Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 60
60 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 r\ MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTA - 40 ára starfsemi HINN 3. maí verða 40 ár liðin frá því að svonefndur Stokk- hólmssamningur um EFTA gekk í gildi. Fjörutíu ár er e.t.v ekki hár aldur fyrir alþjóðastofnun en í því samhengi er rétt að hafa í huga að EFTA var í miklum vafa um tilvist sína fyrsta ára- tuginn. Þegar það .. .samband Evrópuríkja, "sem nú gengur undir nafninu Evrópusam- bandið (ESB), var stofnað, voru sjö Vest- ur-Evrópuríki, sem ekki áttu aðild að því, viss um að þau yrðu með einhverjum hætti að grípa til eigin ráða. Þau komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að rétt væri að stofna eigin samtök og þau nefndust EFTA. Þessi nýju samtök settu sér þrjú markmið. í fyrsta lagi að afnema tolla- og magntakmarkanir í viðskiptum með iðnaðarvörur sín á milli á ein- um áratug, og var þá haft í huga að fara jafn ört fram í þeim efnum og hinar Evrópuþjóðirnar ætluðu sér "%íh á milli. I annan stað var sett það markmið að koma á sameigin- legu fríverslunarsvæði yfir bæði samtökin í Vestur-Evrópu, eða með öðrum orðum að byggja brú á milli þeirra. I þriðja lagi var markmiðið að auka þjóðartekjur og velmegun í aðildar- löndunum. Fyrsta markmiðinu um afnám viðskipta- hindrana innan EFTA tókst að ná fyrir tím- ann, á sjö árum í stað tíu. Þetta varð líka raunin hjá Efnahags- bandalagi Evrópu, eins og ESB hét þá. Oðru markmiðinu reyndu EFTA-ríkin fyrst að ná með um- sóknum um aðild eða aukaaðild að ESB, en var hafnað. Ásetningur EFTA um sameiginlegt vestur- evrópskt fríverslunarsvæði náðist þó þegar Bretland, Danmörk og Irland gengu í Efnahagsbandalag Evrópu og gerðir voru fríverslun- arsamningar sem tengdu svæðin tvö saman. Þessum áfanga var vel fagnað og talinn sigur fyrir sjónar- mið sem EFTA-þjóðirnar höfðu haft uppi alla tíð. Þannig lauk fyrsta áratug EFTA. Fljótlega komust menn þó að því að efnahagslegur samruni átti sér aðrar hindranir en tolla og magn- takmarkanir. Tæknihindranir, EFTA Það er ærið tilefni fyrir EFTA að halda upp á fertugsafmælið, segir Kjartan Jóhannsson. Upphaflegu markmiðin hefur tekist allvel að uppfylla. skriffinnska, ólíkir staðlar og mis- munandi heilbrigðisreglur voru dæmi af þessu tagi. Samvinna á sviði tækni og vísinda var líka talin vænlegri til árangurs en að hver pukraðist í sínu horni. Sjö árum eftir að ákveðið hafði verið að koma á sameiginlegu frí- verslunarsvæði í Evrópu varð það að veruleika árið 1977 með afnámi tolla og magntakmarkana eins og að hafði verið stefnt. En öðrum sjö árum síðar, 1984, komst á sameig- inlegur fundur EFTA- og ESB- ráðherra í Lúxemborg sem ákvað að koma á samstarfi til þess að takast á við hinar tæknilegu við- skiptahindranir sem áður voni nefndar og koma á samstarfi á ýmsum sviðum rannsókna. A þess- um tíma voru þetta jafnframt við- brögð við versnandi samkeppnis- stöðu Evrópu gagnvart Japan og Ameríku. Þetta samstarf EFTA og ESB reyndist flókið og þunglamalegt, enda kom tilboð frá forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, Jacques Delors, í janúar 1989 um að koma á því samstarfi sem síðar hlaut nafnið Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það samstarf