Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 48

Morgunblaðið - 03.05.2000, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Þau tala íslensku Þess vegna leitast sjónvarpsstöðvarnar við að hafa sem fjölbreyttast efni á dag- skrá sinni svo allir megi finna þar eitt- hvað við sitt hæfi. VNUR minn einn sem sjaldan skiptir skapi hafði orð á því um daginn að sér leidd- ist óskaplega megnið af þeirri dagskrá sem hann hefði séð á nýjustu sjónvarpsstöðinni, Skjáeinum. - Heldurðu að þetta sé nöldur í mér? spurði hann því hann er sér vel meðvitandium hversu jákvæður og glaðsinna maður þarf að vera og ekki síst gagnvart því sem nýtt er og ferskt. í upphafi nýrrar aldar á allt rétt til þess að skjóta rótum og dafna í skjóli lægstu samnefn- ara jákvæðrar hugsunar. - Hvað er það sem þér leiðist helst? spurði ég, því auðvitað á sumt nöldur meiri rétt á sér en annað. Hann horfði á mig hissa. - Nú auðvitað dagskráin, sagði hann. - Ég skil það, því sjónvarp er ekkert annað en dagskráin VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson sem þar er í boði. En hvað er það sérstaklega í dagskránni, sem þér leiðist? spurði ég og ekki laust við að gætti ýktrar þolin- mæði í röddinni. - Mér leiðist hvað fólkið sem stjórnar þáttunum er illa undir- búið og illa máli farið. Mér leiðist hvernig „amatörismi“ í sinni verstu mynd er orðið einkenni á heilli sjónvarpsstöð. Mér leiðist að sjá fólk sem hefur orð á sér íýrir að vera fyndið í heimahús- um gera sig að fífli kvöld eftir kvöld í stofunni heima hjá mér. Mér leiðist hversu einhæf hugs- unin er í dagskrársamsetning- unni og hversu blint þetta unga fólk er á aðra þætti samfélagsins en það sem snýr að því sjálfu á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgar. Að svo mæltu dró hann and- ann djúpt og horfði á mig eftir- væntingarfullur eins og hann byggist við því að ég tæki upp hanskann fyrir sjónvarpsstöðina. Það hvarflaði reyndar að mér en þar sem þetta var lengsta ræða sem ég hafði heyrt hann flytja án þess að reka í vörðumar og hon- um greinilega mikið hjartans mál þá ákvað ég að taka á þessu af yfirvegaðri skynsemi. - Er þetta ekki bara sjón- varpsstöð fyrir ungt fólk? Af hverju ertu að horfa á þetta ef þér leiðist það svona mikið? - Af hverju? Má ég ekki horfa á það sem mér sýnist í sjónvarp- inu mínu? spurði hann æstur. Það var greinilegt að þetta snerti viðkvæma taug í brjósti hans. - Auðvitað máttu það. Ekki ætla ég að stjórna því hvað þú horfir á í sjónvarpinu. - En ég stjórna því ekki held- ur sjálfur, sagði hann dapur. - Er það þá konan sem heldur um fjarstýringuna? - Neí, það er bara aldrei neitt í sjónvarpinu sem höfðar til mín. Ég er alltaf að horfa á eitthvað sem aðrir hafa valið fyrir mig. - Það er nú einu sinni eðli sjónvarpsins, kæri vinur. Þess vegna leitast sjónvarpsstöðvarn- ar við að hafa sem fjölbreyttast efni á dagskrá sinni svo allir megi finna þar eitthvað við sitt hæfi: innlent efni og erlent; leik- ið efni og heimildarefni; fræðslu- og skemmtiefni, frétta- og frétta- skýringaþætti, umræður og um- fjöllun af öllu tagi. Vinur minn horfði á mig öf- undsjúkur og spurði svo. - A hvaða sjónvarpsstöðvar horfir þú? - Ég? Þær sömu og þú, býst ég við. - Það getur ekki verið. Þessi dagskrá sem þú ert að lýsa er ekki í sjónvarpinu mínu. - Það hlýtur að vera. Ert þú ekki einmitt áskrifandi að öllum stöðvunum sem völ er á, Fjöl- varpi, Breiðbandi, Ríkissjónvarpi og hvað þetta allt heitir? Og fékkstu þér ekki gervihnatta- móttakara á svalirnar í fyrra? - Jú, að vísu. - Og ertu ekki