Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 03.05.2000, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÍMANN , GUÐMUNDSSON + Frímann Guð- mundsson fædd- ist í Gunnólfsvík í N- Múlasýslu 24. ágúst 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 15. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 25. apríl. 25. apríl var til mold- - ar borinn Frímann Guðmundsson. Það er alltaf mikið áfall þegar nákomnir falla frá og gildir einu hvort um er að ræða unga eða aldna. Enn einu sinni erum við minnt á að lífið tekur enda í þessari jarðvist. Öll höfum við okkar áætlaða tíma hér á jörðinni þó að hann sé mis- langur. A þessari stundu reikar hug- ur minn til baka og minningar koma í hugann. Meðal annars frá morgnun- um er þú komst í Arnarsíðuna og gafst þér tíma til að stoppa og leika við Dagnýju Björgu og fá þér kaffi- sopa, það eru þeir morgnar sem mér finnst hafa verið svo dýrmætir. Eg er þér svo þakklát Frímann minn fyrir -þversu góður þú varst við dóttur ihína og vinur minn í raun. Þú varst góðmenni og maður einstakur. „Einstakur“erorð sera notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt. Faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð meðbrosieðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki semstjómastafrödd hjartasíns og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og skarð þeirra verður aldrei fyllt. „Einstakur“erorðið sem bestlýsirþér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Friður Guðs þig blessi. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku tengdapabbi. Ég vil þakka starfsfólki lyfjadeild- ar FSA fyrir frábært starf og hlýhug í garð ættingjanna. Þín tengdadóttir, Áslaug Kr. Frímann var vinur minn. f Líbanski dulspekingurinn Kahlil Gibran hefði trúlega glaðst ef hann hefði fylgst með samskiptum okkar Frímanns Guðmundssonar. Ætla mætti að við höfum farið ítarlega eft- ir uppskrift hans þar sem hann út- listar í Spámanninum hina sönnu vin- áttu. Vinátta okkar Frímanns var gleðigjafi fyrir okkur bæði. Hún var kvaðalaus og hafði ekkert með hags- muni að gera. Einskonar fyrirbæri einangrað og óskilgreint. Ég kynntist Frímanni fyrir fáum árum þá gömlum manni. Ekki minn- ist ég þess að hann hafi tekið mér neitt fagnandi fyrst í stað. Ég var bara einhver spilafélagi Soffíu konu hans. Það var allt í góðu lagi að ég -þæmi í heimsókn. Eg var svo sem ekkert að trufla eða tefja svo framar- lega sem ekki var handboltaleikur í sjónvarpinu. Soffía og Frímann áttu kött. Segja má að kötturinn hafi verið örlaga- valdur í samskiptum okkar Frímanns. Kisi var duttlungafullur, stoltur og stórlátur og þekktist ekki hvern sem var. Einhverra hluta vegna (ég held að það hafi verið ilmvatnið og/eða ullin í peysunni) fór dýrið að venja kom- ur sínar upp á axlirnar á mér þar sem ég sat við spilaborðið. Þar hreiðraði það um sig í ótrúlegustu stellingum og hirti lítt um einbeit- ingu bridsspilarans. Þetta háttarlag kisa fannst Frí- manni forvitnilegt og þar með upp- hófust fyrir alvöru okkar kynni. „Já, ég held að sé hægt að treysta þeim sem kisi tekur,“ sagði Frímann. Þetta hljómaði í eyrum mér ekki ólíkt og auglýsingin. „Þar sem fagmaður- inn verslar er þér óhætt.“ En um- rædd kisa var ekki eina dýrið sem Frímann batt ástfóstri við um ævina. Hann elskaði dýr og þó einkum hesta og átti marga gæðinga í gegnum tíð- ina. Hann talaði oft við mig um hest- ana sína og sagðist trúa því að hestar væru miklar vitsmunaverur. Því meira sem ég kynntist hjónun- um í Eyrarvegi 27 þeim mun fleiri hlutfallslega urðu heimsóknir mínar þangað. Enginn mun þó undrast það sem til þekkir, því heimilið hefur frá öndverðu verið óopinbert félags- heimili fyrir fjölmennar ættir þeirra hjóna, vini og bridsspilara hvaðan- æva af landinu. Það er eitthvað sér- stakt að koma í Eyrarveginn. Það getur hreinlega orðið vanabindandi, einhverskonar ástríða. Síðustu misseri átti Frímann við vanheilsu að stríða, líkamlegur slapp- leiki og minnisleysi gerðu honum erf- itt um vik. Samt sem áður hélt hann reisn. Hann reyndi að fylgjast með og hann gaf. Frímann var eðlisgreindur og ég veit að hann fann stundum til þegar hann gat ekki munað, en kímnigáfan var á sínum stað og hún var oft yndisleg. Mér fannst Frímann vera