varð, trúi ég, nánara og víðtækara en flesta renndi í grun þegar af stað var far- ið, en árangurinn hefur líka verið eftir því og að mínum dómi stór- kostleg lyftistöng fyi'ir EFTA- löndin sem að því standa, ekki síst Island. Samningaviðræðurnar um EES voru hins vegar flóknar og tímafrekar og má kannski minna á að það liðu fimm ár frá því að samningstilboðið barst frá Delors og þar til samningurinn tók gildi. A sama tíma og samið var um EES, hrundi Berlínarmúrinn og kommúnistaríkisstjórnirnar austan járntjalds. Þessi söguskil urðu bæði ESB og EFTA tilefni til að taka upp ný viðskiptasambönd við þessi lönd. EFTA gerði fríverslun- arsamninga við þau öll. Sömuleiðis hafa EFTA og ESB verið að út- víkka þetta fríverslunarsvæði suð- ur yfir Miðjarðarhaf og til Mið- austurlanda. Miðar því starfi allvel. Nýjast á dagskránni er að byggja brýr yfir Atlantshafið. EFTA er væntanlega nálægt því að ljúka samningum við Kanada og Mexíkó er næst í röðinni, enda hefur ESB gert fríverslunarsamning við það land. Það net fríverslunarsamninga sem hér er verið um að ræða mun auðvelda allsherjarsamkomulag hjá WTO þegar þar að kemur, en þar gengur nú hægt og lítils árangurs að vænta að sinni. Það er ærið tilefni fyrir EFTA að halda upp á fertugsafmælið. Upphaflegu markmiðin hefur tek- ist allvel að uppfylla. Viðskipta- hindranir innan EFTA eru af- numdar á flestum sviðum og EFTA ríkin eru nú að endurskoða stofnsáttmála sinn, Stokkhólms- samninginn, til að styrkja enn sam- skipti sín. Markmiðið um sameigin- legan markað Vestur-Evrópu hefur ræst, nú seinast í EES-samningn- um og tvíhliða samningum Sviss og ESB. Um þriðja markmiðið um hagvöxt og hagsæld þarf vart að deila. EFTA-löndin eru meðal þeirra ríkustu í veröldinni. EFTA hefur þjónað aðildarlöndum sínum vel, líka sem undirbúningur að að- ild að ESB, þegar því var að skipta. Höfundur er framkvæmdastjóri EFTA. Kjartan Jóhannsson Sjúkraflutningar » á landsbyggðinni Listhús í Laugardal Þuríður Backman FYRIR Alþingi ligg- ur þingsályktunartii- laga um að fela heil- brigðisráðherra að koma á og tryggja rekstur sérútbúinnar flugvélar til sjúkra- flutninga og tryggja nauðsynlega bráða- þjónustu við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Ak- m-eyri samhliða rekstrinum. Nýlega barst sú frétt að heilbrigðisráðherra hefði tekið ákvörðun Hm að miðstöð sjúkra- flugs skyldi verða á Ak- ureyri. Ráðherra hefur falið Ríkiskaupum að bjóða út sjúkraflug í samstarfi við samgöngu- ráðuneytið og munu ráðuneytin tvö vinna saman að útboði í tengslum við útboð á áætlunarflugi. Útboðið var ekki samið þegar fréttin var gefin út og skilmálamir óljósir. Fréttin er eingöngu fyrsta skrefið og segir ekk- ert til pm hvernig þjónustu eigi að veita. Anægjulegt er að heilbrigðis- ráðherra skuli nú vinna að því að koma sjúkraflugi í ákveðið rekstrar- form. Öllum ætti að vera ljóst mikil- vægi þess að jafna aðgengi allra landsmanna að sérhæfðri heilbrigð- Tísþjónustu og sjá til þess að hægt sé að halda uppi öruggu sjúkraflugi. Sérútbúin flugvél til sjúkraflutn- inga er ekki til hér á landi, í stað þess hefur verið notast við flugvélar til al- menns farþegaflugs og þyrla Landhelgisgæsl- unnar hefur sinnt neyðartilvikum. Rauði kross íslands keypti fyrir nokkrum árum sjúkraflugsbúnað sem