Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 44
14 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARMAGN OG VINNUAFL EIN helzta krafa sjómannasamtakanna í þeirri kjara- deilu, sem nú stendur yfir á kaupskipaflotanum og hefur leitt til verkfalls, er sú, að kaupskipin verði mönn- uð íslenzkum sjómönnum. Þessi krafa er skiljanleg en spurning, hversu raunhæf hún er í þeirri breyttu veröld, sem við lifum í. Sú var tíðin, að í flestum löndum voru ströng höft á fjármagnsflutningum á milli landa. Þær takmarkanir heyra til liðinni tíð, einnig hér á Islandi. Nú geta bæði fyrirtæki og einstaklingar flutt fjármuni sína þangað, sem þeim þóknast og gera það í ríkum mæli. Það er t.d. alveg augljóst, að það eru ekki bara lífeyrissjóðir, sem ávaxta fé í gegnum íslenzk fjármálafyrirtæki í Lúxem- borg. Hið sama gera fyrirtæki og einstaklingar og þá hvort sem um háar fjárhæðir eða lágar er að ræða. Við íslendingar gerum kröfu til þess að geta fjárfest í öðrum löndum og m.a. hafa íslenzk sjávarútvegsfyrir- tæki keypt sjávarútvegsfyrirtæki í útlöndum. Enn eru takmarkanir á fjárfestingar erlendra aðila í sjávarút- vegi en hversu lengi getum við haldið þeirri reglu, að við megum fjárfesta í sjávarútvegi annarra landa en fólk frá öðrum löndum megi ekki fjárfesta í sjávarútvegi hér? Það liggur í augum uppi, að það gengur ekki til lengdar enda byggjast samskipti þjóða af þessu tagi á jafnræði. Það sem við megum hjá þeim mega þær hjá okkur. Við íslendingar höfum þurft á erlendu vinnuafli að halda, jafnan þegar vel árar í sjávarútvegi. Raunar er svo komið, að sums staðar á landsbyggðinni, eins og t.d. á Vestfjörðum, byggist fiskvinnsla að verulegu leyti á erlendu vinnuafli. I öðrum tilvikum hefur verið þörf á erlendu vinnuafli í byggingar- og verktakaiðnaði, svo að dæmi sé nefnt. Hversu lengi getum við haldið við þá reglu, að erlent vinnuafl megi þá aðeins koma við sögu, þegar það hent- ar hagsmunum okkar en annars ekki? Við gerum kröfu til þess, að íslendingar fái aðstöðu til þess að starfa hjá öðrum þjóðum og fjölmargir Islend- ingar eru í vinnu hingað og þangað um heiminn. Sumir þeirra koma heim reynslunni ríkari og miðla okkur af þekkingu sinni, sem þeir hafa aflað sér með öðrum þjóð- um. Er raunhæft að gera þá kröfu þegar horft er til þess- arar alþjóðlegu þróunar, að ekki megi manna kaupskip, sem sigla á vegum íslenzkra skipafélaga með erlendu vinnuafli? Við njótum góðs af alþjóðavæðingunni á margan hátt. í fyrsta lagi vegna þess, að markaðir opnast fyrir út- flutningsvörur okkar, sem gætu lokast, ef önnur stefna ríkti á heimsvísu. í öðru lagi vegna þess, að við eigum kost á að fjárfesta í öðrum löndum og ávaxta fé lands- manna í öðrum löndum og höfum af því umtalsverðar tekjur. I þriðja lagi vegna þess, að íslenzkir ríkisborgar- ar eiga þess kost að starfa í öðrum löndum. Þetta er engin einstefnuakstursgata. íslenzku skipa- félögin hafa vaxandi tekjur af flutningi á milli annarra landa fyrir erlenda aðila, þar sem Island kemur hvergi við sögu. Þessar tekjur og þessi umsvif skila sér með margvíslegum hætti inn í íslenzkt þjóðfélag. Islenzkir sjómenn hafa atvinnu og tekjur af þessum umsvifum ís- lenzku skipafélaganna. Hver yrðu viðbrögð þeirra, ef viðkomandi ríki tilkynntu, að skip í eigu íslenzkra skipa- félaga mönnuð íslenzkum sjómönnum mættu ekki sigla með farm á milli annarra landa? Að þessa flutninga mættu einungis annast skip, með áhöfn frá viðkomandi löndum? Það liggur auðvitað í augum uppi, að sjómanna- samtökin hér mundu taka slíkum kröfum illa. Heimurinn er að verða eitt markaðssvæði fyrir fjár- magn og vörur. En hann er líka í auknum mæli að