fagurkeri og það eru nú pers- ónulegar ástæður fýrir því. Fyrir ut- an það að við höfðum líkan tónlistar- smekk og vorum yfirleitt sammála um hvaða sjónvarpsstjömur væru fallegastar á skjánum þá sagði hann einhverntíman að sér fyndist ég „bar- asta,, falleg og það er meira en flestir aðrir hafa séð. Og hann meinti það. Mér fannst Frímann Kka fallegur maður. Og ég meina það. Að lokum, í orðsins fyllstu merk- ingu. Ég þakka Frímanni vini mínum fyrir alla hans elsku í minn garð. Ég þakka fyrir uppörvandi og uppbyggj- andi samskipti. Fyrii- brosið sem tók sinn tíma að finna. Fallega brosið sem síðar kvikn- aði eins og af sjálfu sér þegar við sá- umst. Ég þakka Frímanni vini mínum fyrir lánið á flóka-inniskónum sem hann dró af sér þegar hann hélt að mér væri kalt á fótunum. (Eftir síðustu jól sagði hann: „veldu, því nú er ég kominn með lag- er.“) Takk fyrir allt prins pólóið, okk- ur fannst það báðum svo gott. Elsku Soffia frænka mín og allt þitt góða fólk, um leið og ég þakka liðna tíð, sendi ég ykkur djúpar sam- úðarkveðjur. Kolbrún Guðveigsdúttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Steinsstöðum, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 4. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR + Kristín Þor- steinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 20. ágúst 1962. Hún lést í sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 14. apnl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 28. apríl. Jarðsett var í Graf- arvogskirkjugarði. Það er sjaldan á æv- inni sem maður hittfr manneskju sem breytir lífsviðhorfi manns til frambúðar við fyrstu viðkynningu. Ég var svo lánsöm að kynnast þessari yndislegu konu sem við kveðjum nú að sinni. Jafn hjálpsöm og hlý manneskja er vandfundin. Kristín var hrein og bein og manni leið vel í návist henn- ar. Það fylgdi henni sérstök ró og hún hafði einstakt lag á því að draga fram hið jákvæða í fólki. Hið mikla tómarúm sem verður til við fráfall jafn gefandi manneskju eins og Kristínar verður seint fyllt en eitt getum við þó verið viss um að betri engil getur himnaríki ekki eignast. Ég sendi að lokum fjölskyldu Kristínar mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Sigrún Guðmundsdóttir. Við kveðjum þig, Stína mín, með miklum söknuði. Þú varst hrifsuð í burtu svo fyrirvaralaust. Elsku Palli, dætur og fjölskylda, við vottum ykkur, dýpstu samúð. Megi guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Við höfum svo oft hlegið með Stínu og ykkur og átt margar skemmtilegar stundir og ekki síður spennandi, við dyr sem flestum eru lokaðar. Við vitum að Stína fær hlýj- ar móttökur á næsta stað og við vit- um öll að hún verður alltaf nálægt. Ljóð, sem Steinn Steinarr orti, lang- ar okkur að senda Stínu og fjöl- skyldu hennar, sem hinstu kveðju. Guð blessi ykkur. I dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið barætíðsvipafþér. Anna, Eggert og Hafþór. Elsku Kristín mín. Ég trúi því varla enn að nú sé hinsta kveðjustundin runnin upp, alltof fljótt. Skyndilegt og ótíma- bært fráfall þitt skilur eftir mikið tómarúm í hjarta okkar. Nú er gott að eiga dýrmætar minningar sem sefa mesta sársaukann. Ég reyni að hugga mig við þá vissu að þú sért núna á einhverjum fallegum stað, önnum kafin við að hjálpa þeim sem eiga erfitt, eins og þú varst vön að gera. Það var alltaf líf og fjör þegar þú varst nálæg með þinn smitandi hlát- ur, segjandi skemmtilegar sögur þar sem þú gerðir gjarnan óspart grín að mbl.is LLT/\f= GrrTH\/A£> NÝTl-í sjálfri þér. Ég þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum sam- an. Manstu útileguna á Þingvöllum þegar tjaldið gleymdist heima? Manstu kaffi- húsaferðirnar þegar við hlógum svo mikið að við fengum harð- sperrur daginn eftir? Manstu hvað var gam- an á fæðingardeildinni í fyrra, þegar við áttum yngstu börnin okkar með sólarhrings milli- bili? Þú kunnir að lifa lífinu lifandi og varst óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu þegar svo bar undir. Þú varst ákveðin, stefnuföst og fylg- in þér. Þegar þú hafðir tekið ákvörð- un fylgdir þú henni eftir, full bjartsýni og lést ekki neinar fortölu- raddir letja þig. Mesta stolt þitt í lífinu voru dætur þínar fjórar. Þér fannst svo gaman að segja frá afrekum