ánægður með þetta? - Ég er nú aðallega að þessu fyrir börnin. - Fyrir börnin! Borgarðu fleiri þúsundir króna á mánuði fyrir ruslsjónvarp handa börnunum þínum? - Þau segjast verða fyrir ein- elti í skólanum ef þau hafi ekki allar stöðvar. - Er það ekki orðum aukið? - Nei, þetta er orðinn svo harður heimur sem börnin búa í. Endalaust ofbeldi. Þau víla ekki fyrir sér að berja hvert annað til óbóta ef svo ber undir. Maður er guðslifandi feginn að geta haldið þeim heima á kvöldin fyrir fram- an sjónvarpið. - Hmmmm. - Þú manst nú líklega eftir því í gamla daga hvernig var að hafa ekki aðgang að Kanasjónvarp- inu? - Það þótti nú ekki par gott. - Mér fannst íslenska sjón- varpið miklu betra í gamla daga en núna. - Hvaða íslenska sjónvarp? - Þetta með íslenska textan- um. - Það eru allar stöðvarnar með íslenskum texta. - Ekki í sjónvarpinu mínu. - Það eru erlendar stöðvar, ekki íslenskar. - En þær sýna alveg sama efn- ið. Ótextað að vísu. - Já, þannig geturðu þekkt ís- lensku stöðvarnar úr. Þær birta íslenskan texta. - Það er auðvitað ágæt þjón- usta. - Já, erlendu stöðvarnar geta ekki birt íslenskan texta því þær senda út yfir mörg ólík mál- svæði. - Sem er auðvitað mjög gott því þannig sjá allir það sama. - Já, það dregur úr sérkenn- um ólíkra þjóða og sléttar helstu vankantana af menningu þeirra. - En til hvers erum við að senda út þetta efni héðan þegar hægt er að sjá megnið af því á erlendum stöðvum. - Þetta er viðleitni okkar til að verða ekki fyrir of miklum er- lendum áhrifum. íslenski textinn er lykilatriði í þessu sambandi. - Hvers vegna er þá ekki hafð- ur íslenskur texti með þáttunum á Skjáeinum? - Það þarf ekki. Þetta eru að- allega Islendingar sem koma fram í þáttunum. - En þau tala öll ensku. - Nei, þetta er íslenska. Ef þú hlustar vel þá heyrirðu það. NJÁLL INGJALDSSON + NjálI Ingjaldsson fæddist í Reykja- vík hinn 22. febrúar 1923. Hann lést á Landakotspítala hinn 19. aprfl síðast- liðinn. Foreldrar Njáls voru Þóra Pét- ursdóttir frá Miðdal í igós, f. 1883, d. 1957, og Ingjaldur Þórar- insson frá Harðbala í Kjós, f. 1874, d. 1962. Systkini Njáls voru: Hólmfríður, f. 9. febrúar 1909, d. 19. september 1999, Pét- ur, f. 23. júlí 1911, d. 17. desember 1986, Guðmundur Marinó, f. 2. september 1912, d. 11. febrúar 1979, Laufey Ása, f. 30. október 1915, d. 31. desember 1998, Frið- björg, f. 8. október 1918. Njáll kvæntist 16. mars 1957 Hjördísi Jónsdóttur, f. 6. október 1928. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Ásgeirsdóttir, f. 8. október 1898, d. 1967, og Jón Grfmsson, f. 4. nóvember 1895, d. 1931. Börn Njáls: 1) Guðrún, f. 10. október 1947. 2) Þóra Hrönn, f. 14. aprfl 1951, maki Siguijón Pétursson, móðir þeirra er Sig- rún Magnúsdóttir, f. 7. nóvember 1929. Börn Hjördísar og Njáls eru: 3) Ragn- heiður, f. 26. ágúst 1957, maki Magnús R. Dalberg, 4) Helga Bestla, f. 28. desem- ber 1958, maki Björn Hermannsson, 5) Laufey Ása, 30. janúar 1961, maki Baldvin Valtýsson, 6) Sigríður Hulda, f. 13. mars 1962, maki Gunnar Guðni Tómasson, 7) Edda f. 28. maí 1963, maki Orn Kr. Amarson. Afabörnin eru 21 og eitt lang- afabarn. Njáll útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands 1941, hélt til fram- haldsnáms í viðskiptafræðum í Providence, Rode Island, 1943. Hann starfaði hjá Sfldarútvegs- nefnd í 40 ár þar af lengst sem skrifstofustjóri. Útför Njáls fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdaföður mínum. Njáli Ingj- aldssyni, kynntist ég fyrir liðlega tuttugu árum þegar ég Reykjavík- urdrengurinn fór að venja komur mínar