Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 35 Móttaka á notuðum skóm til handa bágstöddum í verslunum okkar og öllum gámastöðum Sorpu S0RFA STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 oppskórinn Ingólfstorgi, sími 552 1212 Sjálfsagður liður í góðu lífí Georg Dolivo er það ofarlega í huga að menningarborgin Helsinki 2000 komi því áleiðis til sem flestra að menning sé sjálf- sagður hlutur eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún heimsótti framkvæmda- stjóra Helsinki 2000 nýlega. „AUÐVITAÐ voru það vonbrigði að níu borgir urðu fyrir valinu og ekki aðeins Helsinki og það hvaríl- aði að okkur að hætta við.“ Georg Dolivo, framkvæmdastjóri Helsinki 2000, evrópsku menningarborgar- innar, dregur ekki fjöður yfir að upphaflega voru það vonbrigði að Helsinki varð ekki ein menningar- borg Evrópu í ár heldur deildi þeim titli með átta öðrum borgum, þar á meðal Reykjavík. En hann bætir jafnframt við að menn hafí fljótlega gert sér grein fyrir að samvinnan gæti verið styrkur, auk þess sem hver borg horfi fyrst og fremst á eigin framkvæmdir á þessu sviði. Undirtektir í Helsinki hafa verið góðar, „eiginlega hættulegar góð- ar“, segir Dolivo með bros á vör og segir að forstöðumenn menningar- borganna í Kaupmannahöfn 1996 og í Stokkhólmi 1998 hafi miðlað þeim reynslu um hvernig umræðan myndi ganga fyrir sig. Ekkert af því hafi þó gengið eftir. Undirtekt- irnar hafi verið góðar og áhuginn mikill. Gefandi samstarf en ekki auðvelt „Það hefur legið í loftinu að Hels- inki ætlaði sér einhvern tímann að sækja um að vera menningarborg. Spurningin var aðeins hvenær, ekki hvort við ætluðum að sækja um,“ segir Dolivo þegar hann er spurður af hverju Helsinki hafi haft áhuga á að takast á við menningarborgar- verkefnið. Sérstakt tilefni er einnig að Helsinki heldur í ár upp á 450 ára afmæli sitt. Það var á sínum tíma Kalevi Sorsa þáverandi forsætisráðherra Finna, sem átti hugmyndina að menningarborgarumsókninni, • en meðlimir íborgarstjórn Helsinki tóku málið upp á sína arma og ráku það áfram. Eftir að Helsinkimenn höfðu jafnað sig eftir áfallið að deila útnefningunni með hinum borgun- um átta segir Dolivo að fremur hafi verið farið að líta á þessar óvenju- legu aðstæður sem áskorun en ókost. „Á endanum áttuðum við okkur á því að á hverjum stað er menning- arborgin fyrst og fremst áhuga- verð, því hún er á staðnum. Þá skiptir síður máli hvort aðrir eru að gera það sama einhvers staðar ann- ars staðar. Fyrir okkur, sem skipu- lögðum árið, kom í ljós að það var í raun kostur og ekki ókostur að geta starfað með aðilum í hinum borgun- um," segir Dolivo. Dolivo bendir á að kostir sam- starfs hafi meðal annar komið í ljós þegar farið var að athuga hvernig öðrum borgum hafði vegnað sem menningarborgum og hvernig þeim hafði tekist að koma því á framfæri hvað um var að vera í borgum þeirra. Þessalóníka var menningar- höfuðborg 1997, árið eftir Kaup- mannahöfn og Dolivo bendir á að það hafi varla vakið nokkra athygli. „Við hefðum auðveldlega getað lent í sömu aðstöðu, en með sam- starfsaðilum í hinum borgunum átta náum við til mun fleiri. Þess vegna höfum við í borgunum níu al- mennt áttað okkur á kostunum á því að menningarborgirnar eru margar. Það hefði til dæmis verið erfitt