verða eitt vinnumarkaðssvæði. Er raunhæft að reyna að hefta þessa þróun? Er skyn- samlegt að reyna það? Er eitthvert vit í að reyna það? Öll rök standa gegn því að það sé nokkurt vit í þeirri stefnu sem sjómannasamtökin hafa markað að þessu leyti og einstaka verkalýðsfélög í öðrum löndum. Verkfall, sem háð er að verulegu leyti á þessum for- sendum og skaðar allt atvinnulíf okkar á skömmum tíma er úr takt við öll þau nútímalegu viðhorf, sem hafa leitt til stórbatnandi lífskjara bæði okkar og annarra þjóða. Ef þessi krafa næði fram að ganga ekki bara á Islandi heldur í helztu ríkjum í okkar heimshluta mundu ís- lenzkir sjómenn bera skarðan hlut frá borði. Rekstur ís- lenzku skipafélaganna mundi dragast saman og verða svipur hjá sjón miðað við það, sem nú er. Þess vegna er krafa sjómannasamtakanna ekki í þágu sjómanna. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 45 ........... " ' fc Iris Huld Halldórsdóttir var krýnd 57. drottning alparósarinnar (Queen Azelea) við hátíðlega viðhöfn á árlegri alparósarhátíð í Norfolkborg í Virginíuríki. * * m Wmf- v á Halldór Ásgrímsson, Sigurjóna Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni írisi Huld Halldórsdóttur, Alparósardrottningu. Morgunblaðið/Asdís ;v 1 § ] ■ Mikið um dýrðir á hátíð alparósarinnar í Norfolk Island í aðalhlut- verki í heila viku ísland og raunar allt sem íslenskt er var í að- alhlutverki í borginni Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum í síðustu viku, en þá fór fram árleg hátíð alparósarinnar, Azalea, þar í borg til heiðurs flotastöð Atlantshafsbandalagsins sem þar er staðsett. Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmynd- ari fylgdust með hátíðarhöldunum og krýn- ingu íslensku drottningarinnar, Irisar Huldar Halldórsdóttur. EKKI fór á milli mála að ís- land var í aðalhlutverki að þessu sinni á Alparósar- hátíðinni í Norfolk; ís- lensk atriði voru á dagskrá alla dag- ana og íslenski fáninn blakti hvarvetna við hún. Tríó íslands flutti sígilda íslenska tónlist og kammerverk á opnunar- hátíðinni í Chrysler-listasafninu mánudaginn 24. apríl sl. og á sama tíma var opnuð sýning á málverkum listakonunnar Sjafnar Har. Sendiherra íslands í Washington, Jón Baldvin Hannibalsson, flutti er- indi um horfur í alþjóðamálum á fjölmennum fundi að kvöldi þriðju- dagsins og á miðvikudag söng Kór Snælandsskóla á tónleikum í Maury- menntaskólanum ásamt kór skólans. íslenska kvikmyndin Stikkfrí var sýnd í kvikmyndahúsi á fimmtudeg- inum undir enska heitinu „Count Me Out“ og þá um kvöldið hélt jasskvartett Sunnu Gunnlaugsdótt- ur tónleika í Phantoms-klúbbnum. Islensk fatahönnun var í aðalhlut- verki á tískusýningu á föstudeginum og þar voru einnig sýndir hefð- bundnir íslenskir þjóðbúningar. Um kvöldið var tónlistarflutningur barn- anna úr kór Snælandsskóla svo meðal skemmtiatriða á geysistórri samkomu í Norfolk Scope-höllinni. Þá stendur sýning á ljósmyndum Páls Stefánssonar, ljósmyndara, af íslensku landslagi yfir í Nýlistasafni Virginíuríkis til 28. maí nk., en hún hófst hinn 14. apríl sl. Þúsundir í miðborg Norfolk Aðaldagskrá Alparósarhátíðarinn- ar fór síðan fram á laugardeginum, þá var m.a. gríðarmikil skrúðganga í miðborg Norfolk þar sem boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. frá öllum nítján aðilarþjóðum Atlantshafsbandalagsins, að við- stöddum þúsundum borgarbúa í Norfolk og nágrenni. Eftir hádegi var svonefnd NATOFest í skemmti- garði í miðborginni þar sem Islensk- ameríska félagið var með tjald og kynnti ísland og íslenska fram- leiðslu með umfangsmiklum hætti. Einnig var boðið upp á íslenskan fisk og kraftajötuninn Magnús Ver Magnússon