settur er í venjulegar farþegaflugvélar þegar þær fara í sjúkraflug. Mikil bót var að þessu, en við núverandi ástand er því vart að treysta að búnaðurinn sé til taks þegar á þarf að halda. Þótt hann sé góður tekur tíma að taka sæti úr flugvélum og setja hann um borð. Því eru farþegavélar aldrei tilbúnar í útkall eins og sjúkrabílar. Eins og nú er ástatt er ekkert formlegt skipulag á sjúkrafluginu eða umsjón með því og ábyrgð því óljós. Flugvélar eru í mörgum tilvik- um ófullkomnar og ekki mannaðar flugmönnum og sjúkraflutninga- mönnum eins og reglur kveða á um. Útkallskerfið er flókið, kraftar fag- fólks illa nýttir. Litlu flugfélögin hafa sinnt sjúkrafluginu en þvi mið- ur hafa miklir rekstrarerfiðleikar þeirra haft sín áhrif. íbúar á lands- byggðinni búa því við mjög ófull- nægjandi þjónustu. Löngu er tíma- bært að taka á þessum mikilvæga þætti í heilbrigðisþjónustunni og koma í betra og öruggara horf, sér- staklega fyrir íbúa utan „stórhöfuð- borgarsvæðisins". Vel búin sjúkra- flugvél er jafnsjálfsögð á lands- byggðinni eins og vel búinn neyðarbíll er í þéttbýli. Hvers vegna sérhæfð sjúkraflugvél? Hér er talað um sjúkraflug milli heilsugæslustöðva og/eða sjúkra- húsa þar sem flugvöllur er fyrir hendi, en ekki björgunarflug eða flug af slysstað á sjúkrahús. I þeim tilvikum eru þyrlur ákjósanlegar, auk þess sem þær henta vel þegar veðurskilyrði hamla venjulegu ílugi. I sérhæfðri eða sérútbúinni sjúkraflugvél er svipaður búnaður og í velútbúnum neyðarbíl. Sjúkraflugvél er eingöngu notuð Sjúkraflutningar í sérhæfðri eða sérút- búinni sjúkraflugvél, segir Þuríður Back- man, er svipaður búnað- ur og í velútbúnum neyðarbíl. til sjúkraflutninga eins og sjúkrabíll og stendur ávallt tilbúin til notkunar. Það styttir viðbragðstíma í útköllum til muna. Með tilliti til þess að mið- stöð sjúkraflugs verður á Akureyri, ætti sHk vél að ná til flestra flugvalla á þeim tíma sem tekur að undirbúa sjúkling í flugið. Sjúkraflugvél þarf að hafa ákveðna flughæfileika og vera svo rúmgóð að hægt sé að koma fyrir þeim búnaði sem talinn er nauðsynlegur hverju sinni. Alþjóðlegar reglur krefjast þess að í sjúkraflugvélum séu alltaf tveir flugmenn þótt flugvélin sé skráð fyr- ir einn flugmann. Álagið er mikið, oft flogið við verstu veðurskilyrði, ástand skjúlings getur verið alvar- legt. Tvo flugmenn þarf til að sinna aðflugs- og lendingartækni. Sjúkra- flutningar skulu vera á ábyrgð sjúkraflutningamanna og skiptir ekki máli hvort heldur er á landi eða í lofti. Þeir tryggja fagmennsku og spara tíma og krafta lækna eða hjúkrunarfólks, sem ella þyrfti að fylgja sjúklingum. Hvað kostar rekstur sérútbúinnar sjúkraflugvélar? Miklu skiptir hvort keypt verður ný eða notuð vél, hvaða tegund og hvaða búnaður. Samkvæmt kostnað- aráætlun Benedikts Guðmundsson- ar, forstöðumanns þróunarsviðs At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, getur munað rúmum 170 millj. kr á nýrri og notaðri vél. Máli skiptir hvort sjúkraflugvél er rekin sem sjálfstæð eining eða sem hluti af öðr- um flugrekstri. Mestu munar um samnýtingu á áhöfn. Sé miðað við samrekstur sjúrkraflugvélar og ann- ars flugreksturs gæti flugtíminn kostað um 173.500 kr. Til saman- burðar kostaði flugtíminn ríkið 137.500 kr. árið 1996 - með styrkj- um. Þá er ekki