Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 51 JOHANN PETUR KONRÁÐSSON + Jóhann Pétur Konráðsson fæddist á Hallbjarn- areyri í Eyrarsveit 3. aprfl 1909. Hann lést á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi 12. aprfl sfð- astliðinn. Jóhann Pétur var þriðji í röð sex systkina. For- eldrar hans voru Konráð Jónson og El- ísabet S. Hjaltalín. Árið 1936 kvæntist Jóhann Jódísi K. Björnsdóttur frá Látravík í Eyrarsveit. Forleldrar hennar voru Björn Bergmann Jónsson og Jósefína Ragnheiður Jóhannesdóttir. Börn þeirra eru: 1) Bára B. Pétursdóttir, gift Elísi Guðjónssyni, þau eiga fimm börn, átta barnabörn og eitt barna- Elsku Pétur. Þegar dag tók að lengja og sólin að hækka á lofti slokknaði lífsljós þitt. Arin þín voru orðin mörg og við viss- um bæði undir það síðasta að hverju stefndi. Samt er það svo að þegar að skilnaði kemur er eins og það komi aftan að manni, komi manni á óvart. Ljós þitt hefur fylgt mér frá því ég kynntist þér fyrst. 17 ára gömul. Frá því hefur einungis stafað birtu og yl. Þannig varst þú alla tíð, hlýr, elsku- legur og umhvggjusamur. Þú hugs- aðir fyrst og síðast um velferð okkar hinna. Alveg fram á síðustu daga til- veru þinnar. Höfðum við það gott? Vorum við frísk? Gekk okkur vel í námi og leik? Sú glaðværð, glettni og góðvilji sem einkenndi þig og líf þitt getur vonandi orðið okkur hinum sem eftir stöndum leiðarljós á lífsins göngu. Eg vil þakka þér fyrir það sem þú barnabarn. 2) Elsa F. Pétursdóttir, gift Aðalsteini Friðfinns- syni, þau eiga þrjú börn, fimm barna- börn og eitt barna- barnabarn. 3) Ólöf R. Pétursdóttir, gift Garðari Gunnars- syni, þau eiga fimm börn, fjórtán barna- börn og eitt barna- barnabarn. 4) Birna R. Pétursdóttir, gift Tómasi Sigurðssyni, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 5) Pétur G. Pétursson, kvæntur Hjördísi Vilhjálmsdóttur, þau eiga fjögur börn og eitt barna- barn. Útför Jóhanns Péturs fór fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar- daginn 22. aprfl síðastliðinn. varst mér. Fyrir hlýtt handartak og fallegt bros. Fyrir það að hlusta á mig, hrósa og hvetja. Fyrir að vera til staðar þegar á þurfti að halda. Fyrir það að hafa fengið að vera samferða þér þessi ár. Guð gefi þér góða heimkomu til þeirra sem þú unnir og farnir eru á undan. Hvíl þú í friði elsku Pétur. Þín tengdadóttir, Hjördís. Afi, Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Eg man brosandi augu þín, hönd þína sem leiðbeindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Eg sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þérævintýr. Hlustaði á sögumar þínar. Hló að skrýtl- unum. Undraðist töframátt þinn. Þúerthlutiaflífimínu. Hluti af mér. Um eilífð. (Pam Brown) Hann Pétur afi okkur eða afi Konn eins og flestir kölluðu hann er nú dá- inn. Afinn sem við vildum hafa hjá okkur að eilífu og við sitjum eftir með söknuð í hjarta. Andlát hans er okkur þungbært. Þrátt fyrir að við vitum að þetta er leiðin okkar allra erum við alltaf svo óviðbúin og ósátt við að kveðja náinn ástvin. Núna þegar við kveðjum hann í hinsta sinn koma upp í hugann margar minning- ar. Minningar sem allar ei-u á einn veg, aðeins af hinu góða því aldrei gaf hann færi á neinu öðru. Oftast var hann afi Konn brosandi, léttur í skapi og jákvæður. Sama hvernig hlutmnir vora, heyrðum við hann aldrei kvarta. Aldrei vantaði hann neitt og aldrei var neitt að. T.d. þegar hann átti við erfið veikindi að stríða, sagði hann: „Þetta er bara einhver flensa." Staðfastur var hann í einu og öllu sem eflaust hefur hjálp- að honum mikið í gegnum lífið. Aldrei krafðist hann neins af öðrum heldur hugsaði hann bara um hvað hann gæti verið öðrum. Já, hann afi var einstakur maður og vorum við svo lánsöm að fá að al- ast upp nálægt honum. Það gerði okkur mjög náin honum og var hann því alla tíð hluti af daglegu lífi okkar. Hann fylgdist alltaf vel með okkur í öllu því er við tókum okkur fyrir hendur og bar hag okkar allra fyrir brjósti alveg fram á hans síðasta dag. Upp í huga okkar koma fram ótelj- andi minningar um allt það sem við gerðum saman. Ferðir í sveitina okk- ar, þegar hann kom til okkar í pönnukökukaffi, jólin þar sem hann dvaldi alltaf hjá okkm- á aðfanga- dagskvöld, þegar hann var að passa okkur og svo margt fleira. Það var + Ólafur Halldór Halldórsson fæddist að Mábergi á Rauðasandi 1. júní 1921. Hann lést á Landspítalanum 13. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. aprfl. Jarðsett var í Hafnarfirði. Elsku Óli! Þá er kveðjustundin runnin upp. Þegar við hjónin heimsóttum þig í Eskihlíðina í byrjun janúar sagðir þú okkur að tími þinn hér væri brátt liðinn. Við vissum að þú varst mjög mikið veikur, en allt- af er haldið í vonina. En þú sagðist vera sáttur, þínu hlutverki hér væri að ljúka. Síðastliðið ár var þér mjög erfitt Óli minn. Þið Sigga bæði mikið veik, en örlítið hlé var á þínum veikindum þar til þú hafðir stutt Siggu svo dyggilega til hinstu stundar. Þá var röðin komin að þér. Við fjölskyldan í Háhóli erum þakklát fyrir að hafa þekkt þig og kynnst hressleika þínum og vænt- umþykju. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, það var aldrei logn- molla þar sem Óli Halldórs fór um. Við minnumst skemmtilegra stunda með ykkur Siggu á Vals- hamri, í Eskihlíðinni og síðustu ár- in líka á Háhóli. Þið Sigga voruð fastur punktur í tilveru okkar syst- kinanna á Valshamri og við munum ekki eftir okkur öðruvísi en með ykkur í nánd. Oft var glatt á hjalla þegar þið Sigga voruð nýkomin úr ferðalögum um Evrópu, en þá feng- um við í sveitinni ferðasögurnar í máli og myndum. Það var ekkert venjulegt hvað þú gast sagt skemmtilega frá og öll atriði stór og smá urðu ljóslifandi fyrir okkur. Svo kom öðru hverju: „Hana, Magga, þú átt að vita þetta, þú ert kennari.“ En kennarinn vissi miklu minna um þau atriði en þú Óli minn. A hverju hausti komuð þið Sigga að Valshamri í réttirnar og þá var komið við í Háhóli líka. Þú hafðir mikinn áhuga á bú- skapnum og þurftir alltaf að athuga féð þegar það kom af fjalli. Þú naust þín í réttunum eins og annars staðar þar sem þú varst meðal vina. Og það er gott að eiga góða vini. Það er nefnilega þannig að okkur hættir oft til að finnast sjálfsagt að allt sé eilíft. Við gleym- um því hve stutt lífið er í raun. Við erum þér þakklát Óli minn fyrir að hafa ýtt aðeins við okkur og vakið til umhugsunar, því einu sinni voruð þið Sigga hjá okkur í Háhóli og við töluðum eitthvað um Reykjavíkurferðir. Þá sagðir þú við okkur: „Magga og Halli, við Sigga komum oft til ykkar í Háhól og fá- um kaffi og þess háttar, en þið þiggið ekki einu sinni vatnsglas í Eskihlíðinni." Þá svöruðum við að bragði að í næstu ferð yrði örugg- lega komið við í Eskihlíðinni. Það varð úr. í næstu Reykjavíkurferð var stormað inn í Eskihlíð og við hringdum dyrasímanum. „Óli minn, þetta er Magga, má ég fá vatn.“ Þögn. Svo skellihlátur og dyrnar opn- uðust. Þegar við komum upp á fjórðu hæð stóðstu skælbrosandi með barmafullt vatnsglas í hend- inni. Við hlógum öll og heilsuðumst og eftir þetta fengum við alltaf vatnsglas í fordrykk hjá Óla og honum var boðið slíkt hið sama í Háhóli. Við erum þakklát fyrir allar stundirnar með þér, en ein sú eftir- minnilegasta er kvöldið í janúar sl. Það var svo ótal margt sem bar á góma það kvöld og margt sem þú fræddir okkur um. Það var gott til þess að vita, hvað þú hafðir átt góð- ar stundir með Þrúðu og fjölskyldu hennar, en hún hefur verið þér stoð og stytta í gegnum súrt og sætt öll árin. Eins og þið Sigga sögðuð bæði: „Hún Þrúða gæti ekki reynst okkur betur eða verið okkur kærari þótt hún væri okkar eigin dóttir.“ Og það voru orð að sönnu. Elsku Óli okkar! Við fjölskyldan í Háhóli kveðjum þig með söknuði, en þökkum fyrir að þjáningar þínar eru á enda og þú hefur fengið hvíld við hlið Siggu þinnar á ný. Hvíldu í friði. Drottinn blessi þig. Kær kveðja. Hálfdán Helgason og Mar- grét Jóhannsdóttir, Háhóli. Elsku Óli, loksins ertu kominn til hennar Siggu þinnar. Ég veit að þú varst búinn að bíða eftir þessu frá því í fyrrahaust. Þið voruð ein heild og þess vegna var það svo skrítið þegar Sigga dó. Það var nefnilega alltaf Óli og Sigga eða Sigga og Oli en allt í einu var það bara Oli. Mik- ið ofboðslega fannst þér það líka erfitt. Þið voruð nefnilega svo ham- ingjusöm, ennþá skotin eftir öll þessi ár. Nokkuð sem ég vona að ég fái að