stóð fyrir kraftakeppni heimamanna og gaf fjölda aðdáenda eiginhandaráritanir. Seldust hundr- uð veggspjalda og mynda af kappan- um, en hver mynd kostaði fimm dali eða um 350 kr. Krýning drottningarinnar fór fram í skrúðgarði Norfolk-borgar kl. 15 að viðstöddu fjölmenni í blíðskap- arveðri og um kvöldið sóttu um átta hundrað manns, þar á meðal helsta fyrirfólk Norfolk-borgar, mikla kvöldskemmtun á Marriott-hótelinu. Á samkomunni var Halldóri Ás- grímssyni færð gjöf frá Norfolk- borg og Islendingum þakkaður þátt- ur þeirra í hve vel hátíð alparósar- innar hefði heppnast þetta árið. Mikil og góð kynning Boðið var upp á íslenskt sjávar- fang á skemmtuninni og var Hilmar Jónsson, matreiðslumaður, yfir mat- reiðslunni á því og vakti mikla at- hygli er hann fór fyrir fríðum flokki matreiðslumanna inn á dansgólfið með logandi glóðir undir dynjandi íslenskri tónlist; Suðurnesjamönn- um Savanna-tríósins. Halldór sagði við Morgunblaðið að afskaplega gagnlegt og skemmti- legt hafi verið að sækja Norfolk heim þessa daga. „Þessi hátíð var í fyrsta lagi afskaplega mikil kynning á íslandi og öllu því sem íslenskt er. Hún mæltist afskaplega vel fyrir, mörg íslensk fyrirtæki starfa á þessu svæði og margt íslendinga og það var almenn ánægja með það sem þarna var að gerast. Þeir Is- lendingar sem ég ræddi við töldu þetta hafa verið bæði mjög gagnlegt og hjálplegt,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Kór Snælandsskóla söng við athöfnina. Stjórnandi kórsins var Heiðrún Hákonardóttir. Meðal gesta voru Bryndfs Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Islensk drottning öðru sinni ÍSL AND var nú öðru sinni í öndvegi á Alparósarhátíðinni í Norfolk. Það gerðist síðast árið 1990, fyrir tíu ár- um, og þá var drottning alparósanna Katrín Auður, dóttir Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og eiginkonu hans, Guðnýjar Aðalsteinsdóttur. Alparósardrottningin kemur jafnan frá því landi sem situr í öndvegi á há- tíðinni hveiju sinni og eru þær oft dætur háttsettra embættis- eða stjórnmálamanna hjá aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins. Þannig hafa þijár dætur Bandaríkjaforseta borið þennan titil, báðar dætur Richards Nixons og Linda Baines, dóttir Lyndons Johnsons. „Sérlega skemmtileg reynsla“ íris Huld Halldórsdóttir, tvítugur viðskiptafræðinemi við Háskóla Is- lands og dóttir Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra og eiginkonu hans, Sigiujónu Sigurðardóttur, var krýnd 57. drottning alparósarinnar (Queen Azelea) við hátíðlega viðhöfti á árlegri alparósarhátíð í Norfolk- borg í Virginíuríki í Bandaríkjunum sl. laugardag. Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, krýndi íslensku drottninguna í glæsi- legum skrúðgarði í útjaðri Norfolk- borgar. Viðstaddir krýninguna voru fjöl- margir gestir, þar á meðal háttsettir fulltrúar aðildarþjóða Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í ACLANT- flotast öðinni í borginni, borgarstjóri Norfolk, Paul D. Fraim, Owen B. Pickett, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings auk íslensku utan- ríkisráðherrahjónanna og foreldra drottningarinnar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og eiginkonu hans og eiginkonu sendiherrans í Washington. f hirð drottningar voru prinsessur og fylgdarmeyjar þeirra; fulltrúar hinna átján aðildarþjóða NATO. Með hverri stúlku fylgdi fylgdarherra frá herskólanum í Virginíuríki. Oll voru ungmennin glæsilega klædd og var mikill hátiðleiki yfir samkomunni allri. Kór Snælandsskóla söng við at- höfnina, m.a. íslenskaþjóðsönginn og voru kórfelagar þjóðlega klæddir og settu afar skemmtilegan svip á