talið sjúkraflug til Grænlands og flug að tilstuðlan tryggingafélaga. Mörgum kann að þykja krafa um sérhæfða sjúkraflug- vél óraunhæf og alltof dýr kostur, en okkur þætti ekki boðleg heilbrigðis- þjónusta sem notaði venjulega sendi- ferðabíla til sjúkraflutninga í sparn- aðarskyni. Rekstur sjúkraflugsins verður að vera á forsendum heil- brigðisþjónustunnar, ekki rekstrar- forsendum flugfélaganna. Ef rekstur sjúkraflugvélar getur farið saman við rekstur flugfélags án þess að það bitni á öryggisþáttum sjúkraflugsins er það vel, en ef láta verður af kröf- um um sérútbúna sjúkraflugvél og nota farþegavél til sjúkraflugsins til að styrkja rekstur flugfélags, eru forsendur sjúkraflugsins ekki réttar. Sjúkraflutningar sem hluti heilbrigðiskerfisins Heilbrigðisþjónustan úti á landi er nátengd samgöngunum. Sjúkra- flutningar eru því hluti af heildar- skipulagi heilbrigðiskerfisins. Heil- brigðisþjónustan hefur þróast misjafnlega eftir landsvæðum. Mis- vægi og ójöfnuður er milli íbúa eftir búsetu. Frumstætt og veikburða sjúkraflug hefur aukið á óöryggi íbúa á landsbyggðinni og ýtt undir fólksflutninga til höfuðborgarinnar. Af þessum sökum hafa fjölmargir, sem málið varðar, stutt hugmyndir um sérútbúna sjúkraflugvél á Ákur- eyri. Þingsályktunartillaga mín og meðflutningsmanna um rekstur slíkrar flugvélar ætti því að hljóta góðar undirtektir þingmanna miðað við jákvæð viðbrögð heilbrigðisráð- herra og allan þann stuðning, sem þetta mikilvæga öryggismál hefur fengið. Þó að málið sé ekki í höfn vil ég þakka öllum þeim, sem unnið hafa að framgangi þess og tel á engan hallað þótt nafn Sveinbjöms Dúasonar sjúkraflutningamanns á Akureyri sé nefnt sérstaklega. Höfundur er alþingismaður. NÚ berast þau tíð- indi um landið að fyrr- verandi ritstjóri Þjóð- viljans bjóði sig fram til formanns „Samfylk- ingar“. Enn sem fyiT koma Alþýðuflokks- menn (sósíaldemókrat- ar) ekki til álita þó væntanleg „Fylking" muni væntanlega inn- anlands sem utan telja sig bæra til að kenna sig við sósíaldemókra- tíska stefnu hver svo sem við stýrið húkir. Gjörla má sjá að fyrr- verandi ritstjóri Þjóð- Formannskosning ✓ Eg skrifa gegn, segir Halldór E. Sigur- björnsson, framboði fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans. viljans er útlærður „félagsmálamað- ur úr skóla“ svo vel sem hann hefur undirbúið framboð sitt í hinni „gulu pressu“ eða fremur „fjölmiðlum" landsins. Fyrir hönd alþjóð- legrar og evrópskar hreyfingar Alþýðu- flokksmanna - sósíal- demókrata - segi ég og skrifa gegn framboði fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans: Nei. Fyrir hönd austur- evrópskra háskóla- borgara, íþróttamanna, og alþýðufólks sem ég hef átt samskipti við eftir að Berlínarmúr- inn féll - og lýst hafa hryllingi alræðisstefnu Stalíngúlagsins er þar ríkti (ríkir?) kalla ég og rita gegn framboði fyrrverandi ritstjóra Þjóð- viljans: Nei! í minningu þeirra tuga milljóna manna sem létu lífið austur þar (ald- armetið) sem aldrei var eða verður reistur minnisvarði úr prentsvertu á síðum Þjóðviljans hrópa ég og meitla djúpt í tóftir Múrsins: NEI. Ritað á föstudaginn lánga. Höfundur er lögfræðingur og félagi í Alþýðuflokknum - Jafmiðarnuuma- flokki íslands. NEI Halldór E Sigurbjörnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.