á Seltjamarnesið og bera víumar í eina af dætmm hans - hana Bestlu. I upphafi bám sam- skipti okkar merld þess að faðir margra dætra, sem bæri hag þeirra íyrst og fremst fyrir brjósti væri að verja sitt kvennabúr. En þegar maður hafði komist í gegnum nál- araugað hjá umhyggjusömum föður þróuðust kynni okkar eins og best verður á kosið. Hann fór að kalla mig Bödda sprútt þegar ég vann í ÁTVR og Graf von Greenhill þegar ég bjó í Grænuhlíð, þá var ég slopp- inn inn fyrir. Njáll var hafsjór þekkingar á fjöl- mörgum sviðum sem gott var að leita til ef á þurfti að halda. Blandað þeirri fjölbreyttu reynslu hans úr námi, starfi og áhugamálum var það ómetanlegt að eiga slíkan mann að. Fróðleiksfýsn hans var mikil og víð- lesinn var hann bæði um menn og málefni. Ég minnist þess ekki oft að hafa komi að tómum kofunum þegar eitthvað málefni var til umræðu og spurði maður einhvers sem hann hafði ekki vitneskju um var hann oftar en ekki búinn að leita svara með einhverjum hætti þegar við hittumst næst. Sem starfsmaður Síldarútvegsnefndar' í rúm fjörutíu ár, lengst af sem skrifstofustjóri, veit ég að hann naut mikils trausts samstarfsmanna sinna og sóttu þeir óspart í viskubrunn hans þegar á þurfti að halda. Áhugamál Njáls voru fjölmörg og þegar ég kynntist honum hafði hann farið í gegnum mörg tímabil ólíkra áhugamála s.s. ljósmyndun, frí- merkjasöfnun, skák og bridge og ekki má gleyma áhuga hans á garð- rækt og þá sérstaklega ræktun á dalíum enda einn af stofnendum dalíuklúbbsins á sínum tíma. Garð- urinn á Vallarbrautinni bar þessum áhuga Njáls vitni og hlaut hann sér- staka viðurkenningu Seltjamarnes- hrepps þar um og er það mikið afrek þegar haft er í huga hvar þessi garður er staðsettur á land- inu. Þegar ég er að koma inn í fjöl- skylduna á Vallarbrautinni er enn eitt áhugamálið að gagntaka Njál - nú skyldi byggja sumarhús á Þing- völlum. Þær eru ófáar ferðimar sem við fóram saman ásamt Magnúsi mági mínum þar sem við réðumst í það stórvirki að byggja sumarbú- stað. Alltaf stóð til að kalla smið okkur til aðstoðar en áður en við vissum af var þessi líka glæsihöll risin. Njáll var mikill hagleiksmaður og lærði ég ófá handtökin hjá hon- um sem nýst hafa í gegnum árin. Sumarbústaðurinn, sem nú ber nafnið Njálsbúð, er ein helsta þungamiðja samvemstunda fjöl- skyldunnar í dag. Áhugi Njáls á tungumálum var mikill og þekki ég fáa menn sem höfðu eins góð tök á enskri tungu og hann hafði enda stundaði hann bæði nám og störf í Ameríku og Englandi á fimmta áratugnum. Færni hans í öðmm tungumálum var einnig mik- il, hann hafði gott vald á sænsku og þýsku, sem nýttist vel í starfi. Njáll átti sér þann draum að læra frönsku og kynnast franskri menningu. Sá draumur varð að vemleika þegar hann ásamt tengdamóður minn fluttist til Parísar til ársdvalar og settist á skólabekk til að læra frönsku. Þetta væri e.t.v. ekki svo merkilegt ef ekki er tekið tillit þess að á meðan á dvöl þeirra Hjördísar stóð varð hann sextugur. Við Bestla eigum góðar minningar tengdar heimsókn okkar til Parísar þar sem við heimsóttum þau hjónin og nut- um ömggrar leiðsagnar Njáls um þessa stórkostlegu borg, ólík hverfi hennar og listasöfnum. Njáll starfaði í Alþýðuflokknum á Seltjarnarnesi í mörg ár og var full- trúi flokksins í sveitarstjórn Sel- tjarnameshrepps þijú kjörtímabil. Störf hans í þágu jafnaðarmanna lýsa vel lífsviðhorfum Njáls en þar fór maður hugsjóna sem lét eigin hagsmuni víkja fyrir málefnum heildarinnar. Hann skaraði ekki eld Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. að