sam- komuna. Stjórnandi kórsins var Heið- rún Hákonardóttir. Hápunktur samkomunnar, auk sjálfrar krýningar drottningarinnar, var ræða hennar. Kom íris Huld þar inn á samskipti aðUdarþjóða Atlants- hafsbandalagsins að fornu og nýju, ekki sfst Islands og Bandaríkjanna. Minntist hún ferða Leifs heppna og víkinganna til vesturheims fyrir þús- und árum og lagði áherslu á að fs- lendingar væru enn að kanna heim- inn, ekki síst með aðstoð Netsins sem þeir hefðu t ileinkað sér þjóða mest á seinni árum. Þakkaði hún jafnframt fyrir þá reynslu sem sér hefði hlotn- ast í hlutverki drottningar á einni viku og sagði að hún ætti eftir að koma sér tU góða ævilangt. Mikil dagskrá í eina viku Iris Huld sagði við Morgunblaðið að hún hefði í september sl. verið beð- in um að taka hlutverkið að sér. Frá þeim túna hefði hún lesið sér mikið til um Island og Atlantshafsbandalagið og búið sig undir förina til Norfolk. „Það hefur komið sér mjög vel, enda er ég búin að heimsækja ijölda barnaskóla, einn háskóla auk margra safna og stofnana og hvarvetna hef ég þurft að svara spurningum um landið mitt og samstarf NATO- þjóðanna. Það hefur verið mjög skemmtilegt og geysUega lærdóms- ríkt,“ segir hún. íris Huld nemur viðskiptafræði við Háskóla fslands, en tók sér frí frá náminu eftir áramót, m.a. til að búa sig undir drottningarhlutverkið. „Ég hef einnig sótt málaskóla i London að undanfömu og fer aftur í hann þegar þessu er lokið,“ segir hún ennfremur. Hvarvetna þar sem drottning alpa- rósarinnar hefur komið í Norfolk og nágrenni hafa henni verið færðar gjafir, alls kyns listmunir, málverk, teppi og margt fleira góðra muna. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikla athygli drottningin fær á þessari hátið. Þetta er satt að segja miklu stærra hlutverk en ég hafði nokkurn tíma gert mér í hugarlund. Það hefúr verið ótrúlegt tilstand í kringum hvem einasta viðburð og griðarleg vinna er lögð í allan undir- búning. Ég fékk t.d. að líta nokkuð nákvæma dagskrá fyrir alla dagana strax í janúar. Svo þaulskipulagt er þetta,“ bætir íris Huld við. Stoltir foreldrar fylgdust með Foreldrar drottningarinnar, Hall- dór Ásgrímsson utanrikisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, fylgdust með hátiðarhöldunum í Norfolk frá þriðjudegi til sunnudags. „Þegar það kom til að við íslend- ingar tækjum að okkur þetta hlut- verk, var mér sagt að það væri af- skaplega mikilvægt að dóttir mín tæki að sér hlutverk drottningarinn- ar,“ segir Halldór, aðspurður um til- drög þess að dóttir hans varð drottn- ing alparósarinnar að þessu sinni. „Mér þótt það svolítið skrítið til að byija með, en nefndi það samt við hana. Mér til nokkurrar undmnar var hún tilbúin til þess. Þetta hefiir verið afskaplega mikil vinna fyrir hana, hún gerði hlé á síhu háskóla- námi og hefur tekið allan undirbún- inginn mjög alvarlega. Ég er auð- vitað ánægður með það - hún stóð sig vel í þessu og vakti almenna ánægju, bæði hjá Islendingum og Banda- ríkjamönnum," sagði Halldór. Iris Huld segir að þetta hafi verið sérlega skemmtileg reynsla fyrir sig. Hún hafi ekki þekkt neitt til þessarar hátíðar áður, frekar en flestir aðrir Islendingar, en sér hafí þótt mjög gaman að taka þátt í þessu. „Það skipti auðvitað miklu að hafa mömmu og pabba á staðnum og ég held að það hafi einnig verið mjög gaman fyrir þau. Þetta er mikil og góð reynsla sem efiaust á eftir að nýt- ast mér vel í framtíðinni," segir hún. En hyggst hún ef til vill nýta sér þessa reynslu og leggja stjórnmálin fyrir sig, eins og pabbi?_ „Nei, aldrei,“ svarar Iris Huld Hall- dórsdóttir, mjög ákveðin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.