kornmeti né sojaprótein. Síminn er 800 6090 9llE3ElESXl!l 0WARBARKAUP S?4kR ijy>ínvfnlun JÍttUUÚÍuiim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.