sinni eigin köku. Tengdafaðir minn var hlédrægur en var oft hrókur alls fagnaður og stutt var í húmorinn hjá honum ef svo bar undir. Þegar þau feðginin hittust, Bestla, Þóra Hrönn og Njáll, gat oftar en ekki verið stutt í hláturtaugamar sem sum okkar í fjölskyldunni gátum ekki skilið hvað olli. Farinn er sannur heiðursmaður, faðir, afi og langafi sem við sem þekktum hann geymum í minning- unni hvert fyrir sig. Missir Hjördís- ar tengdamóður minnar er mikill því farsælu lífshlaupi samhentra hjóna er lokið. Síðustu árin hafði Njáll öraggan og fómfúsan stuðn- ing Hjördísar í veikindum sínum og á hún lof skilið fyrir alúð sína og umhyggju í hans garð og megi Guð veita þér, Hjördís mín, blessun og frið um ókomin ár. Björn Hermannsson. Með nokkmm fátæklegum orðum langar mig að minnast Njáls Ingj- aldssonar, tengdaföður míns, sem lést þann 19. apríl síðastliðinn. Njáll var borinn og bamfæddur Reykvíkingur, alinn upp í Vestur- bænum, en átti ættir sínar að rekja í Kjósina, þar sem báðir foreldrar hans ólust upp. Eftir að hann kvæntist Hjördísi tengdamóður minni settust þau að á Seltjarnarnesi og bjuggu þar í yfir þijá áratugi. Síðustu ámnum eyddi Njáll í Vesturbæ Reykjavíkur ná- lægt æskuslóðum sínum. Heimili þeirra hjóna á Seltjarnar- nesi var myndarlegt, garðurinn stór og þar sinnti Njáll helsta áhugamáli sínu sem var umhirða garðsins og ræktun blóma. Hann var og mikill listunnandi og veggi heimilisins prýddu fjölmörg málverk sem hann hafði safnað í gegnum áranna rás. Á Seltjamar- nesi tók Njáll virkan þátt í starfi Al- þýðuflokksins og var um margra ára skeið í hreppsnefnd og síðar bæjarstjóm. Hann var hugsjóna- maður í stjórnmálum og að upplagi sannur jafnaðarmaður. Þótt nú séu liðin næstum fimmtán ár frá því að ég fyrst tengdist Njáli og fjölskyldu hans urðu raunvemleg kynni okkar minni en efni stóðu til. Fyrstu fimm árin dvöldumst við hjónin við nám í Bandaríkjunum og samskiptin því takmörkunum háð. Þó er mjög minnistæð heimsókn þeirra hjóna til okkar í Boston og ferð okkar saman til Providence í Rhode Island fylki, en þar dvaldist Njáll við nám á stríðsámnum, þá ungur maður og ólofaður. Þetta var fyrsta og eina heimsókn hans á þessar slóðir frá því hann dvaldist þar á sínum tíma og því margs að minnast. Eftir að við fluttum heim aftur að námi loknu fyrir um níu áram var þegar tekið að halla undan fæti hjá Njáli og sjúkdómur sá sem gerði honum síðustu árin svo erfið farinn að láta á sér kræla. Síðustu árin dvaldi Njáll á hjúkmnardeildum Landakots og naut þar ágætrar um- önnunar sem fjölskyldan er þakklát fyrir. Þrekið þvarr smám saman sem og þátttaka hans í daglegu lífi fjölskyldunnar sem var honum svo kær. Þótt Njáll hafi skilað miklu verki á hefðbundnum starfsvettvangi liggur lífsstarf hans ekki síður í þeirri stóm og myndarlegu fjöl- skyldu sem frá honum er komin, sjö dætur, tuttugu og eitt baraabam og nú þegar eitt bamabarnabam. Ég er einn þeirra sem notið hafa ávaxta þessa lífsstarfs hans og fyrir það vil ég þakka sérstaklega. Minningin um Njál Ingjaldsson mun lifa með afkomendum hans um ókomin ár. Gunnar Guðni Tómasson. Mig langar til þess að kveðja þig afi minn með örfáum orðum. Jólin koma alltaf fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Það skemmtilegasta við jólin þegar ég var bam var þegar við hittumst öll fjölskyldan á Vallarbrautinni hjá ykkur ömmu. Jólin byrjuðu ekki öðravísi. Alltaf klukkan fjögur á að- fangadag byrjuðu jólin stundvíslega og allir mættu. Dætur þínar sjö og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.