njóta í mínu hjónabandi. Ég sakna þín sárt en ég er svo glöð að hafa geta kvatt þig, af því að fyrir mér voru þið Sigga alveg eins og amma og afi. Það var svo gott að koma í Eskihlíðina til ykk- ar. Ég mun alltaf eiga minningarn- ar um leirinn í skókassanum, brandarana og spjallið við kaffi- borðið, stríðnispúkann í þér, heimsins bestu brúntertu og nota- legar stundir í Eskihlíðinni. Þín Harpa. ÓLAFUR HALLDÓR HALLDÓRSSON alltaf svo gaman að vera með honum afa því að hann gaf sér alltaf tíma til þess að sinna okkur og aldrei minn- umst við þess að heyra orðið „bíddu“. Alltaf fann hann upp á ein- hverju að gera; segja sögur, kenna okkur nýja hluti, já og bara skemmta okkur með sínum einstaka húmor, sem hann hélt þar til hann kvaddi. Allir sem kynntust afa virtust kunna vel við hann, stórir sem smáir og er hægt að lýsa því best með að segja að allir krakkarnir í þessu litla bæjarfélagi okkar kölluðu hann afa Konn. Hann var bara þannig að allir vildu eiga eitthvað í honum. Minningarnar um þig, elsku afi, eru hér hvergi nær tæmandi og kom- um við til með að geyma þær í hjört- um okkar alla tíð. Tómlegt verður nú að koma heim í Grundarfjörðinn án þess að geta hitt þig. Við getum þó huggað okkur við það að vita af þér vakandi yfir okkur. Við biðjum góð- an Guð að varðveita þig og passa þar til við hittumst á ný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt Grátnir til grafar göngumvérnú héðan, fylgjum þérvinur. Farvelábraut. Guð oss það gefi glaðirvérmegum þér síðar fýlgja í friðarskaut. (V. Briem) Saknaðarkveðjur: Eva Jódís, Ásdfs Lilja, Jón Pétur og Vilhjálmur. Þegar leiðir skiljast um sinn streyma minningarnar fram. Minn- ingar um traustan og velviljaðan frænda, föðurbróður minn Pétur Konráðsson í Grundarfirði. Pétur og kona hans Jódís kunnu sannarlega að taka á móti ættingjum sínum og gerðu það af mikilli rausn. Það fengum við að reyna er við kom- um í fyrsta skipti í heimsókn til þeirra á Grundargötuna. Það var fyrir meira en þrjátíu árum og höf- um við haldið góðu sambandi við frænda síðan. Konu sína missti hann fyrir mörgum árum en hann bjó áfram í húsi sínu þar til fyrir stuttu er hann fór á Dvalarheimilið Fella* skjól. Pétur var um margt fróður maður frá fyrri tíma, hafði alveg ótrúlega gott minni og sagði skemmtilega frá. Oft sátum við tímunum saman og ræddum fortíðina, sjósókn hans, uppvaxtarár þeirra systkina og margt fleira. Konráð Jónsson faðh- þeirra hafði látist þegar börnin voru ung svo þau syskin ólust ekki öll upp saman. Móðir þeirra Elísabet Hjaltalín reyndi þó að halda hópnum saman af bestu getu. Pétur og Guð- berg bróðir hans voru afar líkir bræður, bæði í útliti og eins með j)að hve gaman þeim þótti að segja sög- ur. Þeir bræður höfðu alveg sérstak- an frásagnarstíl. Sögum sínum gáfu þeh’ mikið líf og svo mikla kímni að við sáum leiksviðið allt fyrir okkur, ljóslifandi og oft var mikið hlegið. Það var hefð hjá okkur hjónum að heimsækja Pétur árlega í Grundar- fjörð og fá um leið úr viskubrunni hans, synh’ okkar fjórir fengu líka að njóta þess að fá að hafa hann sem „afa“ uppvaxtarár þeirra þar sem þeir áttu ekki afa sem þeir kynntust ognutu. í apríl í fyrra sóttum við Pétur heim en þá varð hann 90 ára og héldu börn hans honum veglegt hóf. Síðast sáum við Pétur í haust er við heim- sóttum hann, þá var heilsunni farið að hraka nokkuð. Hann spurði frétta af fjölskyldunni eins og venjulega en hann fylgdist vel með hvað allir voru að starfa. Umhyggjan fyrir fjöl- skyldunni var mikil. Það er erfitt að þurfa að sjá eftir jafnmerkum manni og honum Pétri okkar. Það verður tómlegt án hans og Grundarfjörður verður aldrei sá sami að heimsækja. Tilhlökkunin við að hitta hann, þétta handtakið og faðmlagið verður geymt í minning- unni um þennan mæta mann sem \’fö vorum svo lánsöm að eiga að vini. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir allar samverustundirnar, góða vin- áttu og tryggð. Börnum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Sigurborg og Jón Konráð ..... Guðbergsson. 4íe{ Qraníf 1 HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR HEIMASÍÐA: www.granit.is SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.