þeirra og fram- farasporum, að okkur vinkonunum fannsþ við eiga orðið hlut í þeim með þér. Ástúðin sem þú sýndir þeim var einstök. í störfum þínum sem miðill veittir þú mörgum hugarró og styrk með þínum mikla mannkærleika og ósér- hlífni. Jafnvel þegar hringt var í þig seint um kvöld eða um nótt og þú ör- þreytt eftir erilsaman dag, þá dreifstu þig af stað. Þú vissir að þú gætir hjálpað og sefað sorgir. Ég naut sannarlega góðs af umhyggju- semi þinni þegar ég missti föður minn í síðasta mánuði og þú hringdir daglega til að athuga hvernig mér liði, styrkja mig og hugga. Guð sefi sorg ykkar, elsku Palli, Hólmfríður, Sigfríður, Jóhanna og Ingibjörg litla. Fríða, Þorsteinn og systkini, hugur minn er hjá ykkur öllum. Elsku Kristín mín, mig langar að kveðja þig með ljóði eftir Hrafn Harðarson: Skrifuð á blað verðurhúnvæmin bænin sem ég bið þér engeymd í hugskoti slípast hún einsogperlaískel viðhveijahugsun sem hvarflar til þín. Þín vinkona, Guðlaug J. Sturludóttir. Góð vinkona mín og vinnufélagi til nokkurra ára, Kristín Þorsteinsdótt- ir, er fallin frá, kona í blóma lífsins. Við störfuðum saman hjá Vátrygg- ingafélagi íslands og þar kynntist ég hennar miklu mannkostum. Það var einstaklega ljúft að starfa með henni og gott að leita til hennar með hin ýmsu málefni. Það brást ekki að Krístínu tókst að gera málin auð- veldari viðfangs en þau virtust í fyrstu. Ég mun sakna hennar, en ég trúi því að hennar hafi beðið verkefni á æðri tilverustigum. Minningin um mæta konu lifir. Mér finnst þessi orð Lao Tse eiga vel við þegar Kristínar er minnst: „Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki. Góður ræðumaður segir ekkert, sem að verður fundið. Góðm' reikningsmaður þarf engar töflur. Góður vörður þarf hvorki lása né slagbranda, en enginn getur opnað, það sem hann lokar. Sá, sem bindur bezt, þarf engra reipa né hnúta við, en enginn getur leyst það, sem hann bindur. Á sama hátt er vitur maður jafn fær um að liðsinna félögum sín- um, og hann misvirðir engan. Hon- um er jafnan sýnt um að gæta hlut- anna, og hann lítilsvirðir ekkert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir alla.“ Fjölskyldu Kristínar votta ég mína dýpstu samúð. Ágústa Hjaltadóttir. í dag kveðjum við með hryggð hana Kristínu frænku sem nú er lát- in langt um aldur fram. Fréttin um andlát hennar kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og höggvið er stórt skarð í hóp okkar frændsystkinanna. Hún stendur okkur enn ljóslifandi fyrir sjónum þegar hún var aðaldrif- fjöðurinn í að halda ættarmót fyrir tveimur árum. Þar geislaði af henni atorkusemin, glaðværð og ljúfmann- leg framkoma og þannig munum við minnast hennar með þökk. Við vottum Pálmari, dætrunum, foreldrum og systkinum okkar inni- legustu samúð og biðjum guð að geyma ykkur. Héráttublómsveig bundin af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. Eva, Þórunn, Eyrún, Aðalheiður, Anna, Erla, Brynjar og fjölskyldur. Sannlega er lífið gert úr ljósi og skuggum, - blíðustrokum vors á vanga og ísnálum vængjablaka vetr- ar. Þetta fær mannkyn að reyna æ ofan í æ. í dag er mér hugsað til fjöl- skyldunnar að Viðarrima 44 og þeirra allra, er henni tengjast, um leið og ég bið þess, að sorg þeirra verði lauguð í ljóssins hyl. Þeirri, er þau sakna, kynntist ég fyrir mörgum árum sem einu þess- ara Ijóskera tendruðu af kærleiks- geislum föðurhjartans, sem Kristur boðaði í brjósti skaparans. Hvar sem hún Iíðandi bróður eða systur leit, þá þráði hún að vefja þau ylgeislum vorsins, færa þeim sumarskrúð í sál. Skaparinn hafði fært henni, ásamt öðrum vöggugjöfum, skynjun, - sjón og heyrn, ekki aðeins bundin við .jarðlífsins markaða baug“, heldur hnattahylinn í faðmi skaparans. Orð hennar voru því aldrei vafin í efa trúar bókrolluslitra, heldur vissu, -vissu án hiks. Hana bar hún að sjúkrabeðum; hana bar hún á fundi sína með þeim er grátandi bera hjarta; hana bar hún á námskeið sín. Já, Kristín er ein í flokki þeirra er ég krýp í þökk til skaparans fyrir að hafa leyft okkur hjónum að kynnast sem sólgeislum er daginn ylja, dag- inn birta. Beri þig páskavængur um hásali vina kær. Sig. Haukur. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af haefilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.