að keppa við kirkjuhátíðirnar, sem víða eru haldnar í ár. Þess vegna höfum við séð kostina, þó þeir hafi ekki verið sjálfgefnir í upphafi,“ hnykkir Dolivo á. „Samstarfið við hinar borgirnar hefur verið ágætis kennslustund í að Evrópa er ekki eitt menningar- svæði, heldur fjarska fjölbreytileg. Samstarfið hefur vægast sagt verið skemmtilegt og gjöfult, en hefur sannarlega líka tekið á taugarnar," segir Dolivo þegar talið berst að því hvernig samstarfið hafi gengið fyrir sig. Nýr lærdómur „Eg held að norrænu menningar- borgirnar séu fyrirmyndir að því leyti að það sem gert er á menning- arárinu þar er ekki bara eins og há- rígræðsla, sem síðan dettur af," segir Dolivo, þegar talinu víkur að því að fyrir hafi menningarlífíð í Helsinki þegar verið auðugt. Frá upphafi hafi því verið ljóst að menn- ingarárið gæti ekki aðeins falist í því að bæta meiru við það, sem þeg- ar var ríkulegt. Markmiðið var frá upphafi fremur að hnika menning- arlandakortinu til, koma menningu í samhengi, sem hún birtist annars ekki í. Aherslan var því lögð á Ljósmynd/Sigrún Davíðs Georg Dolivo á skrifstofu sinni í Helsinki. / Islenskar leirlista- konur á faraldsfæti FIMM íslenskum leirlistakonum, þeim Elísabetu Haraldsdóttur, Kristínu Isleifsdóttur, Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, Sigríði Ágústsdóttur og Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, sem nýverið sýndu verk sin í New York, hefur verið boðið að opna aðra sýningu á verkum sínum vest- anhafs, að þessu sinni í Washing- tonborg. Sýningin, sem þær nefna Hot Zo- Listakonurnar sem sýna í Washington-borg. Elísabet Haraldsdóttir, Kristín ísleifsdóttir, Ölöf Erla Bjarnadóttir, Sigríður Ágústsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir. ne, verður í Lipa Gallery á 1635 næstkomandi og verður opin Connecticut Avenue. Hún verður þriðjudaga til laugardaga kl. 12- opnuð 5. maí og stendur til 27. maí 17. menningaratburði á félagslegum og landfræðilegum jaðarsvæðum, til dæmis sjúkrahúsum og elliheimil- um, meðal barna og í úthverfunum. „Við héldum af stað með ákveðin markmið í huga og höfum haldið okkur við þau, en eftir því sem nú líður á árið höfum við æ frekar í huga að meta útkomuna og árang- urinn, velta fyrir okkur í hverju verkefnið felist og hver niðurstaðan verði,“ segir Dolivo. Vangavelturn- ar snúast um hver áhrif menningar- borgarársins séu á menningarinn- viði borgarinnar og hvernig tekist hafi til við að greypa menningarlífið betur inn í borgarlífið. „Nú er spurningin hvernig við getum þróað frekar það sem menn- ingarárið hefur fært með sér, svo það renni ekki sitt skeið án þess að þess sjái nokkurn stað. Starfið að menningarárinu hefur haft í för með sér nýjan hugsunarhátt, sem við vildum gjarnan að lifði áfram. Það er einfalt mál að einbeita sér að markmiðum, en eftir á skiptir miklu að huga að hvernig hafi tekist til. Það þarf að gerast fljótlega meðan reynslan er enn í fersku minni." Um það hvernig það megi vera segir Dolivo að til dæmis megi hugsa sér að borgarstjórnin setji sér það markmið að nota menningu til að skapa félagslega samstöðu í borginni, greiða fyrir aðlögun nýbúa eða sinna menningarmálum barna. Við slíkt verkefni sé tilvalið að nýta reynslu menningarborgar- innar til að nota menningu sem verkfæri í þessum ákveðna tilgangi. Menningarborgin hafi einmitt fyrst og fremst miðast við viðfangsefni, ekki stofnanir. Meginávinningur ársins eru að sögn Dolivo ný tengsl, sem myndast hafa í krafti samstarfsins við hinar borgirnar átta. Vísast muni eitt- hvað af þeim samböndunum lifa af árið, en spurningin sé samt hvernig halda megi í þennan árangur þegar árið sé liðið og þar með hverfi sá eðlilegi miðpunktur, sem skrifstof- ur menningarborganna hafi verið og einnig það fé, sem varið hafi ver- ið til menningarborganna. Spurn- ingin er þá hvað eftir muni standa og hvernig eigi að koma því svo fyr- ir að eitthvað sitji eftir. „Hluti af framkvæmdafénu er reyndar ekki nýtt framlag, heldur framlag, sem hefur verið til staðar til menningarmála, en hefur bara verið safnað saman í menningar- borgarsjóðinn,“ bendir Dolivo á. „Skrifstofan verður leyst upp, en hún hefur verið meira en aðeins ný stofnun, líka nýr hugsunarháttur, sem getur vonandi skilað sér áfram. Það stendur ekki til að koma á fót einhverri nýrri stofnun í kjölfar menningarársins, þó hugsunarhátt- urinn og samböndin Iifi vonandi áfram. Skrifstofan verður leyst upp, en áður verður að gæta þess að reynslan gufi ekki upp um leið.“ Góðar undirtektir borgarbúa Helsinki 2000 hefur haft um 300 milljónir finnskra marka milli handanna, um 3,7 milljarða ís- lenskra króna. Af því fé hefur um þriðjungur komið frá ríkinu, þriðj- ungur frá Helsinki-borg og þriðj- ungur frá styrktaraðilum. Dolivo lætur vel af samstarfinu við styrk- taraðila, sem ekki hafi freistað þess að stýra menningarinnihaldinu á nokkurn hátt. „Afstaðan til styrkja frá einka- aðilum einnkennist oftast annað- hvort af rómantískri hrifningu á góðmennsku þeirra eða hræðslu við afskipti þeirra,“ segir Dolivo. „Bæði sjónarmiðin eru röng. Flest fyrirtæki hafa það sem lið í starfi sínu að styrkja menningu. Það má ræða hvar mörkin liggi, en afstaða fyrirtækjanna er yfirleitt sú að tengja sig menningaratburðum, ekki að hafa áhrif á þá.“ Undirtektir borgarbúa fyrstu þrjá mánuði menningarársins hafa verið mjög góðar að sögn Dolivo, sem bætir því við brosandi að und- irtektir bæði almennings og fjöl- miðla séu næstum „hættulega já- kvæðar“. Hið hættulega felist í að ein hugmyndin með menningarár- inu hafi verið að skapa líflega um- ræðu, en hún sé ekki sérlega áber- andi sökum þess hve ánægjan sé almennt mikil. Auk þess að starfa með erlendum aðilum í hinum borgunum hefur menningarborgarskrifstofan haft augun á innlendum samstarfsað- ilum víða að. Einn þeirra er finnska kirkjan og hátíðahöld hennar vegna 2000 ára afmælis kristninnar. „En ástæðan fyrir ánægju okkar er ekki fyrst og fremst að aðsóknin að atburðum menningarborgarinn- ar og umfjöllunin hefur verið góð, heldur að ýmis lítil verkefni úti meðal fólks hafa hlotið miklu meiri athygli en ella. Þar með þokumst við nær því að skilgreina menningu sem mikilvægan hluta af góðu lífi.“ Bæklingur hefur verið sendur inn á hvert heimili landsins m ERU LAUS PLÁSS Símar 551 9160 og 551 9170 Nú er tækifærið... til að eignast ekta pels Öðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar Handunnir dúkar og rúmteppi Sófasett og þrjú borð á aðeins kr. 157.000 Sigurstjama Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.